Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 14. apríl 1973. Sólin var farin að lækka á lofti, og bæjarburstin kast- aði skugga fram á hlaðið. Við Tryggvi stóðum úti í forsælunni. Hann átti að fara upp i fjall að smala ánum, en ég átti að sækja kýrnar suður að Víðidalsá. ,,Ég á þetta prik", sagði Tryggvi, þegar hann sá, að ég ætlaði að taka prik, sem reis upp við bæjarvegginn. ,,Nei, það er prikið mitt", svaraði ég og gekk snúðugt suður hlaðvarpann. ,, Ég skal nú sýna þér það, hvort ég næ því ekki", segir Tryggvi og kemur þjótandi á eftir mér. ,,Þú skalt aldrei hafa það", svaraði ég hlægj- andi, um leið og ég leit um öxl mér. Síðan hljóp ég eins og kólfi væri skotið suður túnið, yfir túngarðinn, yfir lækinn, yfir þúfur, yfir steina, yfir moldarflög, yf- ir holt og hæðir og alltaf var Tryggvi á hælunum á mér. Ég var kominn upp á háan hól, þegar óþyrmi- lega var þrifið i herðarnar á mér. Ég féll endilangur til jarðar á grúfu, en hélt samt fast um prikið með báðum höndum. Tryggvi lagðist nú ofan á mig og reyndi að draga prikið úr greipum mér. Það fauk í mig, þegar hann var nærri búinn að ná af mér prikinu. Ég reyndi af alefli að standa upp, en gat hvorki hreyft legg né lið. Þá datt mér nýtt ráð í hug, en hvorki var það gott né fag- urt. Ég fann að ég gat hreyft höfuðið, enda notaði ég mér það. Ég rak hnakk- ann upp i nefið á Tryggva, svo að hann fékk fossandi blóðnasir og fór að gráta. Hann sleppti öllum tökum og við stóðum báðir upp. Ég fór nú að skæla líka, bæði af þvi að ég kenndi í brjósti um Tryggva litla og svo iðraðist ég eftir, að hafa verið svona vondur við hann. Ég fór nú að stumra yfir honum, og þurrka af honum blóðið með vasaklútnum mínum. Við vorum allt í einu orðnir svo hjartanlega sáttir og góðir hvor við annan. ,,Þetta var allt mér að kenna", sagði ég um leið og ég stakk vasaklútnum aftur í vasa minn. ,,Nei, það var mér að kenna", sagði Tryggvi með tárin í augunum. Meðan á þessu stóð lá prikið, þetta þrætu- epli okkar, þarna á hóln- um, en nú tekur Tryggvi það upp. ,,Þú mátt hafa prikið góði", sagði hann og ætlaði að rétta mér það. ,,Nei, nei, góði hafðu það, þú þarft að ganga svo langt", svaraði ég og hljóp niður hólinn. Indæll friður fyllti sál mina, friður, sem enginn þekkir nema sá, sem er alsáttur, bæði við Guð og menn. Ég leit við, og sá hvar Tryggvi gekk við prikið upp ásana. Mér fannst hann nú vera svo góður drengur, þrátt fyrir allt. ,,Við megum annars ekki láta okkur koma svona illa saman", sagði Tryggvi, þegar við vorum að moka fjósið daginn eftir. ,,Hvað eigum við þá að gera, svo okkur komi vel saman?" spurði ég vand- ræðalega. ,,Við verðum náttúrlega að búa til samning", svar- aði Tryggvi. Þetta þótti mér ágætt ráð. Við fórum nú að búa til friðarsamninginn. Tryggvi einblíndi á f lórinn og studdi sig við skófluna sína, en ég klóraði mér bak við eyrað. Eftir góða stund hóf Tryggvi mál sitt á þessa leið: ,,Þú máttaldrei stríða mér. Ég má aldrei reiðast Friðarsamningur við þig. Við eigum að vera góðir hvor við annan allan daginn.. Svona vil ég hafa samninginn". Mér þótti samningurinn góður, en með því að við vorum báðir breyskir, var ég hræddur um, að við mundum gleyma samningnum, einmitt þeg- ar mest lægi á að muna eft- ir honum. Ég gerði því þessa athugasemd: ,,Það er hægara fyrir okkur að muna tvö orð, en heilan samning. Ef ég fer að stríða þér, þá átt þú að minna mig á samninginn með því að segja: Ertu vinur? Og ef þú ætlar að berja mig þá á ég að segja: Ertu vinur? Það væri samt ef til vill betra að tala undir rós og segja bara: Ertu v? Þetta þótti Tryggva ágætt. Þessi orð áttu ætíð að minna okkur á friðar- samninginn og sætta okkur, hvernig sem á stóð. Nú liðu svo nokkrir dag- ar, að ekkert bar til tíðinda. Þá kom það fyrir einn dag, þegar við Tryggvi vorum að dreifa heyi úti á túni, að ég kastaði votum stráum framan í hann. Tryggvi reiddist og æddi að mér með krepptan hnefa. ,, Ertu v?", hrópaði ég, því nú mundi ég allt í einu eftir sa m n i ng n u m . ,,J á ", svaraði Tryggvi og varð ósköp niðurlútur. Svo litum við brosandi hvor framan í annan og vorum sáttir. Skömmu síðar fór ég að erta Tryggva á ný, því ég mundi þá ekkert eftir samningnum í svipinn. Ég bjóst nú við að Tryggvi mundi lumbra á mér, en það var öðru nær. ,,Ertu v?", sagði hann um leið og hann leit vingjarnlega til mín. ,,Já", svaraði ég og varð niðurlútur. Svo litum við hvor framan í annan — og vorum hjartanlega sátt- ir. Auglýsingasímar Tímans eru DAN BARRV |rHveIlur. Hann . Hvellur, já' / Vlim gJora‘ DAUÐUR/' svo þetta er svo vel að beit 'þessi Hvell-Geiri7 ekki byssunni. ^ \^Þ>ú gætir orðið * okkurtil gagn Kastaðu byssunni og komdu) upp i. Við ætlum að hlifa þér í þetta skipti. £ Hvað er svona^Mjög fyndið lagleg stúlka'Þu kemst að i eins og þúf þvi nógu fljótt að.... ? ÍW hvað við erum að gerahérna á jessum afskekktu islóðum. " I rauninni verður þú fyrsti maðurinn,^ sem kemst að bvi. /Ég hafði ekki ger^, , mér ljóst, að kvenY/f/ ’ freísishreyfingin hefði Jyfir her að ráða.jj FRAMHALD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.