Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. apríl 1973. _________ TÍMINN 9 i ÞESSARI grein verður fjallað um alvarlegan sjúkdóm, þ.e.a.s. heilablóðfaII. Manna á meðal er jafnoft talað um slag, en ég mun nota orðið heilablóðfall um hvort- tveggja: heilablæðingu og stíflu I heilaæð. Hér er um mjög yfir- gripsmikið efni að ræða og engin leiö er að gera þvi nokkur ýtarleg skil i stuttri grein, enda er sú ekki ætlun min, heldur að vekja athygli á nokkrum atriðum I sam- bandi við þennan sjúkdóm svo sem eins og, hversu helzt mætti reyna aö komast undan honum og hvað svosé helzt fyrir þáaögera, er lifa sjúkdóm þennan af, og hversu aðstöðu okkar til þess er hér háttað. Alvarlegum sjúk- dómum fylgja oft hörmulegar af- leiðingar og ekki verður svo rætt um heiiablóöfall, að hjá því veriö komizt að geta þeirra að nokkru. Eg mun þó leitast við aö haga orðum mínum svo, að ekki valdi óþarfa ótta og kvíða. Samkvæmt islenzkum heil- brigðisskýrslum er heilablóðfall þriðja algengasta dánarorsök tslendinga. Aðeins hjartasjúk- dómar og illkynja mein hafa hærri dánartölu. Þessar upp- lýsingar koma tæplega nokkrum á óvart og svipaðar niðurstöður i þessu efni er að finna meðal ná- grannaþjóða okkar. En dánar- talan segir ekki söguna nema hálfa og raunar tæplega það. Þótt margir deyi úr þessum sjúkdómi eru hinir miklu fleiri, sem lifa hann af, en sitja eftir með meiri og minni likamlegar og andlegar bæklanir. Allt fram á siðustu ár hefur gætt nokkurs vonleysis gagnvart heilablóðfalli og á það nokkuð jafntvið um leikmennsem lærða. Fyrir þessu hafa einkum verið tvær ástæður. Hin fyrri er sú, að gjarnt hefur verið að lita á heila- blóðfall sem sjúkdóm gamla fólksins. Heilablóðfallið hefur þannig næstum orðið hluti þess óumflýjanlega, að eitt sinn skuli hver deyja. Hin ástæðan er svo sú, að heilablóðfall sé svo alvar- legur sjúkdómur og þannig i eðli sinu, að litt verði ráðið viö af- leiðingar hans og raunar mest i hendi forsjónarinnar einnar, hver lifir og hver deyr og hvern bata sá fær, semi fyrri hópnum lendir. Vist fer hér sumt nærri sanni, en þó er þetta hvergi nærri svona einfalt. Það er auðvitað rétt, að gamla fófkiðdeyr oft úr heilablóðfalli beint eða óbeint eftir þvi, hversu á það er litið, og eftir langa ævi er heilablóðfallið sizt verra bana- mein en hvað annað. Jarönesktil- vera er enn aðeins hluti hins ei- lifa lifs og við höfum ekki getaö breytt né heldur tæpast óskum eftir aö breyta þeim gangi, að hrörna eftir þvi sem árin færast yfir. Hrörnunarbreytingar sam- rýmanlegar aldri teljum viö nánast eðlilegt fyrirbrigði, hluta af jarðnesku lifsskeiði hvers ein- staklings og þvi ekki sjúklegt i hinni venjulegu merkingu þess orðs. Það er og einnig svo, aö hrörnun, sem er innan þessa viðurkennda eðlilega ramma til- verunnar leiðir að visu að lokum til brottkvaðningar úr þessum heimi, en þá ekki fyrr en náö er háum aldri og eftir að einstak- lingurinn hefur haft heilsu til þess að ljúka og una eðlilegu lifsstarfi. Með þessum orðum er sizt af öllu verið að mæla með þvi að van- rækja eigi sjúkdóma meðal gamla fólksins, en það er ekki hægt aö ganga fram hjá þeirri staðreynd, að sjúkdómar þess eru oft hluti af þvi að veröa gamall, hluti af þróun, sem við getum ekki umsnúið og afstaða gagnvart þeirra sjúkdómum hlýtur þvi að taka af þessu nokkurt mið. En það er hvergi nærri bara gamla fólkið, sem fær heilablóð- fall. Nær helmingur dauðsfalla af völdum þessa sjúkdóms i hinum ýmsu myndum hans er hjá fólki á aldrinum 40-60 ára og um 70% dauðsfallanna, ef haldið er áfram upp aldursstigann til sjötugs. Það er þetta, sem skiptir veru- legu máli, þvi að sú hrörnun verður að teljast sjúkleg, sem leiðir af sér heilablóðfall innan fimmtugsaldurs og raunar allt upp undir sjötugsaldur, þvi við viljum geta reiknað með góðri starfsgetu a.m.k. litt skertri jafnt andlega sem likamlega fram á þessi ár og viðurkennum helzt ekki verulega hrörnun af eðlilegri orsök fyrr en upp úr þvi. Mörkin á ungum og gömlum hreint aldurs- lega séð eru alltaf að færast upp á við á siðari árum með jafnt batn- andi aðbúnaði og aöstæöum fólks a.m.k. hér á landi. öllum má ljóst vera, hversu mikilvægt það er að reyna að koma i veg fyrir jafn alvarlegan sjúkdóm og heilablóðfall hjá fólki i ofan- nefndum aldurshópi og hversu þýöingarmikið það er að reyna að koma þeim til heilsu aftur, sem heilablóðfall fá, en lifa það af. Við komum þá næst að þvi, hvað hægt er að gera til þess að koma i veg fyrir heilablóðfall eða til þess að draga úr afleiðingum þess og stuðla að sem beztum bata og hindra að endurtekning verði á áföllum. Fyrst verðum við þá að gera okkur grein fyrir, hvað heilablóðfall hefur i för með sér. Þegar æð springur i heila rennur blóð út i heilavefinn á afmörkuðu svæði og starfsemi þessa heila- svæðis truflast eða hverfur með öllu. Þegarheilaæð stiflast hættir blóð að berast til heilasvæðis og afleiðingarnar verða hinar sömu og við blæðingu. Heilablóðföll gerast skyndilega og þau gera sjaldnast nokkur boð á undan sér, þótt á þvi sé undantekning og hún mjög svo mikilvæg, er ég mun ræða um siðar i þessari grein. Oft fylgir heilablóðfallinu mikill höfuðverkur, stundum uppköst, jafnvel krampar, breytingar á öndun og hjártslætti og truflun á blóðþrýstingi og svo sérlega meiri og minni breyting- ar á meðvitundarástandi. Mjög eru þessi einkenni mismunandi áberandi og heilablæðing er að öllu jöfnu miklu alvarlegra áfall ern stiflai heilaæð. Þannig gerist æðastiflan oft i svefni og menn vakna lamaðir að morgni, en a.ö.l. kannski tiltölulega hressir. Hið fyrsta, sem læknirinn stendur frammi fyrir hjá sjúklingi með heilablóðfall er ein- faldlega það að reyna að halda i honum lifinu með öllum tiltækum ráðum og reyna að viðhalda þeirri grundvallarstarfsemi likamans, sem líf byggist á. Enda þótt sjúklingurinn kunni að hafa augljós einkenni um staðbundnar skemmdir i heila tjáir litt að snúa sér að þeim, fyrr en útséð er, hvort sjúklingurinn lifir eða ekki. Sem dæmi um það hversu alvar- leg þessi áföll eru, hefur fram til þessa mátt reikna með, að 4 af hverjum 10 sjúklingum með heilablæðingu deyi og 2-3 af hverjum 10 með stiflu i heilaæð. Hjá þeim sjúklingum, sem lifa heilablóðfallið af liggur nú næst fyrir að ganga úr skugga um, hvort þeir hafi nokkra þá sjúk- dóma, sem öðrum fremur stuðla að skemmdum I æðakerfi, eða hvort lifsverjur þeirra séu með þeim hætti, að liklegt geti talizt, að einnig þær auki likur á slikum skemmdum, og reyna siöan að leiðrétta hvorttveggja, bæði til þess að skapa möguleika fyrir meiri og betri bata af áorðnu áfalli og eins til hins aö reyna að koma í veg fyrir, að hlutirnir endurtaki sig. Þá hefst jafnframt um leið endurhæfing sjúklingsins og verður vikið að þeim mikil- væga þætti siðar. Hvers eðlis þær bæklanir eru, sem hljótast af heilablóðfalli fer allt eftir þvi, hvar i heilanum skemmdin varð. Fólk þekkir auðvitað bezt lamanir og tal- truflanir, en bæklanirnar geta verið i ýmsun öðrum myndum bæði likamlegar og andlegar og fer þetta augljóslega eftir þvi, hvert var starf þess heilasvæðis, sem nu er ekki lengur til taks. Gamalt máltæki segir, að betra sé heilt en vel gróið og það á svo sannarlega við um heilablóðföll. Eins og ljóst er af framansögðu er hlutfallsleg dánartala hjá sjúklingum með heilablóðfall há og eins og komið veröur að siðar fæst ekki alltaf góður bati hjá þeim, sem lifa sjúkdóminn af, jafnvel þótt þeir eigi kost á góðri meðferð. Það hlýtur þvi að vera fyrsta markmið að koma i veg fyrir heilablóðfall, en það þýðir nánast að reyna að hindra sjúk- lega hrörnun i æðakerfinu. Að undanförnu hefur landslýður mikið veriö um það fræddur, hversu hugsanlega megi koma i veg fyrir slikar sjúklegar æða- breytingar. Bent hefur verið á, hvað valdi þeim öðru fremur og hvað mönnum beri þannig að varast og hvað þeir skyldu ástunda. Það er þvi svolitið að bera i bakkafullan lækinn að telja upp ýmislegt af þvi, sem hér fer á eftir. Fyrst er auðvitað þess að geta, að þaðeru vissir sjúkdómar sem stuðla að æðaskemmdum, en yfirleitt hafa þeir gefið sig til kynna áður en þeir hafa t.d. valdið heilablóðfalli og hafa þvi komið til meðferðar eftir þvi, sem um er að ræða að veita slíka. Helzta orsök heilablæðingar hjá tiitölulega ungu fólki er of hár blóðþrýstingur og raunar er hann að finna hjá 7-8 af hverjum 10 sjúklingum með heilablæðingu. Það má þvi nánast teljast algert frumskilyrði til þess að komast hjá heilablæðingu að halda blóðþrýsting sínum i eðlilegu horfi, jafnframt þvi að hækkaður blóðþrýstingur getur einnig stuðlað að skemmdum er valda æðastiflum. Það á að vera tiltölu- lega einfalt fyrir fólk að láta at- huga blóðþrýsting meö reglulegu millibili. Sérlega væri þó ástæða til sliks, ef fólk fer að finna fyrir almennum slappleika, mæði og máttleysi, brjóstþyngslum og hjartsláttaóreglu sem og óljósum höfuðeinkennum. Hækkaður blóðþrýstingur hjá tiltölulega ungu fólki krefst alltaf vissra rannsókna og i dag ráða lækna- visindin yfir ýmsum ráðum til þess að halda blóðþrýstingi vel i skefjum. Þaö á þvi að vera ástæðulitið að ganga árum saman með of háan blóðþrýsting og stuðla þannig að skemmdum i æðakerfi. Það, sem hins vegar öð'ru fremur veldur æðastiflu i heila- æðum sem annars staðar er svo- nefnd æðakölkun. Orsakir hennar eru margar, sumar ljósar, en aðrar ekki fullsannaðar. Hér koma til sérstakir sjúkdómar, sem einstaklingurinn sjálfur get- ur litt við ráðið, en læknar reyna að halda i skef jum eða lækna eftir atvikum. Hins vegar er það miklu oftar svo, að ekki finnast neinir sérstakir sjúkdómar og hefur þá gjarna verið leitað skyringa á ótimabærri æðakölkun i lifsvenj- um og liferni einstaklingsins al- mennt. Það má vafalaust enn um það deila, hvort ófhóflegar reykingar, mikil fituneyzla og hreyfingarleysi stuðla að æða- skemmdum. Hins vegar virðist þó litill vafi leika á þvi, að tiðni æðasjúkdóma hjá fólki, sem háð er öllum þessum áhættuþáttum er talsvert hærri en hjá hinum, sem án þeirra eru. Það verður þvi hiklaust að ráöleggja fólki að reyna að neita sér um þann munað sem eru margar sigar- ettur á dag, feitmeti og lúxus- billinn. Hitt hygg ég þó að sé einnig mikilvægt, að slikar af- neitanir valdi ekki hjá þvi fólki þvilikri streitu, að hún ein fái jafnmiklu áorkað til heilsutjóns eins og allir þessir áhættuþættir samanlagt. Hér eins og viðar er bezt meðalhófið. Það er sagt, að maðurinn sé jafngamall æðakerfi sinu og vel má vera, að við búum öll yfir eiginleikum, sem nokkuðákvaröa,hvenær hrörnun einstakra liífæra og liffærakerfa hefst. Svo mikið er vist, að lang- lifi og skammlifi sýnast ganga nokkuð i ættir, hvað sem öllu lif- erni liður. Hins vegar kunna áhættuþættirnir, sem við svo nefnum, að hafa áhrifa á gang og útbreiðslu sem og á það, hversu vel við erum undir það búin að mæta áföllunum. Aður en ég lýk þessari umræðu um hinar mikilvægu fyrir- byggjandi aðgerðir er er tvennt, semég sé ástæðu til að fjalla um sérstaklega. Hið fyrra er, að sjúkdómar i hálsæðum geta valdið heilablóðfalli. Það þarfnastekkiskýringa.að til þess að blóð komist til heilans frá hjartanu þarf það að berast upp til höfuðsins eftir æðum á hálsi. Það eru fjórar meginæðar, sem flytja blóðið upp til heilans og höfuðsins. Það hefur sýnt sig, að það er ekki óalgengt, jafnvel á til- tölulega ungum aldri og hjá ein- staklingum með'annars nokkuð heilbrigt æðakerfi, aö kalkanir myndast i hálsæðunum. Frá hrjúfu yfirborði þessara kalkana losna stundum smásegar og ber- ast með blóðstraumnum upp i heilaæðarnar og ná að loka þeim. Oft eru þessar æðastiflur, a.m.k. fyrst i stað i smáum æðum og oft- ast timabundnar og valda þannig litlum einkennum, sem vara stutt og ganga til baka. Það, sem helzt getur komið fyrir er skyndiblinda á öðru auga, lömun i likamshlið eða aðeins i gang- eða griplim, einnig dofatilfinning, óstöðug- svimi eða taltruflun. Eins og fyrr segirstanda þessi einkenni stutta stund og virðast alveg hverfa og það er þvi ekki nema eðlilegt, að fólk geri ekki mikið úr þessu, finnur venjulega einhverja hand- hæga skyringu, þreytu, svefn- leysi, hafi rekið sig i o.s. frv. Helzt myndi það þó vera blinda eða taltruflun, sem ræki fólk til læknis. Þegar ég talaði um það hér að framan, að heilablóðfall gerði stundum boð á undan sér átti ég fyrst og fremst við þetta fyrirbrigði. Þessi litlu heilablóö- föll, sem ekki valda neinni varan legri afleiðingu, eru mjög mikils- verð aðvörun. Ef sjúklingur kemur til læknis á þessu stigi má oftfinna, hver orsökin fyrir þessu er og leiðrétta hana og þannig að koma i veg fyrir að alvarlegt heilablóðfall fylgi áður en langt um liður. Eg hef hvað eftir annað séð sjúklinga með heilablóðfall, sem fengu sinar aövaranir en skeyttu þeim ekki. Þetta er oft hörmulegt, þar sem sumum þess- ara sjúklinga hefði mátt forða frá alvarlegu heilablóðfalli, þar sem þeir höfðu afmarkaðan æðasjúk- dóm i hálsæð, sem hægt hefði verið að laga. Ég myndi þvi hvetja fólk, sem fær þessi smáu og timabundnu einkenni, að taka þau alvarlega. Það er auðvitað rétt, að, stundum liggur að baki þeim ómerkilegar orsakir og hreint engir æðasjúkdómar yfir- leitt. En þeir gætu verið til staðar og þá er enn timi til þess að gripa inn i gang mála og komast undan alvarlegum áföllum. Hitt, em ég vildi minnast á, viðkemur blæðingum i heila- himnum. Þær eru jafn alvarlegs eðlis og blæðingar i heilaæðunum sjálfum. Blæðingar þessar koma yfirleitt vegna þess, að þunnur æðapoki springur. Það er svo með þessar blæðingar eins og heila- blæðingarnar, að þær gera ekki alltaf mikil boð á undan sér. Ein- staka sinnum kemur það þó fyrir. Einkennin eru þá fyrst og fremst mikill og oft stað- bundinn höfuðverkur, sljóleiki, uppköst, ljósfælmi og stirðleiki og sársauki við höfuðhreyfingar. Nú er höfuðverkur ákaflega algengt fyrirbrigði og til þess að vekja ekki óþarfa hræðslu þá myndi ég afmarka þetta svo, að biðja menn að taka alvarlega höfuðverk, sem þeir ekki kannast við sem sinn gamla og langvarandi verk eða verkinn, sem þeir hafa fengiö af og til árum saman. Hjá migraine sjúklingum, sem oft hafa önnur þau einkenni, sem áður eru upp talin, myndu það vera aðvörunar- merki, ef þeirra höfuöverkur breytir um eðli og þá til hins verra. Mikilvægi þess að uppgötva æðapoka i heilahimnuæðum ligg- ur i þvi, að með ört vaxandi tækni er nú stöðugt betri árangur af að- gerðum á þessum æðapokum, en þannig fyrirbyggja endurtekin áföll og alvarlegar afleiðingar þeirra. Ég hef varið löngu máli i fyrir- byggjandi aðgerðir. Þær skipta og mestu. Dánartalan talar sinu máli, einnig hitt, að aðeins fjórðungur sjúklinga. sem lifa af heilablæðingu geta vænzt að endurheimta fulla starfsorku, en annar fjórðungur má búast við algerri örorku og bati þess helmings,em þá erótalinn liggur þarna mitt á milli. Horfurnar eru heldur betri, þegar um æðastiflu er að ræða og 60% slikra sjúklinga geta vænzt að endur- heimta sæmilega starfsgetu. Það er ánægjulegt að hér starfar æða- verndarfélag af miklum krafti. Starfsemi þess getur orðið til þess að Ijóstra upp um æðaskemmandi sjúkdóma áður en þeir hafa náð að valda alltaf miklu tjóni. Við, sem mikið fáumst við sjúklinga með heilablóðfall, myndum þó gjarna vilja hafa aðstöðu til þess sérstaklega að geta athugað ákveðinn hóp einstaklinga á hverjum tima m.t.t. ástands æðakerfis i heila. Við vildum einnig hafa aðstöðu til að geta komið við markvissri og skipu- legri rannsókn og meðferð á heilablóðföllum. Við gerum okkur þó e.t.v. allra manna bezt grein fyrir þvi, aö það fer allt eftir eðli heilablóðfallsins hver örlög sjúklingsins verða. Við vitum ósköp vel, að það er margt, sem við ráðum næsta lítið við. En við höfum einnig reynslu fyrir þvi, að sitthvað má gera, ef aðstæður eru fyrir hendi til þess að stuðla að betri bata og koma fleirum aftur til heilsu en ella myndi. Þetta tekur ekkiaðeins tilbráörar meöferðar á heilablóðfallinu sjálfu sem og baráttunnar við meöverkandi sjúkdóma heldur og allrar endurhæfingar. Endur- hæfing heila- og taugastarfsemi er flókið verkefni og krefst sér- hæfni á fleiri en einu sviði, en eftir þvi, fer batinn ekki sizt, hversu tekst um endurhæfingu þeirra ýmsu þátta, er raskast við heila- blóðfallið. Skilningur á gildi endur- hæfingar hefur farið i vöxt hér og þeir möguleikar, sem nú eru fyrir hendi til endurhæfingar eru vel nýttir. En mjög skortir að- stöðu og fjölsérhæft starfsfólk. Við vildum mjög hafa aðstöðu til að stuðla að myndun sliks endurhæfingar-starfshóps. Þá er nánast allt upptalið, er að gagni má veröa, en eitt er að vita, hvaö menn vilja og hvað gagnar og annaö að sjá hlutina fram- kvæmda. Heilablóðfall

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.