Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. aprfl 1973. TÍMINN 7 Ég var á tveim 3ja mánaða námskeiðum. A þeim tima bættist læknir i hópinn. Og siðan hafa margir komið þangað til þjálfun- ar. — En hvenær verður Hatha Yoga gert að þætti i námi lækna? Og hvenær verður fyrirbygging sjúkdóma höfuðverkefni sér- menntaðra lækna? Er ekki lik- legt, er þar kemur, aö minnkandi fari þær stöðugt vaxandi fúlgur, sem varið er til glimu við sömu sjúkdómana? Og er ekki alveg vist að þjóðhagslega sé hag- kvæmara, eftir föngum, að fyrir- byggja sóun heilsu og starfsorku, en að biða sjúkdóma, og alls, er af þeim leiðir? Hve margir eru legudagar i sjúkrahúsum landsins? Það vita heilbrigðisyfirvöldin. En hvorki þau né neinn annar veit, hve legu- dagar eru margir utan sjúkra- húsa, eða hve mikil vinna glatast með kvillum og slappleika, vegna skertrar starfsorku. Og hve miklu skyldu sveitarfélög og riki tapa i opinberum gjöldum, vegna sjúkdóma? Það veit enginn. ÚTÚRDÚR? — Nei, þetta er ekki útúrdúr. Heilsuræktin, og aðrir slikir aðilar, eru að vinna að fyrir- byggjandi þáttum heilbrigðis- mála, sem hið opinbera hefur sinnt minna en skyldi. En játa verður, að hliðar þessara mála eru margar og ólikar. Og erfitt einum aðila að skipuleggja og sinna þeim öllum. Og sumar þeirra eru svo almenns eðlis, að þær eiga heima i höndum áhuga- fólks, en fremur með stuðningi en fjandskap hins opinbera. Með þvi að stuðla að heilbrigði ein- staklingsins, er verið að stuðla að heilbrigði þjóð^rinnar og spara bæði einstaklingi og þjóð útgjöld, auk annars, sem er miklu mikil- vægara. HEILSURÆKTINA tek ég sem dæmi þeirra áhugaaðila, er að þessum málum vinna, þar eð ég þekki starfsemi hennar. Og þangað sækja þjálfun svo miklu fleiri en til nokkurs annars. Ég get líka nefnt NLF-búðina og brauðgerð hennar, er starfa að sömu málum, en á öðru sviði, og ná til enn fleiri. NLF-búðin var stofnuð af hópi áhugafólks sem þjónustufyrir- tæki, en ekki gróðafyrirtæki. Og vonandi verður rekstur hennar AVALLT i þeim anda. Kalt blés um stofnun hennar, en nú viður- kennd af flestum. Hve margir hafa sótt heilsu- bætur i hollefni NLF-búðarinnar, veit enginn. En fullyrða má, að þeir eru margir og fer fjölgandi. Og vist er, að hún hefur mjög aukið skilning almennings á gildi margs konar hollefna, og þá eigi sizt vitamina, steinefna, hollra tejurta, hunangs o.fl. Brauðgerðin er rekin i sama anda: til umbóta á sinu sviði. Og þess var mikil þörf. Korn flytur hún inn og malar MEÐ hýði og kimi. En meginhluti, er ekki allt mjöl, sem inn er flutt, hefur veriö sneytt hýði og kimi, og þar með mikilvægustu næringarefnum sinum. Einnig mun eggjahvitu- efni kornsins vera sigtað frá við mölun. Hráefni NLF-brauðgerð- arinnar er þvi allt annað og betra hinu venjulega. En þvi miður er það einnig svo miklu dýrara, að sennilega getur brauðgerðin aldrei borið sig, þar sem fram- leiðslan er seld á sama verði og annarra. I ofanálag verður hún svo að greiða opinber gjöld. Hið opinbera verður þvi ekki sakað um yfirmáta mikinn skilning á þessari starfsemi, sem frá upphafi hefur verið við það miðuð að stuðla að umbótum og eflingu heilbrigðis. Með sama markmiði er heilsu- ræktin rekin. Einnig hún er þjónustustofnun dugmikilla, áhugasamra og fórnfúsra ein- staklinga, sem aldrei hafa reiknað sér laun fyrir sina vinnu. Þeir eiga þvi miklar þakkir skilið. An Jóhönnu væri Heilsuræktin ekki til. Og án hinna áhugasömu þjálfara, sem Jóhanna hefur þjálfað og siðan fengið til sam- starfs, hefði hinn hraði vöxtur verið óhugsandi. Það er þvi engin furða, þótt Jóhanna meti þá mik- ils, og þeir hana. MIKILL KOSTNAÐUR — FJÖLÞÆTT ÞJÓNUSTA Bjartsýnin hefur haldizt i hendur við dugnaðinn. Lagt hefur verið i milljónakostnað til marg- þættrar þjónustu við þá, er Heilsuræktina sækja. En hún starfar nú á þrem hæðum Glæsi- bæjar. Þar eru æfingasalir með dýnum á gólfum, æfingatæki á veggjum, þolæfingatæki, er stilla má við hæfi hvers og eins, nudd- tæki, sánaböð, sturtur með háþrýstiútbúnaði — eins konar vatnsnudd, tvær dásamlegar setulaugar, önnur fyrir konur og hin fyrir karla, o.fl. — hvildar- salur með ,,vibrasjons”bekkjum og hvildarstólum. — Leið- beiningar og aðstoð er við notkun tækja. VERZLUN — í sambandi við skrifstofuna er verzlun með ýmis hollefni, þvi að hvorki öðlumst við heilbrigði og þrek á æfingunum eða fæðunni einni saman. Hvors tveggja þarf með o.fl. Og Heilsuræktin reynir að mæta sameiginlegum og mis- munandi þörfum sem flestra. Þar af leiðandi kennir hún heilsurækt- aræfingar og selur vítamín og fleiri hollefni, sem við þurfum einnig að læra að nota, þvi að við slitnum, endumst skemur og eld- umst fyrir timann, ef við fáum ekki nægð þeirra, alveg eins og mótorinn slitnar og missir kraft, fári hann ekki réttar olíur og eldsneyti. Kallkerfi er milli allra hæða. Starfsstúlkur til leiðbeininga og aðstoðar við alla, er þangað leita. Allt er vandað og öllu vel fyrir komið, og vitnar um óvenju stór- hug og dugnað. — Auðsætt er á öllu, að Heilsuræktinni er ætlað að risa undir nafni sinu. Og hún gerir það. ÞJALFUNARKOSTNADUR — Þriggja mánaða þátttökugjald er nú 5000 kr., eftir að lagt hefur verið i milljónakostnað til margs konar umbóta til að mæta á fjöl- breyttari hátt bæði sameigin- legum og mismunandi þörfum yngri og eldri aldursflokka. I þátttökugjaldinu eru fólgnir 2 þjálfunartimar vikulega, notkun baða, lauga, innrauðra lampa, háfjallasólna og allra annarra tækja, sem aflað hefur verið. Auk þess oliur, áburður, leiðbeiningar ummataræði og megrunarkost og fleira. — Vikulega eru svo flutt fræðsluerindi, þjálfara eða lækna. A skömmum tima er búið að koma furðulega miklu i fram- kvæmd. En þvi miður hefur það kostað svo mikið, að hinir fátæk- ustu eiga erfitt með að veita sér það. Veit ég þó, að fullur vilji er fyrir hendi að leita leiða til þess. Vonandi tekst það. Þrir mánuðir eru 13 vikur. Vikugjaldið er þvi 385 krónur, sem svarar 4 1/2 vindlingapakka. En mörgum mun sennilega aukast þrek til að kveðja ,,rett- una” með þvi að stunda Heilsu- ræktina.----- Það mun vist vera litill reykingamaður, er ekki reykir 10 vindlinga á dag, eða 3 1/2 pakka á viku. Og þá vantar ekki nema verð eins pakka til að greiða þjálfun, afnot baða, og alls þess, sem að ofan er greint. — Her er i rauninni ekki um það að ræða, hvort menn kjósi heldur „rettuna” eða likams- og heilsu- rækt, heldur hitt hvort „rettan” eða neytandinn tekur ákvörðun- ina. — Það er fjöldi fólks, sem hefur efni á öðru hvoru, en ekki hvor tveggja. Námsfólk fær 30% afslátt og 65 ára og eldri 50% afslátt. Einnig er fjölskylduafsláttur. — Fólk getur einnig sleppt þjálfun, en haft aðgang að laugum, böðum, tækjum og öðru, sem greint hefur verið fyrir 185 krónur, og verið eins lengiog hverjum hentar, svo að hver og einn, yngri og eldri, fari sem endurnærðastur og friskastur heim. Auk þessa eru 4 timar á viku fyrir bakveika. Og tauga- sjúklinga hafa læknar sent Heilsuræktinni. Og með þeim árangri, að ljóst er, að hér hefur Heilsuræktin einnig verkefni að gegna. Þetta er stofnun i mótun. Og verkefnum mun þvi vafalaust fjölga. Ég gat þess hér að ofan, að margir telji Hatha Yoga full- Framhald á bls. 27. Jóhanna Tryggvadóttir með einn baksjúkling I nuddi, en auk hennar starfa nokkrar aörar stúlkur viöslikt. Tfmamyndir Gunnar Slakað á að loknum erfiðum bakæfingum t Ileilsuræktinni eru tveir salir til likamsæfinga og þjálfunar, og sá þriðji mun senn komast I gagnið. Hér má sjá nokkra, sem koma til reglulegra bakæfinga, I þjálfun. Aðstaöa er til að gera nær hvað sem hugurinn girnist. Þarna geta konur sett i hárið og þurrkað, áður en heim er haldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.