Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 17. apríl 1973. TÍMINN 3 ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON H.F. 60 ÁRA — sami maður forstjóri fró upphafi Bíl stolið HVÍTUM Volkswagenbil var stol- ið frá Reykjanesbraut að- fararnótt iaugardags s.l., og er hann ófundinn enn. Einkennis- stafir bilsins eru R-11465. Billinn er af árgerð 1967. Hafi einhver orðið var við bilinn siðan honum var stoliö, er viðkomandi beðinn að gera lögreglunni viðvart. OÓ Þessi mynd var tekin 17. marz s.I., er Ármenn voru að rannsaka seiöi f Kálfá. Var það Árni Isaksson fiskifræðingur frá Veiðimálastofnuninni, sem vann að rannsókninni fyrir Ármenn. Notaður var sér- stakur rafbúnaður (Iftt þekkt hér á landi) til að ná I seiðin. Var borið niður á þrem stöðum í ánni að sögn Vilhjálms Lúðvikssonar, og náðust alls um 30 seiði. Aöstæður voru erfiðar, vegna þess að vöxtur var I ánni. Meirihlutinn af seiðunum voru laxaseiði, en hin voru urriðaseiði. GJ. REYKJAVIK — Það mun nánast einsdæmi, að sami maður veiti fyrirtæki forstöðu i sextiu ár hí á tslandi. Þannig er þó með Tómas Tómasson, stofnanda og forstjóra ölgerðarinnar Egils Skallagrimssonar, þvi að á sextiu ára afmæli verksmiðjunnar fagn- ar hann jafnframt sextiu ára starfsafmæli sinu, sem forstöðu- maður fyrirtækisins. Tómas verður 85 ára i haust og má af þvi sjá að hann hóf reksturinn ungur. ölgerðin telst stofnuð 17. april 1913. Hóf hún starfsemi sina i kjallara Þórshamars i Templara- sundi 3, með einum starfsmanni, þá- og núverandi forstjóra. 1 fyrstu var aðeins framleitt malt- öl, sem Tómas seldi á þann hátt, að hann keyrði það út á hand- vagni og bauð það mönnum til kaups á torgum og við húsdyr. Smám saman óx fyrirtækinu fisk- ur um hrygg, það flutti i stærra og betra húsnæði i Tryggvagötu, þar sem nú stendur pylsubarinn, og þaðan á Njálsgötuna, hvar rekst- ur i þvi formi, sem við þekkjum i dag, byrjaði. Útkeyrsla ölsins á handvögnum lagðist brátt niður og þarfasti þjónninn tók nú við hlutverki handvagnsstjórans. Arið 1924, réði ölgerðin til sin fyrsta erlenda sérfræðinginn i öl- gerð og hafa æ siðan starfað hjá fyrirtækinu sérmenntaðir menn á þvi sviði. Fyrsti billinn var keypt- ur árið 1930 og þjónaði hann sin-' um herrum með miklum ágætum, enda var hann i notkun allt fram á siðasta ár. Nú rekur fyrirtækið 24 bila og fer þeim stöðugt fjölgandi. Það var ekki fyrr en á árinu 1930 sem gosdrykkjagerð var haf- in hjá verksmiðjunni, en fram að þeim tima hafði framleiðslan verið bundin við maltöl og pilsn- er, enda var gosdrykkjaþamb mönnum ekki slik nauðsyn i þá daga sem nú. Gosdrykkjagerðin var i fyrstu aðeins óverulegur þáttur i starfsemi fyrirtækisins, en hlutur hennar óx jafnt og þétt, eftir þvi sem timar liðu. Arið 1945 fékk ölgerðin einkaumboð fyrir drykki Canada Dry og var hún reyndar fyrsti aðilinn utan Ame- riku sem fékk slikt umboð. Sinalco-umboðið kom árið 1955 og með þvi má segja að ölgerðin hafi verið byrjuð að framleiða flestar þær tegundir, sem Islendingar þekkja svo vel i dag. Með árunum hefur þungamiðja rekstrarins færztfrá Njálsgötu og Frakkastig og yfir á Rauðarárstig, en þar á fyrirtækið lóð, sem stækkað hefur að undanförnu, með þvi að keypt- ar hafa verið nærliggjandi eignir. Núna er afkastageta verk- smiðjunnar slik, að unnt er að tappa á 7 þúsund flöskur af öli og 8 þúsund flöskur af gosdrykkjum á klukkustund. Vélar verksmiðj- unnar eru i notkun minnst 8 tima á hverjum virkum degi og oftast lengur, þannig að lágmarksfram- leiðsla á venjulegum degi er 120 þúsund flöskur, og segja þó for- stöðumenn ölgerðarinnar að þetta nægi alls ekki til að anna eftirspurn. Nú skyldu menn ætla, að auðvelt væri að auka fram- leiösluna með þvi að lengja vinnutimann og taka upp vakta- vinnu, en það hefur ekki tekizt vegna vinnuaflsskorts, að sögn forstöðumannanna. ölgerðin framleiðir, eins og kunnugt er, sterkan bjór, svokall- aðan „Polar beer”. Af alkunnum orsökum er þessi drykkur ekki al- menningi falur, en er þess i stað aðallega seldur til sendiráðanna, Litið inn f vélasalinn hjá ölgerðinni. Tfmamynd Róbert. ÁRAAENN TAKA KÁLFÁ Á LEIGU til flugfélaganna og suður á Keflavikurflugvöll. Þessi tak- markaði markaður leyfir ekki gerð mikils magns, enda segja forráðamenn ölgerðarinnar til- ganginn með framleiðslu þessa sterka bjórs aðallega þann, að sýna fram á, að auðveldlega sé hægt að búa til sterkan og ljúf- fengan mjöö hér á landi, ef lög- gjafarvaldinu skyldi snúast hug- ur i afstöðu sinni til hins áfenga öls. 1 tilefni þessara timamóta mun Tómas Tómasson, forstjóri ölg- erðarinnar, taka á móti gestum i dag, á milli kl. 17 og 19 i átthaga- sal Hótel Sögu. Tómas Tómasson, forstjóri ölgerðarinnar. Tfmamynd Róbert. STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ Armenn hafa gert samning við Veiðifélag Þjórsár um að taka á leigu Kálfá I Gnúpverjahreppi, neðstubergvatnsþverá Þjórsár, til 5ára. Að sögn Vilhjálms Lúðviks- sonar, varaformanns Armanna, er þessi samningur hliðstæður þeim, er gerður var við Veiðifélag Laxár og Krákár fyrir skömmu. Aðeins verður um fluguveiði að ræða og verðið breytist i réttu hkitfalli við 1. taxta Dagsbrúnar. Kálfá er milli 10 og 15 kiló- metrar að lengd og er enn sem komið er laxlitil. En samkvæmt samningnum munu Ármenn sjá um að sleppa 10.000 sumaröldum laxseiðum á ári i ána. Einnig skuldbinda þeir sig til að vinna að rannsóknum á ánni og endur- bótum á henni með tilliti til lax- göngu. Af hálfu Armanna hefur þegar verið unnið að frumrann- sókn á ánni, en i sumar hyggjast þeir rannsaka hana skipulega tvisvar, áður og eftir að seiöunum er sleppt i hana. Allar þessar að- gerðir þ.e. ræktunaraðgerðir og endurbætur á ánni, kosta Armenn sjálfir. Að sögn Vilhjálms er gengið út frá þvi, að samningurinn verði endurskoðaður að loknum hinum umsamda 5 ára léigutíma. Fyrir silungsveiðina i ánni verður greitt lil að byrja með 12 þúsund krónur á ári. Þegar lax- veiðin verður komin yfir 40 laxa yfir veiðitimabilið, greiða Armenn ákveðið grunnverð, sem siðan breytist i hlutfalli við taxta Dagsbrúnar eins og fyrr segir. Leyfðir verða 2 stangadagar á viku, þannig að stangadaga fjöldinn verður ekki nema um48 yfir hágöngutimann. „Enda gerum við ráð fyrir að stunda ána aðeins yfir helgar til að byrja með”, segir Vilhjálmur. 1 samn- ingnum eru vissar veiðitakmark- anir, m.a. sett veiöihámark tveir laxar á dag. — Við erum ánægðir með samninginn og teljum okkur mæta góðum skilningi hjá Veiöi- félagi Þjórsár eins og hjá veiði- félaginu nyrðra. Mikilvægustu atriði samningsins teljum við þau, að verðið fyrir ána skuli tengt innlendri verðþróun og eins, að gert er ráð fyrir að rækta upp ána, sagði Vilhjálmur að lokum. Stp. Ráðstefna í KUNGÁLV Á SUMRI komanda gangast Nordic Association for Amcrican Studiesog Norræni lýöháskólinn I Kungálvfyrir ráðstefnu, þar sem aðalumræðuefni verður „The Urbanization Process as Reflected in the Social Sciences and Literature”. Ráðstefnan verður haldin i Kungálvdaga 20. — 23. júnf. Frekari úpplýsingar fást á skrifstofu Heimspekideildar, Arnagarði. (Fréttfrá Háskóla Islands) I Mdl er að sundr- ungariðju linni 1 útvarpsumræðum lýsti Benedikt Gröndal þvi yfir fyrir hönd Aiþýöuflokksins, aö flokkurinn myndi ekki taka þátt i aögeröum, sem sundraö gætu tslendingum I land- heigismálinu og átti þar viö kröfur forystumanna Sjálf- stæöisflokksins um aö sendur veröi málflutningsmaöur til Haag. Vitaö cr, aö a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæöisflokksins hafa lýst sig algerlega and- vfgan kröfu flokksforystunnar um aö sendur veröi mál- flytjandi til Iiaag. Þaö liggur þvf fyrir, aö þaö er mikiil meirihluti Alþingis andvfgur þvi aö tslendingar hafi nokkur afskipti af mála- ferlum Breta gegn okkur i Haag. Alþingi er lika bundiö af ályktun sinni frá 15. feb. 1972, sem samþykkt var meö 60 atkvæöum og lýsti samn- ingana frá 1961 úr gildi fallna. En jafnvel þeir alþingismenn, sem hæst hafa látiö og barizt fyrir því i oröi, aö viö breytum afstööu okkar gagnvart Haag- dómstólnum iþessu máli, hafa ekki þorað aö sýna vilja sinn á borði meö flutningi tillögu á Alþingi um aö tekin veröi upp ný stefna i þessu máli og ákvöröun Alþingis frá 15. feb. 1972 breytt. Þaö er lika vitaö fyrirfram aö slik tillaga yröi kolfelld á Alþingi Þess vegna þjónar þaö cin- ungis andstæðingum okkar i landhelgisdeilunni, ef ein- stakir forystumenn Sjálf- stæöisflokksins halda áfram ræðum sinum unt breytta af- stööu gagnvart dómstólnum. Hringlandahdttur Sjdlfstæðisflokksins Sjálfstæöisflokkurinn liefur jafnan veriö tvflráöur og tvi- stigandi i landhelgismálum tslendinga. Þannig sagði Ólafur Thors, þáverandi formaöur Sjálf- stæðisflokksins og forsætis- ráðherra, i tilefni landhelgis- deilunnar viö Breta eftir út- færslu fiskvciöilögsögunnar i 4 milur, i morgunblaðinu 9. júni 1953: Hvers vegna skyldu íslend- ingar lika vera aö leita uppi einhverja þá aöila, Haagdóm- stólinn eöa aöra, sem kynnu að einhverju leyti aö véfengja gerðir tslendinga? Ég þvertók þá fyrir aö veröa viö þeirri ósk”. 8 árum siöar stóö Sjáif- stæðisflokkurinn aö þvi aö gera samning , þar sem tsiendingar fela Alþjóöadóm- stólnum aö ákveöa um lög- mæti útfærslu fiskveiöilög- sögu viö island um þá ókomna framtiö. Stórveldi heimsins hafa undanskiliö þýöingarmikla málaflokka algerlega undan Alþjóöadómstólnum og neita hvers konar afskiptum dóms- ins af þeim málum. t hópi þessara rfkja eru m.a. Bret- land og Bandarikin ennfremur Indland og Astralfa, svo tvö af stærstu samveldislöndum Breta séu nefnd. Bandarikin geröu t.d. þegar i upphafi viö stofnun Alþjóöa- dómstólsins þann fyrirvara, aö þau samþykktu ekki aö leggja neitt mál fyrir dóminn, sem þau teldu Bandaríkin eiga lögsögu um sjálf og þau mætu þaö hverju sinni, hvenær þau teldu mál heyra undir lögsögu Bandarfkjanna einna. Viö litum á fiskveiöilögsögu okkar sem islenzkt innanrfkis- mál og munum aldrei fallast á erlent dómsvald i máli, sem snertir sjálfan tilveruréttinn i landinu. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.