Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 4
4 Þriftjudagur 17. apríl 1973. TÍMINN saman þing allra þeirra, sem þetta nafn bera bæði á Italiu og annars staðar i heiminum. Til- gangur þessa þings átti að vera að finna einhverja leið til þess að breyta áliti manna á Casa- novanafninu. Þingi var haldið i Ravenna og sóttu það um 200 Casanovar, sumir komnir alla leið frá Ástraliu og Argentinu. Casanovarnir sýndu ttölum fram á það, að þeir gætu lika gert sprell, ekki siöur en fólk sprellaði með þá. Búið var til risastórt veggspjald og það var sett upp utan á hótelið þar sem þeir dvöldust. Þar stoð: Gætið ykkar. Hér stendur yfir þing Casanova. Allar konur undir fertugu, sem meta heiður sinn einhvers, eru hvattar til þess að halda sig i hæfilegri fjarlægð! Margir Casanovanna voru á sextugs aldri, eða jafnvel eldri, og flestallir voru þeir kvæntir og komu konur þeirra með þeim á þingið. Þingið reyndi að koma á framfæri upplýsingum um það, að Casanovar væru miklir gáfu- og hugvitsmenn. Hefðu þeir áhuga á öllu milli himins og jarðar, allt frá stærðfræði og guðfræði til bókmennta og tóh- listar. En það kenndi margra grasa i hópnum. Einn Casa- novann frá Spáni skýrði blaða- manni frá þvi i viðtali, að hvort sem hann bæri þetta nafn eða ekki yrði ekki hjá þvi komizt, að hann yrði alltaf raunverulegur Casanova. Olíuleiðsla frá Síberíu til Mið-Asíu 1 bænum Tjardsjou i Mið-Asiu- lýðveldinu Turkmeniu er i byggingu ný, stór oliu- hreinsunarstöð. Mun sovézka Mið-Asia fá þaðan oliuvörur til sinna þarfa. Hráolian er leidd til hreinsistöðvarinnar með nýrri 800 km langri röraleiðslu frá hinum auðugu oliulindum i VesturrSiberiu. Telja sér- fræðingar, að oliu- og gasmagn- iö, sem þar er að finna sé hið mesta i heimi. Eru þar nú unnar um 100 milljónir tonna á ári, en með timanum mun mega fimm- falda vinnsluna a.m.k. Kjarnorka og rafmagn Einn tiundi þess rafmangs, sem notað er i Frakklandi er fram- leitt i kjarnorkustöðvum. Arið 1972 framleiddu, þessar verk- smiöjur hvorki meira né minna en 14 milljarða kilóvattstunda, eða 57% meira en þær gerðu ár- ið 1971. Er ætlunin að auka þetta mjög mikið, og halda áfram að byggja fleiri slikar kjarnorku- verksmiðjur til raforkufram- leiðslu. Sigla um í suðri Tveir ungir Frakkar fóru til Suðurskautsins á 32 þumlunga snekkju i marz sl. Talið er, að þetta sé fyrsta sinn, sem frönsk snekkja, siglir um á þess- um slóðum. Sjómennirnir, Jerome Ponchet og Gerard Janichon, sem báðir eru frá Grenoble i Frakklandi lögðu upp i þessa miklu ferð fyrir þremur árum frá La Rochelle. Þaðan fóru þeir m.a. til Spits- bergen og Grænlands, Nýfundnalands, Amazon og Tahiti, og tvisvar fóru þeir framhjá Cape Horn. Fyrsta til- raun mannanna til þess að kom- ast að frönsku bækistöðinni á suöurheimskautinu, Adelie Land, mistókst, en þeir gerðu aðra tilraun i vetur, úr annarri átt og komust til Chilean stöðvarinnar á Arturo Prat, og brezku bækistöðvarinnar á Adelaide eyju. Mennirnir ætl- uðu að hala áfram ferðinni, og heimsækja fleiri heimskauta- stöðvar þarna suður frá, áður en þeir halda i norurátt til Buenos Aires, þegar suðurpólsvindur- inn byrjar að blása, og getur létt undir með þeim.ð Allt orðið fullt af stöðumælum t Parisarborg, þar sem eitt sinn voru allir umferðarráðamenn á móti þvi, að setja úpp stöðu- mæla, er allt að verða fullt af þeim. t júli i sumar verður búið að setja upp 11.255 mæla, við nákvæmlega merkt stæði, og einhvers staðar á næstu grösum verður hægt að sjá stöðumæla- stúlku, se fylgist með þvi, að mælarnir séu notaðir eins og ætlazt er til, og enginn sleppi við að borga fyrir bilinn sinn. Það kostar 10 kr, eða þar um bil að nota stöðumæli i hálftima. Fyrir klukkustund borgar maður 20 kr. og 40 kr. fyrir eina og hálfa klukkustund, og 60 kr. fyrir tvær stundir. Eftir það verður bilstjórinn að hafa sig á brott með bil sinn. Tvennt hefur áunnizt við að setja upp stöðu- mæla, að sögn borgaryfirvaida. Nokkrir peningar koma inn i borgarsjóðina, og nú hefur verið komið i veg fyrir að bilstjdrar geti skilið bila sina eftir dögum saman á bilastæðum, eins og þeir gerðu töluvert af þar til mælarnir komu. Þriðja atriðið, sem allir vonuðu, að mælarnir gætu komið til leiðar hefur ekki orðið, en það var, að bilaumferð um miðborg Parisar minnkaði. Hún hefur algjörlega haldizt jöfn þvi, sem áður var, og ekk- ert lát virðist vera þar á.. Kono atvinnuflugmaður Liv Hegna er ein af mjög fáum konum, sem fljúga áætlunar- og farþegaflugvélum i Noregi. liér er hún stödd fyrir framan Cessna-flugvélaverk- smiðjuna i Reims i Frakklandi, en þangað fór hún til þess að sækja nýja Cessna Aerobat vél fyrir norska flugfélagift Ski og Sjöfly. Liv er talin mjög góður flugmaður, en þrátt fyrir það gerðist það stuttu eftir að þessi mynd var tekin af henni, að hún lenti i Oslófirðinum. Henni tókst þó með eigin snarræði og annarra að sleppa lifandi, en ekki er getið um það, hvort far- þegar hafi verið með i þessari ferð. Þeir hafa þó áreiðanlega komizt auðveldlega i land, úr þvi annars er ekki getið. Gætið ykkar á Casanovunum t simaskránni I Rómaborg er hægt að finna 29 menn, sem bera nafnið Casanova. Þessir menn verða oft fyrir upphring- ingum frá hressilegum kven- mönnum, sem vilja gjarnan skemmta sér á þeirra kostnað, og hafa eitthvað út úr lifinu. Ciovanni Casanova loðskinna- sali fær oft simhringingar eftir miðnætti, og þá eru það ein- hverjar forvitnar konur, sem eru að hringja i hann — Stundum gera þær ekki annað, en hlægja i simanum, og stundum segja þær, hefurðu nokkra stund aflögu þessa viku? Mig langar svo aö fara eitthvað út með þér, úr þvi þú ert raun- verulegur Casanova, og mig langar svo að vita hvernig svo- leiðis vera litur út. Margir Casanovanna i Simaskránni i Róm eru ekki sérlega hrifnir af nafninu sinu. Einn þeirra hefur látið hafa það eftir sér, að hann haldi að það sé meira að segja skárra að heita Mussolini eða Sinatra, heldur en Casanova.— Það eru þó að minnsta kosti nöfn, sem engum getur dottið i hug, að maður geti staðið undir. hvað sem öðru liður. Þeir menn eiga sér enga lika. Vandræöin út af Casanova-nafninu byrjuðu með manni nokkrum, sem hét Giovanni Giacomo Casanova de Seingalt, og var mikill kvenna- maöur uppi á 18. öld. Hann skrifaði 12 binda ævisögu sina, og þar skýrði hann i mestu smá atriðum frá öllu, sem hægt var að tina til varðandi ásta- lif sjálfs hans i hinum ýmsu höfuðborgum Evrópu. Einn nú- lifandi Casanova, sennilega ekki mikill kvennamaður, þvi hann er orðinn 85 ára, kallaði DENNI DÆAAALAUSI Sauftárkrókur, nú, hvaft er aft frétta þaftan?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.