Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 17. april 1973. SKÓLAH/ sannfærður um. Raunar væri eðlilegra að tala um skóla- hætturnar, þvi ég álit að margs konar hættur geti verið fólgnar i skólasetu og skólastarfseminni eins og hún er nú rekin. Aðal hætturnar tel ég að stafi af tveimur mjög svo rikjandi fyrir- komulagsatriðum i núverandi og fyrirhuguðu skólakerfi: Annars vegar af þvi að skóiasetan er of löng, heins vegar af þvi að þetta kerfi hindrar tengsl nemendanna við hið eðlilega, lifandi lif sam- timans. Skorturinn á vixl- verkunum milli skólastarfs og reynsluþekkingar eru megin orsökin fyrir þeim margháttuðu hættum, sem af langskólasetunni leiðir. — Attu við að skólasetan valdi vissri einangrun? — Sjálf skólasetan er hætta útaf fyrir sig, en einangrunin, sem hún skapar, frá eðlilegri lifs- reynslu, með þvi að geyma nem- andann innan veggja skólans of lengi, er annar megin eðlisþáttur skólahættunnar. Að minu mati veldur þetta hættu á mann- skemmdum, hættu á þvi,að ýmsir dýrmætustu eiginleikar ung- mennanna glatist. Ég held, að með langskólasetunni sé komið i veg fyrir þroska, sem unglingar hefðu tækifæri til að öðlast ef skólinn lokaði ' þá ekki innan veggja sinna ófhæfilega langan tima af þroskaskeiði þeirra. — Viltu ekki skilgreina nánar, hvað það er, sem sett sé i hættu i þeirri einangrun, sem þú segir að skólinn skapi? — Af þeim dýrmætustu eigin- leikum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélag hans, sem eru i hættu, vil ég fyrst nefna persónu- legt framtak. Einstaklingsbundið framtak i f jölbreytilegum myndum er og hefur ætið verið meðal þeirra þátta mannlegs at- TÍGRIS Viíiht andRDay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. | Samband ísl. samvinnufélaga | INNFLUTNINGSDEILD Um þessar mundir eru skólamálin meira á dag- skra^en verið hefur. Veldur þar vafalaust nokkru um kynning sú, sem fram hefur farið á frumvarpinu um grunnskóla, sem nú liggur fyrir Alþingi Kristján Friðriksson, sem oft hefur skrifað hér í blaðið um efnahagsmál og fleira, hefur tekið mjög ákveðna afstöðu gegn grunnskólafrumvarpinu og rikjandi stefnu i skólamálum yrirleitt og flutt erindi bæði á fundum og í útvarpi um þetta efni. Hann hefur ákveðnar hugmyndirum nýja skipan skólamála. Þótti Tímanum rétt að gefa lesendum sínum kost á ap kynnast hugmyndum hans og tókum hann tali um þessi mál. I fyrri kafla þessa viðtals kemur fram það, sem Kristján hefur við núver- andi kerfi að athuga. i við- tali, sem birtist síðar, mun hann svo gera grein fyrir þeim tillögum, sem hann hefur fram að færa um lausn þessara mála, sem er hugmyndin um „tvenndar- skólann." — Þú talar um skólahættu, Kristján. Felst i þvi að skólar geti verið beinlínis hættulegir fyrir æskufólkið? — Já, það er ég fullkomlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.