Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. april 1973. TÍMINN 9 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Ilelgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f Afkoma ríkisins 1972 Það gerðist i siðastliðinni viku, að rikis- reikningurinn fyrir árið 1972 var lagður fram á Alþingi. Ástæðan til þess að geta þessa er öðr- um þræði sú, að það hefur ekki gerzt áður, að rikisreikningur siðastl. árs hefur verið lagður svo snemma fram. Hinum þræðinum er svo ekki minni ástæða til að geta þessa sökum þess, að rikisreikningurinn fyrir 1972 leiðir i ljós, að afkoma rikissjóðs hefur verið hagstæð á árinu. Stjórnarandstæðingar höfðu keppzt við að spá þvi, að mikill halli myndi verða á rikis- rekstrinum á árinu og fjármálaráðherra réði ekki við neitt. Nú liggja staðreyndirnar fyrir, svo að ekki verður umdeilt. Samkvæmt niðurstöðutölum rikisreiknings fyrir 1972 varð greiðslujöfnuðurinn fyrir árið hagstæður um 1689.6 milljónir króna. Við þenn- an greiðslujöfnuð er rétt að gera þá athuga- semd, að tekið var lán hjá Seðlabanka íslands siðastliðið ár til að mynda rekstrarsjóð rikisins að upphæð 1000 milljónir króna, svo að raun- verulegur greiðslujöfnuður er hagstæður um 689.6 milljónir króna. Þar af er jöfnuður á sjóð- og bankareikningum hagstæður um 120.5 milljónir króna. Rekstrarjöfnuðurinn árið 1972 var hagstæður um 134.9 milljónir króna. Rétt er að taka fram i þvi sambandi að inn á rekstrarreikninginn eru teknar greiðslur, sem ákveðnar eru utan fjár- laga og ætlað er að fjármagna með sérstökum lántökum, eins og t.d. framkvæmdir vegna vegagerðar, sem voru samkvæmt vegaáætlun 545.1 milljónir króna, framlag til Lands- virkjunar samkvæmt lögum að upphæð 125 milljónir, viðgerð á varðskipinu Þór og kaup á flugvél fyrir Landhelgisgæzluna að upphæð 136.8 milljónir, og til ýmissa annarra tiltekinna framkvæmda 43 milljónir. Alls voru þessir framkvæmdaliðir 849.9 milljónir króna. An þessara framkvæmda, sem færðar eru á rekstrarreikning og fjármagnaðar eru með lánsfé samkvæmt sérstökum ákvörðunum, hefðu gjöldin orðið lægri um sömu upphæð, og rekstrarjöfnuðurinn þvi orðið hagstæður um 984.8 milljónir króna. Lánajöfnuðurinn reyndist óhagstæður um 1616.2 millj. og er þá innifalið 1000 milljón króna lánið hjá Seðlabankanum. Sé þvi láni haldið utanvið, þá er raunveruleg skuldaaukn- ing i formi tekinna lána 641,1 milljón króna, og er þá tekið tillit til mismunar á endurmats- reikningi að upphæð 85.6 milljónir króna og af- borganir á föstum lánum rikissjóðs að upphæð 305.6 millj. króna. En á móti þessu koma eins og áður greinir, þær auknu eftirstöðvar, sem myndazt höfðu, og sem gerðu betur en að jafna þetta upp og mynda þvi þann hagstæða greiðslujöfnuð, sem áður er vitnað til. Til samanburðar má geta þess, að greiðslujöfnuðurinn 1972, ef við slepp- um hinu sérstaka láni Seðlabankans, er hag- stæður um 689.6 millj. króna, en sambærileg tala fyrir árið 1970 er hins vegar 457.8 millj. króna — og var það ár þó eitt hagstæðasta ár viðreisnarstjórnarinnar, siðan rikisreikningur var settur upp með þvi fyrirkomulagi, sem nú er. Þessi samanburður er þvi mjög hagstæður fyrir árið 1972. Þannig hnekkja staðreyndirnar hrakspá- dómum stjórnarandstöðunnar. —Þ.Þ. N David Buchan, The Scotsman: Nixon stefnir að eflingu fylkjanna Þannig vill hann minnast 200 ára afmælisins EITT af ánægjuefnum Nixons forseta vegna endur- kjörsins sem forseti er að fá að stjórna hátiðahöldunum i til- efni af 200 ára afmæli rikisins árið 1976. Hann gerir sér i vissum atriðum nokkurt far um að hverfa aftur til upp- hafsins i samrikismálunum. Þetta kunna að vera nokkrar ýkjur, en hitt er þó staðreynd, að hann vill skila fylkjunum aftur miklu af þvi valdi, sem safnazt hefir til Washington undangengin fjörutiu ár, eða siðan að Franklin Roosevelt tók við völdum. Nixon er ljóst, að fjárráðum fylgir vald, og hann ætlar að beina auknu samrikisfé til fylkjanna, og þau eiga að fá aukið sjálfræði um, til hvers þau verja þvi. Nixon undirskrifaði i októ- ber i haust frumvarp um ,,al- menna tekjudeilingu”, en samkvmt þvi eiga fylkin að fá i sinn hlut 30 milljarða dollara af samrikisfé á næstu fimm árum. Forsetinn vildi leggja áherzlu á, hve sögulegur at- burður þetta væri, og kaus þvi að undirrita frumvarpið i Frelsishöllinni i Philadelphia. FÉÐ á að greiða úr sjóði samrikisins og fylkin að fá það ofan á aðrar tekjur sinar. Stendur að þvi leyti allt öðru visi á um þetta fé en þau sér- stöku framlög, sem eiga að koma i staðinn fyrir hinar fjöl- mörgu áætlanir, sem forsetar Demokrataflokksins frá Roosevelt til Johnsons lögðu fram um umbætur i þágu hinna vanhöldnu i Bandarikj- unum. Þingið visaði „sérstakri tekjudeilingu” frá i fyrra, en Nixon reynir á ný. Fé þetta nemur 6,9 milljörðum dollara og á að renna til menntunar, félagslegra umbóta, þjálfunar og löggæzlu. Fljótt á litið kann að þykja undarlegt, að Nixon skuli vera umhugað um slika valddreif- ingu, þar sem hann hefir aldrei gegnt embætti i fylki. Hann bauð sig einu sinni fram i slikt embætti, eða við fylkis- stjórakosningar i Kaliforniu árið 1962, en kolféll. Hitt er svo annað mál, að alveg sérlega margir af aðstoðarmönnum hans og ráðherrum hafa gegnt embættum i fylkjunum. AHUGI forsetans i þessu efni er þó fyrst og fremst af stefnulegum rótum runninn. Hann vantreystir skrifstofu- valdinu, sem stjórnar fram- kvæmdum samrikisins frá Washington, og hann virðist lita svo á, að það sé á góðri leið með að tortima hinum fornu dyggðum frumherjanna, sjálfsbjargarviðleitni og sjálf- stæði héraðanna. Flóði áróðurs gegn skrif- stofuvaldinu hefir verið veitt frá Hvitahúsinu að undan- förnu. Nixon hefir varað þjóð- ina við „afskiptum yfirbygg- ingarmikils skrifstofuvalds, sem ofstjórn þyngir niður og ógnar þjóðinni með kæfandi sköttum og gerir hana sálar- lausa”. Hann hefir mælt með 'þvi, að veita þjóðinni aftur valdið, sem hún forðum hafði, og vitnað til frumhverja i þvi sambandi, sumra allrar virðingar verða eins og Jeffer- son og Jackson, en annarra siðari. Forsetanum hefir stundum i áróðri sfnum svipað til George Wallace, þegar hann þusaði sem mest 1968 gegn „þúsund- um þjóna skrifstofuvaldsins, Nixon sem spigspora um Washington með skjalatöskur, en vita þó varla, hvers vegna þeir eru að þvælast þar. Ég þori að veðja, að ef skjalatöskurnar þeirra væru opnaðar, væri þar ekki annað að finna en brauðsneið- ar með hnetusmjöri og ávaxtamauki”. VINSÆLT er að skamma fulltrúa skrifstofuvaldsins eins og Wallace komst að raun um. En hitt er annað mál, að ekki er allt á hreinu með skipt- ingu „tekjudeilingarinnar” i tvö horn eins og Nixon gerir. Hagfræðingar Demokrata- flokksins fundu upp hina al- mennu „tekjudeilingu” þegar samrikisstjórnin virtist i vandræðum með að nýta fram kominn tekjuafgang. Samrikisstjórnin hefir yfir- leitt alltaf haft tekjuafgang á friðartimum. Það var svo um 1965 — áður en Vietnam- styrjöldin tók að gleypa tekju- afganginn — að fram komu hugmyndir um að láta eitt- hvað af tekjuafganginum renna til fylkjanna, sem ávallt áttu I nokkrum fjárhagsörðug- leikum. Nú er ástandið gjörbreytt. Flest fylkjanna hafa veruleg- an tekjuafgang. í ár hafa stjórnir 39 fylkja látið uppi, að þær ætli ekki að hækka skatta og stjórnir 24 fylkja athuga um skattalækkun. Þetta stafar af þvi, að fylkin hafa hækkað fasteignaskatta og söluskatt. Samrikisstjórnin á nú ávallt við tekjuhalla að strlða, þar sem hún hefir lækkað tekju- skatt þrisvar sinnum siðan 1964, en hann er drýgsta tekju- lindin. Ljóst er þvi, að hinn rétti timi til ,, tekjudeilingar” er liðinn hjá. ÝMIS rök má færa fram gegn tekjudeilingu i ákveðnu augnamiði. Enginn dregur i efa, að full þörf sé á að fella niður sumar áætlanir, sem ekki hafa borið tilætlaðan árangur, svo og að draga nokkuðúr hömlum i sambandi við önnur áform, sem árangur hafa sýnt. Margir halda þó fram — og þar á meðal flestir fylkisstjórar og borgarstjórar — að ekki megi minnka heildarfjárhæðina, sem komið hefir I hlut fylkjanna að undanförnu. En á þvi virðist einmitt nokkur hætta, þrátt fyrir fullyrðingar forsetans um hið gagnstæða. Annarrar gagnrýni veröur fylkja og sveitarfélaga. Fylkisstjórar og borgarstjór- ar taka af eðlilegum ástæðum litið undir þessa gagnrýni. Eignmenn og viðskiptajöfr- ar ráða mestu um héraðs- stjórnir i Bandarikjunum. Þeir hefðu látið litið af fram- lagi samrikisins ganga til fá- tækra og þurfalinga, ef sam- rikisstjórnin hefði ekki beitt áhrifum sinum með ýmsum hætti. Bandarikjaþing hefir fyrir skömmu látið kanna fjárreiður 750 misstórra borga, sem notið hafa góðs af tekjudeilingu. t ljós kom, að meginhluti fjárins frá samrik- inu hafði runnið til launa- hækkunar lögregluþjóna og slökkviliðsmanna, sorphrein- sunar, gatnaviðgerða, al- menningsgarða og jafnvel til að koma i veg fyrir skatta- hækkanir, sem annars hefðu orðið. Þarna er um að ræða kostnaðarliði, sem litið snerta vanda fátæklinga, eins og hið mikla atvinnuleysi meðal svertingja eða dýra læknis- þjónustu o.s.frv., en varða hagsmuni miðstéttanna eins og umbætur almenningsgarð- anna. Þetta lofar ekki góðu um blessun aukinnar tekju- deilingar. ÞA hefir einnig verið reynt að auka sjálfræði héraðs- stjórna i meðferð fjár, en ekki gefið góða raun. Fyrir skömmu var framlag aukið til löggæzlu og fylkisstjórinn i Indiana tók þann kost að kaupa sér einkaflugvél, en borgar yfirvöldin i Birming- ham — þar sem meðferð kyn- þáttamálanna hefir ekki þótt til fyrirmyndar — ákvað að kaupa nokkra skriðdreka. Sumir fylgjendur Repu- blikanaflokksins hafa senni- lega tilhneigingu til að rétt- læta margt slikt með sjálfum sér sem eins konar pólitiskan ábata. Margir þeirra litu á viðleitni Johnsons forseta til félagslegra umbóta sem verð- laun til þeirra, sem mestan þátt áttu i fylgisaukningu Demokrataflokksins, eða svertingjanna i borgunum, og höfðu óneitanlega nokkuð til sins máls. Tekjudeilingu nú mætti með nokkrum rétti telja eins konar verðlaun til hinna velmegandi hvitu íbúa i út- borgunum, sem reyndust Nixon bezt i nóvember i vetur. ENN er ekki búið að sam- þykkja tekjudeilinguna i þing- inu. Þar mætir hún áreiðan- lega nokkurri andspyrnu vegna þess, að hún sviftir þingið valdi til þess að útdeila og ráða yfir ivilnunum á ýms- um mikilvægum sviðum. Hún myndi svifta þingmenn dýr- mætum fjárveitingarétti. Sérhver þingmaður, sem býður s.ig fram til endurkjörs, á mikið undir þvi, hve miklu samrikisfé honum hefir lánazt að veita til kjördæmis sins eða fylkis. Ef hin almenna tekju- deiling kemur til fram- kvæmda verða það fylkis- stjórar og borgarstjórar, sem gefa samrikisféð á garðann, en fylkisstjórar og borgar- stjórar stórborga eru einmitt skæðustu keppinautar þing- manna I kosningum. Hin nýja stefna Nixons kann þvi að standa á eigingirninni einni, en hvorki þungum áhyggjum af tekjuhalla sam- rikisins né samúð með oln- bogabörnum samfélagsins. einnig vart í drjúgum mæli og beinist hún að hæfnisskorti og spillingu embættismanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.