Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. april 1973. TÍMINN 11 ETTAN Viðtal við Kristján Friðriksson gervis, sem drýgstur hefur verið til að halda uppi menningarlegri og efnahagslegri velferð einstak- linga og samfélaga. Næst tel ég matshæfni og dómgreind, sem ég álit, að sé sett i hættu með of lang- varandi einangrun og sifelldri handleiðslu langskólans. — Þú gerir mjög mikið úr þvi að skólinn einangri nemendur frá lifinu? — Já, ég tel að langskólasetan geti orðið að eins konar öfug- skólun með þvi að einangra nem- endann frá þeirri skólun, sem lifandi og frjó tengsl við nið strið- andi lif úti i sjálfri lifsbaráttunni mundu annars veita ungmenn- unum. Hún kemur i veg fyrir hina dýrmætu reynslu, sem nem- andinn annars gæti öðlast með þátttöku i eðlilegu starfi með öðruin aldursflokkum. — Þú átt við að skólasetan auki á kynslóðabilið, sem svo mikið er talað um? — Já, ég held, að langskóla- setan sé aðalorsökin sem reisir járntjaldið eða Kinamúrinn milli kynslóðanna. En þessi kynslóða- Kinamúr, ef ég má nefna það svo, tel ég að sé eitt þeirra fyrir- brigða, sem sé drýgra en flest annað til að koma i veg fyrir eðli- legan þroska nútima æsku. — Meinarðu að þarna sé ef til vú.ll eina af orsökum hinna svo- kölluðu unglingavandamála? — Já, ein megin orsökin. Hér er um að ræða bitra reynslu af uppelsdisaðferðum ýmissa þjóða. Og þetta vandamál fer vaxandi. Gallar rikjandi skólastefnu eru nú sem óðast að koma fram, bæði hérlendis og erlendis — og að þvi er virðist nokkurn veginn i rétti hlutfalli við i hve rikum mæli langskólasetustefnan nær viðtæk- ari heljartökum. — Hefur ekki komið fram gagnrými á langskólasetu hjá þjóðum, sem hafa búið lengur við hana en við? — J_ú, nú eru sem óðast að koma fram ýmiss konar andsvör — nýjar stefnur og nýjar skólatil- raunir i mörgum löndum, sem risa gegn langskólasetunni. Areiðanlega meðfram vegna þess að hún og unglingavandamálin eru sett i samband hvort við annað. — Þú álitur, að of löng skólavistgeti leitt til unglingavandamála, en er ekki starf nemendanna i skólunum jákvætt út af fyrir sig? — Jú, svo langt sem það nær — og að svo miklu leyti, sem það er eðlilegt. En þó tel ég einmitt, að meðal skólaskemmdanna sé sú reynsla, að langskólasetan virðist spilla alme nnri starfshæfni ung- menna, virðist spilla starfshæfni þeirra, bæði til andlegrar og likamlegrar vinnu, þ.e. vinnu, sem nokkrar verulegar kröfur gerir til þeirra um þolgæði, vand- virkni og þrek. Orsökin til þessa mun liggja i þvi, að hæfnin til að læra að vinna er allmjög bundin við ákveðið þroskaskeið. Sá sem ekki lærir að vinna á þvi þroska- skeiði, sem honum er það eðlilegt, lærir það ef til vill aldrei. Hann á á hættu að verða lifstiðarónytj- ungur. Þjóðfélagið verður af með vinnuframlag hans og hann sjálfur glatar tækifærinu til að öðlast þann ómetanlega hamingju- og heilbrigðisgjafa, sem vinnan er. — Ég reikna með, að margur mundi vilja spyrja, hvernig það megi vera, að ,,blessaður” skól- inn geti valdiö öllum þessum skemmdum á ungu fólki? — Ég vil svara þessu með þvi að gefa lýsingu á þvi, hvernig - nútimaskólinn kem ur fram við barnið og unglinginn. Þessi saga hefst með þvi að barnið er tekið sex til sjö ára og sagt er við það: Gakk inn um þessar dyr, sittu á þessum stól við þetta borð — og sittu kyrr — og gerðu eins og þér er sagt. Hvert fótmál er ákveðið fyrir einstaklinginn, flestar ákvarðanir eru teknar fyrir hann, hann á aðeins að laga sig eftir kerfinu, hann situr fastur i þvi. Barnið fær til dæmis ekki framar að vera við sauðburð að vorlagi, annan enda samstæðunnar. Siðan saxar. þrýstir, malar og þurrkar verksrniðjan,og út um hinn enda hennar koma heykögglar, sem allir eru svo til eins að löguni og eiginleikum. Sérkenni hverrar jurtar, hvort sem um var að ræða sterkbyggðan snarrótarpunt, fin- gert sveifgras, arfakló, eða fagra blómjurt — öllu hefur verið þrýst inn i sama formið. — Þú óttast semsagt um sér- kenni og sérhæfni einstakling- anna? — Já, þótt heykögglar séu að visu ágætt fóðurefni, þá má ekki beita tilsvarandi aðferð þetar um er að ræða einsstaklinga, sem ætla að lifa áfrm, einmitt hver með sinum sérkennum og sér- hæfileikum. Þjóðfélagið þarfnast hinna margbreytilegu hæfileika þeirra og þeir eiga sjálfir að fá að njóta þeirra. Núverandi kerfi er gróðrarstia fyrir mugmennsku- uppeldi. — En hvað um þá þekkingu, sem skólarnir miðla, nú þarf nútimamaðurinn á mikilli þekkingu að halda? — Sá litli þekkingarforði, sem kann að hafa siazt inn i nemand- ann i hinum vélræna skóla nútimans getur hæglega orðið að eins konar dauðu steinbarni i sál nemándans, af þvi að reynslu- þekkingu þá skortir, sem hefði getað gert þekkingarforðann lifrænan. — Áttu við að einangrun skólans, sem þú minntist á hér á eða smalamennslu að haustlagi, þótt það kynni að eiga þeirra góðu kosta völ, þvi það er búið að lengja svo skólatimann. Ung- mennið fær hvergi að vera með i eðlilegu lifi og starfi annarra aldursflokka. Barnið einangrast frá reynslu kynslóðanna, þvi skólakerfið heimtar það til setu á stólnum og við borðið fyrrnefnda. — Ég hef heyrt, að þú hafir likt skólakerfinu við heykögglaverk- smiðju. Hvað áttu við með þvi? — Já, skólakerfið er orðið að nokkurs konar vélasamstæðu, sem heimtar sitt hráefni. Mér finnst ekki fjarri lagi að likja þvi við einhvers konar fjöldafram- leiðslu-verksmiðju. T.d. hey- kögglaverksmiðju. Þar eru margs konar jurtir settar inn i Framleióandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 Kristján Kriöriksson. undan, geri þekkingarforða nemendans ólifrænan? — Já, aðeins eðlileg þátttaka ungmenna i raunhæfu samstarfi með hinum mismunandi aldurs- flokkum, ungu fólki, miðaldra og Framhald á bls. 5 Hetnpd’s skipamálning getur varnað því að stál og sjór mætist Sérfræðingar telja að viðhaldi íslenzkra fiski- skipa sé ábótavant, og þess vegna gangi þau fyrr úi\. sér en nauðsynlegt sé. Viðhald kostar peninga, en vanræksla á viðhaldi er þó dýrari. Málning er einn þýðingarmesti liðurinn í við- haldi skipa. Málningin ver skipin ryði, fúa og tæringu. HEMPELS skipamálning er ein mest selda skipamálningin á heimsmarkaðnum. Það er engin til- viljun. Það er einfaldlega vegna þess hve góð hún er. Tugir vísindamanna í mörgum löndum vinna að stöð- ugum endurbótum á henni, og þeir hafa búið til marg- ar tegundir, sem henta við misjafnar aðstæður, þar á meðal við okkar aðstæður hér á íslandi. Látið mála skip yðar með HEMPELS skipamálningu og réttu teg- undinni af HEMPELS og þér munuð komast að raun um að þér hafið gert rétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.