Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 17. aprll 1973. ALÞINGI Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, flutti skýrslu sína á Alþingi í gær: ÁKVÖRÐUN UM ENDURSKOÐUN VARNARSAMNINGSINS VERÐUR TEKIN BRÁÐLEGA Yfirlýsing frá Alþýðubandalaginu um varnarmálin — Hannibal Valdimarsson vill senda má'iflytjanda til Alþjóðadómstólsins í Haag EJ—Reykjavík Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, flutti skýrslu sfna um utanríkismál á fundi í sameinuðu Alþingi í gær. I ræðu sinni fjallaði hann um ástand utanríkis- mála og þau utanríkismál- efni, sem sérstaklega snerta hagsmuni Islend- inga. Varðandi landhelgis- málið ítrekaði hann þá skoðun sína, að Islendingar gætu ekki átt það lifshags- munamál sitt undir er- lendum dómstólum, og um varnarmálin sagði hann m.a., að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um endur- skoöun varnarsamningsins yrði væntanlega tekin bráðlega. 1 framhaldi af skýrslu utan- rikisráðherra urðu verulegar um- ræöur, og voru gefnar yfir- lýsingar af hálfu tveggja þing- flokka. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins gaf yfirlýsingu varðandi landhelgis málið, en Alþýöu- bandalagið gaf yfirlýsingu um varnarmálin. Eins og áður segir, flutti utan- rikisráðhcrra itarlega skýrslu um alþjóöamál og islenzk utanrikis- mál, og eru ekki tök á að birta ncma litinn hluta þeirrar skýrslu hér. En hér fara á eftir nokkur mcginatriði skýrslunnar varð- andi islenzk utanrikismál, eins kaflar úr skýrslunni um ástand alþjóða mála. Merkir áfangar bætt samskipti ÞEGAR litið er á þróunina siöustu mánuðina i alþjóða- málum, ber hæst vopnahléssam- komulagið i Vietnam og sam- komulag þýzku rikjanna um að koma samskiptum sin á milli i eðlilegt horf. Með samningi þýzku rikjanna um grundvallarsamskipti þeirra á milli, sem undirritaður var 21. desember 1972’, náðist mjög merkur áfangi i samskiptum austurs og vesturs. t kjölfar þessa samnings skapast möguleikar á samstarfi Evrópuþjóða, sem með góðum vilja kann að valda alda- hvörfum i álfunni. Stjórnmálasambandi hefur nú veriö komið á við Þýzka alþýðu- lýöveldið og þar með eðlilegum samskiptum við það riki. Bæði þýzku rikin munu innan tiðar verða fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum og sér- stofnunum þeirra. Þótt ekki kæmi fleira til, er hér um að ræða mjög stórt skref i þá átt að útrýma leifum kalda striðsins i Evrópu. Fundir, sem nú standa yfir i Helsingfors til undirbúnings ráð- stefnu um öryggi oe samvinnu i Evrópu, og viðræf>urum niður- skurð herafla i Evrópu i Vinar- borg, bera einnig vitni um vaxandi viðleitni til að draga úr spennunni i framhaldi af innbyrðissa.mningi þýzku rikjanna og staðfestingu á samningum Þýzka Sambands- lýðveldisins við Sovétrikin og Pólland á siðasta ári. Viðræðurnar í Vin og Helsingfors Um viðræðurnar i Vinarborg viröist ekki mikið hægt að segja að svo stöddu, en Island á ekki fulltrúa þar eins og kunnugt er. Þeir röskir tveir mánuðir siðan fundirnir hófust hafa aö mestu farið i þóf um formsatriði og fundarsköp, en nú virðist sem lausn sé fundin þar á. Er þess þvi að vænta, að málefnaleg skoðanaskipti geti nú hafizt fyrir alvöru. Það er fyrirsjáanlegt, að samningar um niðurskurð herafla i Evrópu eru mjög við- kvæmir og vandasamir, þeir munu taka langan tima og krefjast mikillar þolinmæði. Hins vegar er ljóst, að miklu skiptir, að vel takizt til um framkvæmd þessara viðræðna. Fundirnir i Helsingfors til undirbúnings ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu hófust 22. nóvember 1972. 1 fund- inum taka þátt samtals 34 riki, öll riki Evrópu nema Albania og auk þess Bandarikin og Kanda. island hefur átt fulltrúa á fundum þessum frá upphafi. Á undirbúningsfundum hefir enn ekki náðst samkomulag um dagskrá ráðstefnunnar og hafa komið fram mörg torleyst ágreiningsefni. Þó liggur nokkuð ljóst fyrir, að dagskráin mun i stórum dráttum fjalla um: 1. - öryggismál, þ.á.m. grund- vallarreglur varðandi samskipti rikja. 2. Samvinnu á sviði viðskipta-, efnahags-, visinda-, tækni-, menningar- og umhverfismála. 3. Mannleg samskipti, aukin samskipti á sviði menntunar- og upplýsingastarfsemi. 4. Ráðgefandi nefnd til að fjalla um málefni viðkomandi öryggi og samvinnu. Þessi 4 dagskráratriði, sem ég hef rakið hér á undan, eru aðeins rammi um fjölmarga mála- flokka, sem enn virðist nokkuð langt i land að samkomulag náist um. Mér finnst ástæða til að þakka einarðlegt frumkvæði Finna til undirbúnings þessu máli nú um alllan ga hrið og fyrir þá frábæru aðstöðu, sem þeir hafa látið þessum fundum i té og örugga stjórn á þeim. ísland styður þvi, að allir þrir áfangar sjálfrar ráð- stefnunnar verði haldnir i Helsingfors og má telja góðar horfur á, að svo geti orðið. Víatnamstríöið Styrjöldin i Vietnam hefur nú um árabil ekki aðeins valdið óumræðilegum þjáningum fólksins i þessustriöshrjáða landi og annarra, sem þar hafa átt beinan hlut að, heldur jafnframt eitrað andrúmsloftið milli stór- veldanna og legið eins og mara á eðlilegum samskiptum þeirra. Islenzka rikisstjórnin hefur við margvisleg tækifæri lýst áhyggjum sinum vegna þeirrar harðýðgi, sem sýnd hefur verið við striðsreksturinn i Vietnam, Hún hefur bent á, að hernaðarleg lausn vandamálanna i Indókina væri óhugsandi og þvi hvatt til, að deilan yrði leyst á pólitiskum grundvelli, þar sem tryggður væri sjálfsákvörðunarréttur ibúanna. Það var þvi mikið fagnaðar- efni, að samningar tókust milli striðsaðila i lok janúar s.l. um vopnahlé i Vietnam,sem siðan var staöfest af alþjóðlegri ráðstefnu 12rikja um Vietnam, sem lauk 2. marz s.l. Komið hefur verið á fót eftir- litsnefnd til að fylgjast með vopnahléinu, en hún hefur ekki fengið fullnægjandi starfs- skilyrði. Gengið hefur á ýmsu um framkvæmd vopnahlésins og hafa deiluaðilar sakað hvor annan Einar Agústsson utanrikisráð- herra margsinnis um að hafa brotið vopnahléssamkomulagið. Veldur það áhyggjum, að árekstrar i Vietnam hafa farið vaxandi upp á siðkastið og það ekki siður, aðástandið er nú mjög alvarlegt i Kambódiu, þar sem iiú er barizt af jafnvel meiri hörku en fyrr. Þrátt fyrir þetta verður að vona að deiluaðilar beri gæfu til að nýta það tækifæri, sem gafst með vopnahléinu til að koma á varanlegum friði i Suðaustur Asiu. Stjórnmála samband viö Kóreru Ég ætla að vikja nokkrum orðum að málefnum Kóreu, en eins og kunnugt er hefur aldrei gróið um heilt milli Suður- og Norður-Kóreu eftir Kóreustriði. 1950-1953. A siðasta ári virtist rofa nokkuð til i samskiptum rikjanna eftir að viðræður hófust þeirra á milli til að reyna að leysa ágreiningsefnin. Siðustu vikur hafa sendinefndir frá báðum löndunum komið til Reykjavikur og rætt við mig. Bæði rikin segjast hafa áhuga á sameiningu landanna með friðsamlegum hætti, en ásaka hvort annað jafnframt um að vinna ekki heilshugar að samningum til að ná þvi takmarki. Erfitt er úr fjarlægð, þegar mati samnings- aðila ber ekki saman, að gera sér grein fyrir raunverulegum árangri þeirra viðræðna landanna.er nú standa yfir. Siðasta allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna ákvað að fresta umræðum á þinginu um Kóreumáiið og studdi Island þá ákvöröun. Sú afstaða byggðist á þeirri von, að verulegur árangur yrði af innbyrðissamninga- viðræðum landanna, og að ekkert yrði gert á allsherjarþinginu til að torvelda þessar viðræður, sem þá voru nýlega hafnar. Á fundi utanrikisráðherra Norðurlandanna i Osló i lok siðasta mánaðar var það sameiginlegt álit ráöherranna, að það myndi hafa hagstæð áhrif á ástandið I Kóreu, ef sem flest riki kæmu á eðlilegu sambandi við rikisstjórnir beggja landanna. 1 samræmi við þetta hafa Sviþjóð og Finnland fyrir nokkrum dögum fyrst Norðurlandanna til- kynnt stofnun stjórnmála- sambands við Norður-Kóreu. ísland mun innan tiðar einnig koma á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu, en slikt samband höfum við nú þegar við Suður- Kóreu. Undirbúningur haf- réttarráöstefnunnar Undirbúningsnefnd Hafréttar- ráðstefnunnar hélt fundi i New York 5. marz — 6. april s.l. Var ötullega unnið i hinum þrem undirnefndum, þ.e. i fyrstu undir- nefnd, sem fjallar um hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði, þriðju undirnefnd sem fjallar um mengun og visindalegar rann- sóknir og annarri undirnefnd, sem hefur til meðferðar öll önnur atriði, þ.á.m. lista yfir verkefni ráðstefnunnar, viðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu, landgrunnið og fiskveiðar á úthafinu. Verkefnið er að ganga frá uppkasti að samningstextum fyrir Hafréttarráðstefnuna og miðar þvi starfi eftir atvikum talsvert áfram i fyrstu og þriðju nefnd. I annarri nefnd stóð lengi á þvi, að ekki náðist samkomulag um lista yfir verkefni ráðstefn- unnar, en niðurstaða fékkst i þvi efni á sumarfundinum i fyrra. A nýafstöðnum fundi i New York þokaðist mikið áleiðis i annarri nefnd og varð að samkomulagi að skipa vinnunefnd, sem öll riki, er sæti eiga i undirbúningsnefnd- inni, taka þátt i. Hlutverk vinnunefndarinnar er að ræða þær tillögur, sem fram koma i annarri nefnd, og reyna að ná samkomulagi um samnings- texta fyrir ráðstefnuna. Margar tillögur liggja nú fyrir Ýmsar tillögur liggja nú fyrir varðandi viðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu, landgrunn og fiskveiðar á úthafinu. Þannig hafa Sovétrikin lagt fram tillögu um 12 milna landhelgi, sem jafn- framt yrðu ytri mörk fiskveiði- lögsögu, en þó þannig, að þróunarriki og riki, sem byggja hagsmuni sina á fiskveiðum, heföu forgangsrétt á hafinu fyrir utan eftir þvi sem þörf væri á fyrir þau. Japan hefur lagt fram svipaða tillögu. Bandarikin og Kanda hafa lagt fram tillögur, sem miða að þvi, að greint sé á milli strandfiskstofna og flökku- fiskstofna, þannig aö lögsaga strandrikja nái til hinna fyrr- nefndu en millirikjasamningar fjalli um hina. Kenýa hefur lagt fram tillögu um efnahagslega lögsögu innan 200 milna hámarks og Mexico, Colombia og Venezúela hafa nú lagt fram tillögu um 200 milna efnahagslög- sögu, en að yfirráð yfir hafs- botninum nái svo langt sem nýting auðlinda þar er möguleg. Argentina hefur dreift óformlegu uppkasti, þar spm miöað er við allt að 12 milna landhelgi, 200 milna efnahagslögsögu varðandi landgrunnsbotn og hafið yfir honum og lögsögu yfir land- grunnsbotni þar fyrir utan svo langt sem nýting er möguleg. Astralia hefur lagt fram svipaða tillögu. Loks er vitað, að Indland hefur i undirbúningi tillögu um 200milna lögsögu, sem ekki hefur enn verið lögð fram. Tillaga Islendinga Islenzka sendinefndin vann að þvi að skapa samstöðu með þeim rikjum, sem fylgjandi eru við- tækri lögsögu yfir auðlindum undan ströndum, en þegar ljóst varð undir lok siðasta fundar annars vegar, að nokkur timi mundi liða þar til grundvöllur yrði fyrir samræmdri tillögu þessara rikja, og hins vegar að vinnunefnd annarrar nefndar muni brátt hefja umræður um hinar einstöku tillögur, þótti rétt að flytja islenzka tillögu. Var hún lögð fram hinn 5. april s.l. og hljóðar þannig i islenzkri þýðingu: „Lögsaga strandrikja yfir auð- lindum á hafsvæðum utan land- helgi þeirra: Strandriki er heimilt að ákveða ytri mörk iögsögu og yfirraöa yfir auðlindum á hafsvæðum utan iandhelgi þess. Ytri mörk svæðisins skulu ákveðin innan sanngjarnrar fjar- lægðar með hliösjón af landfræði- iegum, jarðfræðilegum, vist- fræðilegum, efnahagsiegum og öðrum aöstæðum á staðnum, sem máli skipta og skuiu ekki ná lengra en 200 sjómilur”. Allar ofangreindar tillögur verða nú i athugun hjá rikis- stjórnum fram að Genfar- fundinum i sumar, en þá verður reynt að samræma þær eftir þvi sem unnt er, og hefur tsland þá tryggt sér aðild að öllum slikum tilraunum. Auk þess er ráðgert, að timinn fram að sumar- fundinum verði notaður til að hafa nánari samráði Þróunin í undirbúnings- nefndinni Að lokum skal þess getið, að engar atkvæðagreiðslur fara fram i undirbúningsnefndinni, heldur er reynt að fá sem viðtækasta samstöðu. En þar sem mikið ber á milli, sérstaklega að þvi er varðar viðáttu lögsögu strandrikisins, er ráðgert, að þar sem samkomulag næst ekki, verði mismunandi textar lagðir fyrir ráðstefnuna sjálfa, þegar þar að kemur. Vaxandi likur er nú fyrir þvi, aðhamark landhelgi sem slikrar veröi 12milur, að vaxandi fylgi verði við 200 milna efnahagslögsögu sem hámarki og að sum riki muni leggja mikla áherzlu á, að lögsaga yfir auð- lindum sjávarbotnsins sjálfs nái svo langt, sem hann verður nýttur. Er það siðastnefnda i samræmi við þá ákvörðun sem tekin var á Genfarráðstefnunni 1958, en vegna vaxandi tækni gæti þar i sumum tilvikum verið um að ræða svæði,sem ná nokkur hundruð milur frá ströndum. Ofangreind tillaga íslands er miðuð við, að sem flest riki geti sameinastum það, sem þar segir. Ljóst er, að fundur undir- búningsnefndarinnar i sumar ætti að geta orðið mjög árangurs- rikur, þar sem nú er búið að ryðja úr vegi ýmsum byrjunarörðug- leikum. Verður þá hægt að kryfja öll mál til mergjar og gera loka- tilraun til að ná sem viðtækustu samkomulagi fyrir ráðstefnuna. Að svo miklu leyti, sem sam- komulag næst ekki, er ráðgert að hinar mismunandi tillögur verði lagðar fyrir ráðstefnuna sjálfa. Samstarf Norðurlanda Samstarf Norðurlandanna á sviði utanrikismála, menningar- mála og félagsmála hefur haldið áfram i svipuðu formi og áður til ávinnings fyrir öll löndin. Sá ótti, sem ýmsir hafa borið i brjósti um, að nánari efnahagsleg og pólitisk tengsl sumra landanna við Efnahagsbandalag Evrópu yrðu til að torveldá hið hefð- bundna samband Norðurland- anna, er að minu viti ástæðulaus. Tengsl landanna standa á traustari stoðum en aðeins pólit- iskum og viðskiptalegum. Sameiginlegur uppruni, saga, tunga og menning er fyrst og fremst grundvöllurinn fyrir samvinnu þeirra. Utanrikisráðherrafundur Norðurlanda, sem haldinn var I Osló i lok siðasta mánaðar ályktaði um mörg þau alþjóða- mál, sem á döfinni eru. Fundur- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.