Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.04.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. aprfl 1973. TÍMINN 15 Umsjórt: Alfreð Þorsteinssonj ÍSLANDSMEISTARAR VALS 1973: Standandi frá vinstri: Guðmundur Harðarson, þrekþjálfari, Geirarður Geirarðsson, liðsstjóri, Torfi Asgeirsson, Björgvin Björgvinsson, Stefán Gunnarsson, Jón Jónsson, Agúst ögmundsson, Þorbjörn Guðmundsson, GIsli Blöndal, ólafur Jónsson, Reynir ólafsson, liðsstjóri, Þórarinn Eyþórsson, þjálfari og Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. Fremri röö frá vinstri: Gisli A. Gunnarsson, Jóhann I. Gunnarsson, ólafur Guöjónsson, Ólafur Benediktsson, Gunnsteinn Skúlason, fyrirliöi, Jón Breiðfjörð, Bergur Guðnason og Jón Karlsson. ÍSLANDSMEISTARATITILLINN KOMINN AÐ HLÍÐARENDA Gunnsteinn sýndi að hann er góður fyririiði, hann stjórnaði Valsliðinu fróbærlega og var maðurinn ó bak við hinn langþróða sigur ÞAÐ TÓSKT HJÁ VAL. Geysilegur fögnuður var i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið, þegar Valur sigraði ÍR 18:12 og tryggði sér þar með hinn langþráða íslandsmeistaratitil i handknattleik. Var leikurinn á sunnudagskvöldið kóronan á glæsilega sigurgöngu Valsliðsins i vetur, sigurgöngu, sem verður áreiðanlega lengi í minnum Valsara. Með þessum sigri er íslandsmeistaratitilinn kominn að Hliðarenda, eftir 18 ára fjarveru, en það var 1955, sem Valur varð síðast íslandsmeistari i hand- knattleik karla. Með þessum sigri sinum braut Valur einveldi Fram ogFH á bak aftur, en Fram og FH hafa skipzt á um að vinna íslandsmeistaratitil- inn siðustu 15 árin. Það var þvi vissulega orðið timabært, að annað félag kveddi sér hljóðs á þessum vettvangi. Þórarinn Eyþórsson, þjálfari Valsliðsins, má svo sannarlega vera ánægður með strákana sina. En þeir hafa æft mjög vel i vetur og lagt hart að sér, til að ná þessum langþráða áfanga. Valsliðið er tvimælalaust jafn- sterkasta félagsliðið okkar i dag og leikur sterkan varnarleik, en það má segja að varnarleikur liðsins hefur fært þvi Islands- meistaratitilinn. Liðið sem heild er mjög gott, jafnir og baráttu- glaðir einstaklingar, sem vinna vel saman. Leikmenn eins og Gunnsteinn Skúlason, Ólafur Jónsson, Jón Karlsson, Stefán Gunnarsson, Bergur Guðnason, Ólafur Benediktsson, Ágúst Ögmundsson og Gisli Blöndal eru menn, sem flestir þjálfarar vildu hafa i sinu liði. En snúum okkur þá að leik Vals og IR: IR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins. Vilhjálmur Sigurgeirs- son skoraði laglegt mark af linu á 5. min. Gunnsteinn Skúlason, bezti maður Valsliðsins, var ekki af baki dottinn, hann sannaði það að hann er góður fyrirliði. Þegar niu min. voru liðnar af leiknum var hann búinn að skora þrjú mörk og breyta stöðunni i 3:1 fyrir Val. Þetta einstaklings- framtak hans var til þess að Vals- menn fundu öryggið, og þegar 17 min. voru liðnar af leiknum var staðan orðin 5:1. Það var ekki fyrr en á 24. min. að Brynjólfi Markússyni tókst að skora annað mark IR-liðsins og minútu siðar minnkaði Þórarinn Tyrfingsson muninn i 5:3. Þá skoraði Gunn- steinn 6:3 og Valsmennn bættu tveimur öðrum mörkum við fyrir leikshlé. Þegar 7 min. voru liðnar af siðari hálfleik, var staðan orðin 10:3 fyrir Val. Um miðjan hálf- leikinn voru ÍR-ingar búnir að minnka muninn i 10:6. Þá tók Gunnsteinn til sinna ráða og skoraði tvö skemmtileg mörk á stuttum tima og þegar 7 min. eru til leiksloka, þá voru Valsmenn búnir að ná yfirburðarstöðu 15:6. Undir lokin minnkuðu IR-ingar muninn i 16:11, en leiknum lauk með góðum sigri Vals 18:12 og þar með voru þeir búnir að hefna LOKA- STAÐAN LOKASTAÐAN i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik karla var þessi: Valur 14 12 0 2 282:198 24 Fram 14 10 1 3 277:249 21 FH 14 10 1 3 286:258 21 Víkingur 14 6 2 6 299:297 14 1R 14 617264:25513 Haukar 14 4 2 8 235:257 10 Armann 14 3 2 9 232:274 8 KR 14 0 1 13 226:313 1 Fimm efstu liðin eru með hagstæða markatölu eftir keppnina. Vikingur skoraði flest mörkin, en Valur fær fæst á sig. KR-liðið skoraði fæst mörkin og liðið fékk flest mörkin á sig. Markhæstu leikmenn: Einar Magnússon, Viking 100 Geir Hallsteinsson, FH 89 Brynjólfur Markússon, IR 75 Ingólfur Óskarsson, Fram 75 Bergur Guðnason, Val 73 Haukur Ottesen, KR 66 Viðar Simonarson, FH 59 VilhjálmurSigurgeirss. ÍR 56 Vilberg Sigtryggsson, Arm. 55 AgústSvavarsson, 1R 54 Björn Pétursson, KR 53 Axel Axelsson, Fram 51 Guðjón Magnússon, Viking 51 fyrir hinn svarta sunnudag 24. febrúar 1971. En þá stálu IR-ingar íslandsmeistaratitlinum af þeim á siðustu stundu. Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði Vals, sýndi það á sunnudaginn, að hann bregzt sjáldan á úrslita- stundu. Hann stjórnaði liði sinu vel og var bezti maður leiksins. Valsvörnin var sterk i leiknum, en kannski voru leikmenn Vals oft of harðir, — með óþarfa hrind- ingar. Gunnsteinn skoraði flest mörk Vals, eða sex aðrir, sem skoruðu, voru: Bergur 3 (1 viti,) Stefán 3, Gisli, Ólafur, Jóhann, Jón K. Agúst og Jón J. eitt hver. IR-liðið náði sér ekki á strk i fyrri hálfleik, leikmenn liðsins fundu ekki svar við sterkri vörn Vals. Þeir skoruðu aðeins þrjú mörk i fyrri hálfleik, sem er mjög sjáldgæft hjá IR-liðinu. Mörk 1R i leiknum skoruðu: Agúst 4, Brynjólfur 3, Vilhjálmur 2 (1 viti), Gunnlaugur 2 og Þórarinn, eitt. Leikinn dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Jón Friðsteinsson ágætlega. —SOS GUNNSTEINN....sést hér skora eitt af mörkum sínum gegn 1R. BREIÐABLIK FELL Ármann gerði jafntefli 8:8 við leiðinlegt Víkingslið Ármannsstúlkurnar björguðu sér frá falli i íslandsmótinu i hand- knattleik kvenna 1. deild á sunnudaginn, þegar þær gerðu jafntefli við Viking 8:8. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa, enda eru aldrei skemintilegir leikir, þegar Vikingur er annað liðið sem leikur. Vik- ingsstúlkurnar leika svokallaðan gönguhand- knattleik, halda knettin- um i sókn og ógna litið. Með réttu ætti að dæma tafir á liðið i annarri hvorri sókn. Eins og sést á stöðunni i 1. deild kvenna, þá hefur Vík- ingsliðið skorað fá mörk og fengið fæst mörkin á sig. Það stafar eingöngu á þvi, hvað þær halda knettinum lengi i leikj- um. Það er kannski eðlilegt hjá þessu liði, þvi að það er skipað nær eingöngu þungum og hreyfingarlitlum stúlkum. En nóg um það, Armann náði jafntefli og er þar með Breiðablik fallið niður i 2. deild. Erla Sverrisdóttir, hin snjalla handknattleikskona úr Armanni, var tekin úr umferð i leiknum og hafði það mikið að segja fyrir Armannsliðið. Erla skoraði samt þrjú mörk og skauzt upp fyrir Oldu Helgadóttir, Breiðablik i markaskori i deild- inni. Þegar Erla var tekin úr um- ferð, losnaði um hina snjöllu vinstrihandarskyttu Sigriði Rafnsdóttur, sem skoraði þrjú gullfalleg mörk. BEKARGLIMA Fyrsta bikarglíma £ " w yngri glímumanna FYRSTA bikarglima yngri glimumanna, þ.e. drengja og unglinga, fer fram í íþróttaskemm- unni á Akureyri sunnudaginn 29. april 1973 kl. 1,30 siðdegis. Þátttöku (nafn og aldur) þarf að tilkynna til Garðars Erlendssonar c/o Blikk og Stál, box 4034 Rvik, fyrir 25. april. Mótanefnd G. L. í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.