Tíminn - 16.05.1973, Side 1
Hálfnað
er verk
þá hafið er
I
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Malecela , utanrikisráðherra Tanzaniu, (fyrir miðju), á fundi meö fréttamönnum. T.v.: ritstjóri
útbreiddasta dagblaðs Tanzaniu, en t.h-: yfirmaöur Vestur-Evrópudeildar utanrikisráðuneytis
Tanzaniu. (Timamynd : Gunnar)
Utanríkisráðherra Tanzaníu:
Styðjum ykkur í
landhelgismálinu
— Stjórnmálasamband íslands og Tanzaníu á næsta leiti
ET, Reykjavik. Malecela, utan-
rikisráðherra Tanzaniu, sem
staddur er hér á landi i opinberri
heimsókn, hélt i gær fund með
fréttamönnum. Á fundinum kom
m.a. fram, að Tanzaniustjórn
hefur áhuga á að fá islenzka sér-
fræðinga til að leiðbeina
Tanzaniubúum um fiskveiðar.
I upphafi kvaðst Malecela
þakklátur islenzkum stjórn-
völdum fyrir frábærar móttökur.
— Ég dáist mjög að þjóðinni og
landinu, sagði ráðherrann, — Ég
hef reyndar haft i hyggju að
heimsækja tsland s.l. 1-2 ár, en
vegna anna hefur ekkert orðið úr
þvi, fyrr en nú.
Utanrikisráðherran sagðist
hafa átt vinsamlegar viðræður
við Einar Agústsson, utanrikis-
ráðherra, og aðra ráðamenn.
Ráðherrann taldi þær viðræður
hafa verið mjög gagnlegar og
eflaust liði ekki á löngu, þar til
rikin tvö tækju upp stjórnmála-
samband.
Malecela lagði sérstaka
áherzlu á baráttuna gegn ný-
lendukúgun i viðræðum við
islenzka ráðamenn — Við
Tanzaniubúar teljum, að þessi
barátta eigi ekki að miðast við
Afriku eina, heldur sé hér um
vandamál alls mannkyns að
ræða. Við viljum kynna Islend-
ingum og öðrum þjóðum sjónar-
mið okkar, þvi við álitum stuðn-
ing rikja utan Afriku mjög mikil-
vægt innlegg i baráttuna gegn
nýlendustefnu.
Þá kvaðst utanrikisráðherrann
vilja þakka stuðning tslands við
ýmsar tillögur Afrikurikja ' á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
— Við höfum ætiðtrúnaðá mál-
stað Islands i landhelgismálinu,
Framhald á bls. 15.
íslendingur stjórnar stór-
fyrirtæki í Tanzaníu
AFRIKURIKIÐ Tanzania er i
fréttum hér um þessar mundir
vegna komu utanrikisráðherra
rikisins, Malecele, og fleira
þarlends fólks hingað. 1 þvi til-
efni er ekki úr vegi að geta
tslendings eins, sem búsettur er
og starfandi i Tanzaniu. Hann
heitir Ingi Þorsteinsson og er
aðalforstjóri (general manager)
geysistórs vefnaðarvörufyrir-
tækis, NATEX (National Textile
Industries Corporation Limited),
sem hefur höfuðstöðvar i höfuð-
borg Tanzaniu, Dar es Salaam. A
vegum Natex starfa i dag um
10.000 manns. Það er þvi næsta
trúlegt, að Ingi stjórni stærra
fyrirtæki en nokkur annar tslend-
ingur.
Margir munu kannast við Inga
Þorsteinsson. Hann er viðskipta-
fræðingur að mennt, nú um
fertugt, að aldri og var þekktur
hér heima sem iþróttamaður, en
hann setti m.a. tslandsmet i
grindahlaupi. Ingi var forstjóri
sokkaverksmiðjunnar Evu um
skeiðhér heima, en hann fór utan
1969 og hóf að starfa hjá þekktu og
stóru brezku fyrirtæki. Starfaði
hann i „kvörtunardeild” (After-
sale-service) þessa fyrirtækis,
deild sem hefur með að gera
kvartanir, er berast fyrirtækinu
frá viðskiptavinum þess.
Verzlaði fyrirtækið m.a. með
vélar til vefnaðar. t þessu starfi
ferðaðist Ingi um allan heim.
Við þetta brezka fyrirtæki
starfaði Ingi i ár eða svo, eða þar
til hann var ráðinn sem aðal-
framkvæmdastjóri Natex, en það
varstofnaðvorið 1970.Natex var.
m.a. ætlað það hlutverk að hafa
umsjón með öllum innflutningi á
vefnaðarvarningi til Tanzaniu,
að koma á verð- og gæðaeftirliti
Framhald á bls. 15.
Þessi mynd er tekin úr Natex Staff News og sýnir hún Paui Bomani,
viðskipta- og iðnaðarráðherra Tanzaniu, halda ræðu við opnun sölu-
miðstöðvar Natex i Iringa. Sitjandi frá vinstri eru Ingi Þorsteinsson,
aðalframkvæmdastjóri Natex, og A.S.M. Janguo, aðalskipulagsstjóri
Þróunarstofnunar Tanzaniu. Standandi eru Jaffer, sölustjóri Natex, C;
Mackeja ráðamaður hjá Natex, og Dossajee, yfirumsjónarmaður Sölu-
miðstöðvarinnar i Iringa.
Skemmdarverk
brezkra togara ó
alfrfðuðu svæði
Brezkir togaraskipstjórar
viröasttelja þaðskyldu sfna að
gera sem mestan skaða á við-
kvæmustu uppeldisstövum
fiskjarins við tsland. Nær
allur brezki togaraflotinn hér
við land hnappaðist saman á
alfriðuðu svæði norður af Rifs-
tanga i fyrradag og skarkaði
þar i smáfiskinum. Varðskipin
Týr og Þór komu á staðinn um
kvöldið og tóku þá allir
togararnir upp veiðarfærin, en
einbeittu sér að þvi, að sigla á
varðskipin.
Togararnir Machbeth og
Northen Jewel gerðu svo
grófar aáiglingartilraunir að
send voru tvö kúluskot fráTý,
sem skotið var framan við
togarana. Ekki tókst Bretun-
um að sigla á varðskipin, en
héldu sig áframá friðaða
svæðinu, en höfðust ekki að.
Auk Bretanna voru tveir
færeyskir togarar þarna að
veiðum, en þeir tóku þegar
upp veiðarfærin þegar varð-
skipin komu; og sögðust skiþ-
stjórar þeirra ekki hafa vitað
að svæðið er friðað.
A svæðinu norður af Rifs-
tanga og norð-austur af
Langanesi er mikilvægt
uppeldissvæði og eru allar
veiðar þar bannaðar frá 1.
april til 1. júni. Samkvæmt
þeim rannsóknum sem Haf-
rannsóknarstofnunin hefur
gert undanfarin ár eru 60%
þess afla, sem þarna fiskast á
þessum árstima 50 sm fiskur
eða minni. Það er tveggja til
þriggja ára gamall fiskur. Er
þvi ekki annað en gófasta rán-
yrkja að veiða þarna og ögrun
við tslendinga.
Samtök brezkra togara-
eigenda gáfu út tilkynningu
þess efnis i gær, að það væri
ekki annað en uppspuni Land-
heigisgæzlunnar, að brezkir
togarar hefðu verið að veiðum
á friðlýsta svæðinu.
r
Einar Agústsson fer utan í dag til
Strassborgar, Póllands og Tékkóslóvakíu
TK, Reykjavik — Einar Agústs-
son, utanrikisráðherra, heldur i
dag til Strassborgar til að sitja
þing Evrópuráðsins. A morgun
17. mai heldur hann ræðu á þing-
inu og mun dvelja þar til 20. mai
er hann heldur til Póllands. Þar
dvelur Einar Agústsson i 4 daga i
opinberri heimsókn. Frá Póllandi
heldur Einar 25. mai til Tékkó-
slóvakiu en þar dvelur hann i
opinberri heimsókn i 2 daga en
heim heldur ráðherrann þann 28.
mai.
------------►
Einar Agústsson.
Dollar lækkaði
alltað 2% miðað
við Evrópumynt
t gærmorgun urðu tals-
verðar hækkanir á flestum
Evrópugjaldeyri miðað við
dollar. Þar sem islenzka
krónan fylgir dollarnum þýðir
þetta að evrópskur gjaldeyrir
hækkar nokkuð i verði, yfir-
leitt um sem svarar 2%.
Gullverðið hefur hækkað
mjög, sem þýðir að dollarinn
lækkar gagnvart þvi, en
„fljótandi myntir” hækka sem
þvi svarar.
Svanbjörn Frimannsson
seðlabankastjóri, sagði i gær,
að samkvæmt lögum væri
Seðlabankinn bundinn við að
skrá islenzku krónuna eftir
gengi dollarans. Heimild er til
að fara 2,25% yfir eða undir
skráð gengi dollarans. Nú er
skráningin svo til neðst i
þessum skala, svo að ekki er
hægt að hreyfa skráninguna
gagnvart dollar lengra niður,
en alit að 4,5% upp á við.
Nokkuð er misjafnt hverjar
breytingar hafa orðið á
ýmsum gjaldeyri Evrópu-
landa. Danska drónan lækkaði
nokkuð. I gærmorgun var
skráð gengi dönsku krónunnar
kl. 14.96 en um há’degi
lækkaði hún i kr. 14.90. Norska
krónan hækkaði i 15.91- og
sænska krónan hækkað*
svipað. Finnska markið stóð i
stað. Franskir frankar, sviss-
neskir frankar, gyllini og
vestur-þýzk mörk hækkuðu i
gær og nemur hækkunin tæp-
lega og aðeins yfir 2%.
Sterlingspund hækkaði i gær-
morgun úr kr. 230.50 i 234.70,
eða um tæp 2%.