Tíminn - 16.05.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 16.05.1973, Qupperneq 5
Miðvikudagur 16. mai 1973 TÍMINN 5 STOÐUVEITINGU VIÐ HÁSKÓLASAFN MÓTMÆLT Gengið fram hjd þrem menntuðum bókavörðum BLAÐINU hefur borizt afrit af opnu bréfi til menntamálaráö- herra og háskólaráös, frá 11 bókavörðum og 16 nemendum i bókasafnsfræðum þár sem mót- mælt er veitingu stöðu bóka- varðar i Háskólabókasafni, sem augiýst var laus tii umsóknar 9. febrúar sl. Ingi Sigurðsson, Ph.D., sagnfræðingur, hefur nú hlotiö stöðu þessa, sá eini umsækjenda, sem ekki hefur sér- menntun i bókasafnsfræðum. t bréfinu er m.a. bent á að þegar starfar einn sagnfræðingur við Háskólabókasafnið. Umsækjendur auk Inga Sigurðssonar voru Páll Skúlason, cand.jur. sem auk þess hefur sér- menntun I bókasafnsfræðum. Þórir Ragnarsson, BA. frá Hí með bókasafnsfræði sem aðal- grein, sem stundar nú framhalds- nám i Wales, og Guðrún Gisla- dóttir B.A. frá Ht með bókasafns- fræði sem aðalgrein. Guðrún og Páll eru bæði starfandi bóka- verðir. Þórir hefur einnig starfs- reynslu i greininni. í bréfi bókavarðanna og bóka- safnsfræðinemanna segir m.a.: ,,Það er alkunna, að Hbs gegnir tvenns konar hlutverki. Annars vegar er það kennslustofnun, starfsmenn þess sjá að miklu leyti um menntun bókavarða við H.I. Hins vegar er það rann- sóknarbókasafn, það á að þjóna nær öllum rannsóknarstofnunum H.l. Það liggur þvi i augum uppi, að við safnið og útibú þess þurfa að vinna menntaðir starfsmenn, sem hafa trausta undirstöðu- menntun i bókasafnsfræðum og einnig góða þekkingu á einhverju þvi rannsóknarsviði, sem safnið á að þjóna. Við val starfsliðs ætti að hafa þessi sjónarmið i huga. Nú hefur það gerzt, að Inga Sigurðssyni, Ph.D., hefur verið veitt umrædd staða, og þannig gengið fram hjá þremur umsækjendum, sem allir hafa háskólapróf i bókasafnsfræðum. Það sem virðist hafa ráðið þessu vali, er einkum umsögn háskóla- bókavarðar, en þar segir m.a.: „...teldi ég það hættumerki i þjóð- félagi offárra valkosta, sem hér- lendis eru, ef eigi stæði áá kostur Eggjatínsla bönnuð Stranglega er bönnuð eggjatinsla I Vogs- landi, Hraunahreppi, Mýrasýslu. Málarafélag Reykjavikur. Matvælaframleiðendur Fanntóform eru harðplast umbúðir i ótrú- lega fjölbreyttu úrvali — svo sem: Kjötbakkar, dósir, öskjur, kassar og ávaxtabakkar, enn- fremurglös, diskar og fjölmargar stæðir af meðaladósum og margt fleira. Framleiðum lika allar stærðir af plastpokum. Leitið upplýsinga hjá okkur. Fanntó - Hveragerði - Sími 99-4287 Forsætisráðuneytið r Oskum að ráða ritara sem fyrst. Þarf að hafa mikla leikni i vélritun og vera vel að sér i islenzkra og enskri stafsetningu. Laun samkvæmt 15. launaflokki rfkisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar, Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til söluskattsgreiðenda Stöðvun atvinnurekstrar þeirra aðilja, sem skulda söluskatt fyrir mánuðina janúar, febrúar og marz s.l., svo og ný- álagðar hækkanir á söluskatti eldri timabila, hefst án frekari fyrirvara 21. þessa mánaðar hafi skattinum þá eigi verið skilað ásamt dráttarvöxtum. opinn að setja stöku sinnum úrvalsmenn án bókavarðarprófs i stöðu i Hbs. (og eins i Lands- bókasafni, en helzt hvorki oftar né sjaldnar en mér þykir hæfa i Hbs). Auk þess að koma einokunarorðrómi á okkur bóka- varðastéttarmenn gæti útilokun stéttarpróflausra átt þátt i, að stéttin kynni að trénast að einhverju leyti”. Þessari skoðun hljótum við undirr. að mótmæla Við teljum að hér hafi verið brotið gegn þeim sjónarmiðum, sem einkum ættu aðgilda við ráðningu starfsmanna við rannsóknarbókasafn. Þess 12 til 14 ára stúlka óskast á sveitaheimili til barnagæzlu og léttra inni- starfa. Upplýsingar i sima 3-36-96. M/S HEKLA fer'frá Reykjavik þriðjudag- inn 22. þ.m. austur um land I liringferö. Vörumóttaka miðvikudag, fimmtudag og föstudag til Austfjarðahafna, Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Húsavlk- ur, Akureyrar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. ber þó að geta, að i fjölmennum þjóðfélögum reynist oft nauðsyn- legt að ráða starfsfólk i rann- sóknarbókasöfn án háskólaprófs i bókasafnsfræðum, en að jafnaði er slikur starfskraftur látinn vinna að mjög sérhæfðúm verkefnum innan einhvers ákveðins þekkingarsviðs: þetta eru þó oftast nær störf, sem krefjast ekki kunnátttu i almennum bókasafnsfræðum. Þá hefur ekki verið haft i huga, er Inga Sigurðssyni var veitt staðan, að Hbs. er litið safn á alþjóðlegan mælikvarða. Þar biða lika mörg verkefni, sem óhugsandi er, að sé óleyst við er- lent rannsóknarbókasafn. Safnið hefur t.a ,m. ekki enn verið skráð: bækur þess hafa ekki allar veriö flokkaðar. Slik störf krefjast sér- kunnáttu i bókasafnsfræðum. Svo litlum bókasöfnum er og lifsnauð- syn að starfsmenn kunni skil á öllum verkþáttum þess. Það hefur þvi naumast efni á þvi, að ráða bókavörð sem hefur ekki aflað sér menntunar i bókasafns- fræðum. Þar við bætist, að önriur atriði úr umsögn háskólabókavarðar eru villandi. Hann segir m.a.: „...Ingi reyndist þá sem oftar ágætiseinkunnarmaður.. hann er fremstur umsækjenda að háskólaprófum...” Að jafnaði tekur það 6 ár að ljúka Ph.D. prófi frá brezkum háskólum. Slikt próf svarar til venjulegs kandidatsprófs við H.í. Benda má einnig á, að lögfræði er talin 6 ára nám. Og einkunn á prófi lýsir lítið starfshæfni heldur námshæfni. Við viljum að lokum minna á, að H.í. útskrifar bókaverði með réttindi til starfa i bókasöfnum. H.l gegnir þvi mjög ábyrgðar- miklu hlutverki. En til hvers er svo verið að kosta öllu þessu til, ef svo er gengið framhjá þeim mönnum, sem lagt hafa það á sig að afla sér menntunar I þessari grein?”. —SJ VIÐ SMÍÐUM HRINGANA SÍMI 24910 Danmörk kallar Tveir ungir menn óskast á tvöbændabýli, hvort með 180 hektara lands. Frjálslegt með ungu fólki. Hans Jörgen Holtz.e Kronge DK-4930 Maribo llllMmwiiík EKKI eru líkurnar fyrir því að þú látist af völdum lungnakrabbameins 1 á móti 30.000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.