Tíminn - 16.05.1973, Page 9

Tíminn - 16.05.1973, Page 9
Miðvikudagur 16. mai 1973 TÍMINN 9 flugs. Aö neita þeirri staðreynd er að afneita áhrifarikasta þætti mannverunnar, sjálfri upp- sprettu og frumlind alls þess, sem gerir manninn að sérstæðri veru á jörðu. — Úr þvi regindjúpi mannshugans stigur allt sem honum er hugstæðast og kærast, en i þeirri skipan verður til grun- ur hans um meðvitund og um- hverfi. —Sú er önnur skipaneða niðurröðun i lifi mannverunnar að túlka og tjá undur imyndunar- aflsins og hugaflugsins i þvi ljós- bliki sálarlifsins, sem kallast meðvitund og i þvi tónræna fyrir- bæri, sem kallast orð og mál. 1 þeirri skipan verður til táknrænn veruleiki, hinn symbólski og maðurinn verður það, sem heim- spekingurinn Ernst Cassirer full- yrti: animal symbolicum, hið táknræna dýr, lifveran sem getur tjáð hug sinn i táknum, hljóma, forma og lita. — í þessari skipan hefur maðurinn tengt saman innra lif og list og gert listina að þvi tæki, sem ris öndvert gegn öllu hinu ómennska, öllu sem vill ræna manninn þvi stórbrotnasta, sem hin önnur skipan hefur fært honum. — Eftir er hin þriðja skip- ani lifi mannverunnar að skoðun Lacans, — þrengst en fyrir margra hluta sakir áhrifarikust. — Þá skipan kallar hann hina raunhæfu, þá skipan sem tengir hina innri veröld þeirri ytri og gerir mannveruna að jarðarbúa, að veru starfs og athafna. Sú skipan opnar vettvang dáða og átaka, en gerir mannverunni um leið ljóst hverjum takmörkunum hún er háð, hve vandasamt það er að gera draum að list, en listina að lifi i hinum ytra heimi. Ásarnir þrir eða hverfiskautin er annar meginþáttur fræða Lacans. Lika þar er um sókn og takmarkanir að ræða. — Sá er hinn fyrsti ás eða hverfiskaut, sem lif mannverunnar er háð eða markast af, að henni er gefið að skynja hvenær hún erog hvenær hún er ekki. Maðurinn veit að i sjálfum sér býr hann yfir mögu- leikum, hann á margra kosta völ. Þar með er hins vegar ekkert sagt um það, hvað hann verður, aðeins að vera hans er ofin-i úr þáttunum tveim, þvi sem er og þvi sem getur orðið. — Sá er hinn annar ás eða hverfiskaut mennskrar veru að geta gert sér grein fyrir eign sinni, auðlegð sinni eða fátækt og beina athygli mannverunnar að framlagi og árangri, og eru' þvi næsta annars eðlis helduren sú-skynjun að vera eða vera ekki, þeirri skynjun sem hið fyrsta hverfiskaut gerði mannverunni mögulega. — En til er hið þriðja hverfiskaut, er ber vitni enn þrengra sviði, ef svo má að orði komast. Það er hverfi- skaut þekkingar og vanþekking- ar. — Þroski mannsins birtist i þrem áföngum, sp”" þó verða aldrei aðgreindir . lulls. — að vera, — að eiga — aö vita. IV. Nemandi minn, sem burtu heldur á þessum degi frá skólan- um á vald lifs, — listar, — og þekkingar, — ég hef vakið athygli þina á fræðum Frakkans Jacques Lacans vegna þess að mér fannst þau árétta með sérstökum hætti til hvers þú hefur dvaliö á þessum stað, en ekki siður hitt, hvert leiö þin hlýtur að liggja. Þú komst á þennan stað til að afla þér þekk- ingar, þráin að vita leiddi þig hingað. Ég vona samt, að dvölin á þessum stað hafi lika vakið athygli þina á þvi að miklu máli skiptir hvað og hver þú ert, svo og hitt hvaö þú telur sanna auðlegð og eign: En á þessari stundu skptir samt mestu hvert mat þitt á þekking- unni er. — Þau skulu lokaorð ræðu minnar að benda á þrenns konar skilgreiningu þekkingar- innar: Þekking er dyggö, — sagði Sokrates. Þekking er vald.sagði Francis Bacon. Þekkingin er fólgin i þvi að breytast, eru orð eins af glögg- skyggnustu samtiðarmönnum okkar. Megi lif þitt, kæri nemandi bera þvi vitni, að sannleikurinn er fólginn i öllum þrem skilgreining- unum. Guð blessi þig og gefi þér bjarta framtið. Samvinnuskólanum Bifröst er slitið. •.Guðmundur Sveinsson Frá fundi samtakanna AAargar markverðar tillögur sam- þykktar varðandi umferðarmál Tillögur samþykktar á full- trúafundi L.K.L. ÖRUGG- UR AKSTUR: Punktakerfið komi til. FJÖRÐI fulltrúafundur L.K.L. ÖRUGGUR AKSTUR, haldinn á Hótel Sögu 5.-6. april 1973, skor- ar á viðkomandi yfirvöld, að koma svo fljótt sem viö verður komið á svokölluðu punktakerfi á ökuskirteinum og viöeigandi framkvæmdareglugerð, sem er það örugg og fljótvirk, að verði að raunhæfri framkvæmd á einni nóttu, eins og breytingin frá V til H umferöar var 26. mai 1968. Er vonast til, að þetta verði ódýrasti löggæzluaðilinn sem völ er á i umferðamálum á sifelldum fjár- skorts- og dýrtiðartimum. Ennfremur ályktar fundurinn eftirfarandi: Hröðun rannsökna og skýrslugerða varðandi umferðarslys. „Fjórði fulltrúafundur L.K.L. ORUGGUR AKSTUR, haldinn að Hótel Sögu dagana 5.-6. april 1973, vill beina þvi til viðkomandi yfirvalda, að hraðað verði rann- sóknum og skýrslugerð um um- ferðarslys, svo málin megi fyrr komast i hendur tryggingafélag- anna, og þannig flýta fyrir upp- gjöri bifreiðatjóna”. Virk umferðarfræðsla. „Rikisvaldið geri umferðar- fræðsluna tafarlaust virka á öll- um stigum skyldunámsins eins og lög mæla fyrir. Jafnframt ferði lögð áherzla á fræðslu um hina siðferðilegu hlið i umferðinni. Ennfremur verði fræðsla og áróð- ur i umferðarmálum stóraukin i fjölmiðlum og þá einkum i sjón- varpi”. Bráðabirgðasvipting ökuleyfa. Að vegna siendurtekinna um- ferðarlagabrota og tjóna i um- ferðinni verði bráðabirgðasvipt- ingum ökuleyfa beitt i rikari mæli en nú er gert. ökuleyfissvipting- um þessum verði ekki einungis beitt i Reykjavik, heldur og ann- ars staðar á landinu. Fundurinn litur svo á, að slikar aðgerðir séu mjög til þess fallnar að koma i veg fyrir umferðarslys og gefi aukið aðhald og skapi eftirlit með aksturferli ökumanna. Þá álitur fundurinn, að veru- lega þurfi að efla umferðarlög- gæzlu i landinu og gera dóms- valdið fljótvirkara. Neyðarþjónusta á landssímastöðvum. „Fulltrúafundur L.K.L. ÖRUGGUR AKSTUR, haldinn i Reykjavik, 5.-6. april 1973, skor- ar á simamálastjórn að skipu- leggja neyðarþjónustu á öllum landssimastöðvum, þannig að hægt verði að ná sambandi allan sólarhringinn, ef slys ber að höndum á vegum landsins. Það getur i mörgum tilfellum riðið á lifi manna, að fljótt sé hægt að ná til lækna, og/eða ann- arrar sjúkraþjónustu”. Merkingar brúaðra vatnsfaila og þjóðvegamerkingar. „Fjórði fulltrúafundur Klúbb- anna ÖRUGGUR AKSTUR, hald- inn að Hótel Sögu dagana 5. og 6. april 1973, leggur til, að yfirvöld vegamála láti merkja brýr yfir vatnsföll með heiti árinnar eða mannvirkis. Fundurinn telur, að slikar merkingar séu aðkallandi mál, sem ekki aðeins verði til hagræðis fyrir vegfarendur, heldur og séu þessar merkingar öryggisatriði. Þá telur fundurinn að almenn- um vegamerkingum sé mjög ábótavant. Sé það lágmark, að við vegamót sjáist glöggt nafn þeirrar sveitar, er vegurinn ligg- ur inn i. Þá er brýn nauösyn að merkja á staurum með endur- skinsmerkjum vegakanta til að auðvelda mönnum umferð i dimmviðri. 1 heild æskir fundurinn þess, að vegagerð rikisins leggi meiri áherzlu á aðalbrautamerkingar þjóðvega. Það ástand, sem nú rikir i þessum málum er algjör- lega óviðunandi og til mikils háska fyrir akstur um þjóðvegi landsins. 1 þessu sambandi skal getið um stöðugt vaxandi umferð erlendra sem innlendra öku- manna, og hringvegar þess, sem opnaður verður á næsta ári. Eins og ástandið er nú i þessum málum, má það tilviljum ein heita, hvenær þetta öryggisleysi verður slysavaldur i stórum stil”. Skyndiskoöun bifreiöa. Fundurinn fagnar þeim aðgerö- um, sem löggæzlumenn, einkum i Reykjavik, hafa haft við skyndi- skoðanir bifreiða. Þaö er álit fundarins, að auka megi þessar skyndiskoðanir að mun, og þá i öllum lögsagnarumdæmum landsins. Fullvist er, að slikt eftirlit veitir mikið aöhald og er til varnaðar slysum. Um leið bendir fundurinn á hina slæmu aðstöðu, sem bifreiðaeftirlits- menn eiga við að búa við skyldu- störfin. Verði að ráða bót á henni hið fyrsta. Tillögur beint varö- andi Umferðarráð. Fundurinn skorar á rikisstjórn- ina að gera nú þegar ráöstafanir til að efla starfsgrundvöll og starfsemi Umferðarráðs. Fundurinn fagnar þeirri reynslu, sem þegar er komin af notkun öryggisbelta hér á landi og hvetur Umferðarráð til að halda áfram á þeirri braut að stuðla að aukinni notkun þeirra. Hreint land í5 Fundurinn vill þakka Umferð- arráði sérstaklega baráttu þess fyrir notkun endurskinsmerkja og hvetur til þess, að hvergi verði slakað á framgangi þess máls eða öðrum, sem til umferðaröryggis leiða. Fundurinn lýsir fullu samþykki sinu varðandi tilmæli Umferðar- ráðs til dómsmálaráðherra um að 2% af iðgjöldum ábyrgöartrygg- inga bifreiða gangi til reksturs Umferðarráðs. Hækkun lögboðinna ábyrgðatrygginga bifreiða Fjórði f u 111rúafundur Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR, haldinn að Hótel Sögu dagana 5.-6. april 1973, vill vekja athygli rikisstjdrnarinnar og háttvirts Alþingis á nauðsyn þess, að lág- marksupphæðir lögboðinna ábyrgðartrygginga ökutækja séu hækkaðar til samræmis við þær miklu verðlagsbreytingar, sem orðið hafa i landinu siöan 1970, að þessar upphæðir voru siðast ákvarðaðar, enda eru þegar kom- in i ljós allmörg tjónsatvik, þar sem tryggingarupphæð hrekkur ekki til og bifreiðaeigendur verða sjálfirqð greiða það,sem umfram er. Mun vart veita af að hækka ábyrgðartrygginguna upp i kr- íiimm milljónir á ári. HREINSIÐ RUSLIÐ FEGRUNARNEFND Reykjavik- ur hefur byrjað sumarstarf sitt. Nú er lóöahreinsunarfrestur út- runninn og vill nefndin þvi beina þeim tilmælum til borgarbúa að gera nú enn einu sinni stórátak viö hreinsun og fegrun umhverfis sins. Skrifstofa nefndarinnar að Skúlatúni 2 er opin frá kl. 10-12 alla virka daga nema laugardaga og tekur starfsmaður nefndarinn- ar þar við umkvörtunum, ábendingum og tillögum varðandi fegrun og snyrtingu borgarinnar. Það er von fegrunarnefndar, að samstarfið við borgarbúa megi vera sem bezt og nánast og það leiði jafnframt til framþróunar umhverfismála, öllum til yndis og ánægju.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.