Tíminn - 16.05.1973, Side 12
12
TÍMINN
Miðvikudagur 16. mai 1973
Vonandi verð ég tilkvaddur nú
þegar. Farðu varlega með fótinn.
Vertu sæl, Jana.
Hún var að klippa túlipana
þegar hann kom, og var með
störan vönd á handleggnum. Hún
starði ásakandi á þá. Hvernig gat
þvi vikið við að þessir ylriku
rauðu og gulu litir yrðu allt I einu
gráir og liflausir. Eða var það að-
eins hún sjálf, sem áa' þá i þessu
ljósi?
Hún vissi vel hvað hann var
að fara jafngreinilega og hann
hefði hrópað það I eyra á henni,
en hún skildi það ekki. A Bastions
áttu sér stað atvik, sem hún
aldrei mundi fá skilið, en allt
virtist, á einn eða annan hátt vera
bundið við herbergi Leu. Þar
hafði Simon verið áður en hann
kom til hennar út i garðinn. Það
var vita árangurslaust að brjóta
heilann um þetta, ellegar gera
nokkrar ráðstafanir gegn þvi er
verða vildi.
24.
Sherida og Katrin borðuðu
miðdegisverð saman á litlum
veitingastaö i Soho siðdegis. Þær
höfðu fengið litið borð rétt við
glugga og höfðu ágætis útsýni yfir
alla ljósadýrðina. Hávaði
umferðarinnar náði eyrum þeirra
eins og veikur ómur á þessu
milda sumarkveldi, en eina
truflunin voru blaðadrengirnir,
sem hrópuðu flugufregnir kvöld-
blaðanna um striðsútlitið.
Katrin var i svörtum kvöld-
búningi, sem fór henni ágætlega,
með litinn hatt á höfðinu, en samt
sem áður gat Sherida ekki sagt að
hún liti vel út. Það var eins og
komin væri yfir hana einhver
háleit rósemi, og hún brosti svo
oft og mikið, að Sheridu varð á að
likja henni við sjúkling i aftur-
bata eftir langstæð veikindi.
— Hvernig gengur það á
Bastions? spurði Katrin. — Ertu
ein á ferð?
— Nei, majórinn kom méð mér,
hann er að fara á ráðstefnu með
heimavarnarliðinu. Hann fer
heim annað kvöld, en ég mun
taka miðdegislestina. Annars
héld ég að allt gangi vel á
Bastions, að visu eru flestir
spenntir vegna styrjaldar-
útlitsins, en svo er væntanlega
um allt landið.
— Já, það er hræðilegt að slikt
skuli vofa yfir. Það verður sér-
staklega þungbært fyrir Leu, ef
fjölskyldan dreifist til ýmislegra
skyldustarfa. Logan verður
liklega sá sem fyrstur fer.
Sherida sagði ekkert, en horfði
með nokkurri vanþóknun á
Katrinu.
— Ég ætla með þér á morgun,
Sherida. Áætlanir minar hafa
breytzt. Heldurðu að fjölskyldan
hafi nokkuð á móti þvi að fyrsta
brúðkaupið fari fram fremur
viðhafnarlitið?
— Brúðkaup? 0, ég er svo glöð
Katrin, og það verða allir aðrir
lika. Majórinn sagði, að hann
vonaði svo innilega að þið settuð
ekki styrjaldar-útlitið fyrir
ykkur, en hélduð ykkar strik.
— Það var ekki aðeins þetta,
sem ég meinti. Aðrar aðstæður
koma þarna til greina.
— Þessar „aðrar aðstæður” eru
þinn eiginn hugarburður, Katrin.
Það er vist Logan búinn að segja
þér oftar en einu sinni, og mér
þykir sannarlega vænt um að þú
ert farin að hlusta á hann.
— Á vissan hátt get ég verið
þakklát styrjaldarástandinu, þaö
hefur skipt mér i tvo hluta, annar
helmingurinn liggur bak við, og
hefur enga þýðingu lengur. Það
verður gaman að koma heim
aftur. Logan veit ekki um það
ennþá, ég verð að hringja hann
upp þegar við höfum borðað.
Logan tók á móti þeim á
stöðinni, og Sheridu varð hugsað
til þess þegar hún kom i fyrsta
sinn til Bastions. Það var álika
hvasst þá og nú, og himininn var
álika dökkur og ógnandi, en nú
vissi hún að hverju hún var að
ganga. Það er skritið hvað manni
getur þótt vænt um einhvern stað
eða heimili, aðeins ef manni
feliur vel við manneskjurnar,
sem þar eru, hugsaði hún. Það
hafði verið heitt og mollulegt i
Lundúnum, og henni fannst sem
hún væri orðin að nýrri mann-
eskju, þar sem hún stóð á járn-
brautarstöðinni og andaði að sér
svölu, söltu, sjávarloftinu. Katrin
hafði verið föl á leiðinni, en hún
var ekki fyrr komin á stöðina en
að roði kom i kinnarnar og öll
taugaveiklun var fokin út I veður
og vind.
— Þú hefur samt sem áður ekki
haft svo mjög mikið að gera i
Lundúnum? sagði hann. Hún
hristi höfuðið.
— Ég hafði yfirleitt ekkert
þangað að gera, Logan. Við
höfum um annað að hugsa, ef þú
hefur þá tima, sagði hún og brosti
glettnislega.
— Það verða einhver ráð með
það. Mér þótti væntum það að þú
skyldir ná i Katrinu fyrir mig,
Sherida. Hoppið inn. Við ökum
fyrst til Bastions, Lea vili gjarnan
fá að heilsa þér Katrin.
Hann hefur þá sagt Leu frá þvi,
sem ég sagöi við hann i simann,
hugsaði Katrin. Gott, við höfum
brotið allar brýr að baki okkar.
Hún andvarpaði léttilega.
Teningunum var kastað.
Lea sat við arininn þegar þau
komu. Hún var i spánýjum kjól,
og demantshringirnir leifruðu i
hinum blaktandi arinloga. Það
var greinilegt að hún vildi sýna að
stundin væri hátiðleg. Hún brosti
vinsamlega til Katrinar og rétti
henni báðar hendurnar.
— Velkomin tilbaka.min kæra!
Það var ánægjulegt að þú skyldir
koma svona fljótt til baka, við
vorum orðin hrædd um að þú
yrðir lengur burtu en okkur
langaði að hugsa til. Það mun
hafa verið fortölugáfa Sheridu,
sem hefur komið þessu til leiðar.
Hún tók við sherryglasi, sem
Logan rétti henni. — Þetta er
meiri hátiðisdagur en trúlofunar-
dagurinn, sagði hún. — Skál fyrir
brúðkaupsdeginum, Katrin.
Rennur hann fljótlega upp?
— Ég held það. Það er litið vit i
þviað kasta frá sér-timanum eins
og ástatt er.
Hún dreypti á vininu og mætti
augum Leu — öruggar og stilli-
legar en nokkru sinni áður.
Siminn hringdi úti i skálanum, og
Lea bað Kristínu að svara.Hún
kom strax inn aftur. Hún var búin
að fá stirðnaða drætti kringum
munninn, en andiitið svipbrigða-
laust að öðru leyti.
— Það var pabbi, hann kemur
ekki heim fyrr en á morgun, og þá
verður hann að fara beina leið á
fund. Hann spurði hvort Sherida
gæti mætti honum á stöðinni með
skýrslurnar, svo hann þyrfti ekki
að koma við heima. Það er að
segja ef hún hefur fri.
— En ég, byrjaði Sherida að
segja, en Lea tók brosandi
frammi fyrir henni.
— Auðvitað hefur þú fri,
Sherida. Ég þarf þin ekki við á
morgun, og það er sjálfsagt að þú
hjálpir Mallory heldur. Komdu
aftur, Katrin þegar þú ert búin að
borða, svo við getum talað nánar
um brúðkaupið. Ekki svo að
skilja að foreldrar brúðgumans
hafi mikið að segja i þessu máli,
en það ge'tur verið gagnlegt: að
tala um það.
— Við höfum ekki gert neina
áætlun ennþá! Við viljum helzt að
brúðkaupið fari viðhafnarlaust
fram og aðeins boðið nanustu
ættingjum og vinum. Hvernig
liður þér i ökklanum, Jana?
— Mér er óðum að batna,
svaraði Jana, og tæmdi glasið. —•
Dr. Fortesoue kemur hingað á
morgun og fjarlægir gipsum-
búðirnar.
— Dr. Fortescue? Katrin leit
snöggt til hennar. — Er Simon
Crowdy i frii, eða er hann hættur
hér?
— Að vissu leyti er hann hættur.
Hann er farinn til Lundúna til
þess að ganga i heilbrigðis-
þjónustuna, og gerir ráð fyrir að
taka til starfa innan skamms. Við
munum öll sakna hans.
Jana sagði þetta stillilega og að
yfirveguðu máli. Lea setti glasið
á borðið svo að small við.
— Simon er ákaflegá eirðar-
laus, sagði hún i léttum tón. —
Hann er upp til handa og fóta af
hrifningu einn daginn, en svo er
það allt búið að vera þann næsta,
og honum fer að leiðast hvað litið
sem er að. Mig furðar á þvi hvað
hann hefur tollað hér lengi hjá
okkur, þvi ég þekki hann talsvert.
Okkar'á milli sagt held ég að
Sybilla,eða hvað hún nú hét, hafi
hlotið að ganga i gegnum sitt af
hverju. Mig skyldi ekki undra þó
hann hafi skilið við hana sem
hverja aðra taugahrúgu. Sé þig
seinna, Katrin.
Þegar hjónaefnin voru komin
inn i bilinn sagði Logan:
— Hvað var það sem fékk þig til
að skipta um skoðun, Katrin? Var
það eitthvað sem Sherida sagði
við þig?
1403
Lárétt
1) Konur.-6) Mistak.-8) Aria,-
9) Streð.- 10) Garg,- 11)
Hvoftur,- 12) Fótavist,- 13)
Maður.- 15) Láni,-
Lóðrétt
2) Ýkjanna.- 3) 1001,- 4)
Mokafli.- 5) Fáni.- 7)
Þátttaka.- 14) Kall.-
Ráðning á gátu No. 1402.
Lárétt
1) Fálki.- 6) Slæ,- 8) Söl,- 9)
Róm,- 10) Ara,- 11) Ask,- 12)
Sel,- 13) Unt.- 15) Fráar,-
Lóðrétt
2) Aslákur,- 3) LL.- 4)
Kærasta.- 5) öslar.- 7) Smali.-
14) Ná,-
Bhs r Lff
‘ m’
--enm —;-«-
M ■r
■*~ ~m~
n gpTTj
m=py
Dreki ég heyrði um þig, þegar ég var
barn, faðir minn er sólin og móðir mirTl
máninn. Ert þú virkilega,,
’ □ \ maður, sem ekki
» BXgeturdáið?
■lISlilill i!
Miðvikudagur
16. maí
Í;í:$í 7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir.kl. 7.00, 8.15 og
||| 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
*í$íi (0§ forustugr. dagbl.), 9.00
S:|; og 10.00. Morgunbæn kl.
;ívg 7.45. Morgunleikfimi kl.
7.50. Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Edda Schev-
ill; ing heldur áfram að lesa
íi;!;!;! söguna „Drengina mina”
$i5íi eftir Gustaf af Geijerstam
pg (9). Tilkynningar kl. 9.30.
!£; Létt lög á milli liða.
í;;;;;!;! Sálmalög kl. 10.25. Fréttir
£xí kl. 11.00. Morguntónleikar:
!;!;!;!;!;: 12.00 Dagskráin. Tónleikar.
i*!;! Tilkynningar.
i!;!;!;!;!; 12.25 Fréttir og veðurfregnir.
m Tilkynningar.
:;!;!;!;!;! 13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
SS!! 14.30 Siðdegissagan: „Sól
!;!;!;!;!; dauðans” eftir Pandelis
;!;!;!;!;! Prevelakis. Þýðandinn,
;!;!;!;!;! Sigurður A. Magnússon les
;!;!;!;!;! 15.00 Miðdegistónleikar:
116.00 Fréttir.
£ 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
!;!; ingar.
í! 16.25 Popphornið.
£17.10 Tónlistarsaga. Atli
!;!; Heimir Sveinsson sér um
:;!;! þáttinn.
!;í 17.40 Tónleikar.
!;!; 18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
;!;! Tónleikar. Tilkynningar.
£ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
!;!; kvöldsins.
>;! 19. Fréttir. Tilkynningar.
!;! 19.20 Bein lina.
;!; 20.00 Kvöldvaka.
!;! 21.30 Útvarpssagan: „Músin
!;! sem læðist” eftir Guðberg
5; Bergsson. Nina Björk
;! Arnadóttir les (5).
!; 22.00 Fréttir. Veðurfregnir.
í 22.15 Hrcindýr á lslandi. Gisli
!;! Kristjánsson ritstjóri talar
;! við Rögnvald Erlingsson á
;i Viðivöllum i Fljótsdal.
5 22.30 Nútimatónlist.
í 23.20 Fréttir i stuttu máli.
;! Dagskrárlok.
i MIÐVIKUDAGUR
! 16. maí.
18.00 Töfraboltinn. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson. Þul-
ur Guðrún Alfreðsdóttir.
18.10 Einu sinni var.
Gömul og fræg ævintýri i
leikbúningi. Þulur Borgar
Garðarsson.
; 18.35 Mannslikaminn. 4. þátt-
ur. N.æring og melting. Þýð-
andi og þulur Jón O. Ed-
wald.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 A stefnumót við Barker.
Flutningamaðurinn. Brezk-
ur gamanleikur með Ronnie
Barker i aðalhlutverki.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son. Leikurinn gerist i
Lundúnum á krýningardag-
inn árið 1937. Vailefjöl-
skyldan er að flytja, en hús-
móðirin ákveður að fara og
horfa á skrúðgöngurnar.
Aður en hún fer, felur hún
þjónustustúlkunni að gæta
hússins og flutningamanns-
ins, sem kominn er á vett-
vang.
20. 55 Nýjasta tækni og vis-
indi. Tilbúið loftslag. Meng-
un sjávar. Henri Mondor-
spitalinn, Listaverk varð-
veitt með kjarnorku. Um-
sjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.20 Hugrakkar dætur.
(Daughters Courageous)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1939. Aðalhlutverk John
Garfield, Claude Rains,
Jeffrey Lynn og Lane-syst-
ur. Myndin greinir frá mið-
aldra konu og dætrum henn-
ar fjórum. Eiginmaður
hennar hefur yfirgefið
heimilið fyrir nær 20 árum
og nú hefur konan i hyggju
að giftast gömlum fjöl-
skylduvini. En þá gerist ó-
væntur atburður.
23.05 Dagskrárlok.