Tíminn - 16.05.1973, Page 16
Miðvikudagur
16. mai 1973
MERKIÐ.SEM GLEÐUR
HHtumst i kmspfélaginu
Gistiö á góöumkjörum
CZ! \m rÉ a|
nl
SGOÐI
Ljj fyrirgóöun mut
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS
Skylab I
bilaður
NTB-Kennedyhöfða — Bilun varð
i geimstöðinni Skylab I f fyrra-
kvöld rétt eftir að hún var komin
á loft og hcfur það I för með sér,
að geimfararnir þrfr, Conrad,
Kervin og Weitz verða aö biða þar
til á sunnudag með að fara um
borð og hefja störf sin. Búizt er
við aö hægt verði aögera aðmestu
við bilunina. Þess má geta, að
Skylab-áætlunin hefur þegar
kostað 2,5 milijarða dollara.
bað var litil hlif, sem rifnaði af,
skömmu eftir skotið, en hún átti
að varna þvi að agnir i loftinu
gætu borizt inn i hin viðkvæmu
tæki stöðvarinnar. Þetta hafði
siðan i för með sér, að sólspeglar,
sem vinna eiga orku úr sólar-
ljósinu, opnuðust ekki.
í gær kom i ljós, að hitinn inni i
stöðinni var um 45 stig og sér-
fræðingar viðurkenndu, að þeir
væru ekki vissir um hvernig ætti
að laga það.
Þetta er fyrsta alvarlega
óhappið, sem hent hefur
geimférðastofnun Bandarikj-
anna, siðan 1970, þegar hætta
varð við ferð Apollo 13. til
tunglsins.
Þremenningarnir fóru von-
sviknir i gær aftur til Houston,
þar sem þeir vinna að undir-
búningi farar sinnar, sem frestað
hefur verið til sunnudagsins. Ef
þeir skyldu komast klakklaust
um borð i Skylab, verður dvöl
þeirra þar aðeins 16-21 dagur i
stað 28 eins og áætlað var. Þeir
eiga að hafa meö sér nýtt stykki
sem tengt verður við þann hluta
stöövarinnar, sem enn er í lagi.
Þessar faliegu stúlkur komu hingaö til lands I fyrrakvöld á vegum Globus hf. innflytjenda
Viceroy-vindlinga. Væntanlega hafa allir tekið skrautlegum augiýsingum á vörunni I búðargiuggum
undanfarið, þar sem m.a. má sjá myndir af dömunum sex. Hér munu þær líta inn f tóbaksverzlanir og
heimsókninni iýkur meö hófi á hótei Sögu, þar sem veitt verða verðlaun fyrir hitt og þetta I sambandi
við stúlkurnar og vöruna, sem þær auglýsa. (Tímamynd: Róbert)
Verður
dollarinn
felldur?
— Nýtt metverð
á gulli í gær
NTB-London og Washington —
Bandariski doliarinn átti f gær I
mestu erfiðleikum sfnum siðan
hann var feildur i marz. Jafn-
framt hækkaði gullverð upp úr
öllu valdi og bandarfska
verzlunarráðuneytið sendi út til-
kynningu um viðskiptajöfnuð
iandsins við útlönd, en hann er
óhagstæður um 11.227 milljónir
doliara á fyrsta ársfjóðrungi nfu á
móti 1616 milljónum ársfjórðung-
inn á undan.
1 fyrradag komst gullverð i
fyrsta sinn yfir 100 dollara únsan,
en i gær var verðið i Paris orðið
128.50 dollara únsan. Það er
þrefallt það verð, sem gildir á
gulli i Bandarfkjunum, 42
dollarar.
Haft var i gærmorgun eftir
Herbert Stein, ráðgjafa Nixons i
efnahagsmálum, að liklega
myndi dollarinn verða felidur á
næstunni, en siðdegis var hann
kominn á aðra skoðun og sagði þá
að allar fréttir um gengisfellingu
dollarans væru taugaveiklunar-
hjal i Evrópumönnum.
Bæði i kauphöllinni i New York
og á Evrópskum peninga-
mörkuðum er talið, að það sé
Watergate-hneykslið sem á fyrst
og fremst sök á vanda dollarans.
Öttast er að hneykslið kunni að
grafa undan valdi Nixons i al-
þjóðlegum samningum um
verzlun og gjaideyrismái.
Fundur Nixons og Pompidous:
Lagfæringar hafnar
næstu daga
ET-Reykjavík.— Einhvern næstu
daga verður hafizt handa við aö
gera nauðsyniegar lagfæringar á
Kjarvalsstööum, myndlistar-
húsinu á Mikiatúni, fyrir fund
þeirra Nixons og Pompidous. Að
vísu á stjórn hússins eftir að veita
formlegt samþykki sitt, en búizt
cr við, að það fáist í vikunni.
Myndlistarhúsinu
sem minnst breytt
Húsameistara rikisins hefur
yeriö falið að gera tillögur um
lagfæringar á myndlistarhúsinu i
fullu samráði við arkitekt hússins
og hússtjórn. Reynt verður að
gera sem minnstar breytingar á
húsinu, enda er alls engin þörf á
að verja fundasalina frá þvi,
sem nú er, þvi að á þeim eru engir
gluggar nema þakgluggar. Húsið
stendur á bersvæði, svo öll gæzla
utan dyra verður mun auðveldari
en ella.
Útlendingaeftirlit hert
Lögreglustjórinn í Reykjavik
sagði I viðtali við blaðið, að
stöðugt væri unnið að undir-
Liúningi öryggisráðstafana vegna
komu forsetanna. Aftur á móti
væri það vandasama starf á
algeru frumstigi.
Aðspurður kvaðst lögreglu-
stjóri ekki vita, hve margir
öryggisverðir fylgdu forsetunum
hingað til lands né hvort þeir
yrðu vopnaðir. Þó taldi hann það
fasta venju. að slíkir verðir bæru
vopn, en þeim væri ekki beitt,
nema lifsnauðsyn krefði. Að sjálf-
sögðu gengi lögreglan úr skugga
um þessi atriði, er þar að kæmi.
Lögreglustjóri sagði, að eftirlit
með útlendingum hefði verið
hert, um leið og tilkynning um
fundinn var gefin út. Hann kvað
starfsmenn tJtlendingaeftirlits-
ins hafa sérstakar gætur á þeim-
útlendingum, er hingað kæmu,
m.a. kanna vandlega skjöl þeirra
við komuna til landsins og
fylgjast með dvalarstað þeirra.
Alltaf eitthvað nýtt um Watergate:
KISSINGER KOM
LÍKA VIÐ SÖGU
NTB-Washington — Þá er hinn
frægi ráðunautur Nixons,
Henry Kissinger einnig farinn
að koma við Watergatemálið.
Hann viöurkenndi i gær, að
hafa séð skýrslur samdar á
grundvelii símahlerana. Hann
segist hafa rætt um siíkar að-
gerðir við Hoover, fyrrum
yfirmann FBI, en ekki hafi I
þeim viðræöum veriö nefnd
nein sérstök nöfn.
Nefnd sú i öldungadeildinni
sem rannsakar Watergate-
máliö, samþykkti i gær, að
John Dean skyldi ekki ákærð-
ur, ef hann segir allt, sem
hann veit um málið, sem enn
er að aukast að vöxtum. Þá
hefur nefndin skýrt frá nafni
nýs vitnis, Roys Skeppard, en
hann á einnig að fá tak-
markaða þinghelgi eins og
Dean. Ekki er vitað, hvar
Sheppard þessi kemur inn i
málið.
1 gær komu i ljós pappirar á
skrifstofu Ehrlichmans i
Hvita húsinu, sem vörðuðu
simahleranir hjá stjórnar-
mönnum og blaðamönnum,
meðal annars um Daniel Ells-
berg og Pentagon-málið. FBI
hafði látið hlera simana, en
skjöl þessi voru álitin týnd og
ekki lengur til.
Elliot Richardsson, dóms-
málaráðherra hefur sagt, að
hann ætli ekki að blanda sér i
rannsókn málsins, að öðru
leyti en þvi, að hann tilnefnir
óviðkomandi mann til að
reyna að koma til botns i
málinu. I gær þótti liklegt að
hann veldi Harold nokkurn
Tyler, dómara frá New York,
en það var ekki staðfest.
Blað republikana i S-Kali-
forniu ,,Santa Anna Register”
skrifar i gær, að Nixon hafi
tekið milljón dollara úr
kosningasjóði sinum til að
kaupa hús sitt i San Clemente.
Segist blaðið hafa þetta upp úr
skýrslum frá FBI. Ronald
Ziegler, blaðafulltrúi Nixons
segir þessar fréttir vera lygi
frá rótum. FBI-maður sagði i
viðtali við blaðið, að margt
benti til þess, að þessir
peningar hefðu farið úr
sjóðnum inn á leynilegan
bankareikning og siðan til
húsakaupanna.
A fimmtudaginn hefjast
nýjar yfirheyrzlur vitna sem
liklegt er að viti eitthvað um
hinar ólöglegu njósnir. Mun þá
m.a. reynt að komast að þvi,
hvort Nixon vissi eitthvað um
hleranirnar i Watergate.
John Dean verður sennilega
mikilvægasta vitnið i þessum
yfirheyrslum. Aður hefur
hann ásakað Nixon um að hafa
sagt ósatt, þegar hann talaði
til þjóðarinnar i marz sl.
Framhald á bls. 15.
Dansað í Árbæ17. júní
Útflutningur iðnaðarvara '72:
Skinnavörur og prjónles
enn helztu vöruflokkarnir
Klp. Reykjavik — Kvenfélag
Arbæjarsóknar og Iþróttafélagið
Fylkir i Arbæjarhverfi hafa óskað
eftir þvi við borgarráð, að
kannaðir yrðu möguleikar á þvi,
aö hátiðarhöidin 17. júni n.k.
verði haidin innan hverfisins.
Borgarráð gaf samþykki sitt
fyrir þessu, en óskaði þess, aö um
fyrirkomulag hátiðarhaldanna
veröi haft samráð við þjóð-
hátiðarnefnd.
Margrét Einarsdóttir, for-
maður Kvenfélagsins, sagði i
viðtali við Timann i gær, að
nokkuð væri liðið siðan þessi hug-
mynd hefði fyrst komið fram i
Arbæjarhverfinu en nú ætti að
reyna að framkvæmda hana.
,,Við gælum við þá hugmynd að
17. júni hátiðarhöldin færist út i
hverfin og að þannig verði i fram-
tiðinni” sagði Margrét.,,Við erum
svolitið einangruö þarna upp i
Arbæjarhverfinu og það getur
verið allmikið fyrirtæki fyrir
stóra fjölskyldu að ferðast meö
hóp barna niður i miðbæ og aftur
til baka og i þeim mannfjölda,
sem þar er sjá minnstu börnin
ekkert af þvi, sem þar er um að
vera. Við hugsum okkur aö hafa
þessa hátið eins fullkomna og
hægt er, þ.e.a.s. með barna- og
unglingakemmtunum, dansi og
öðru. En þetta mun skýrast betur
i dag, þvi þá höldum við fund með
þjóðhátiðarnefnd, þar sem skipst
verður á skoðunum um málið og
það rætt frá báðum hliðum”.
ARIÐ 1972 voru fluttar út
iðnaðarvörur fyrir 3,9 milljarða
króna og er það 118% verðmætis-
aukning frá árinu 1971. Útflutn-
ingur jókst um 31% úr 889 millj-
onum i 1.164 milljónir króna, en
þá er útflutningur Alversins i
Straumsvik ekki meðtalinn.
Stærstu vöruflokkarnir voru
skinnavörur. 286 milljónir króna,
prjónavörur og fatnaður, 239
milljónir, niðursuðuvörur 230
milljónir og kisilgúr 194 milljónir
króna. Af öðrum vörum má nefna
vélar og tæki fyrir 10 millj. kr.,
skrautmunir fyrir 4 millj. kr. og
stólar fyrir 3 millj.kr.
Veruleg breyting verður á
skiptingu útflutningsins á
markaðssvæði, ef tekið er tillit til
inngöngu Dana og Breta i EBE.
Af heildarútflutningnum 1972 fór
48% til EFTA, en hlutfallið verður
27% miðað við núverandi skipt-
ingu. EBE var á sama hátt 31%,
en verður 52%. Til N-Ameriku fór
5%, A-Evrópu 11% og annarra
landa 5%.
Ef útflutningurinn er at-
hugaður, ál undanskilið, fóru 29%
tilEfta landa, en verður 18% eftir
breytinguna, til EBE landa fóru
17% en verður 28% eftir breyt-
inguna. Til N-Ameriku fóru 18%,
35% til A-Evrópu og 1% til
annarra landa. SJ