Tíminn - 08.06.1973, Síða 7

Tíminn - 08.06.1973, Síða 7
Föstudagur 8. júni 1973. TÍMINN 7 Ólafsf jörður: Stopul vinna í maí hjá H. Ó., Sauðburður gekk með verra móti — lambadauði og krankleiki í ám Fjölbreytt skemmti- B.S., Ólafsfirði, 4. júni — Hér hefur verið fremur kalt undan- farið og jafnvel gránað i fjöll öðru hvoru, einkum um nætur. Sauðburði er nú viðast hvar lokið. Gekk hann með verra móti, — víða dálitið um lambadauða og lika einhvers konar krankleika i ánum. Var nokkuð um það, að sumar þeirra létu lömbum sinum fyrir timann. Er talið, að þetta munistarfa af efnavöntun i fóðri. Aðeins stóru togveiði- skipin þrjú að veið- um. Nú munu lokin vera komin i grásleppuveiðarnar hjá flestum. Eru menn nú i óða önn að taka upp net sin, hreinsa og breiða til þerris. Óhætt mun að fullyrða, að heildarveiði á grásleppunni sé með betra móti. Mótorbáturinn Arnar sem stundað hefur linu- veiði i allan vetur, er nú hættur þeirri veiði i bili, þar sem aflinn var orðinn heldur rýr siðustu dag- ana. Annars fékk Arnar oft ágætan afla i maí, eða frá 7-16 smálestir i róðri. Segja má, að það séu aðeins stóru togveiðiskipin okkar þrjú, sem stunda veiðar um þessar mundir, þar sem verið er að mála flesta smærri bátana og snyrta þá til fyrir sumarver- tiðina. Sigurbjörg kom hér inn á föstudag með 55 smálestir. Stig- andi og Ólafur bekkur komu snemma i gærmorgun, og er verið að landa úrþeimidag. Talið er, að Stigandi muni vera með 52 smálestir og Ólafur bekkur með 100-110 smálestir. Er þetta fyrsta veiðiferð hans. Mestur afli hans er isaður i plastkassa og er þvi erfitt að áætla aflamagnið ná- kvæmlega. Með þessum afla sem lagður hefur verið á land hér þessa dagana, ætti næg vinna að vera tryggð á báðum hraðfrysti- húsunum þessa viku og jafnvel eitthvað fram. i þá næstu. 1 maímánuði, hefur verið sam- felld vinna hjá Hraðrystihúsi Magnúsar Gamaliussonar með eftir- og næturvinnu. Má óefað þakka það að nokkru hinum góðu aflabrögðum m.b. Arnars, en hann lagði þar upp. Aftur á móti hefur vinna hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar verið stopul i maf, og var t.d. ekkert unnið þar siðastliðna viku. Er þvi sizt að undra, þótt skipin sem komu hingað i gærmorgun hafi verið mjög kærkomin. skrá á Sjómanna- daginn. Sjómannadagurinn var haldinn hátiðlegur hér i gær i ágætu veðri. Fremur kalt var þó i veðri um morguninn en það hlýnaði i veðri, er á leið daginn. Raunar byrjuðu hátiðahöldin á laugar- daginn klukkan fjögur siðdegis með kappróðri. Kepptu fjórar sveitir, og sigraði skipshöfnin á mótorbátnum Arna. Snemma á sunnudag var allur bærinn orðinn fánum skrýddur og ennfremur allir bátar i höfninni. Klukkan tiu fyrir hádegi gengu sjómenn i skrúðgöngu frá skipum sinum við hafnarbakkann til kirkju og hlýddu þar á hátiðar messu hjá séra úlfari Guð- mundssyni sóknarpresti. Að messu lokinni var lagður blóm- sveigur á minnisvarða drukknaðra sjómanna, og flutti sóknarprestur bæn við það tæki- færi. Klukkan tvö hófust svo aðal- hátfðahöldin við Sundlaug Ólafs- fjarðar með fjölbreyttri skemmtiskrá. Var hátiðin sett af Gunnlaugi Magnússyni. Ræðu dagsins flutti Asgeir Asgeirsson, bæjargjaldkeri. 1 lok ræðunnar sæmdi Ásgeir þrjá aldraða sjó- menn heiðursmerki Sjómanna- dagsins. Voru það þeir Guð- mundur Guðmundsson, Jón Arnason og Sigmar Agústsson, allir gamalkunnir og þrautreynd- ir sjógarpar. Þessu næst fór fram stakka- sund. Sigurvegari varð Sigmund- ur Ragnarsson. t björgunarsundi sigraði Finnur Óskarsson og vann hann Alfreðsstöngina að þessu sinni. Þá fór fram sund- keppni á milli sjötta bekkjar Barnaskóla ólafsfjarðar og fyrsta bekkjar Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Sigruðu þeir siðar- nefndu. Ennfremur var þarna til skemmtunar boðsund, reiptog kvenna sleggjuhlaup og hjólböruakstur. Klukkan fimm hófst knatt- spyrnukeppni á iþróttavellinum Reyndu þar með sér ungar og aldnar stjörnur, og sigruðu þær fyrrnefndu. Þá kepptu sjómenn og landmenn, og gengu þeir siðarnefndu með sigur af hólmi. Um kvöldið var dansað af miklu fjöri i Félagsheimilinu Tjarnarborg. Lék hljómsveitin Frum fyrir dansi. Verzlunarhúsnæði óskast í Reykjavík ca 150-300 fermetrar fyrir húsgögn og innréttingar. Upplýsingar gefur Skúli J. Pálmason hrl. Sambandshúsinu, simi 23338 (á skrifstofutíma) Hvammstangi: „Annars er allt bæri- legt að frétta hér" NÆG atvinna er á Hvammstanga eins og alls staðar annars staðar á landinu, þar sem við höfum grennslazt fyrir að undanförnu. Um ýmiss konar störf er að ræða’ — ,,og er næstum barizt um vinnuaflið”, segir fréttaritari okkar þar nyrðra, Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurbússtjóri. Ekki er þó mikið um fram- kvæmdir og litið byggt. Enn er haldið áfram við hitaveituna, og vinna við hana allmargir menn. Heita vatnið er fengið frá Laugarbökkum og er leitt um 8 km. leið til Hvammstanga. A leiðinni eru þrir bæir, sem áform- að er, að fái einnig að njóta hita- veitunnar, A Hvammstanga eru eitthvað yfir eitt hundrað hús, og er þegar búið að tengja um 87 þeirra við hitaveituna, en fram- kvæmdir við hana hófust i ágúst i fyrra og er búizt við, að þeim ljúki nú i haust. Grásleppuveiði hefur staðið yfir að undanförnu og stendur enn. Hefur hún gengið vel, að sögn Brynjólfs, og virðist nokkru betri en i fyrra. Rækjuveiðarnar i vetur gengu og mjög vel, en bát- arnir á Hvammstanga (þrir), sem þær hafa stundað, liggja nú i höfn og búa sig undir næstu veið- ar. Ekki var Brynjólfi kunnugt um, á hvaða veiðar þeir færu, en einn báturinn hefur aðeins veitt á handfæri að undanförnu, og aflað fyrir þann markað, sem er á Hvammstanga. „Annars er allt bærilegt að frétta hér”, segir Brynjólfur. Sauðburður hefur gengið mjög vel að ég held, og mun hann vera um það bil hálfnaður. Heybirgðir bænda, þarna i grenndinni, eru góðar eftir hið góða heyskapar- sumar i fyrra. Hlýtt hefur verið að undanförnu, á Hvammstanga, og er gróður nú mjög að taka við sér. — Stp Verkstjórafélagið tekur í notkun orlofsheimili Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavikur var haldinn 13. mai s.l. að hótel Sögu. A fundinum voru mörg mál tekin fyrir, og miklar umræður. Launamál voru mikið til umræðu, þó einkum iaunamál iðnlæðra verkstjóra. 1 félaginu eru nú 458 verkstjórar frá mörgum starfsgreinum. Kjörnir voru fulltrúar á 15. þing Verkstjórasambands tslands, er haldið verður á tsafirði dagana 30. júni, og 1. júli. Félagið hefur nú tekið i notkun nýtt orlofsheimili Einisfold við Skorradalsvatn. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa. Formaður: Haukur Guðjónsson. Ritari: Einar K. Gislason. Gjald- keri: Gunnar Sigurjónsson. Prófastshjónum þökkuð mikil störf Þ.G.-ölkeldu — Fyrir skömmu var prófastshjónunum frá Staða- stað, séra Þorgrimi V. Sigurðs- syni og frú Aslaugu Guðmunds- dóttur, haldið fjölmennt heiðurs- samsæti i félagsheimilinu að Lýsuhóli. Að samsæti þessu stóðu Tollvörugeymslan: GAFFALLYFTARINN GER- BREYTTI AÐSTÖÐUNNI AÐALFUNDUR Almennu toll- vörugeymslunnar hf. var haldinn fyrir skömmu, og gerði formaður félagsstjórnar, Tómas Stein- grimsson, þar. grein fyrir þvi, sem gerzt hafði frá siðasta aðal- fundi. Var þar þess einkum að geta, að i maimánuði var fenginn gaffallyftari, sem hefur gerbreytt allri aðstöðu til þess að geyma tollvörugeymslunni. flýtisauka, sem að þungavöru auk þess honum er. Nokkur halli var á rekstri félagsins siðast liðið ár, enda margt, sem hafði þar áhrif til hins verra, einkum Ovissa á gjald- eyrismarkaði og verkfall hafnar- verkamanna i Englandi. Að undanförnu hefur fyrirtækinu þó þess vegnað bctnr og húsnæði verið nýtt til fulls. Formaður nýrrar stjórnar var kosinn Friðrik Þorvaldsson, rit- ari Sigurður Jóhannesson og Odd- ur C. Thorarensen. Aðrir i stjórn eru Tómas Steingrimson og Kristján Jónsson. — Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Gunnar Kárason. Takmörkuð leyfi til dragnótaveiða VFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- jrútvegsins hefur ákveðiö eftir- iarandi lágmarksverö á rækju frá 1. júni til 31. október 1973. Rækja óskelflett i vinnsluhæfu istandi: 5tór rækja, 220 stk. i kg. eða færri 4.55 gr. hver rækja eða stærri), ívert kg.... kr. 38.00. imá rækja, 221. stk. til 350 stk. i ig. (2.85 gr. til 4.55 gr. hver •ækja), hvert kg... kr. 22.00. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verði gert að skyldu að nota flokkunarvélar við rækjuveiðar á verðtimabilinu, er verðlagsráðs- mönnum heimilt að segja verðinu upp með viku fyrirvara að feng- inniminnst tveggja vikna reynslu af notkun þessara véla. Samkomulag varð i nefndinni um lágmarksverðið. Bifreiða- viðgerðir Flfdttog ve! af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bi f reiöastí I lingin Siðumúla 23, sími 81330. Fljót afgreiðsla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 "VouruEtej? Þéttir gamla og nýja steinsteypu. Z SIGMA H/F Bolholti 4, simar 38718- -86411 GJÖFIN SG171 gleður allir kaupa hringana hjá Skólavörðustíg 2 sóknarnefndir allra sókna Staða- staða-prestakalla, þ.e. Hellna-, Búða- og Staðastaðasókna. Séra Þorgrimur lét af störfum um sl. áramót, eftir 29 ára þjón- ustu i prestakallinu. Við þetta tækifæri voru þeim hjónum færð- ar gjafir og þökkuð mikil störf. Séra Þorgrimur hefur auk prests- þjónustustarfa alla tið rekið um- fangsmikinn skóla á heimili sinu og verið afburða kennimaður og félagsmálafrömuður fyrir hérað sitt. Trúlofunar- HJUNGIR Fyrirligg jandi| og væntanlegt Nýjar birgðir teknar heim vikulega Spónaplötur 8 25 mm Plasthúðaðar spóna- plötur 12-19 mm Harðplast Hörplötur 9 26 mm Hampplötur 9-20 mm Birki-Gabon 16-25 mm Beyki-Gabonló 22 mm Krossviður: Birki 3-6 mm, Beyki 3-6 mm, Fura 4-12 mm Harðtex með rakaheldu limi 1/8' '4x9' Harðviður: Eik' (japönsk, amerísk, áströlsk), Beyki (júgóslavneskt, danskt), Teak, Afromosia, Iroko, AAaghony, Palisander, Oregon Pine, Gullálmur, Ramin, Abakki, Amerísk hnota, Birki 1 og 1/2" til 3", Wenge Spónn: Eik, Teak, Pine, Oregon Pine, Fura, Gullálmur, Álmur, Beyki, Abakki, Askur, Afromosia, Koto, Amerísk hnota, AAaghony, Palisander, Wenge Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt JÓN LOFTSSONHF Hringbraut 121 10 600

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.