Tíminn - 03.07.1973, Side 7

Tíminn - 03.07.1973, Side 7
Þri&judagur 3. júli 1973. TÍMINN 7 Þorvarður Helgason afhendir Steinþóri Sigurössyni leikmyndasmið Silfurlampann 1972. Þetta er ekki gagnrýni heldur niðurrifsstarfsemi — sagði Gunn- ar Eyjólfsson. Mikill fögnuður rikti að tjaldabaki eins og sjá má á þessari mynd. (I.engst t.v. Kandver Þorláksson, þá Baldvin og Klemens). birtist i blöðum siðast liðinn vet- ur. Þess vegna hefðu leikdómend- ur á fundi komið sér saman um að leggja lampann fyrir róða, ef til slikra tiðinda drægi. Þá hittum við Baldvin i bún- ingsherbergi hans. — Ég hef i rauninni ekki meira um málið að segja en fram kom i ávarpinu, sagði Baldvin, en vil þó taka það fram enn einu sinni, að ég stend algerlega einn að þessu og hef ekki haft samráð um þetta við nokkurn mann. Niðurrifsstarfssemi. Það var margt um manninn i búningsherberginu hjá Baldvini og allir virtust á einu máli um.að Baldvin hefði unnið þarfasta verk. Gunnar Eyjólfsson sem fékk lampann fyrir tiu árum, sagði t.d.: — Ég hef aldrei séð eftir þvi að hafa tekið við Silfurlampanum, en siðan hefur gagnrýni farið mikið aftur, og nú á seinni árum hef ég oft óskað þess, að ég hefði kjark i mér til þess að skila hon- um, þvi að þetta er ekki gagnrýni lengur — þetta er niðurrifsstarf- semi. Við áttum tal við Baldvin i dag og leituðum nánari frétta af við- brögðum leikhússfólks við þess- um atburði. Þau eru öll með mér, sagði Baldvin eftir undirtektunum i gær að dæma er það alveg öruggt, að ég stend ekki einn. Listin og nöldrið Þá höfðum við enn tal af Hall- dóri Þorsteinssyni ’.eiklistargagn- rýnanda Timans og spurðum um hvort gagnrýnendur hefðu rætt málið nánar I sinum hópi. Hann kvað svo ekki vera, en sennilega yrði haldinn fundur i Feiagi Is- lenzkra leikdómenda á næstunni, þar sem þetta yrði rætt og sagði siðan: — Annars hef ég aldrei vitað, að listamenn væru ánægðir með gagnrýni, enda væri eitthvað bog- ið við hana, ef þeúværu það. En mér finnst þetta þýða það, aö leikarar vilji ekki gagnrýni. Eng- in list getur þrifizt án gagnrýni. Hún veslast upp og deyr, ef hún hefur ekki nöldrið sitt. Ef Baldvin Halldórsson og sálufélagar hans vilja ekki nöldrið sitt, verða þeir að svara þeirri samvizkuspurn ingu, hvort þeir vilji ef til vill bera ábyrgð á þvi, að leiklist verði eft- irleiðis sýnt algjört tómlæti af fjölmiðlum. Væru islenzkir leikhúsmenn al- mennt jákvæðari i starfi, yrði gagnrýni blaða undir eins já- kvæðari og listamönnum væntan- lega þóknanlegri. Mergurinn málsins er sá að enginn er hafinn yfir gagnrýni, hvorki leikskáld, leikstjórar, leikendur né gagn- rýnendur eða þeir.sem gagnrýna gagnrýnendur. Gremja meðal leikara. — Klemens Jónsson formaður Félags íslenzkra leikara sagði I viðtali, að sér þætti slæmt, að samvinna þessara tveggja stétta — leikara og leikdómenda — væri svo bágborin, sem raun bæri vitni. En mér fannst þetta ágætt og mjög heiðarlegt hjá Baldvini, að bregðast svona við. Það hefur verið mikil gremja meðal leikara út af gagnrýninni og hún verið mikið rædd. Okkur finnst gagnrýn in ekki uppbyggjandi og jákvæð og ekki örva aðsóknina að leik- húsunum. Félag Islenzkra leikara hefur enga samþykkt gert um að hafna lampanum — Baldvin gerði þetta alveg upp á eigin spýtur. Þannig litur hann út — siöasti Silfurlampinn. (Timamynd Róbert) Þetta var heiðarlega gert — Klemens Jónsson óskar Baldvini til ham- lialldór Ormsson miöasölustjóri bauð Baldvini upp á vindil eftir sýninguna, svo aö varla þarf neinn að ingju. Timamynd Gunnar) fara i grafgötur um skoðun hans á málinu. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.