Tíminn - 03.07.1973, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Þriöjudagur 3. júli 1973.
ASGEIR SKORAÐI UR
AUKASPYRNU AF 35
METRA FÆRI
Þrumuskot hans hafnaði í þverslá og þaðan í bakið á Árna
Stefánssyni markverði Akureyrar og inn. Eyjamenn unnu 4:0
Vestmannaeyingar áttu
ekki í vandræðum með
IBA/ er þeir mættu þeim á
Njarðvíkurvellinum á
laugardaginn. IBV sigraði
stórt í þessum leik eða
fjögur mörk gegn engu, og
var það verðskuldaður
sigur.
Það var allmikill vindur á
annað markið og kusu Vest-
mannayeingar að leika með
vindinum i fyrri hálfleik. IBV
byrjaði strax á sókn og áttu fyrsta
skotið að marki, sem sleikti
stöngina. A 7. min. kom fyrsta
markið,og var þar að verki örn
Óskarsson. Hann fékk knöttinn út
á kantinn og brunaði upp hann og
að markteig og skaut framhjá
markverði IBV og i markið, 1-0
fyrir IBV. IBV var svo að segja i
sókn allan fyrri hálfleikinn,en það
skapaðist litið af tækifærum. Á 24
min. kom svo annað mark IBV og
eitt þeirra fellegustu, sem sézt
hafa i islenzkri knattspyrnu,og
það mark skoraði enginn annar
en Asgeir Sigurvinsson, hinn
snjalli leikmaður IBV. IBV fékk
aukaspyrnu á um 35 metra frá
marki IBA og stilltu leikmenn
IBA sér upp 9 metra frá boltan-
um, en
Asgeir spyrnti þrumuskoti yfir
varnarvegg IBA og i þverslá og
boltinn fór i bakið á Arna Stefáns-
syni markveröi IBA og i markið. 2
min. seinna skora svo Vest-
mannaeyingar sitt þriðja mark
og var þar á ferðinni örn
Óskarsson , og var þetta hans
annað mark i leiknum. örn fékk
boltann eftir góða sendingu frá
Asgeiri og eins og svo oft fyrr þá
brunaði örn með boltann upp að
kanti og inn i vitateig IBA og
renndi boltanum framhjá mark-
verðinum. Fleiri voru mörkin i
fyrri hálfleik ekki, en IBV var
búinn að eiga meira i leiknum.
Oft komu góðir kaflar i leik IBV
og náðu leikmennirnir oft góðu
samspili, þar sem boltinn gekk á
milli manna. t seinni hálfleik
skiptust liðin á að vera i sókn.en
Vestmannaeyingar þó oftar og
það stóð ekki á markinu. A þriðju
minútu skoraði Haraldur fjórða
mark IBV. Haraldur Júliusson
fékk sendingu frá Ásgeiri Sigur-
vinssyni og spyrnti viðstöðulaust i
mark og boltinn hafnaði i horninu
á marki IBA og staðan orðin
fjögur mörk gegn engu IBV i vil.
Á 18 min. fengu Akureyringar
gott tækifæri til að skora.en það
mistókst. Sigurbjörn Gunnarsson
fékk boltann,þar sem hann var
staddur inni i vitateig IBV og
spyrnti hann að marki.en Arsæll
Sveinsson gerði sér litið fyrir og
varði skot hans frábærlega vel.
Það er óhætt að segja það, að
Ársæll sé einn okkar bezti mark-
vörður og á hann örugglega orðið
sæti I landsliðinu okkar sem
markvörður. Enn fengu Akur-
eyringar tækifæri til að skora
mark,en sem fyrr mistókst þeim.
A 23 min. skaut Þormóður
Einarsson að marki IBV, en
boltinn fór i stöng og til Eyjólfs
Agústssonar, sem skaut I hornið
en enn einu sinni varði Arsæll frá-
bærlega. A siðustu min. mis-
notaði Tómas Pálsson gott tæki-
Björgvin stóð
sig bezt...............
vallarmetið á Peninavellinum í Evrópu
keppninni í golfi.
ísland í 17. sæti
BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON
landsliðsmaður I golfi stóð sig
mjög vel I Evrópukeppninni I
golfi, sem fór fram I Portúgal
um helgina. Hann jafnaði
vallarmetið, þegar hann lék
völlinn á 74 höggum, sem er
mjög góður árangur. Það var
ekki fyrr en beztu golfleikarar
Englands og Skotlands léku,
að nýtt vallarmet var sett —
þeir léku á 71 höggi.
íslenzka liðið lenti i 17. sæti i
Evrópukeppninni að þessu
sinni. 18 þjóðir tóku þátt i
keppninni. Island vann
Austurriki með 4.5 vinning-
gegn 2.5. Islenzka liðið byrjaði
ekki vel i undankeppninni.áttu
islenzku kylfingarnir mjög
erfitt með að pútta og hefðu
púttin komið i veg fyrir að
liðið kæmist i B-riðilinn.
Björgvin Þorsteinsson.
færi, hann fékk sendingu frá Erni
og var fyrir opnu marki.en skaut
framhjá. Illa gert hjá fyrrverandi
markakóngi. —GKK
Stúlkurnar settu tvö
PUMA
íþróttatöskur
MARGAR TEGUNDIR:
Hliðartöskur kr. 920, 1265, 1790
Handtöskur kr. 1870, 2490, 2690
Póstsendum
Sportvöruverzlun
Ingólfs Oskarssonar
Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavik
met og jöfnuðu eitt
— en árangur þeirra olli samt vonbrigðum
Árangur islenzka
kvennaliðsins á Evrópu-
bikarkeppninni i frjáls-
um iþróttum var heldur
lakari en búizt var við
fyrirfram. Það var að
visu aldrei reiknað með,
að hið kornunga landslið
yrði framar i röðinni, en
ýmsir höfðu gert sér
vonir um betri afrek i
einstaka greinum.
Tvö Islandsmet voru sett, bæði i
boðhlaupunum, i 4 x 100 m boð-
hlaupi, hljóp sveit tslands á 49,8
sekog bætti gamla metið um 3/10
úr sek. 1 sveitinni eru systurnar
Sigrún og Lára Sveinsdætur,
Ingunn Einarsdóttir og Kristin
Björnsdóttir. Sveitin i 4 x 400 m
hlaupinu bætti metið um 2/10 úr
sek. og hljóp á 4:01,4 min. Sömu
stúlkur voru i sveitinni, nema að
Lilja Guðmundsdóttir hljóp i stað
Kristinar. Loks jafnaði Sigrún
Sveinsdóttir, mets systur innar i
100 m hlaupi, hljop á 12,4 sek.
Ekki skal gleymt að taka það
fram, að árangur Ingunnar
Einarsdóttur I 200 m hlaupinu
26.1 sek. er hennar bezti. Guðrún
Ingólfsdóttir var mjög nálægt Is-
landsmeti sinu i kúluvarpi,
varpaði 11,44 m, en metið er 11.48.
Guðrún var óheppin I kringlu-
kastinu, hún átti köst, sem voru
vel yfir 35 metra og sem nægt
hefðu til sigurs yfir þeirri irsku,en
þau voru þvi miður ógild.
Kristin Björnsdóttir hljóp 100 m
grindahlaupið i stað Láru og náði
sinum bezta tima 15,8 sek. og
varð fimmta i röðinni.
Loks skal þess getið að Sigrún
Sveinsdóttir hljóp fyrsta
sprettinn i 4 x 400 m boðhlaupinu
á 57 sek., sem er frábær timi og
langt undir meti.
Við ætlum okkur ekkert að vera
að afsaka stúlkurnar, en þær eru
óreyndar i keppni sem þessari,
þar sem fram koma beztu
iþróttakonur, flestar um og yfir 20
ára, en okkar lið er á aldrinum 15
til 18 ára. Með auknum æfingum
og dugnaði geta þær bætt árangur
sinn að mun.
Úrslit í Höfn:
Úrslit i Evrópukeppni kvenna á
Lyngby Stadion á laugardag:
800 m. hlaup: Tracey, Irl. 2:02,9
(irskt met), Jennes, D. 2:05,9,
Svinsholt, N. 2:07,3 Nerudova, T,
2:07,9 Tyylela, F, 2:16,7
Ragnhildur Pálsdóttir, Isl. 2:23,1.
100 m hlaup: Purisianen, F, 11,1
(norrænt met) Knapova T, 11,7,
Spence, Irl. 12.0, Seim, N, 12.0,
Hansen, D. 12,0, Sigrún Sveins-
dóttir, Isl. 12,4 (metjöfnun)
400 m hlaup: Morrison, írl. 54,1
Eklund, F, 54,3, Cerchanlanova,
T, 55,0, Drange, N, 56,5 Riisberg
D, 56,9 Lilja Guðmundsdóttir, ísl.
60,5.
Spjótkast: Kumpulainen, F,
54,53, Linkova, T, 51,67,
Carstensen, D, 49,16, Ramton, N,
49,03, Arndis Björnsdóttir Isl.
37,75, Murpey, Irl. 24,90.
4 x 100 m boðhlaup: Finnland 46,7,
Tékkóslóvakia, 46,8,, Danmörk
46,8, Noregur 47,2, ísland 49,8
(Isl. met), Irland sveitin dæmd úr
leik.
Hástökk: Hubnerova, T, 1,80,
Ejstrup, D, 1,73, Tveit, N. 1,70,
Kullas, F, 1,67, Kular, Irl. 1,64,
Lára Sveinsdóttir, Isl. 1,61.
200 m hlaup: Purisinen Finnl.
23,1 (jöfnun á norrænu meti)
Walshe, Irl. 24,3 Jarosova, T, 24,9,
Ingunn Einarsdóttir.
Sejrö, D, 24,9, Seim, N, 25,2.
Ingunn Einarsdóttir, Isl. 26,1.
Kúluvarp: Fibingerova, T, 19,41,
Brack, F, 15,67. Fodor, N. 13,75,
Jensen D, 12,35, Cooney, Irl.
11,96, Guðrún Ingólfsdóttir, Isl.
11,44
Langstökk Berthelsen, N, 6,19,
Suranova, T, 6,10, Helinius, F,
5,93, Murphy, Irl. 5,74,
Christiensen, D, 5,58, Sigrún
Sveinsdóttir, Isl. 5,31.
Kringlukast: Novotna, T, 49,19,
Brack F, 44,45, Jeppesen, D,
42,80, Granerud, N, 41,64,
Murphy, Irl. 34,69, Guðrún
Ingólfsdóttir, ísl., 29,77.
100 m grindahlaup: Lempiainen,:
F, 14,2, Krchova, T, 14,2, Hansen,
D, 14,2, Wold, N, 14,7, Kristin
Björnsdóttir, Isl. 15.8, Murphy,
Irl' 16-5- Framhald á bls. 19