Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.08.2004, Blaðsíða 17
Valbjörn Þorláksson lét á dögun- um af störfum á Laugardalsvelli eftir að hafa unnið þar í rúm 40 ár. Fyrst var hann starfsmaður Reykjavíkurborgar en eftir að Knattspyrnusambandið tók við rekstri vallarins varð hann starfsmaður þess. „Það er bara mjög gott að vera hættur að vinna,“ svaraði Valbjörn aðspurð- ur. „Ég hef nóg að gera, enda er ég hálfgerður bóndi.“ Hann á stórt sumarhús og land við Hafra- vatn og ætlar að stússast þar, nú þegar starfsævinni er lokið. Valbjörn var á sinni tíð með fremstu frjálsíþróttamönnum þjóðarinnar og lagði stund á flest- ar keppnisgreinar. Spjótkast og tugþraut voru þó lengst af hans aðalgreinar og varð hann Norður- landameistari í þeim báðum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1959. Á sínum tíma ákváðu íþrótta- og borgaryfirvöld að heiðra hann með því að nefna minni íþróttavöllinn í Laugar- dalnum í höfuðið á honum. Var það eftir að Valbjörn hafði unnið til gullverðlauna í tugþraut á heimsmeistaramóti öldunga. Val- björn segist ekki hafa kippt sér upp við heiðurinn. „Ég hef ekki spáð mikið í þetta.“ Á Laugardals- vellinum sinnti Valbjörn eftirliti með íþróttamannvirkjunum og á þessum rúmu fjörutíu árum sem hann vann þar fóru fram margir sögulegir viðburðir. Honum eru samt engir sérstakir atburðir minnisstæðir. „Þetta var allt mjög svipað, bara föst rútína.“ Valbjörn dundar sér við að veiða í Hafravatni og segir afla- brögð ágæt. „Þetta eru svona 30 sentimetra bleikjur sem ég fæ,“ segir hann. Þó að samstarfsmenn hans á Laugardalsvellinum hafi fært honum forláta gasgrill að gjöf við starfslokin er ólíklegt að bleikjurnar rati á það. Hann seg- ist nefnilega frekar sjóða þær. ■ 16 16. ágúst 2004 MÁNUDAGUR MADONNA Söngkonan og ofurstjarnan Madonna er 46 ára í dag. ANDLÁT Arnbjörg Jónsdóttir (Ebba), Klapparstíg 1, Reykjavík, áður Kárastíg 15, Hofsósi, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Ragnheiður Gunnhildur Stefánsdóttir lést sunnudaginn 8. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 13.30 Ingunn Björg Ólafsdóttir, Ein- holti 14b, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Sveinn Sigurðsson, Grasarima 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Símonía Ásgeirsdóttir, Engjavegi 7, Ísafirði, áður Neðri-Tungu, verð- ur jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 15.00 Bjarni Ágústsson verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 15.00 Hansína Jónsdóttir, Fellsmúla 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. Rokkkóngurinn Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977 í Memphis, Tennessee. Hann var þá 42 ára. Læknar sögðu að hann hefði látist af völdum hjartaáfalls en sumir vildu meina að þetta hafi verið sjálfsvíg. Þegar fréttist af andláti hans var stöðugur straumur aðdáenda hans sem flykktist til Graceland, heimilis Elvis í Memphis, til að votta honum virðingu sína. Elvis fæddist í Tupelo, Miss- issippi, 8. janúar 1935. Tvíbura- bróðir hans, Jesse, lést við fæð- ingu. Hann ólst upp við mikla fá- tækt og starfaði sem vörubílstjóri þegar hann lauk grunnskóla. Þeg- ar hann var nítján ára gekk hann inn í upptökuver í Memphis og borgaði fjóra dali fyrir að taka upp nokkur lög til að færa móður sinni að gjöf. Eigandi upptöku- versins, Sam Philips, heillaðist af söngnum og bauð Elvis að koma aftur og æfa sig með nokkrum tónlistarmönnum. Þegar Sam heyrði Elvis syngja R&B lagið „That’s All Right“ samþykkti hann að gefa það út á smáskífu og fór hún á topp vinsældalista í Memphis. Þar með hófst stórfeng- legur frami Elvis í tónlist. Fyrsta lagið hans sem gefið var út á landsvísu var „Heartbreak Hotel“ sem varð vinsælt snemma árs 1956. Í september það ár birt- ist Elvis á The Ed Sullivan Show og unglingar um allt land trylltust og Elvis-æði rann upp. Allt fram til 1958 einokaði hann vinsælda- listana í Bandaríkjunum auk þess sem hann lék í fjórum vinsælum kvikmyndum, Love Me Tender, Jailhouse Rock, Loving You og King Creole. Árið 1958 var hann skyldaður í herinn í 18 mánuði þar sem hann keyrði um á herjeppum í Vestur-Þýskalandi en unglings- stúlkurnar heima fyrir voru nið- urbrotnar af harmi. Þegar Elvis snéri heim árið 1960 breyttist tón- listarstíll hans nokkuð og hann fór að syngja rólegri ballöður, líkt og Are You Lonesome Tonight? Hann hætti að koma fram á tónleikum og einbeitti sér að kvikmyndum. Árið 1967 giftist hann Priscillu Beaulieu og eignuðust þau dóttur- ina Lisu Marie ári síðar. Árið 1973 skildu þau en þá hafði líkamlegri og andlegri heilsu Elvis farið hrakandi. Hann varð háður lyfj- um og ruslfæði og þyngdist veru- lega og átti hvort tveggja sinn hlut í andláti rokkkóngsins. ■ ÞETTA GERÐIST ELVIS PRESLEY FINNST MEÐVITUNDARLAUS Í GRACELAND 16. ágúst 1977 „Ég er hörð, ég er framagjörn og ég veit nákvæmlega hvað ég vil. Ef það gerir mig að tík, þá það.“ Madonna um hvernig aðrir líta á hana og henni er nokk sama. Rokkkóngurinn deyr VALBJÖRN ÞORLÁKSSON OG SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þau unnu saman á Laugardalsvellinum en bæði voru þau valin íþróttamenn ársins, Valbjörn árið 1959 og Sigríður árið 1964. JÓN STEINAR ÞORSTEINSSON Byrjaði að bera út í sumar, finnst skemmtilegast að vera í handbolta og er blaðberi vikunnar. Hvað heitir blaðberinn? Jón Steinar Þorsteinsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Byrjaði í sumar. Hvað ertu með í vasan- um? Ég er með síma, veski, nótu og rusl. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að vera í handbolta. Hvert er þitt mottó? Vertu þú sjálfur. BLAÐBERI VIKUNNAR Gott að vera hættur að vinna EFTIRLAUN: VALBJÖRN ÞORLÁKSSON HÆTTUR Á LAUGARDALSVELLI MERKISATBURÐIR 16. ágúst 1829 Síamstvíburarnir Chang og Eng Bunker koma til Boston frá Síam. Þeir komu til Bandaríkj- anna til að verða sýndir um Vesturlönd. 1896 Þrír námumenn finna gull í ánni Klondike sem kemur af stað Klondike-gullæðinu. 1906 1.500 manns láta lífið í jarð- skjálfta í Valparaiso í Chile. 1954 Sports Illustrated kemur út í fyrsta sinn. Því var haldið fram að 250.000 eintök hafi verið seld í áskrift áður en fyrsta tölu- blaðið kom út. 1960 Kýpur fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1962 Trommarinn Pete Best er rekinn úr Bítlunum. 1960 Nýtt heimsmet í frjálsu falli er sett þegar Joseph Kittinger fellur rúma 30 kílómetra áður en hann opnar fallhlíf sína yfir Nýju- Mexíkó. 1995 Kjósendur á Bermúda hafna sjálfstæði frá Bretum. 1999 Vladimir Pútin er staðfestur sem forsætisráðherra af neðri deild rússneska þingsins. 1999 Al Gore er tilnefndur sem for- setaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum. AFMÆLI Róbert Arnfinnsson leikari er 81 árs. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er 38 ára. jónína pálsdóttir Hrafnistu við Kleppsveg, áður Álfheimum 26, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Ragnar Engilbertsson, Gunndís Gunnarsdóttir, Jóna Björk Ragnarsdóttir, Hakan Hamberg, Laufey Dís Ragnarsdóttir, Jóhann Þorvarðarson, Ingi Gauti Ragnarsson og langömmubörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.