Fréttablaðið - 24.08.2004, Page 6
6 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Fimm prósenta hlutur í Íslandsbanka:
Snúinn heim
til Burðaráss
VIÐSKIPTI Orri Vigfússon hefur selt
eignarhaldsfélag sitt Urriða til
Burðaráss. Urriði á yfir fimm
prósenta hlut í Íslandsbanka.
Hlutur Urriða var keyptur af
Burðarási í febrúar.
Orri Vigfússon vill ekki gefa
upp fjárhæðir í viðskiptunum.
„Það gekk ekki í bili að fá erlenda
fjárfesta með mér í þetta eins og
til stóð. Íslenska krónan var eitt-
hvað að þvælast fyrir þeim. Þeir
skildu ekki krónuna,“ segir Orri.
Hann segist því hafa ákveðið að
innleysa hagnað af eigninni.
Gera má ráð fyrir að verðmæti
viðskiptanna nemi rúmum fimm
milljörðum króna. Gengishagnað-
ur gæti numið rúmum hálfum
milljarði af viðskiptunum. Ekki
liggur heldur fyrir hver fjár-
magnskostnaður Orra var af við-
skiptunum, en nokkuð ljóst að
hann hefur hagnast á þeim. „Ég er
hvergi nærri hættur,“ segir Orri
og segist enn hafa mikinn áhuga á
bankanum.
Burðarás ræður nú aftur yfir
sama hlut og í febrúar. Ekki hefur
verið gefið upp hvort Burðarás
hyggist eiga hlutinn eða finna nýj-
an kaupanda. Líklegra er að nýr
eigandi muni taka hlut Burðaráss
innan skamms. ■
Grunnskólanemend-
um fækkar lítillega
Um 15% landsmanna hófu nám í grunnskólum landsins í gær. Börnin velta
lítið fyrir sér yfirvofandi verkfalli kennara, segir skólastjóri Ölduselsskóla.
Fræðslustjóri Reykjavíkur segir aldrei auðveldara að ráða kennara.
GRUNNSKÓLAR Sumarfríi grunnskóla-
nema er lokið. Um 44.450 nemendur
stunda grunnskólanám í vetur sem
er um 400 færri nemendur en í
fyrra. Í Reykjavík eru nemendur
um 15.500 og fækkar lítillega.
Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu-
stjóri Reykjavíkur, segir ánægju-
legt að nú sé í fyrsta sinn á hennar
átta ára starfsferli ekki kapphlaup
um að klára grunnskólabyggingar
áður en skólahald hefjist. „Meðan
að einsetningin stóð yfir vorum við
með tvær til fjórar byggingar sem
þurfti að klára fyrir hvert skólaár.
Oft var það tæpt þar sem stuttur
byggingartími er á sumrinn,“ segir
Gerður.
Daníel Gunnarsson, skólastjóri í
Ölduselsskóla í Seljahverfi, segir
fyrsta skóladaginn hafa verið börn-
unum ánægjulegur. „Börnin eru full
eftirvæntingar og gleði. Þau eru
fegin að koma í skólann aftur og
fegin að hitta félagana. Þau hafa
gaman að því að takast á við ný
verkefni,“ segir Daníel. Um sex-
hundruð nemendur stunda nám í
fyrsta til tíunda bekk Ölduselsskóla.
Gerður segir mjög vel hafa
gengið að ráða kennara til starfa í
höfuðborginni: „Það hefur gengið
betur að manna skólana eftir síð-
ustu kjarasamninga því þá urðu
talsverðar hækkanir á launum.“
Kennarar standa í kjaraviðræð-
um og vofir verkfall yfir skólastarf-
inu næsta mánuðinn. Náist ekki
kjarasamningar fyrir 20. september
skellur verkfall á. Gerður vonar að
skólarnir byrji þrátt fyrir það eins
og ekkert hafi í skorist: „Ég vona að
sjálfsögðu að það verði ekki verk-
fall. Ég trúi því að aðilar semji.“
Daníel segir ekki einn einasta
krakka í Ölduselsskóla hafa minnst
á yfirvofandi verkfall kennara á
fyrsta skóladeginum: „Þau eru upp-
tekin af núinu og takast á við upp-
haf skólaársins. Þau eru með nýjar
skólabækur. Nýja stundatöflu og
jafnvel nýja bekkjarfélaga.“
Daníel segir 32 nemendur koma
úr örðum grunnskóla til náms í
Ölduselsskóla. Vel sé tekið á móti
börnunum sem hafi ásamt aðstand-
endum verið boðið á kynningarfund
þar sem skólinn og hverfið hafi ver-
ið kynnt. Um 90 manns mættu á
kynninguna. gag@frettabladid.is
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,22 0,15%
Sterlingspund 129,35 -0,43%
Dönsk króna 11,74 -0,47%
Evra 87,31 -0,47%
Gengisvísitala krónu 121,57 -0,25%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 247
Velta 822 milljónir
ICEX-15 3.241 0,49%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 447.258
Actavis Group hf. 74.255
Burðarás hf. 66.436
Mesta hækkun
Jarðboranir hf. 3,85%
Og fjarskipti hf. 1,43%
Austurbakki hf. 1,11%
Atorka hf. 1,11%
Mesta lækkun
Kögun hf. -0,95%
Össur hf. -0,65%
Kaldbakur hf. -0,63%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ * 10.105,3 -0,05%
Nasdaq * 1.844,5 0,35%
FTSE 4.405,3 0,83%
DAX 3.772,1 1,60%
NIKKEI 10.961,0 0,66%
S&P * 1.098,7 0,03%
* Bandarískar vísitölur kl. 16.20
VEISTU SVARIÐ?
1Hve háa einkunn hlaut Rúnar Alex-andersson í úrslitum á ÓL?
2Hvar býr Árni Magnússon?
3Hvaða trúarbrögð stundar söngkonanMadonna?
Svörin eru á bls. 30
– hefur þú séð DV í dag?
Ótrúleg breyting!
Ruth Reginalds nær óþekkjanleg
eftir allar lýtaaðgerðirnar
FYRIR EFTIR
KRÓNAN ÞVÆLDIST FYRIR
Orri Vigfússon segir að í bili hafi ekki
gengið að fá erlenda fjárfesta með í hluta-
fjárkaup í Íslandsbanka. Erlendir fjárfestar
hafi átt erfitt með að skilja íslensku krón-
una og því hikað við kaup.
DANÍEL GUNNARSSON
Skólastjóri Ölduselsskóla segir nemendurna ánægða með að hefja skólastarfið á ný. Þau
finni í fríum hvað skólinn skipi stóran sess í lífi þeirra.
F21230804 Skóli
Einn lést og einn særðist:
Sprenging í
ferðamannabæ
TYRKLAND, AP Tyrkneskur unglingur
lést og einn særðist í sprengingu í
hafnarbænum Antalya í Tyrklandi,
einum vinsælasta ferðamannastað
landsins. Staðinn sækja margir
Bretar og Þjóðverjar. Sprengingin
varð við höfnina þar sem margir
fiskibátar og lystisnekkjur eru,
nokkur hundruð metrum frá ferða-
mannasvæði hafnarinnar.
Lögreglan í bænum segist enn
vera að rannsaka hvort um
hryðjuverk sé að ræða, en ekki er
enn vitað hvað olli sprengingunni.
Lögreglan hefur einn mann grun-
aðan um að vera valdur að spreng-
ingunni. ■
Leika eftir skóla:
Hlakkar til
skólastarfsins
SKÓLALÍF Heimir og Bjarki léku sér
á skólalóð Ísaksskóla eftir fyrsta
skóladaginn. Þeir eru báðir sjö
ára og stunda nám í Háteigsskóla.
Heimir mundi ekki hvað honum
hafi þótt skemmtilegast í skólan-
um síðasta vetur. „En ég er búinn
að fá nýja derhúfu, peninga í Kb
banka, blýant og strokleður. Hjá
ömmu minni fékk ég möppu til að
geyma hluti í og frá mömmu fékk
ég skrúfblýant.“
Bjarki er ánægðastur með nýju
skólabækurnar. Honum finnst
gaman að byrja aftur í skólanum:
„Þá hitti ég félagana aftur.“
Bjarki var fámáll um sumarið en
sagði útilegu með pabba standa
uppúr. Heimir heimsótti sveit og
fylgdist með hestum. ■
FÉLAGAR Í FÓTBOLTA
Ungu mennirnir Bjarki og Heimir hlakka
mikið til að byrja aftur í skólanum. Þeir
sögðu að þeir myndu enn eftir því sem var
kennt á síðasta ári og Heimir sagði að
hann kynni næstum því að lesa.
Rangt var farið með í Frétta-
blaðinu í gær að fólkið sem slas-
aðist í bílveltu við bæinn Steina
undir Eyjafjöllum hefði verið
flutt með þyrlu til Reykjavíkur.
Hið rétta er að fólkið var flutt
með sjúkrabíl. ■
■ LEIÐRÉTTING