Fréttablaðið - 24.08.2004, Page 12

Fréttablaðið - 24.08.2004, Page 12
24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Tvöföldun Reykjanesbrautar: Tafir á frágangi við Hafnarfjörð FRAMKVÆMDIR Töluverðar tafir hafa orðið á frágangi á umhverf- inu kringum Reykjanesbraut við Kirkjugarð Hafnarfjarðar í sumar. Til stóð að öllum frágangi væri lokið 1. júlí en enn þá á eftir að ganga frá umhverfinu eftir framkvæmdirnar, sem tengjast tvöföldun Reykjanesbrautar. Íbúar í grennd eru orðnir þreyttir á töfunum en að sögn Gísla Guðmundssonar hjá Ístaki, umsjónarmanni verksins, hafa orðið tafir á verklokum í sumar af ýmsum orsökum. Hann segir nú vera unnið að því að þekja svæðið og gróðursetja og ganga frá svæð- inu. „Það hefur aðeins teygst á þessu,“ segir Gísli. Gísli segir að ákveðið hafi ver- ið að fresta lokafrágangi á svæð- inu að ráðum garðyrkjufræðinga en helstu framkvæmdum lauk fyrir nokkru síðan. Umferðar- mannvirkið sjálft, auk göngustíga í kring, sé þegar komið í gagnið. Að sögn Gísla verður öllum frágangi lokið innann nokkurra vikna. „Þetta verður allt klárt í september,“ segir hann. ■ Vill ekki loka lista- verk í glerbúrum Ránið í Munch-safninu í Ósló vekur spurningar um öryggismál í íslenskum söfn- um. Forstöðumaður Listasafns Íslands segir öryggismálin í ágætum farvegi. ÓLAFUR KVARAN Ólafur segir að það sé alltaf ákveðin áhætta fólgin í því að sýna listaverk almenningi. Hann segist samt ekki vera talsmaður þess að loka verkin inni í glerkössum á listasöfnunum. flugfelag.is kr. EGILSSTAÐA 6.400 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 25. - 31. ágúst Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 55 47 08 /2 00 4 kr. VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.000 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og kr. GRÍMSEYJAR 3.000 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og LISTASÖFN Listaverkaránið í Munch- safninu í Ósló um helgina þar sem listaverkum, sem metin eru á nokkra milljarða króna var stolið, er ákveðin áminning um að for- svarsmenn listasafna þurfa að vera á varðbergi að sögn Ólafs Kvarans, forstöðumann Listasafns Íslands. „Að sjálfsögðu eru ákveðnar ör- yggisreglur í gildi hér en ég held að það sé nú stefnan hjá flestum sem geyma svona verðmæti að af- hjúpa ekki nákvæmlega hvernig öryggisvörnum er háttað,“ segir Ólafur. „Ég get samt sagt að ég tel að öryggiskerfið hjá okkur sé ágætt.“ Ólafur segir að það sé alltaf ákveðin áhætta fólgin í því að sýna listaverk fyrir almenning. Hann segir að í sumum löndum séu mál- verk til dæmis lokuð inni í gler- kössum en slíkt hafi ekki viðgeng- ist hérlendis eða á Norðurlöndun- um. „Ég er ekki talsmaður þess að loka verkin inn í glerbúrum því það truflar aðgengi og upplifun al- mennings á verkunum. Ég er hins vegar talsmaður þess að fyllsta ör- yggis sé gætt en það er samt ekkert kerfi það öruggt að það geti fullkomlega tryggt öryggi verka svo framarlega sem það er verið að sýna þau. Eina leiðin væri þá bara að loka þau inni í bankahólfum en það viljum við ekki gera.“ Ólafur segir að öryggisgæslan hér snúist meðal annars um það að eftirlit sé haft með gestum þegar þeir komi inn í safnið. „Það er alltaf matsatriði hvað á að ganga langt. Í sumum söfnum þarf fólk að fara í gegnum málm- leitartæki en ég held að slík tæki verði ekki sett upp hér - allavega ekki í náinni framtíð. Allir svona at- burðir minna okkur á að það þarf að gæta öryggis. Samtímis verðum við að vera meðvituð um að við getum haft áhrif á upplifun almennings á listinni með þeim öryggiskerfum sem við setjum upp. Galdurinn er að vera með gott kerfi sem almenn- ingur verður ekki var við.“ Ólafur segist telja að erfitt verði fyrir ræningjana í Noregi að koma verkunum í verð. „Þegar svona þekktum verkum er stolið er nánast enginn markaður fyrir þau. Ég held að þetta sé bara spurning um hugsanlegt lausnar- gjald fyrir verkin. Ég á mjög erfitt með að setja mig í spor starfsbróð- ur míns í Ósló en þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall. Þegar svona gerist eru menn kannski fyrst og fremst hræddir um að verkin skemmist.“ trausti@frettabladid.is FRAMKVÆMDIR TEFJAST Til stóð að ljúka öllum framkvæmdum við Hafnarfjarðarkirkjugarð fyrir 1. júlí. Enn á eftir að vinna talsvert við frágang fram- kvæmdarinnar og verður svæðið ekki full- frágengið fyrr en í september. Merkasta safnið Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Listasafn Íslands á merkasta safn ís- lenskra verka hér á landi eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, s.s. Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Ric- hard Tuttle. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.