Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 34
AFMÆLI Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, er 66 ára. Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona, er 40 ára. Undanfarnar tvær vikur hefur kammersveitin Ísafold ferðast um landið og flutt tónlist eftir ís- lensk sem erlend tónskáld. „Við byrjuðum á Berjadögum í Ólafsfirði og héldum þar ferna tónleika,“ segir Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari. Síð- an hafa þau haldið tónleika á Ak- ureyri, Höfn í Hornafirði, Stykk- ishólmi og Keflavík. Lokatónleik- arnir þetta árið verða síðan í Reykjavík í kvöld. Kammersveitin Ísafold var stofnuð síðastliðið sumar af ung- um tónlistarnemum, sem allir voru komnir í framhaldsnám er- lendis. Þá fóru þau einnig í tón- leikaferð umhverfis landið og luku ferðinni einnig í Listasafni Íslands. „Við höfum þetta í ágúst því það er eini tíminn sem við getum hist. Eftir það fara allir hver í sína átt- ina til að læra áfram. En við erum staðráðin í því að halda þessu áfram næstu árin og helst alltaf.“ Á efnisskránni í ár eru meðal annars tvö japönsk verk og svo splunkunýtt verk eftir Úlfar Inga Haraldsson. „Það er fyrsta verkið sem er samið sérstaklega fyrir Ísafold. Okkur finnst mjög gaman að flyt- ja það, því þetta er einhvern veg- inn verkið okkar.“ Stjórnandi Ísafoldar er Daníel Bjarnason, sem er í framhalds- námi í Freiburg í Þýskalandi. Hljómsveitin hefur stækkað nokkuð frá því í fyrra, því henni hefur bæst liðsauki. „Í fyrra vorum við sextán en erum orðin átján núna. Hörpu- leikari og slagverksleikari hafa bæst í hópinn.“ Helga Þóra segir stemninguna í hópnum vera einstaklega góða. „Okkur hefur verið tekið rosa vel alls staðar og þetta er búið að vera algert ævintýri. Við sjáum um okkur algerlega sjálf, keyrum um á einni rútu og svo er sofið á gólfinu í tónlistarskólum um allt land. Og öll erum við bestu vinir náttúrlega.“ Tónleikarnir í Listasafni Íslands hefjast klukkan átta í kvöld. ■ 18 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR CLAUDIA SCHIFFER Þýska ofurfyrirsætan er 33 ára í dag. ANDLÁT Thelma Gígja Kristjánsdóttir lést föstu- daginn 20. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Anna Pálína Jónsdóttir frá Sauð- húsum, Ögurási 3, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ. 13.30 Guðleif Jónsdóttir, Hjallaseli 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Gunnar S. Þorleifsson bókbands- meistari, Fögrubrekku 47, Kópa- vogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi. 13.30 María Þóra Sigurðardóttir, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Þóra H. Jónsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. Rómversku borgirnar Pompei og Herculaneum stóðu í miklum blóma árið 79 eftir Krist, þegar eldfjallið Vesúvíus tók skyndilega upp á því að vakna af aldalöngum dvala á hádegi 24. ágúst. Fjallstindurinn sprakk án fyrir- vara og upp úr iðrum jarðar þeyttust ósköpin öll af ösku og eimyrju. Vegna þess að vindurinn var vestlægur slapp Herculaneum í bili en spýjan úr fjallinu helltist yfir Pompei. Eftir hálfan sólarhring var komið þykkt lag af þessum ófögnuði og flestir íbúarnir höfðu notað tækifær- ið og flúið eins og fætur toguðu. Um það bil tvö þúsund manns biðu þó þess sem verða vildi í Pompei, og héldu sig einkum í kjöllurum og ann- ars staðar þar sem skjól var að finna. Þar kom að risastór mökkur af heitri ösku og gasi þeyttist úr fjall- inu og streymdi niður vesturhlíðar þess, beint í áttina að Herculaneum. Allir íbúar þar brunnu eða köfnuðu, og borgin grófst fljótlega undir ösku og vikri. Þeir sem eftir voru í Pompei fór- ust morguninn eftir þegar eiturgas streymdi yfir borgina. Strax á eftir fylgdi aska og vikur sem gróf hina dauðu nánast í einu vetfangi. Á síðustu öldum hafa fundist leif- ar þeirra tvö þúsund karla, kvenna og barna sem fórust í Pompei. Askan harðnaði utan um lík þeirra sem gerði það að verkum að býsna nákvæm mót mynduðust utan um líkamsleifarnar, sem smám saman rotnuðu. Fornleifafræðingar fylltu þessi mót með gifsi, og þá birtust ótrúlega nákvæmar myndir af fólkinu eins og það var á dánarstundu. ■ ÞETTA GERÐIST VESÚVÍUS BYRJAR AÐ GJÓSA YFIR POMPEI OG HERCULANEUM 24. ágúst 79 „Ég hitti í raun ekki marga karlmenn. Ég held að það sé vegna þess að þeir séu hræddir við að nálgast mig eða haldi að ég sé frá annarri plánetu.“ - Afmælisbarnið Claudia Schiffer þekkir af eigin raun þau vandamál sem fylgja fegurðinni. Grófust undir ösku og eimyrju Ísafold á endasprettinum TÍMAMÓT: Lokatónleikar Ísafoldar verða í Listasafni Íslands í kvöld. Sigríður Munda Jónsdóttir verður næsti prestur Ólafsfirðinga. Hún var valin úr hópi sex umsækjenda en athygli vakti að fimm konur og einn karl sóttu um brauðið. „Ég er mjög hamingjusöm og þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Sig- ríður Munda en tæpt ár er liðið frá því að hún lauk guðfræðiprófi við HÍ. Spurð hversvegna hún lagði guðfræðina fyrir sig segist hún hafa fengið einhverja köllun. „Þetta hitti bara beint í mark. Svo er ég prestsdóttir og það hefur sjálfsagt haft sitt að segja,“ en faðir hennar var Jón E. Einarsson prófastur og prestur í Saurbæ. Sigríður Munda hefur komið nokkrum sinnum til Ólafsfjarðar og líst vel á staðinn og íbúana. „Ég hlakka til að flytja norður, þarna er mjög falleg kirkja og gott safn- aðarheimili,“ segir hún og játar aðspurð að prestsbústaðurinn í bænum sé sömuleiðis álitlegur. „Svo eru Ólafsfirðingar sagðir taka vel á móti prestunum sínum, þeir hafa oft tekið á móti nýút- skrifuðum guðfræðingum og gert þá að góðum prestum.“ Hún hefur störf þann 1. nóvember og er skip- uð til fimm ára. Sex manna val- nefnd var einhuga um ráðningu Sigríðar Mundu. SIGRÍÐUR MUNDA JÓNSDÓTTIR: Tekur hamingjusöm við brauðinu í Ólafsfirði Fékk einhverja köllun Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, árni ragnar árnason alþingismaður, sem lést mánudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarþjónustuna Karitas, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Krabbameinsfélag Íslands. Guðlaug P. Eiríksdóttir Guðrún Árnadóttir Brynjar Harðarson Hildur Árnadóttir Ragnar Þ. Guðgeirsson Björn Árnason Kristbjörg K. Sólmundsdóttir Árni Árnason Kolbrún H. Pétursdóttir og barnabörn Ragnhildur Ólafsdóttir, Jófríður Helgadóttir og systur hins látna. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, tengdasonar og mágs, Sveins sigurðssonar Grasarima 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar krabbameinslæknis, starfsfólks Krabbameinsdeildar 11E, Hjúkrunarþjónustunnar Karítas og Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Sigurbjörg Ágústsdóttir Ágúst Sveinsson Guðríður Sveinsdóttir Guðjón Böðvarsson Böðvar Eggert Guðjónsson Hendrikka Waage Jóhann Pétur Guðjónsson Berglind Rut Hilmarsdóttir Ágúst Bergsson Stefanía Guðmundsdóttir Bergur Elías Ágústsson Bryndís Sigurðardóttir SIGRÍÐUR MUNDA JÓNSDÓTTIR: Treystir Ólafsfirðingum til þess að gera sig að góðum presti. KAMMERSVEITIN ÍSAFOLD Lýkur tónleikaferð sinni um landið í kvöld með tónleikum í Listasafni Íslands. Sími 550 5000 Hér getur þú komið á framfæri tilkynningum um andlát

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.