Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 36

Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 36
20 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við vorkennum... ... Jóni Arnari Magnússyni sem ætlar ekki að takast að klára fer- ill sinn á skemmtilegu nótunum. Eftir að hafa mistekist að klára fimm af síðustu sex stórmótum er óvíst hvort Jón Arnar geti klárað feril sinn með vel heppnaðri þraut á alvörumóti. Við skiljum ekki ... ... hvernig Jóhannes Valgeirsson geti verið FIFA- dómari eftir hverja skelfingarframmistöðu sína að undanförnu. Ef marka má dómgæslu hans í sumar þá ætti hann í raun aðeins að dæma í neðri deildum og alls ekki stórleiki sumarsins. „Hann segir eftir hálfa mínútu yfir allan völlinn að hann ætli að reka mig útaf.“ Stefán Þór Þórðarson um dómarann Jóhannes Valeirsson sem gaf honum tvö gul á sömu mínútu.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Þriðjudagur ÁGÚST ÓLYMPÍULEIKAR „Ég hef fyrst og fremst ekki náð að klára þrautir vegna þessara blessuðu meiðslna og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill eins og ég er núna. Því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði tugþrautarkappinn Jón Arn- ar Magnússon við blaðamann Fréttablaðsins tveim dögum áður en hann hóf keppni í tugþraut á ÓL. „Ætli ég sé ekki bara að verða of gamall í þetta,“ sagði Jón Arn- ar, 35 ára, í samtali við Fréttablað- ið í gær. „Þetta var eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Ég átti í mesta lagi von á að fá eitthvað í bakið en þetta var það allra síð- asta sem ég átti von á.“ Meiðsli aftan í læri Jón Arnar varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla en hann tognaði aftan á læri í langstökkinu sem var aðeins önnur grein tug- þrautarinnar. Þetta voru síðustu ólympíuleikar Jóns en hann ætlar í framhaldinu að draga saman seglin í rólegheitum. Ástæðan fyrir bjartsýni Jóns var að hann var loks að mæta heill heilsu á stórmót en það hafði hann ekki gert síðan 1998. Allur undirbún- ingur hafði þar að auki gengið frá- bærlega og ekki útlit fyrir annað en að Jón myndi gera fína hluti. Sjálfur stefndi hann inn á topp tíu. Með bjartsýni í farteskinu mætti Jón galvaskur til leiks í gær. Hann byrjaði á því að hlaupa 100 metrana á 11,05 sekúndum sem var vel viðunandi enda hans besti tími á árinu. Sá tími setti hann í 25. sæti í heildarkeppninni. Þá var komið að langstökkinu. Fyrsta stökkið var ekki nógu gott – 7,12 metrar en Jón á best 7,78 á árinu – og í öðru stökkinu gerðist eitthvað. „Þá fann ég einhvern fiðring í lærinu en svo ætlaði ég að taka það með látum í síðasta stökkinu. Ég gerði það en lærið einfaldlega þoldi það ekki. Það gerðist eitt- hvað í uppstökkinu hjá mér. Þetta var ferlega skrýtið,“ sagði Jón Arnar. Skagfirðingurinn sterki beit á jaxlinn í kúluvarpinu og kastaði þrisvar sárþjáður. Lengsta kastið hans var 14,98 metrar, sem er tæpum metra frá hans besta á árinu. Þegar þessum þrem greinum var lokið var Jón Arnar í 19. sæti með 2480 stig. Nokkrir klukku- tímar voru í fjórðu greinina og því var tækifærið notað og farið með Jón til Brynjólfs Jónssonar lækn- is. Hann staðfesti óttann. Jón var tognaður aftan á læri og varð því að hætta keppni. „Ég hefði svo sem getað farið í gegnum þrautina og eyðilagt eitt- hvað. Það er bara ekkert fyrir mig. Ef ég get ekki verið með á 100% snúningi þá er þetta ekkert gaman. Ég er ekki í þessu til þess bara að vera með. Maður er að keppa til þess að vera á meðal tíu bestu eins og ég hef verið síðustu tíu ár,“ sagði Jón Arnar sem hefur verið í landsliðinu í 20 ár. Klukkutíma þunglyndissvefn Hann neitaði því ekki að það hefði verið áfall að fá slæmu fréttirnar beint í æð. „Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall og ég tók hérna klukkutíma þunglyndis- svefn. Svo þegar ég vaknaði ákvað ég að vera ekkert að svekk- ja mig á þessu. Svona er lífið. Hlutirnir gerast bara og maður ræður ekkert við það. Maður get- ur bara gert sitt besta Það er samt erfitt að kyngja þessu því það liggur blóð, sviti og tár í undir- búningnum og ég var verulega bjartsýnn á sjálfan mig að þessu sinni,“ sagði Jón Arnar Magnús- son. henry@frettabladid.is VONBRIGÐIN UPPMÁLUÐ Það var erfitt fyrir Jón Arnar Magnússon að sætta sig við meiðslin sem orsökuðu það að hann varð að hætta keppni. Fyrir neðan sést hann í 100 metra hlaupinu sem gekk vel. Fréttablaðið/Teitur Er Jón orðinn of gamall? Jón Arnar Magnússon dró sig úr keppni í tugþrautinni vegna meiðsla eftir þrjár greinar. hann hefur ekki klárað tvær síðustu tugþrautarkeppnir sínar á Ólympíuleikum  05.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í tugþraut.  08.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af viðburðum gærdagsins. e.  08.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá leik Ís- lands og Brasilíu um níunda sætið.  09.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá hátíðar- sýningu fimleikafólks.  11.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Handbolti karla, átta liða úrslit.  13.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá keppni í tugþraut.  13.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Handbolti karla, átta liða úrslit.  15.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt frá keppni morg- unsins.  16.40 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum.  17.35 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Framhaldið útsendingu frá keppni í frjálsum íþróttum.  18.50 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Bein útsending frá forkeppni Meistaradeildar Evrópu.  21.00 Mótorsport á Sýn. Umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir.  21.30 Ryder Cup 2004 á Sýn. Fylgst er með kylfingunum sem verða í eldlínunni á Ryder-Cup.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.20 Ólympíukvöld á RÚV. Í þætt- inum er fjallað um helstu við- burði á Ólympíuleikunum í Aþenu. Umsjón hefur Logi Berg- mann Eiðsson.  22.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Ísland og Brasilía í leik um níunda sætið. e.  23.15 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum.  00.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni dags- ins. FÓTBOLTI Michael Owen er ánægður með að hafa skilið við Liverpool, lið sitt til 13 ára, og farið yfir til Real Madrid. Hann segir það hafa verið nauðsynlegt fyrir sig sem mann- eskju og leikmann. „Þetta var orðið fullþægilegt hjá Liverpool. Partur af mér sagði að ég ætti bara að klára ferilinn þar. Þar líkaði öllum vel við mig og ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Owen. „Nú er ég kominn í þá stöðu að þurfa að hafa fyrir hlutunum og að- laga mig nýju liði. Það er mjög spennandi en að sama skapi reynir það töluvert á taugarnar“. Owen segist dást að framherjum Real Madrid og að þeir muni veita hon- um verðuga keppni. ■ MICHAEL OWEN Michael Owen segist vera ánægður hjá Real Madrid en þar hittir hann fyrir enska landsliðsfyrirliðann David Beckham. Nauðsynleg ákvörðun hjá Michael Owen: Var orðið fullþægilegt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.