Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 24.08.2004, Qupperneq 42
26 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ég veit ekki alveg hvað gerðist en það er augljóst að Liam Howlett hefur lent í heljarinnar tilvistar- kreppu. Þegar tónlistarmenn láta sig hverfa í sjö ár vill maður trúa því að þeir séu að nýta tímann í að þróa list sína áfram. Þannig að þegar þeir gefa út nýjar plötur setur maður þær á fóninn í von um að maður finni þann neista sem skaut þeim upp á stjörnuhim- ininn. Þetta er ekki tilfellið með Prodigy, þessi plata lyktar eins og hún sé komin langt fram yfir síð- asta söludag. Fyrir mig skiptir engu máli þó að Keith Flint og Maxim séu fjar- verandi. Prodigy fyrir mér er Liam Howlett, því ver og miður í þetta skiptið, því hann er á góðri leið með að sigla í strand. Að vissu leyti er tónlist Prodigy einkennandi fyrir síðasta áratug. Samansuða af rokki og einfaldri elektróník sem var ný- stárlegt fyrir um 15 árum síðan. Ég er ekki með þessu að segja að ekki sé ennþá hægt að gera góða plötu með gömlu tækninni, en ef þú finnur ekki hvöt hjá þér til þess að þróa hljóm þinn þá er líka eins gott að lagasmíðarnar standi undir því. Þær gera það alls ekki á nýju Prodigy plötunni. Maður hlýtur að spyrja sig hvað Liam var eiginlega að gera allan þennan tíma? Maður fær það á tilfinning- una að hann hafi ekki snert við tækjunum sínum eftir að hann varð fjölskyldufaðir, og hafi ein- faldlega dustað rykið af gamla draslinu og ákveðið að gera plötu. Ekki nógu gott kallinn minn! Á þessari plötu er bara eitt gott lag, Hot Ride þar sem Juliette Lewis vitnar skemmtilega í Burt Bacharach, restin hljómar bara eins og Howlett hafi sótt afgangs- lög í gamla Prodigy lagerinn og skellt þeim á plötu. Ein stærstu vonbrigði ársins, algjört rúnk. Birgir Örn Steinarsson Sjö ára ógæfa? PRODIGY: ALWAYS OUTNUMBERED, NEVER OUTGUNNED [ MYNDBÖND ] VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 First Dates GAMAN Paycheck SPENNA School of Rock GAMAN Gothika SPENNA Along Came Polly GAMAN Runaway Jury SPENNA Out of Time SPENNA The Whole Ten Yards GAMAN Looney Tunes: Back in Action GAMAN Touching the Void DRAMA 50 FIRST DATES Adam Sandler kann ekki að koma orðum að því að mótleikkona er með eitthvað á milli tannanna. FRÁBÆR SKEMMTUN SÝND kl. 5.40, 8, 9.10 og 10.20 B.I. 14 SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA HHH1/2 Fréttablaðið "Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa" Sigurjón Kjartansson HHH G.E. - ísland í bítið/Stöð 2 HHH kvikmyndir.com HHH - Ó.H.T. Rás 2 GOODBYE LENIN kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND kl. 6 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 6 M/ENSKU.TALI FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 47.000 GESTIR Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI Tvær vikur á toppnum SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 12 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 HARRY POTTER 3 SÝND kl. 5.30 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 10.10 M/ENSKU TALI KING ARTHUR SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SHREK 2 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 3.40 og 8 M/ENSKU TALI SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI HHH1/2 Fréttablaðið HHH G.E. Stöð 2 HHH kvikmyndir.com 1/2 Fr tt l ié a a . . t i ir. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi! SÝND kl. 8 og 10.30 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone.. HHHH HJ, MBL. „Fjörugt bíó“ ÞÞ, FBL. Laugavegi 32 sími 561 0075 6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00 7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00 Allra síðasta sýning Örfá sæti laus Björk Guðmundsdóttir sagði í viðtali við Neon magazine að mikilvægt væri fyrir ungar mæður að átta sig á því að þær geti átt sitt líf og verið í burtu frá börnum sínum. „Þegar ég eignaðist dóttur mína sagði allt í höfðinu á mér að hún væri núna það mikilvæg- asta í alheiminum,“ segir Björk í viðtalinu. „En eftir sex mánuði eða ár, þá verður maður að geta farið frá barni sínu.“ Björk segir svo í viðtalinu að hún sé byrjuð að fara út og skemmta sér aftur. „Við partí- mömmurnar kunnum að skemmta okkur,“ segir hún og viðurkennir að hún þurfi oft að koma félögum sínum í stuð. Þá dugi setningar eins og; „Hey, ég er með barnapíu heima og á tvær klukkustundir eftir. Fáum okkur nokkur tequila skot! Við mömmurnar viljum dansa!“ ■ Björk er partímamma ■ FÓLK BJÖRK Björk segir í viðtali við tímaritið Neon að þó svo að dóttir hennar Ísidóra, sé það mikil- vægasta í tilverunni, sé nauðsynlegt að skilja hana eftir hjá barnapíunni annars lagið. TOPP 10 - VINSÆLUSTU LEIGUMYNDBÖNDIN - VIKA 34 Skítalykt af skinkunni ELLEFTI Í ÓLYMPÍULEIKUM HENRY BIRGIR GUNNARSSON BLOGGAR FRÁ AÞENU Skellti mér á úrslit í fjölþraut karla í fimleikum. Mér hefur ávallt þótt gaman að horfa á fim- leika á ólympíuleikum enda ekki boðið upp á nein smá tilþrif. Því var mikil tilhlökkun að fara á þetta kvöld. Bandaríkjamaðurinn Paul Hamm þótti nokkuð sigur- stranglegur en hann kastaðist svo gott sem úr leik í stökkinu þegar hann var heppinn að lenda ekki á dómurunum í lendingunni. Ein- kunnin sem hann fékk fyrir stökk- ið var samt ótrúlega há. Hamm var í mikilli keppni við tvo Kóreu- búa og einn Kínverja. Sá kínverski gerði álíka mistök á einu áhaldinu og fékk mjög slaka einkunn og var úr leik. Furðulegt fannst manni því ekki voru mistökin meiri en hjá Hamm. Annar Kóreubúinn var síðan með pálmann í höndunum fyrir lokagreinina en þar varð honum aðeins á og fékk mun lægri einkunn en búist var við. Hinn fé- lagi hans fékk líka lúmskt lága einkunn. Hamm var síðan síðastur allra og fór á kostum. Það var löng bið eftir einkunninni sem var mjög há og setti hann í efsta sætið 0,12 stigum á undan næsta manni. Það var þvílík skítalykt af öllu málinu og fékk maður á tilfinning- una að þeir væru að reikna út hvað hann þyrfti að fá hátt til að sigra. Dómararnir voru búnir að opna fyrir þennan möguleika með því að gefa hinum of lága einkunn og þeir gengu síðan alla leið. Því- líkur skandall að mér fannst en skandallinn gerði þó frábært, dramatískt kvöld enn betra. Nokkrum dögum eftir keppnina játuðu dómararnir síðan mistökin og voru í kjölfarið sendir heim. Verður spennandi að sjá hvort skinkan hefur samvisku í að halda gullinu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.