Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 6
6 4. september 2004 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Útlit er fyrir að bókin Forsætisráðherrar Íslands – ráð- herrar Íslands og forsætisráð- herrar í 100 ár, sem gefin verður út af Stjórnarráðinu í tilefni af- mæli heimastjórnarinnar, verði komin úr prentun í tæka tíð fyrir boðaðan útgáfudag, þann 15. sept- ember næstkomandi. Þann dag lætur Davíð Oddsson forsætisráð- herra af embætti sínu og færir sig yfir í utanríkisráðuneytið. „Bókin er að fara í prentun,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður og ritstjóri bókarinn- ar. Að hans sögn mun bókin koma út degi fyrr en áætlað var, en til stendur að afhenda fráfarandi forsætisráðherra fyrsta eintakið við hátíðlega athöfn í Þjóðmenn- ingarhúsinu þann 14. september. Ólafur segir útlit fyrir að verk- ið verði innan kostnaðarramma, en áætlaður kostnaður var 8 millj- ónir. Hann kveðst ánægður með útkomuna. „Kápan var einmitt að koma úr hönnun,“ segir hann. „Hún er mjög glæsileg.“ Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, er ekki áætlað að um frekari skipulagða dagskrárliði verði að ræða við þau tímamót er Davíð lætur af embætti. ■ Hundrað bílar á mínútu Umferðarálag í höfuðborginni hefur sjaldan verið meira og víða reynir á þolinmæði bílstjóra. Samkvæmt mælum aka tæplega hundrað ökutæki á mínútu í Ártúnsbrekku og á Kringlumýrar- braut þegar mest lætur. SAMGÖNGUMÁL „Mælingar sýna að umferð í höfuðborginni minnkar að jafnaði um tíu prósent á sumr- in og þetta sumarið er í engu frá- brugðið,“ segir Baldvin Baldvins- son, hjá umhverfis- og tækni- sviðsskrifstofu Borgarverkfræð- ings. Miklar umferðartafir hafa verið á ýmsum leiðum innan Reykjavíkur þetta sumarið og gefur víða að líta langar raðir bif- reiða sem silast áfram vegna vegaframkvæmda hér og þar. Baldvin segir að þrátt fyrir að fólki finnist umferð þyngri en oft áður sé það ekki raunin nema á þeim stöðum þar sem stærri framkvæmdir eiga sér stað. „Auð- vitað eru álagspunktar þess utan. Fram að hádegi er þung umferð alla leið úr Grafarvogi og að Grensásvegi og álag er mikið á Seltjarnarnesi snemma morguns enda einungis um þrjár leiðir að ræða til og frá nesinu.“ Samkvæmt ökutækjaskrá Um- ferðarstofu er heildarfjöldi öku- tækja á höfuðborgarsvæðinu tæp- lega 138 þúsund. Það er nánast sami fjöldi bíla og hefur ekið Kringlumýrarbraut til suðurs síð- ustu fjóra daga. Gatnamálastjóri heldur úti um- ferðarmælum á fjórum stöðum í borginni. Þar kemur fram að síð- an á sunnudaginn var hefur hæsti toppur í Ártúnsbrekku verið tæp- lega þúsund bílar en mælt er á tíu mínútna fresti. Svipaða sögu er að segja af Kringlumýrarbraut, þar fara tæplega þúsund bílar um á tíu mínútna fresti þegar mest á reynir. Talsvert færri eru á ferð um Miklubraut og Sæbraut sam- kvæmt sömu mælingum. Þar er umferðin mest um 300 bílar á mesta álagstíma. Þegar þessar tölur voru bornar undir Baldvin fannst honum ólík- legt að topparnir næðu þúsund bifreiðum og vildi meina að um bilun gæti verið að ræða í mælum borgarverkfræðings. Allur samanburður við er- lendar borgir af svipaðri stærð- argráðu og Reykjavík eru óraun- hæfir þar sem fjöldi bifreiða hérlendis á hverja þúsund íbúa er mun meiri en þekkist annars staðar. Hér á landi eru 600 bílar á hverja þúsund íbúa meðan Norð- menn, sem þó eru engir aukvisar þegar kemur að bílakaupum, eru með 400 bíla á sama fjölda íbúa. albert@frettabladid.is ■ LÖGREGLUMÁL VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir formaður utanríkismála-nefndar öldungardeildarþings Banda- ríkjanna? 2Hvaða kvikmynd er leikstjórinn PeterJackson að leikstýra núna? 3Hvað heitir bókin sem fékk Barna- ogunglingabókmenntaverðlaun Vest- norræna ráðsins? Svörin eru á bls. 22 FRAMTÍ‹ARHÓPUR Samfylkingarinnar Opinn morgunver›arfundur í I‹NÓ um konur, karla og ver›leika laugardaginn 4. september kl. 11:00 - 13:00 Bakka í vörn e›a sækja fram? Frummælendur: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræ›ingur og a›sto›arverkefnisstjóri ESB-rannsóknarverkefnisins WELLKNOW. Strákhvolpar og slæ›ukonur - eru allir jafnir í pólitík? Gunnar Hersveinn bla›ama›ur og heimspekingur í ReykjavíkurAkademíunni. Jing og jang kynjanna - samruni sjónarmi›a. Valger›ur Bjarnadóttir vi›skiptafræ›ingur. Sókn er besta vörnin. Fundarstjóri er Bryndís Ísfold Hlö›versdóttir kaups‡slukona. Fundurinn er opinn öllum, konum og körlum. Morgunver›urinn kostar 1.200 kr. UMFERÐIN MEÐ ÞYNGSTA MÓTI Haustið er einn af háannatímum í umferðinni í höfuðborginni og víða er enn unnið að götuframkvæmdum. Umferðartafir af þeim sökum og öðrum eru orðnar daglegt brauð. UMFERÐIN SÍÐAN Á SUNNUDAG* Sæbraut á vesturleið alls 56.325 bílar Sæbraut á austurleið alls 54.413 bílar Kringlumýrarbraut á norðurleið alls 153.914 bílar Kringlumýrarbraut á suðurleið alls 134.827 bílar Ártúnsbrekka á vesturleið alls 165.010 bílar Ártúnsbrekka á austurleið alls 176.527 bílar Miklabraut á vesturleið alls 89.355 bílar Miklabraut á austurleið alls 85.785 bílar Frá 29. ágúst fram til 2. september kl. 14. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Forsætisráðherrabókin: Farin í prentun ÓLAFUR TEITUR GUÐNASON Bókin um forsætisráðherra Íslands er að fara í prentun. Ritstjórinn er ánægður með útkomuna. Sjálfræðissvipting: Engar breytingar DÓMSMÁL Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur ekki í huga að beita sér fyrir breytingum á lögræðislög- unum hvað varðar sjálfræðissvipt- ingu geðsjúkra. Hann vísar til svars síns við fyrir- spurn Margrétar Frímannsdóttur al- þingismanns um þetta efni á Alþingi í vetur. Þá kvaðst ráðherra hafa fyrir framan sig álit sem byggt væri á samtölum við lækna og aðra sem að framkvæmd þessara laga hefðu kom- ið. Samkvæmt því kæmi hvergi fram að nauðsynlegt væri að breyta þess- um lögum. Ráðherra kvaðst frekar draga þá ályktun af þessum umsögn- um að lögin hefðu reynst vel og að ekki hefði neitt í sjálfu sér komið fram sem að mati þessara aðila gæfi tilefni til breytinga á ákvæðum lag- anna um nauðungarvistanir. ■ DÓMSMÁLARÁÐHERRA Telur með hliðsjón af umsögnum fagaðila að lögin hafi reynst vel. BÍLVELTUR ÚTLENDINGA Erlendir ferðamenn halda áfram að lenda í umferðaróhöppum hérlendis. Bíll valt milli Skeiðarvegamóta og Þjórsárbrúar og annar á sama stað klukkustund síðar. Fimm voru í bílunum en hlutu aðeins skrámur og lítilsháttar meiðsl. FIMM FARAST Í ÞYRLUSLYSI Fimm létu lífið þegar þyrla hrapaði í vesturhluta Tyrklands. Þyrlan hafði verið leigð til að berjast gegn skógareldum, sem eru tíðir í Tyrklandi yfir sumar- ið. Þeir sem létust voru tyrk- neskur flugmaður og slökkvi- liðsmaður auk þriggja rúss- neskra áhafnarmanna. MÓTMÆLI GEGN KJARNAOFNI Kjarnaofn sem slökkt var á í fyrra eftir að geislavirkt gas lak út í andrúmsloftið hefur verið tekinn í notkun á nýjan leik þrátt fyrir mikil mótmæli. Ofn- inn er í eina kjarnorkuveri Ung- verjalands, sem sér um 40 pró- sent af raforkuframleiðslu landsins. ■ EVRÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.