Fréttablaðið - 04.09.2004, Page 19

Fréttablaðið - 04.09.2004, Page 19
Sú ákvörðun viðskiptabankanna að lækka vexti á íbúðalánum og bjóða sambærileg eða betri kjör en Íbúðalánasjóður varðandi vexti og lánstíma er gott útspil. Þegar KB banki tilkynnti, að bankinn ætlaði að taka upp sérstök íbúðalán og hafa vextina lægri en Íbúðalána- sjóður var sem sprengju hefði verið varpað inn á lánamarkaðinn. Það hafði aldrei gerst áður, að við- skiptabanki gæti boðið betri kjör en Íbúðalánasjóður eða Húsnæðis- stofnun. KB banki bauð í byrjun 4,4 % vexti og íbúðalán til 25 eða 40 ára eins og Íbúðalánasjóður. Þetta voru 0,1% lægri vextir en Íbúðalánasjóð- ur var með.Þetta er enn athyglis- verðara fyrir þá sök,að Íbúðalána- sjóður hafði nýlega lækkað vextina verulega. Strax eftir að KB banki tilkynnti ákvörðun sína í þessu efni fylgdu hinir viðskiptabankarnir í kjölfarið og lífeyrissjóðirnir að verulegu leyti einnig. Það sem er hér að gerast varð- andi íbúðalánin er fyrsti áþreifan- legi votturinn um raunverulega samkeppni milli viðskiptabank- anna. Í kjölfar þess að bankarnir buðu 4,4% vexti á íbúðalánum til- kynnti Íbúðalánasjóður að vextir á lánum hans yrðu 4,3%. Þá tilkynntu bankarnir að þeir lækkuðu sig í 4,2%! Spurningin er sú hvort þetta vaxtastríð heldur áfram.Og hvaða áhrif hefur þetta á Íbúðalánasjóð og verð á fasteignum? Þær raddir hafa heyrst, að engin þörf sé lengur fyrir Íbúðalánasjóð úr því, að bank- arnir geti boðið sömu kjör og hann. Ég er ekki sammála því. Ég tel, að Íbúðalánasjóður sé nokkurs konar öryggisventill á sviði íbúðalána. Enginn vafi er á því, að vaxtalækk- un Íbúðalánasjóðs 1. júlí sl. á stóran þátt í vaxtalækkun bankanna. Og engin trygging er fyrir því, að bankarnir muni bjóða áfram lága vexti á íbúðalánum ef Íbúðalána- sjóður hætti starfsemi sinni. Bank- arnir gætu þá hæglega haft samráð um það að hækka vextina á ný. Dæmi eru um slíkt samráð á öðrum sviðum viðskiptalífsins, t.d. í olíu- viðskiptum. Bankarnir þurfa að sanna sig í þessu efni á löngum tíma. Bankarnir setja ströng skilyrði fyrir því að menn geti fengið íbúða- lán hjá þeim. Eitt stærsta skilyrðið er það, að menn séu með öll sín við- skipti hjá hlutaðeigandi banka. Íbúðalán bankanna verða að vera á 1. veðrétti en það þýðir og það er skilyrði, að menn greiði upp lán sín hjá Íbúðalánasjóði ef þeir vilja taka íbúðalán hjá bönkunum. En geri þeir það geta þeir fengið að láni 80% af verðmæti húseignar. Þetta þýðir mikla hækkun á íbúðalánum. Lánin hafa verið að hámarki 9,7 millj. kr. hjá Íbúðalánasjóði en geta farið í 20- 30 millj. kr. til kaupa á verðmætustu eignum. Raunar er það ekki skilyrði að menn séu að kaupa eign heldur er nóg að þeir hafi nægileg veð á 1. veðrétti. Menn verða að hafa launa- reikning í viðkomandi banka og upp- fylla nokkur önnur skilyrði. Ein fjár- málastofnun veitir þó hin nýju íbúðalán án þess að setja nokkur skilyrði önnur en að menn hafi næg veð en það er Frjálsi fjárfestingar- bankinn. Leiðir þetta aukna framboð á hagstæðum íbúðalánum til hækk- unar á verði fasteigna? Samkvæmt venjulegum hagfræðilögmálum ætti það að gerast. ■ 19LAUGARDAGUR 4. september 2004 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN VAXTALÆKKUN BANKANNA AF NETINU pottaplöntuútsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 57 17 09 /2 00 4 999 kr. Orkideur 20-50% afsláttur af öllum pottaplöntum Erikur, 3 stk. Erikur í útiker og kirkjugarða 999 kr. Haustlaukarnir eru komnir Blöðrur út í loftið Bandaríski repúblikanaflokkurinn heldur flokksþing í New York um þessar mundir. Eflaust velta margir fyrir sér tilgangi þingsins, þar sem einna helst virðist lögð ofuráhersla á að sleppa sem flestum blöðrum í loftið og klappa eftir að ræðu- maður hefur talað þindarlaust í eina mín- útu með tilheyrilegum ,,gung-ho“ frös- um. Síðan mætir forsetaefnið sjálft eftir viðbjóðslegt hól frá fyrri ræðumönnum og er þá hátindi flokksþingsins náð. HFÞ á murinn.is Vændishverfi Sum lönd hafa tekið uppá því að hafa sér hverfi fyrir vændisstarfsemi og frægast þeirra er hið svokallaða „Rauða hverfi“ í Amsterdam. Þetta hefur verið gert í fleiri hollenskum borgum og þessi hverfi vöktuð reglulega. Í sumum borg- um er vændiskonum gert að skrá sig sér- staklega og notkun sterkra eiturlyfja er bönnuð á þessum afmörkuðu svæðum. Þremur hverfum í Hollandi hefur þó nú verið lokað vegna þess að þau hafa verið orðin troðfull af vændishúsum sem farandverkamenn komu upp vegna bágs félagslegs ástands og vegna ólöglegra innflytjenda sem stunda þar vændi. Fleiri hverfi virðast ætla að fylgja í kjölfarið. Ragnhildur Ragnarsdóttir á uf.xf.is Þjóðminjasafnið Opinber stefna ríkisstjórnarinnar er að einkarekin fyrirtæki taki meiri þátt í að fjármagna menningarviðburði. Það er þó umhugsunarefni að jafnvel þegar þjóðin stendur frammi fyrir því að stærsti á- þreifanlegi hluti menningar hennar er lokaður niðri í kompum vegna fjárskorts taki heil sex ár að fá fjármagn frá einka- aðilum til að opna safnið. Enn meira umhugsunarefni er þó að þjóðkjörnir fulltrúar okkar sem fara með æðsta vald landsins sinni ekki þeirri ábyrgð sinni að hafa dýrgripi okkar í þannig umgjörð að við getum farið og skoðað þá. Þótt ákveðnir aðilar vilji meina annað hlýtur ábyrgðin að vera þeirra. Anna Tryggvadóttir á uvg.is Athafnafrelsi dýrmætt Ég er þeirrar skoðunar að „opinbert handafl“ eigi að skipta sér sem allra minnst af viðskiptalífinu. Verst af öllu er að hefja nornaveiðar, setja upp kvóta- kerfi um hvað hver megi gera, höft og hömlur á það hvað hver megi eiga. Frelsi til athafna er dýrmætt og það þurfa að vera mjög sannfærandi rök til að skerða þennan rétt allra. Samkeppnislög eru þegar fyrir hendi og við eigum að nota þau. Það er engin ástæða til að ganga lengra en nágrannalöndin. Ég er ánægð- ur með að nefnd Valgerðar gekk ekki lengra. Jón G. Hauksson á heimur.is Stakkaskipti Eftir að íslensku bankarnir sluppu úr hamlandi umhverfi ríkisrekstrar og tak- markanir á fjármagnsflutninga milli landa voru afnumdar, hefur íslenskur fjármagns- markaður tekið stakkaskiptum.Ý Vöxtur og velgengni íslenskra banka á undan- förnum árum er eitt besta dæmi sem sést hefur lengi hvernig einstaklingar ná al- mennt betri árangri í fyrirtækjarekstri en hið opinbera. Skemmst er að minnast Búnaðarbankans gamla sem á fáum árum hefur vaxið frá því að vera miðlungsstór íslenskur banki í það að vera tíundi stærsti banki Norðurlanda. Ýmir Örn Finnbogason á frelsi.is Gott útspil bankanna í vaxtamálum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.