Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 24
Nýi smábíllinn Renault Modus hefur hlotið fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstrarprófunum Euro NCAP en enginn bíll hefur áður náð þeim ár- angri í flokki smábíla. Hlaut hann fjórar stjörnur af fimm mögulegum fyrir öryggi barna sem er einn besti árangur í flokki smábíla til þessa. At- hygli vekur að smábíll nái þessum árangri þar sem í hugum margra eru það frekar stórir bílar sem þykja öruggir. Samkvæmt upplýsingum Euro NCAP er það fyrst og fremst spurning um hönnun viðkomandi bíls sem skiptir máli en ekki stærðin. Modus er væntanlegur á markað hér á landi í mars á næsta ári en um það leyti fer hann á markað á öllum Norðurlöndunum. Í heimalandinu Frakk- landi fer frumkynningin á honum fram núna í sept- ember. ■ Sjö manna Mitsubishi Grandis er til kynningar hjá Heklu þessa dagana. Grandis kemur með öflugri 2.4 lítra, 165 hestafla bens- ínvél. Mitsubishi Grandis er þriðji nýi bíllinn frá Mitsubishi á tveimur árum en áður komu á markað Mitsubishi Lancer og Mitsubishi Outlander. Á árinu hefur sala á Mitsubishi rúmlega tvöfaldast og er markaðshlutdeild Mitsubishi nú tæp 5%. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Kia Cerato er fjölskyldubíll af minni gerðinni eða smábíll af stærri gerðinni eftir því hvernig er á málin litið, bíll í svipuðum stærðarflokki og til dæmis Toyota Corolla og Volkswagen Golf. Bíll- inn fæst í tveimur útfærslum, fimm dyra og fjögurra dyra með skotti. Báðir bílar fást bæði bein- skiptir og sjálfskiptir og á næsta ári er væntanlegur dísilbíll. Bíllinn sem ekinn var til reynslu var fimm dyra og sjálf- skiptur. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í bílinn eru sætin. Þau eru stíf og halda vel við en nánast ekkert löguð að líkamanum eins og algengast er. Þetta gerir að verkum að bíllinn getur hentað vel stóru og sveru fólki sem hreinlega passar ekki í sæti á mörgum bílum. Sætin eru engu að síður ágætlega þægileg, að minnsta kosti á styttri vega- lengdum. Bíllinn er allur hinn þægileg- asti í viðmóti, stýrið er lipurt og beygjuradíusinn ágætur þannig að að akstur innanbæjar var í alla staði góður. Sömuleiðis var gott að aka honum á malbikuðum þjóðvegi og hann fór áreynslu- laust upp í hámarkshraða á veg- um og vel fór um alla á þeim hraða. Þegar á mölina var komið reyndist hann þó eilítið lausari í rásinni en þægilegt má teljast. Innréttingar eru einfaldar og aðgengilegar. Þar er ekkert prjál en allt sem mann vanhagar um. Stýrið er þægilegt, hiti er í fram- sætum sem einnig eru hæðar- stillanleg og í honum er að finna hólf og glasahaldara eins og tíðkast. Í bílnum eru líka hlutir sem ekki endilega eru staðalbún- aður í bílum, eins og álfelgur og rafmagnsinnstunga í farangurs- rými. Kia Cerato er bíll með öllu því sem til er ætlast, loftpúðum, diskabremsum og spólvörn, svo nefnd séu öryggisatriði. Þrátt fyrir þetta verður verðið að vera hagstætt. Þetta er því bíll sem óhætt er að mæla með fyrir borgarbúa, allt upp í litlar fjölskyldur, sem kjósa að verja ekki miklu fé í bif- reiðir og ekki er ástæða til ann- ars en að ætla að kaupin séu góð miðað við reynsluna af þeim Kia- bílum sem hafa verið lengur á markaði en Kia Cerato. steinunn@frettabladid.is [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Aprilia Tuonon Racing Tryllitæki vikunnar er 2004 árgerðin af Aprilia Tuonon Racing eða Kapp- akstursþruman. Þessi hjól voru smíð- uð í þeim tilgangi að gera þau lögleg í keppni og því er þetta hjól með mun meiri búnaði en hefðbundin hjól. Til að hjólið sé löggilt í keppni þarf það að vera framleitt fyrir almennan mark- að. Hjólið er númer 38 í framleiðslu- línunni en hjólin eru framleidd eftir eftirspurn. Þetta hjól er töluvert dýrara en Standard útgáfan og kostar 2.252.000 kr. Eigandinn, Unnar Már Magnússon, flytur inn Apriliahjól á Ís- landi og langaði að eiga sérstakt og öðruvísi hjól svo hann fjárfesti í þessu. Allt plast á hjólinu er úr koltrefjum (carbon fiber) og því fylgir auka hlífa- sett fyrir keppnir, auka pústkerfi og tölvukubbur fyrir innspýtingu og ýmis- legt annað til að gera það keppnis- hæft. Aukahlífasettið er án ljósa svo það er bara hægt að hafa það í keppni og neðri hlífin er svo stór að það er ekki pláss fyrir standara. Hjólið er 130 hestöfl, 175 kg og 1000 cc. Það er búið Öhlins fjöðrunarkerfi og felg- urnar eru OZ racing. Það er ólíkt öðrum hjólum að því að leyti það er með motocross stýri svo ásetan er mjög upprétt sem gerir það tilvalið í allskonar áhættuakstur og sýningar. Þessi hjól eiga heimsmetið í því að vera bara á framdekkinu (öfugt prjón), 255 metra. ■ Ekið á Kia Cerato: Lipur borgarbíll Kia Cerato Beinskiptur 1.690.000 kr. Sjálfskiptur 1.790.000 kr. Renault Modus: Öruggasti smábíllinn Renault Modus er fyrsti fimm stjörnu smábíllinn. Kia Cerato er góður kostur fyrir minni fjölskyldur í þéttbýli. Skottið er rúmgott. Aðstaða fyrir aftursætisfarþega er góð. Ljósin gefa bílnum nútímalegt útlit. Þægilegt stýri og mælaborð. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.