Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 46
34 4. september 2004 LAUGARDAGUR Við þökkum... ...Ívari Ingimarssyni kærlega fyrir að draga sig úr íslenska landsliðs- hópnum fyrir leikinn gegn Búlgörum. Síðast þegar Ívar lék í vörn íslenska liðsins fékk liðið á sig níu mörk í tveim leikjum og Ívar átti stóran hlut að máli í mörgum þeirra. Með hann fjarverandi þurfum við ekki að óttast stórtap gegn Búlgörum. Heill sé þér, Ívar. “Það yrði svo sannarlega „gaman að vera skemmtilegt” að komast út.” Hlynur Bæringsson vitnar í Einar Bollason í viðtali við DV. sport@frettabladid.is DSC-W12 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 2.5" litaskjár (123K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.799 krónur í 12 mánuði* eða 57.588 krónur DSC-P73 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur Besta myndavél í heimi -fæst í Kringlunni Opið alla helgina *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 4.999 krónur í 12 mánuði* eða 59.988 krónur **Sony Cyber-shot DSC-T1 fékk hin virtu EISA verðlaun fyrir árið 2004. Nýja netta Sony Cyber-shot DSC-T1 heillaði dómnefndina, enda útbúin eiginleikum sem vanalega finnast aðeins í stærri myndavélum. Vélin er 5 milljón pixlar og með Carl Zeiss 3x aðdrátt sem er ótrúlegur. Hún er mjög meðfærileg sem leyfir þér að framkvæma skemmtilegar og skapandi myndatökur. Þrátt fyrir einstaka smæð er Sony Cyber-shot DSC-T1 með 2.5” hágæða LCD skjá. Þessi myndavél hefur fagmannlegt yfirbragð og er gerð úr riðfríu stáli. BERBATOV Dimitar Berbatov er hættuleg- asti leikmaður Búlgara. Leikurinn í dag: Búlgarar sterkir FÓTBOLTI Búlgarska landsliðið í knattspyrnu, sem mætir því ís- lenska á Laugardalsvelli í dag, er vel mannað. Sterkasti leikmaður liðsins og sá hættulegast er Dimit- ar Berbatov, leikmaður Bayer Leverkusen. Berbatov hefur verið með markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar undanfarin ár og skoraði meðal annars tvö mörk í 4-0 sigri Leverkusen á Bayern München fyrir skömmu. Stilian Petrov, miðvallarleik- maður Celtic, ætti að verq knatt- spyrnuáhugamönnum að góðu kunnur sem og varnarmaðurinn Radostin Kishishev sem leikur með Hermanni Hreiðarssyni hjá Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Í liðið vantar þó sterka leikmenn, þar á meðal Marian Hristov og Martin Petrov sem eru meiddir. Þá er Georgi Peev í leikbanni. Þjálfari Búlgara er þó líklega frægastur þeirra allra en það er sjálfur Hristo Stoichkov sem lék meðal annars með Barcelona á Spáni. FÓTBOLTI Ísland mætir Búlgaríu í dag klukkan fjögur á Laugardals- velli í forkeppni heimsmeistara- mótsins sem fram fer í Þýska- landi árið 2006. Hinn heimsfrægi knattspyrnu- maður Hristo Stoichkov er þjálf- ari búlgarska liðsins. „Við óttumst ekki neitt hér á Ís- landi nema hugsanlega veðrið,“ sagði Stoichkov á blaðamanna- fundi sem haldinn var í gær. Búlgarskir blaðamenn spurðu landsliðsþjálfarann nánast ein- göngu út í Eið Smára Guðjohnsen og virtist sem þeir óttuðust hann mjög. Stoichkov svaraði því til að búlgarska liðið myndi leika sinn venjulega leik og að það yrði ekki settur yfirfrakki á Eið Smára. Riðill Íslands er mjög sterkur en auk Búlgaríu má þar finna Króatíu og Svíþjóð. Markmið búlg- arska þjálfarans eru samt skýr. „Við ætlum að vinna riðilinn. Þeir sem þekkja til mín vita að ég sætti mig ekki við neitt annað en sigur í því sem ég tek mér fyrir hendur,“ sagði Stoichkov, sem virðist ekki hafa misst neitt af sjálfstraustinu frá því að hann lék með Barcelona og búlgarska landsliðinu. Ísland mætir Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins: Frakkalaus Eiður Smári Laugardalsvöllurinn: Gott gengi heima fyrir FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu átta leikjum sínum á Laugardalsvelli í undankeppni stórmóts. Liðið hefur unnið fimm af þessum leikjum og er markatalan 13-5, Íslandi í vil. Íslendingar hafa lagt Tékka, Möltumenn, Norður-Íra, Litháa og Færeyinga að velli í síðustu tveimur undankeppnum. Eini tapleikurinn á heimavelli síðan 2000 var gegn Skotum í fyrsta leik undankeppni Evrópu- mótsins í Portúgal. Skotar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.