Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 38
Seint í júlímánuði birtist frétt hér í Fréttablaðinu þar sem fróðir menn spáðu því að mikill geit- ungafaraldur yrði hér á landi í ágúst. Af einhverjum ástæðum varð aldrei neitt úr þessum far- aldri. Geitungarnir létu ekki sjá sig. „Geitungarnir hurfu á fáeinum dögum í byrjun ágúst. Þetta hvarf eins og fingrum væri smellt,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur. Þetta óvænta geitungahvarf hefur valdið Erlingi miklum heila- brotum, enda er þarna um mjög óvenjulegan atburð að ræða. „Það þykir fréttnæmt þegar þorskstofninn hrynur,“ segir hann. Sjálfur lumar hann á kenn- ingu, eða skýringartilgátu, um orsakir þessa mikla atburðar í sögu geitunganna hér á landi. „Eins og menn vita var frekar úrkomusamt í kringum verslun- armannahelgina. Að vísu hafa geitungar hingað til þolað úr- komu, það er ekki vandamálið. En jarðvegurinn blotnaði hressi- lega og svo kom hitabylgja í kjöl- farið, sem var meiri en en við eigum að venjast, og hún stóð í marga daga. Jarðvegurinn varð því bæði rakur og hlýr, og þar hafa að öllum líkindum náð sér á strik bæði sveppir og gerlar, líf- verur sem við sjáum að öllu jöfnu ekki. Holugeitungar eru oftast með bú í jörðu og ég sé fyrir mér að þessar lífverur gætu hafa lagt undir sig búin.“ Standist þessi kenning var sem sagt of heitt og of rakt á Íslandi til þess að geitungar fengju þrifist hér. Úr því verður þó væntanlega aldrei hægt að skera með óyggj- andi hætti. Önnur spurning, sem Erlingur bíður spenntur svara við, er svo hvað verður um geitungastofninn næsta sumar. „Ég held að bú sem eru í hús- þökum og slíku hafist reyndar betur við. En þetta var mikil blóð- taka fyrir stofninn, þótt honum hafi ekki verið útrýmt.“ ■ GEITUNGUR Í BÚI SÍNU Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur að sveppir og gerl- ar hafi náð yfirhöndinni og eytt geitunga- stofninum hér á landi að miklu leyti. 30 15. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Stökkpallar hafa verið reistir, með aðstoð gröfu, í Öskjuhlíðinni, rétt hjá Nauthólsvík þar sem ungir ofurhugar hyggjast reyna fyrir sér á BMX-hjólum. „Við erum búnir að reisa tvo stóra palla og nokkra minni og ætl- um að vera með uppákomu á laug- ardaginn kemur,“ segir Ingólfur Olsen, einn þeirra sem standa að byggingu pallanna. „Þetta verður ekki beint keppni heldur geta allir komið og sýnt hvað í þeim býr. Kannski munum við þó verðlauna þann sem þykir skara fram úr. Við gerum þetta til að kynna íþróttina en hún er ekki vel þekkt hér heima.“ Ingó hefur verið liðtækur í ofur- hugaíþróttunum og hefur meðal annars keppt á AK-Extreme snjó- brettamótunum á Akureyri þar sem meðal annars er stokkið af fimm metra palli í Gilinu. Spurður hvort BMX-hjólin séu ekki löngu dottin úr tísku sagði Ingó: „Þau hafa kannski aldrei dáið en þau liggja stundum í dvala. Þau eru kannski svolítil tískubylgja svona eins og hjólabrettin. Það eru margir sem eiga svona hjól, það vantar bara alla aðstöðu fyrir þau.“ BMX-hjólreiðakapparnir sýna alls kyns listir á hjólunum – sleppa höndum og fótum í stökkunum, snúa sér í 360 gráður og fara jafn- vel í heljarstökk aftur á bak. „Það er ekki víst að við getum farið helj- arstökk aftur á bak en hver veit nema við reynum,“ segir Ingó hlæjandi en auk BMX-hjólreiða- kappanna munu fjallahjólamenn sýna listir sínar. BMX-dagurinn verður sem fyrr segir haldinn á laugardaginn kem- ur og hefst klukkan þrjú. ■ HJÓLREIÐAR SNÚNINGUR OG HELJARSTÖKK ■ Á BMX-degi í Öskjuhlíð. GEITUNGAR OF HEITT OG RAKT ■ Í byrjun ágúst hurfu geitungarnir eins og hendi væri veifað. INGÓLFUR OLSEN Er einn þeirra sem standa að BMX-deginum. STOKKIÐ HÁTT BMX-kapparnir leika ýmsar listir á hjólunum en það getur verið stórhættulegt. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Fáðu flott munnstykki í dag Ruth frumsýnd Þreytt, hálflasin og í tímaþröng Frjósemi í stjórnarráðinu Ritari Davíðs ófrískur Strokupilturinn Mamma segir að búið sé að eyðileggja hann RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 59.750 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR Lárétt: 2 skatt, 6 í röð, 8 þannig, 9 augn- hár, 11 varðandi, 12 aldan, 14 hirsla, 16 hvað?, 17 herbergi, 18 vitlausi, 20 ein- kennisstafir, 21 sauðfjárveiki. Lóðrétt: 1 ganga, 3 tónn, 4 hlífðarfatið, 5 kynningarfyrirtæki, 7 skaddaði, 10 fjandi, 13 nautnalyf, 15 drykkjumann, 16 fram- hjátekt, 19 hreyfing. Lausn: Lárétt: 2vask,6ab,8svo,9brá,11um, 12báran,14kista,16ha,17sal,18óði, 20nk,21riða. Lóðrétt: 1labb,3as,4svuntan,5kom, 7brákaði,10ári,13ass,15alka,16hór, 19ið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VAGeitungahvarfið upplýst? Heljarstökk aftur á bak Guð minn góður! Ég er fullorðinn maður og hleyp um í frumskóginum á nærbuxunum einum! Hvað er ég að HUGSA? ■ IMBAKASSINN Eftir Frode Överli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.