Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 24
2 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Fredrik Ljungberg – Arsenal (Englandi) Zlatan Ibrahimovic – Juven Henrik Larsson – Barcelona (Spáni) Fæddur: 20. september 1971 í Helsingborg Hæð: 178 cm Þyngd: 75 kg Landsleikir/mörk: 81/29 Fyrsti landsleikur: Gegn Svíþjóð 13. október 1993 Önnur félög: Högaborgs BK -1991, Helsingborgs IF ‘92-’93, Feye- noord ‘93-’97, Celtic ‘97-’04 Titlar: Skoskur meistari (4), skoskur bikarmeistari (2), hollensk- ur bikarmeistari (2). Skoðanir Larssons á heimasíðu sænska sambandsins: Uppáhaldsleikmaður: Pelé Uppáhaldslið: Tottenham Besti sænski íþróttamaður frá upphafi: Ingmar Stenmark Besti íþróttamaður frá upphafi: Carl Lewis Besti sænski knattspyrnumaðurinn: Fredrik Ljungberg Besti knattspyrnumaður heims: Thierry Henry Besti knattspyrnumaður allra tíma: Pelé Aðrar íþróttir sem hann hefur spilað: Bandí og handbolti Sænski landsliðsþjálfarinn segir: „Hann er alhliða knattspyrnu- maður sem hefur enga veikleika. Hans sterkustu hliðar eru marka- skorun, ótrúlegur hreyfanleiki og stórkostlegur leikskilningur bæði í sókn og vörn. Hann er umfram allt mikill liðsspilari.“ Fæddur: 3. október 1981 í Malmö Hæð: 192 cm Þyngd: 84 kg Landsleikir/mörk: 31/14 Fyrsti landsleikur: Gegn Færeyjum Önnur félög: FBK Balkan -1994, Mal Titlar: Hollenskur meistari (2), holle Skoðanir Ibrahimovic á heimasíð Uppáhaldsleikmaður: Ronaldo Uppáhaldslið: Ekkert Besti sænski íþróttamaður frá u Besti íþróttamaður frá upphaf Besti knattspyrnumaður heim Besti knattspyrnumaður allra Aðrar íþróttir sem hann hefu Sænski landsliðsþjálfarinn seg tækni sem er dæmigerð fyrir Svía. Han hreyfanleika og liðssamvinnu á þessu á og skotið á markið.“ Fæddur: 16. apríl 1977 í Vittsjö Hæð: 176 cm Þyngd: 75 kg Landsleikir/mörk: 48/6 Fyrsti landsleikur: Gegn Bandaríkjunum 24. janúar 1998 Önnur félög: Halmstads BK -1998 Titlar: Sænskur meistari (1), sænskur bikarmeistari (1), enskur meistari (2), enskur bikarmeistari (2). Skoðanir Ljungbergs á heimasíðu sænska sambandsins: Uppáhaldsleikmaður: Jonas Thern og Socrates Uppáhaldslið: Halmstads BK Besti sænski íþróttamaður frá upphafi: Björn Borg Besti íþróttamaður frá upphafi: Wayne Gretzky Besti sænski knattspyrnumaðurinn: Henrik Larsson Besti knattspyrnumaður heims: Zinedine Zidane Besti knattspyrnumaður allra tíma: Maradona Aðrar íþróttir sem hann hefur spilað: Handbolti og íshokkí Sænski landsliðsþjálfarinn segir: „Hann getur í rauninni allt í fót- bolta. Það sem hann vantar kannski helst er að vera sterkur í loftinu. Hann er vinnusamur leikmaður sem er í frábæru formi í bland við afbragðs leikskilning. Hann er bæði fljótur og með gott úthald, sem er sjaldgæft.“ Grenoli-tríóið sló í gegn með ítalska stórliðinu AC Milan á sjötta áratugnum: Fræknustu leikmenn í sögu Svía Það kannast kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn utan Sví- þjóðar í dag við Grenoli-tríóið, en í heimalandinu eru þeir goðsagnir sem allir þekkja hálfri öld eftir að þeir hættu að leika knattspyrnu. Sömuleiðis eru þeir goðsagnir á Ítalíu þar sem þeir léku saman í liði AC Milan á sjötta áratugnum. Æv- inlega þegar Svíar velja bestu knattspyrnumenn allra tíma, raða þeir sér í hóp efstu manna. Svíar hafa auðvitað átt ýmsa frábæra leikmenn síðustu hálfa öldina en sennilega er það ekki fyrr en nú, með tilkomu tríósins Henke, Freddy og Zlatan, að stöðu Grenoli- tríósins á toppi sænska listans er verulega ógnað. GRE- Gunnar Gren þótti e.t.v. besti alhliða leikmaðurinn í tríóinu. Leik- inn og klókur leikmaður með mikla yfirsýn og nefndu Ítalirnir hann af þeim sökum prófessorinn. Gren leiddi lið Svía til Ólympíumeistara- titils 1948 (Nordahl mátti ekki spila því hann var orðinn atvinnumaður) og frammistaða hans þar varð til þess að hann gekk til liðs við AC Milan ári síðar. Þar lék hann í 8 ár og vakti mikla aðdáun fyrir ótrú- legt baráttuþrek. Gren var í silfur- liði Svía sem tapaði úrslitaleiknum á HM 1958 fyrir Brasilíu, þá orðinn 37 ára gamall, sem þótti með ólík- indum hár aldur fyrir fótboltamann í fremstu röð í þá tíð. Gren var einn af þjálfurum Juventus er liðið varð Ítalíumeistari 1961 en annars var ferill hans eftir fótboltann enda- slepptur. Hann lést 1991. -NO- Gunnar Nordahl var þremenn- inganna fyrstur í víking og gekk til liðs við Milan 1948. Þar tók hann til óspilltra málanna og var næsta ára- tuginn ævinlega í hópi markahæstu manna. Fimm sinnum varð hann markakóngur í Serie A og enn þann dag í dag er hann markahæsti leik- maður í sögu AC Milan, með 210 mörk. Hann lék síðustu tvö árin með Roma og bætti þar 15 mörkum við og 225 mörkin hans í Serie A gera hann að næstmarkahæsta manni allra tíma. Þegar aðdáendur AC Milan völdu lið aldarinnar um síðustu aldamót var Nordahl efstur á blaði meðal framherja – töluvert á undan Hollendingnum Marco van Basten. Nordahl þjálfaði nokkur lið í Svíþjóð er hann kom heim úr at- vinnumennsku og var kunnur sjón- varpsmaður. Hann lést 1995. -LI Niels Liedholm var glæsilegur á leikvelli, hár og hnarreistur, mikill leiðtogi og fyrirliði. Viðurnefnið baróninn var engin tilviljun og Liedholm er í hópi dáðustu persónuleika síðustu aldar í ítalskri knattspyrnu. Það er ekki síst fyrir afrek hans sem þjálfara en hann leiddi AC Milan til meistaratitils 1979 og AS Roma 1983. Liedholm hljóp undir bagga vorið 1997 og stýrði Roma um skeið, þá orðinn 75 ára gamall. Honum fannst skemmtilegt að stýra hinum efni- legu ungmennum Roma og þótti Francesco Totti mesta efni sem hann hafði þjálfað. Totti hefði ef- laust haft gott af frekari leiðsögn barónsins, sem ævinlega var séntil- menni fram í fingurgóma. einarlogi@frettabladid.is Gunnar Gren Gunnar Nordahl Niels Liedholm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.