Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 06.10.2004, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Splunkunýjar upplýsingar! Aldrei þessu vant komu splunku-nýjar og stórmerkilegar upplýs- ingar fram í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Að vísu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra enda hafði hún áður birst í fjölmiðlum, heldur í hinni vel undirbúnu og vönduðu ræðu sem hinn nýi utanríkisráð- herra flutti á svo sannfærandi hátt að allir hlutu að hrífast með. Þessar splunkunýju upplýsingar sönnuðu svo að ekki var um villast að engin ástæða er til þess að biðjast afsök- unar á því að taka þátt í stríðinu í Írak – nema síður sé. UTANRÍKISRÁÐHERRANN upplýsti okkur um að í stað þess að styrjaldarástand ríki enn í Írak er nú friður og velsæld á 795 stöðum í landinu; aðeins á 5 stöðum (því að Írak samanstendur af samtals ná- kvæmlega 800 stöðum eins og allir vita) er einhver ókyrrð sem Banda- ríkjaher er að bæla niður af mikilli lipurð. ÞETTA ERU sannarlega góðar fréttir. Og þungu fargi létt af þeim mörgu sem hafa haft áhyggjur af því að um 20 mismunandi and- spyrnuhreyfingar í Írak, Súnní- múslimar, Sjítar, Kúrdar, Baath- flokksmenn, kommúnistar, öfga- sinnar og trúleysingjar standi allir sem einn maður í blóðugu stríði við innrásarherinn í Samarra, Tikrit, Al-Dur og Mósúl; í fátækrahverf- unum í Al-Sadr-borg, í Al-Shulah, Al-Falluja, Ninwi, Divali, Arbil og Karkuk; í Basra, Ramadi, Nasirija – og í höfuðborginni Bagdad. ÞAÐ ERU mikil gleðitíðindi að friður skuli nú ríkja á nákvæmlega 795 af þeim 800 stöðum sem í Írak er að finna, og ómetanlegt að ís- lenski utanríkisráðherrann skuli vera svona vel upplýstur um ástandið þar eystra. Þeir sem gagn- rýndu á sínum tíma innrásina í Írak ættu því að sjá sóma sinn í að biðja utanríkisráðherrann afsökunar um leið og þessar splunkunýju upplýs- ingar hans hafa verið staðfestar af alþjóðasamfélaginu – sem verður auðvitað á næstu dögum – því að enginn pólitíkus getur verið svo vit- laus eða hrokafullur að hann láti sér detta í hug að skrökva að Alþingi og þjóðinni – þá yrði hann óhjákvæmi- lega að taka pokann sinn með skömm. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.