Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 46
34 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Stoppleikhópurinn hefur aflýst næstu þremur sýningum á Hrafn- kelssögu Freysgoða þar sem ann- ar leikara verksins þrírifbeins- brotnaði á föstudag þegar hann var að taka til eftir frumsýning- una. „Við vorum að taka til eftir sýninguna í Tjarnarbíói og ég var að þvælast bak við drappering- arnar þegar ég gekk ofan í gat sem þar er,“ segir leikarinn Sigur- þór Albert Heimisson. „Þetta er svona stigagat þar sem fastur stigi liggur niður undir sviðið. Ég hrundi hálfur niður gatið, þeim megin sem stiginn er ekki, og lenti með síðuna á kantinum efst í opinu.“ Sigurþór meiddist talsvert við fallið. Hann hefur þó ekki leitað til læknis en finnur rifbeinin smella á þremur stöðum hið minnsta. „Þetta var mjög sárt,“ segir leikarinn. Fyrirhuguðum sýningum á Hrafnkelssögu í þessari vikur hefur verið aflýst. Sigurþór von- ast þó til að þær geti hafist í næstu viku. „Ég vona að ég verði orðinn nógur góður til að sýna aft- ur eftir helgi. Það verður ákveðið tap á sýningunni en ég verð að ná heilsu áður en ég fer að hamast aftur,“ segir Sigurþór. Rifbeinsbrotni leikarinn kenn- ir framsögn og ræðumennsku í Tækniháskólanum. Hann lét meiðslin ekki aftra sér frá því að mæta í kennslu á mánudag. „Við höfum verið að gera radd-, upphit- unar- og öndunaræfingar og það tók svolítið í. Sérstaklega önd- unaræfingarnar þegar við fylltum lungun af lofti, þá tók rifjahyskið svolítið í,“ segir Sigurþór, sem vonast til að geta hafið sýningar á Hrafnkelssögu Freysgoða að nýju í næstu viku. kristjan@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Jafnar sig á heilsuhælinu í Hveragerði Einar Oddur slapp betur en Clinton frá hjartasviða Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Vestmannaeyjar Nexus stendur fyrir Yu-Gi-Oh spilamóti í Dótabúðinni í Smára- lind í dag klukkan 15. Spilið er í rauninni teiknimyndasaga, safn- kortaspil og tölvuleikur allt í senn og var fundið upp árið 1997 sem svar leikjaframleiðandans Konami við Pokémon frá Nin- tendo. Hugmyndin er úr sam- nefndri japanskri myndasögu sem hafði birst um nokkurt skeið í vikuritinu Shonen Jump. Höfundur myndasögunnar, Kazuki Takahashi bjó til safn- kortaspil í einni sögunni og ákváðu framleiðendur spilsins að nota það sem grunn að fram- leiðslu sinni. Yu-Gi-Oh er jafn- vel vinsælla en Pokémon í Japan og hefur nú þegar herjað á Bandaríkin og Evrópu og varð þess fyrst vart á Íslandi fyrir tveimur árum. Spilið er byggt upp að mörgu leiti eins og sjónvarpsþátturinn og gengur út á að eyða stigum hjá andstæðingnum. 15 manns hafa þegar skráð sig í mótið og búist er við fleirum. Þetta er annað mótið af þessu tagi sem Nexus stendur fyrir. „Við reynum að halda svona mót annars staðar en í Reykja- vík því stundum er erfitt fyrir krakkana að koma alla leið hing- að niður í bæ,“ segir Gunnar Jörvi Ásgeirsson, afgreiðslu- maður í Nexus. ■ YU-GI-OH SPIL Eru orðin gríðarlega vinsæl og slá jafnvel Pokemon-brjálæðinu við. STOPPLEIKHÓPURINN: ÞARF AÐ AFLÝSA NÆSTU SÝNINGUM VEGNA MEIÐSLA LEIKARA Rifbeinsbrotnaði við tiltekt Davíð kom mest á óvart „Ég veit að ég er ólíkur þorra fólks að því leyti að ég hef gaman af umræðum á Alþingi. Ég fylgdist með um- ræðunum allan tímann og stóð einungis upp til að ná í kók og snakk. Mér þóttu um- ræðurnar í heild nokkuð góðar. Það var kannski Davíð sem kom hvað mest á óvart. Hann sýndi á sér ljúfu hlið- ina sem fer honum afskap- lega vel. Halldór var form- fastur og í raun og veru kom ekkert sérlega nýtt fram í hans máli. Steingrímur er skemmtilegur ræðumað- ur og Össur átti líka sína spretti. Ég heyrði í útvarpi að verið var að ræða um að það hefðu einungis ver- ið konurnar sem viku að jafnréttismálum, sem hafa verið mikið í deiglunni. Manni finnst eins og konurn- ar séu dálítið einar í því baráttumáli.“ Davíð stal senunni „Það sem stóð upp úr af því sem ég sá var ræða Davíðs þar sem hann lét góð orð falla í garð stjórnarandstöðu og forsetans. Manneskjuleg og hlýleg ræða sem Davíð flutti blaðlaust og vel. Þetta var óvænt og nánast eins og kveðjuræða. Steingrímur J. var fyndnastur en þessi brandari verður vart notaður aftur. Það var fátt óvænt í ræðu Halldórs Ásgrímssonar. Maður hálf vorkennir forsætisráðherr- anum. Síðastliðinn mánudags- morgun stal DV af honum ræð- unni og um kvöldið stal Davíð senunni. Guðjón Arnar verður að fara á ræðunámskeið; það gengur ekki hjá flokksforingja að þusa svona út úr sér ræð- unni í eintóna tryllingi. Össur gerði þetta vel. Ég lét mér nægja að horfa á foringjana og því ekki dómbær á annað.“ Ótrúleg orð forsætisráð- herra „Ég hlustaði með öðru eyr- anu, var að svæfa soninn, og heyrði til dæmis ekki ræðu Davíðs. Það er ótrúlegt að forsætisráðherra skuli í stefnuræðu sinni sjá ástæðu til að nefna jarðgöng til Siglu- fjarðar meðal samgöngubóta fyrir landsmenn, snertir lík- lega álíka marga og hraða- hindrun á Gullteignum. Jafn- framt gott að sá sami maður ætli sér að leggja áherslu á framþróun landbúnaðar- ins, ekki veitir nú af að framsóknarmenn fari að sinna þeim málaflokki. Svo er auðvitað ekkert nýtt að Steingrímur J. sé á móti skattalækkunum, slæmt til þess að vita að aðeins þeir sem greiða skatta geti notið skattalækkana.“ HVERNIG VORU ELDHÚSDAGSUMRÆÐURNAR? 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ... fær Ólafur Stefánsson fyrir að taka til greina að spila með á HM í Túnis. HRÓSIÐ Lárétt: 1 manntetur, 5 málmur, 6 ryk- korn, 7 hreyfing, 8 skelli upp úr, 9 firn, 10 hætta, 12 í röð, 13 skógardýr, 15 sólguð, 16 mæða, 18 japl. Lóðrétt: 1 ekki af okkar heimi, 2 stafurinn, 3 tveir eins, 4 nýgræðingur, 6 land, 8 mjúku skeggi, 11 sunda, 14 gort, 17 átt. Lausn. Lárétt: 1garm,5eir, 6ar, 7ið,8hlæ,9 býsn,10vá,12iíj,13elg,15ra,16raun, 18maul. Lóðrétt: 1geimvera,2aið,3rr, 4græn- jaxl,6alsír, 8hýi,11ála,14gum,17na. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hannes Smárason. Hver heildarkostnaður ríkis- sjóðs var vegna kynningarinnar. Þriðja. KRISTJÁN ÞOR- VALDSSON ritstjóri RÓBERT MARSHALL, formaður Blaðamanna- félagsins BRYNDÍS LOFTS- DÓTTIR vörustjóri Í GATI Sigurþór Albert Heimisson datt niður um gatið þegar hann var að taka til eftir frumsýningu. Stoppleikhópurinn þurfti að aflýsa þremur sýningum í kjölfarið. Keppt í Yu-Gi-Oh í annað sinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.