Fréttablaðið - 11.10.2004, Side 25

Fréttablaðið - 11.10.2004, Side 25
MÁNUDAGUR 11. október 2004 25 Engin mistök hjá Schumacher í Japan Enginn veitti heimsmeistaranum Michael Schumcher alvarlega keppni í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Eina keppnin sem eftir er í Brasilíu er nánast formsatriði. FORMÚLA 1 Hafi Michael Schu- macher lent í ógöngum í leið sinni að sjöunda heimsmeistaratitli sín- um í Formúlu 1 kappakstri að und- anförnu komst hann á rétta braut aftur með góðum sigri á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Var sigur kappans aldrei alvarlega í hættu en næstur í mark kom hinn bróðirinn, Ralf Schumacher. Keppnin í Japan var að mörgu leyti frábrugðin öðrum slíkum þar sem tímatökur og keppnin sjálf fóru fram sama daginn. Ástæðan er mikill fellibylur sem gekk yfir Japan á laugardaginn með þeim afleiðingum að vatns- elgur myndaðist víða á brautinni sem keppa átti á. Var því brugðið til þess ráðs að fresta tímatökum aðfaranótt laug- ardagsins og klára þær áður en keppnin hæfist síðustu nótt. Biðu þess vegna margir áhugamenn spenntir enda gafst ökumönnum mun minni tími til að fullprófa vélar sínar og læra á brautina en venja er. Gaf það góð fyrirheit um að óvænt úrslit gætu litið dagsins ljós en svo varð ekki. Michael Schumacher náði ráspól í tímatökunum og náði strax forystu í keppninni. Eftir það þurfti hann aldrei að líta til baka. Bróðir hans, Ralf, barðist allan tímann um annað sæti við Jenson Button hjá BAR-Honda en Button virtist aldei eiga nóg eftir til að gera alvarlega atlögu að Williams bíl Ralfs. Að keppninni lokinni mátti sjá bros læðast yfir varir Michael Schumacher en honum hefur gengið miður í síðustu tveimur keppnum. „Það sem gerði þetta forvitni- legra var óvissan um brautina vegna þess að tímatökurnar og keppnin fóru fram sama daginn. Við höfðum enga hugmynd um hvernig andstæðingar okkar hygðust bregðast við aðstæðum og við urðum að vinna okkar eigið skipulag öðruvísi en við höfum alltaf gert. Það setti strik í reikn- inginn en við vissum að með góðri byrjun þá ætti allt að ganga eftir,“ sagði Schumacher. ■ JAPANSKI KAPPAKSTURINN: Úrslit 1. Michael Schumacher Ferrari 1:24:26 2. Ralf Schumacher Williams +14.0 3. Jenson Button BAR Honda +19.6 4. Takuma Sato BAR Honda +31.7 5. Fernando Alonso Renault +37.7 Staða ökumanna Michael Schumacher, Ferrari 146 stig Rubens Barrichello, Ferrari 108 stig Jenson Button, BAR 85 stig Fernando Alonso, Renault 54 stig Juan Pablo Montoya, Williams 48 stig Staða bílasmiða Ferrari 254 stig BAR 116 stig Renault 100 stig EINOKUN Michael Schumacher sigraði kappaksturinn í Japan tiltölulega auðveldlega og heldur áfram einokun sinni í greininni. Fleiri og fleiri óttast að áhugi almennings á For- múlu 1 minnki komi ekki fram einhver sem getur veitt kappanum alvarlega keppni á brautinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.