Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 8
8 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að svokallaður matarskattur verði lækkaður úr 14 prósentum í 7 prósent. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. „Með þessu myndi matarreikningur ís- lenskra heimila verða lækkaður um fimm milljarða króna.“ Össur Skarphéðinsson segir að slík skattalækkun komi öllum þegnum landsins vel. „Hún kemur þeim hins vegar langbest sem hafa úr minnstu að spila og fjöl- skyldufólki.“ Lækkunin tæki til nauðþurfta, aðallega matvæla, samkvæmt frumvarpinu. Sjálfstæðismenn lögðu til sömu lækkun matarskattar fyrir síðustu kosningar en í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar segir eingöngu að virðisaukaskattur skuli tekinn til endurskoðunar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á dögunum þegar hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði að ágreiningur væri um mál- ið á milli stjórnarflokkanna. ■ Lifrarbólga geisar nú meðal homma Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A geisa nú meðal homma í nágrannalöndunum. Land- læknisembættið vill að hommar hér á landi láti bólusetja sig. Formaður Samtakanna ‘78 hvetur til hins sama, en segir bóluefnið vera fokdýrt. HEILBRIGÐISMÁL Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evr- ópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem, sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Emb- ættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völd- um lifrarbólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúk- linga. „Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna að þeir láti bólusetja sig gegn lifrar- bólgu,“ sagði Þorvaldur Kristins- son, formaður Samtakanna ‘78. „Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifr- arbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni.“ Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2-6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í of- anverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn- og endaþarmsmök mikill áhættuþátt- ur sem og öll snerting við enda- þarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembætt- ið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa sam- band við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. jss@frettabladid.is Símafyrirtæki í Bagdad í verkfalli: Ekkert GSM- samband ÍRAK, AP Íraska farsímafyrirtækið Iraqna fór í verkfall í gær til að mótmæla mannránum hryðju- verkamanna. Sex starfsmönnum Iraqna var rænt í síðasta mánuði. Fjórum hef- ur verið sleppt en tveir egypskir verkfræðingar fyrirtækisins eru enn í haldi mannræningjanna. For- svarsmenn símafyrirtækisins segja aðgerðir hryðjuverkamanna algjör- lega óþolandi og til þess að mót- mæla verknaðinum hefur fyrir- tækið farið í verkfall. Það hefur þær afleiðingar að ekkert GSM- símasamband er nú í Bagdad. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ ÁSTRALÍA SVONA ERUM VIÐ VEIÐITÖLUR um lax veiddan á stöng í fyrra og hversu miklu var sleppt s: 570 2790 K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A K Ö -H Ö N N U N /P M C Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda verður að þessu sinni farin á skíðasvæðið Gastein sem er í Salzburger héraðinu. Brekkurnar eru samanlagt um 80 km langar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er mjög stutt í stærri skíðasvæði, s.s. Wagrain og Flachau. Svæðið er snjóöruggt, nokkuð sem er mjög mikilvægt á tímum hlýnandi veðurfars. Hótelið er hreint út sagt frábært og fararstjórinn er bæði með reynslu og tungumál í farteskinu. Skíðaferð til Austurríkis 19. - 26. febrúar 2005 19. febrúar - 5. mars 2005 Fararstjóri: Sævar Skaptason Nánari upplýsingar veitir starfsfólk okkar í síma 570 2790. www.baendaferdir.is Pósturinn í Slóvakíu: Umslag með hvítu dufti SLÓVAKÍA, AP Pósturinn í Slóvakíu fann í gær umslag með hvítu dufti sem stílað var á Mikulas Dzur- inda, forsætisráðherra landsins. Umslagið var umsvifalaust sent á rannsóknarstofu til grein- ingar þar sem grunur leikur á að það hafi innihaldið miltisbrand. Tveir starfsmenn póstsins fóru einnig í læknisskoðun til öryggis. Á hverju ári finnast nokkur umslög með hvítu dufti í póstinum en hingað til hefur ekkert þeirra innihaldið eiturefni. ■ ELDUR Í MOSKU Kveikt var í mosku í Sydney í Ástralíu í gær- morgun. Þegar eldurinn kom upp voru nokkrir múslimar að biðja en enginn þeirra slasaðist. Eng- inn hefur verið handtekinn. Múslimar í Sydney segja að eftir árásirnar í New York 11. septem- ber 2001 hafi andúð í þeirra garð aukist töluvert. LIFRARBÓLGUFARALDUR Landlæknisembættið beinir þeim tilmælum til karlmanna sem hafa kynmök við aðra karl- menn að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu A sem geisar í nokkrum Evrópulöndum. Myndin er frá Gay Pride 2004. MENNTAMÁL Sam- starfsverkefni Fjöl- menntar og Geðhjálp- ar er aftur komið í uppnám vegna óvissu um fjárframlag til kennslu á vorönn. Kennarar verkefnis- ins eru farnir að leita fyrir sér með nám eða starf annars staðar, að sögn Helga Jóseps- sonar verkefnis- stjóra, sem sagði jafnframt að ekkert hefði heyrst frá m e n n t a m á l a r á ð u - neytinu, þrátt fyrir vilyrði þar um. Helgi sagði að m e n n t a m á l a r á ð u - neytið hefði boðað viðræður um við- aukasamning vegna verkefnis Fjölmennt- ar og Geðhjálpar. Ekkert bólaði á þeim viðræðum enn sem komið væri. Kennarar hefðu ráðningarsamning til áramóta, og væru þeir farnir að leita fyrir sér annars staðar. „Ég óttast að missa mjög hæft fólk, sem kann að vinna við þessa kennslu,“ sagði Helgi. „Þetta er afar viðkvæmur hópur. Þarna þarf bæði hlýju og fagmennsku. „ Fjölmennt fékk sex milljónir króna frá ríkinu til að halda haustönninni gangandi. Sú upp- hæð dugir þó engan veginn til þess að koma til móts við alla þá sem sóttu um námsvist, því 150 sóttu um en aðeins 90 fengu ein- hverja námsvist. – jss Byssumaður á Reykhólum: Óvíst um ákæru LÖGREGLUMÁL Ekki hefur verið ákveðið hvort máli manns sem skaut um tíu skotum á tvö hús á Reykhólum um verslunar- mannahelgina ljúki með sektum eða ákæru, að sögn Þórólfs Hall- dórssonar, sýslumanns á Pat- reksfirði. Maðurinn hefur játað að hafa skotið af byssum á húsin og telst málið upplýst.Engin var í öðru húsanna en fólk var sofandi í hinu húsinu, þar sem skotið var í gegnum hurð og rúðu. Maður- inn fannst um í Reykjavík sólar- hring eftir skotárásina. Hann var heima hjá félaga sínum, en á heimilinu reyndust vera á annað hundrað kannabisplöntur. Sá hefur játað að eiga kannabis- plönturnar og bíður hann ákæru. ■ ÞJÓNUSTA EKKI SÓLBAK Á fundi stjórnar Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri var í gær samþykkt að hvetja félags- menn til að þjónusta ekki Sólbak EA-7 á meðan á deilu útgerðar- félags skipsins og Sjómannasam- bands Íslands stendur. Ályktunin var gerð að beiðni Sjómannasam- bandsins. GRJÓTHRUN VIÐ HESTGERÐI Grjóthrun varð á veginum við Hestgerði um klukkan sjö í gær- morgun. Stór steinn, nokkur tonn að þyngd, féll niður á veginn. Ekkert tjón og engin slys hlutust vegna þessa og fjarlægði Vega- gerðin steininn. Samfylkingin: Leggur til helmings lækkun matarskatts ÖSSUR VILL LÆKKA MATARSKATT Lækkunin gagnast lægst launuðum best, segir Samfylkingin. Menntamálaráðuneytið er að falla á tíma: Menntamál geð- sjúkra enn í uppnámi ■ KJARADEILUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R JÖ KU LL Landshluti Fjöldi Sleppt Reykjanes 3.170 657 Vesturland 15.494 1.934 Vestfirðir 726 24 Norðurl. vestra 3.356 631 Norðurl. eystra 2.539 501 Austurland 3.708 1.406 Suðurland 5.118 208 Samtals: 34.111 5.361 Heimild: Veiðmálastofnun ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Hjá Fjölmennt er beðið eftir menntamálaráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.