Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 42
30 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Þriðjudagur OKTÓBER GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSLENSKU TALI FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE SÝND kl. 8 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.15 HHH Ó.Ö.H DV SÝND kl. 5.45 - 8 og 10.15 B.I. 14 FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 HAROLD AND KUMAR kl. 8 B.I. 14 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 4 M/ÍSL.TALI SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 8 - 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.50 - 8 og 10.10 SÝND kl. 3.50 og 6 SÝND kl. 6 - 8 - 10.20 B.I. 16 WICKER PARK kl. 10.10 B.I. 12 SÝND kl. 5.40 - 8 og 10.20 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. HHH Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist" Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens , , ... Sýnd kl. 5.50 - 8 og 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Sýnd kl. 5.50 - 8 - 10.10 Sýnd í Lúxus VIP kl. 3.30 - 5.50 - 8 - 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Verðlauna stuttmyndin af Nordisk Panorama, „Síðasti Bærinn“ sýnd á undan myndinni. Before Sunset Sýnd kl. 6 og 8 Man on Fire Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára HHHH S.V. MBL HHH1/2 V.G. DV 2 fyrir 1 á allar erlendar myndir í dag ef greitt er með Námukorti Landsbankans FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FYRIRLESTUR NÝTT HEIMILISFANG NÝTT Ýmis tilboð í gangi Föndur og rit Þverholti 7 270 Mosfellsbæ s 5666166 Nýtt heimilisfang Föndur og rit flytja í dag á nýjan stað Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 Grínistinn RichardPryor og vinurinn Matthew Perry, sem báðir eru miklir dýra- vinir, bjóða upp á pen- ingaverðlaun fyrir upp- lýsingar sem leiða til handtöku manneskju sem drekkti hundi á dög- unum. Hundurinn, sem var af tegundinni golden retriever, hafði verið bundinn, troðið ofan í poka og fleygt síðan í sjóinn. Leikarinn CharlieSheen ætlar að láta fjarlægja þrettán af húðflúrum sínum með leysigeislum. Sheen er nú ham- ingjusamlega kvænt- ur og vill losna við minningar sem tengj- ast hans villtu árum. Leikkonan Gwyneth Paltrow ætlarekki að drífa sig í megrun þrátt fyrir að hafa eignast barn. Ætlar hún þess í stað að koma sér smám saman í form með léttum æfing- um. Paltrow segir það ekki gott fyrir barnið ef hún fer í megrun á meðan það er enn á brjósti. Leikstjórinn Martin Scorsese segirað ofbeldi í kvikmyndum þjóni ákveðnum tilgangi og sé aldrei ónauðsynlegt. Scorsese, sem er 61 árs, hefur leik- stýrt mörgum ofbeldis- fullum myndum, m.a. Goodfellas og Taxi Driver. „Það er ekkert til sem heitir tilgangslaust ofbeldi. Er það tilgangs- laust í myndinni City of God? Nei, hún sýnir bara raunveruleikann,“ sagði Scorsese. „Ég er á ferðalagi til þess að fræða fólk um Páskaeyju, þar sem ég bý,“ segir Elena Araki, sem býr bókstaflega úti í hafs- auga, því heimkynni hennar eru úti í miðju Kyrrahafi. Hún flytur í kvöld fyrirlestur í Reykholti um heimkynni sín, og á morgun verður einnig hægt að heyra í henni í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Flestir hér á landi vita senni- lega lítið annað um Páskaeyju en að þar eru steinhöfuðin stóru, sem vakið hafa furðu utanaðkom- andi allt frá því fyrstu Evrópu- mennirnir komu þangað á átj- ándu öld. Tilgangur þeirra og til- urð hefur þótt ráðgáta hin mesta, en Elena Araki segir þetta ævagamla hefð sem megi rekja allt aftur til fyrstu landnáms- manna eyjunnar. „Þessi steinhöfuð voru reist til minningar um höfðingja á eyj- unni, þannig að hvert þeirra er til minningar um ákveðinn einstak- ling. Búið var að skera út höfuðið áður en hann dó, en svo þegar hann lést var það flutt úr gryfj- unni eða gígnum þar sem það var skorið út og síðan var því komið fyrir á palli við heimkynni ætt- flokksins.“ Um það bil þúsund slík stein- höfuð eru á eyjunni, sem er álíka stór og Reykjavík að flatarmáli. Íbúarnir eru um það bil fjögur þúsund, þar af er helmingurinn innfæddur en hinn helmingurinn er aðfluttur frá Chile. „Chile er það land sem er næst okkur. Þangað er um fimm tíma flug. Eina flugfélagið sem flýgur til okkar er Lan Chile, sem flýgur frá Chile til Páskaeyju og þaðan áfram til Tahítí og Pólynesíu, og svo aftur til baka.“ Elena Araki býr yfir miklum fróðleik um sögu og menningu eyjunnar, sem hefur verið sveip- uð hálfgerðri dulúð. Hún ætlar að segja frá því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig nú á dögum ásamt því að rekja heimildir um sögu eyjunnar allt aftur á fjórðu öld. ■ Kvikmynd Þor- geirs Þorgeirson- ar, Að byggja, verður sýnd í Bæj- arbíói í Hafnar- firði í kvöld ásamt tveimur kvik- mynda Þorsteins Jónssonar. Með sýningu myndar- innar vill Kvik- myndasafn Íslands minnast Þorgeirs, sem lést á síðasta ári. Þorgeir gerði nokkrar heimildar- myndir á sjöunda áratug síðustu ald- ar, en bannaði lengi vel sýningar á öllum sínum myndum að undan- skilinni stuttmynd- inni Maður og verksmiðja. Eftir Þorstein verða sýndar heimildarmyndirn- ar Bóndi frá 1976 og Við byggjum hús frá 2001. Myndirnar verða sýndar undir yfirskriftinni Úr sveit í þorp. ■ ■ KVIKMYNDIR ÞORGEIR ÞORGEIRSON Kvikmyndasafn Íslands sýnir í kvöld myndir eftir Þorgeir og Þorstein Jónsson. Úr sveit í þorp Sviptir hulunni af Páskaeyju ELENA ARAKI Hún er hingað komin alla leið frá Páskaeyju í Kyrrahafi til þess að fræða okkur um heimkynni sín. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þrjár myndir undir heitinu „Úr sveit í þorp“. Þar eru á ferðinni tvær myndir Þorsteins Jónssonar, Bóndi frá 1976 og Við byggjum hús frá 2001. Að auki verður sýnd myndin Að byggja frá 1965 eftir Þorgeir Þorgeirson sem nú er látinn. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Somniferon, Svefnþorn og Bob spila í Hellinum, nýjum tón- leikasal TÞM úti á Granda.  20.00 Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja ís- lensk einsöngslög ásamt tólf lög- um eftir Schumann á tónleikum í Salnum, Kópavogi.  20.30 Söngvararnir Kristjana Stef- ánsdóttir og Gísli Stefánsson flytja ásamt Agnari Má Magnús- syni píanóleikara lög Páls Ísólfs- sonar og annara tónskálda á 111. afmælisdegi Páls á tónleikum, sem haldnir verða í hátíðarsal Lista- og menningaverstöðvarinn- ar Hólmarastar á Stokkseyri. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Karen Theodórsdóttir mannfræðingur flytur hádegisfyrir- lestur á vegum RIKK í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlestur Karenar nefn- ist „Kynjaheimur leikhúsanna. Staða íslenskra kvenleikstjóra“.  17.15 Franski blaðamaðurinn og háskólakennarinn Jacques Julli- ard heldur fyrirlestur í Öskju, nátt- úrufræði Háskóla Íslands, um stormasama vináttu Bandaríkj- anna og Frakklands.  20.00 KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, stendur fyrir fyrirlestri Þórs Jakobssonar veðurfræðings um „hlýnandi veður, minnkandi hafís og auknar siglingar milli Ís- lands og Grænlands“, sem hald- inn verður í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 í Reykjavík.  20.30 Einn af síðustu afkomendum „Eyrnalanganna“ á Páskaeyju, El- ena Ararki, segir frá Páskaeyjunni og sýnir myndir þaðan í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. ■ ■ FUNDIR  12.00 Ari Edwald, Guðmundur Gunnarsson og Gunnlaugur Jónsson flytja erindi á málfundi um verkföll, sem Frjálshyggju- félagið efnir til í Iðnó. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Kynningarfundur á vetrar- starfi ITC Hörpu verður á þriðju hæð í Borgartúni 22.  21.00 Sannkölluð smásagnaveisla verður á Skáldaspírukvöldinu á Kaffi Reykjavík í kvöld. Þeir Ágúst Borgþór Sverrisson, Þorsteinn Guðmundsson, Rúnar Helgi Vignisson og Pjetur Hafsteinn Lárusson lesa sögur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.