Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KÓLNANDI VEÐUR með skúrum víða en slydduéljum á Vestfjörðum. Rofar smám saman til norðaustan til síðdegis. Hiti 2-11 stig, svalast á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 13. október 2004 – 280. tölublað – 4. árgangur DEILDAMÚRAR ROFNIR Fyrrum eig- andi Véla og þjónustu segir fjárfestingasvið KB banka hafa nýtt sér upplýsingar við- skiptasviðs til að reyna yfirtöku á fyrirtæk- inu. Yfirlögfræðingur bankans segir málið snúast um innheimtu skulda. Sjá síðu 2 BARNABÆTUR ÓBREYTTAR Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir að barnabætur verði hækk- aðar á næsta ári. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir slíka hækkun síðast hafa verið boðaða í fyrradag. ASÍ undrast afstöðu Halldórs. Sjá síðu 4 HÆSTARÉTTARDÓMI SNÚIÐ Kjartan Ásmundsson, fyrrverandi sjómaður, vann í gær mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið mátti ekki svipta hann lífeyrisréttindum bótalaust. Við erum himinlifandi, segir lög- maður Kjartans. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Sigmundur Hansen: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Tréskurður á miðvikudögum ● nám UMHVERFISMÁL Forráðamenn sveitarstjórnar Ölfuss tilkynntu fulltrúum sveitarfélaga sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands að stöðinni yrði lokað 25. október og hafin innheimta útistandandi dagsekta ef ekki yrði kominn vís- ir að samkomulagi um urðun sorps. Þetta var tilkynnt síðdegis í gær á fundi sem sveitarfélag Ölfuss boðaði til. Mikill hiti er vegna málsins. Hjörleifur Brynjólfsson, odd- viti sveitarstjórnar Ölfuss, stað- festi þetta við Fréttablaðið. Hann sagði dagsektir á hendur sorp- stöðinni vera frá maí 2002 til september 204 og þær væru orðnar 42,6 milljónir króna. „Við erum að framfylgja þeirri skyldu okkar að bregðast við brotum á deiliskipulagi sem ekki hefur verið farið eftir við urðun hjá Sorpstöðinni,“ sagði hann. „Við erum með skipulags- yfirvaldið á þessu svæði og þolinmæði okkar er þrotin.“ Ágreiningur hefur verið um starfsemi stöðvarinnar í gegnum tíðina, einkum vegna hæðar haugsins, sem Hjörleifur sagði vera kominn þrjá til sjö metra yfir leyfilegri hæð. Einar Njálsson, stjórnarfor- maður Sorpstöðvarinnar, sagði að stöðin væri með fullgilt starfsleyfi og alls ekki verið að brjóta deiliskipulag. Varðandi dagsektirnar sagði hann mjög vafasamt að möguleiki væri á að innheimta þær eftir svo langan tíma. - jss PÁSKAEYJUFYRIRLESTUR Elena Ararki, einn af síðustu afkomendum „Eyrnalanganna“ á Páskaeyju, segir frá eyj- unni og sýnir myndir þaðan í Alþjóðahús- inu klukkan átta í kvöld. Alþjóðahúsið er á Hverfisgötu 18 í Reykjavík. VIÐSKIPTI Lífeyrissjóður verslunar- manna seldi í gær fjögurra pró- senta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaup- endur voru annars vegar hópur ein- staklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hins vegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðs- mannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir banka- ráðsmenn hafa stutt forstjóra bank- ans, Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Byko- fjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglund- ar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunar- manna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hlut- hafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs versluna- manna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslands- banka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankaráðs Íslandsbanka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á líf- eyrissjóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson, stjórnarfor- maður Íslandsbanka, segir að með kaupunum sé kominn góður kjöl- festuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bank- ans. „Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bak við þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman.“ haflidi@frettabladid.is Ágreiningur um sorp á Suðurlandi: Hóta að loka sorpstöðinni Fylking forstjórans ræður Íslandsbanka Öfl innan Íslandsbanka sem hafa stutt forstjóra bankans náðu á ný yfirhönd í stjórn bankans þegar Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi fjögurra prósenta hlut. Í kjölfarið munu fjórir bankaráðsmenn fara úr stjórn bankans. GLÆSILEGUR SIGUR Á SVÍUM Íslenska ungmennalandsliðið vann glæsilegan 3-1 sigur á Svíum á Grindavíkurvelli í gær. Hannes Þ. Sigurðsson, sem hér sést fagna öðru marki sínu, fór á kostum og skoraði þrennu. Hann skoraði einnig þrjú mörk gegn Búlgörum í fyrsta leik Íslands í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs leikmanna og yngri og hefur því skorað öll mörk Íslendinga í mótinu það sem af er. Sjá síðu 22 Undanþágunefnd fundar: Tuttugu mál tekin fyrir KENNARAVERKFALL Tuttugu beiðnir um undanþágur vegna verkfalls kennara verða teknar fyrir á fundi undanþágunefndar síðdeg- is í dag. Að sögn Sigurðar Óla Kol- beinssonar, fulltrúa sveitarfélag- anna í undanþágunefnd, er um að ræða ellefu nýjar beiðnir, átta beiðnir sem hefur áður verið synjað en endurnýjaðar í kjölfar- ið og ein beiðni sem nefndin frestaði ákvarðanatöku um á síð- asta fundi sínum. Fimm undanþágubeiðnir voru samþykktar á fundi nefndarinn- ar 1. október, en öllum öðrum beiðnum hefur verið synjað. ■ ● luralegir í tauinu Sævar Karl: ▲ SÍÐA 31 Bush og Kerry FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .O L Kjarnorkubúnaður hvarf: ElBaradei vill svör ÍRAK, AP Mohamed ElBaradei, yfir- maður Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar, lýsti áhyggjum af því við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að búnaður sem nota má til gerðar kjarnorkuvopna er horfinn af þeim stöðum sem hann var geymdur á í Írak. ElBaradei sagði að ekki væri nóg með að búnaðurinn væri horfinn heldur líka þær byggingar sem hann var geymdur í. Rashad Omar tæknimálaráð- herra sagði þjófa hafa stolið bún- aði eftir fall stjórnar Saddams Hussein, síðar hafi Bandaríkja- menn tekið úraníum Íraka í sína vörslu. Bandaríkjamenn hafa litlar upplýsingar viljað veita El- Baradei. Omar sagði Alþjóða kjarnorkumálastofnunina vel- komna til Írak til eftirlits. ■ FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.