Fréttablaðið - 13.10.2004, Page 8

Fréttablaðið - 13.10.2004, Page 8
8 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN Vinir George W. Bush Bandaríkjaforseta í olíuiðnaðinum hafa hagnast á hækkandi olíuverði meðan hækkunin bitnar harkalega á neytendum, sagði John Kerry, forsetaefni demókrata á fram- boðsfundum í gær, degi fyrir síð- ustu kappræður hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta sem fram fara í kvöld. Bush sparaði heldur ekki stóru orðin og sagði Kerry hafa misskil- ið í grundvallaratriðum baráttuna gegn hryðjuverkum. Þar vísaði forsetinn til orða Kerrys í blaða- viðtali þar sem hann sagðist ætla að berja á hryðjuverkamönnum þar til hryðjuverkaógnin yrði að- eins að óþægindum en ekki sú mikla hætta sem heimurinn stæði nú frammi fyrir. Þetta þótti Bush uppgjöf og sagðist ætla að upp- ræta hryðjuverkamenn hvar sem þá væri að finna. Baráttan um Hvíta húsið er afar jöfn og sýna kannanir til skiptis forystu annars frambjóð- andans eða að þeir njóti jafn mik- ils fylgis meðal kjósenda. Kapp- ræðurnar í kvöld geta því haft talsverð áhrif á niðurstöðu kosn- inganna standi annar frambjóð- andinn sig betur. - bþg Tvö önnur rússnesk skip eru á leiðinni Fjögur rússnesk herskip bíða nú við Langanes eftir tveimur skipum til viðbótar. Skipin munu halda á brott frá landinu í dag. Hvorki Land- helgisgæslan né Flugmálastjórn hafa orðið vör við kafbátaleitarvélar. HERSKIP Tvö rússnesk herskip sem tóku þátt í rússnesk-banda- rísku heræfingunni á Norður- Atlantshafi munu slást í hóp þeirra fjögurra herskipa sem enn halda til úti af Langanesi. Síðan 29. september hafa sjö rússnesk herskip verið við æfingar við strendur landsins en í fyrradag hélt flugmóðurskipið Kuznetzov aðmíráll á brott frá landinu sem og tvo önnur skip úr flotanum. Þessi þrjú skip eru nú á leið til Rússlands. Skipherra kjarnorkuknúna beitiskipsins Péturs mikla, sem enn er við strendur landsins, hefur greint Landhelgisgæsl- unni frá því að skipið, ásamt tveimur dráttarbátum og fylgd- arskipi, muni halda frá strönd- um landsins nú í morgunsárið. Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins munu þessi fjögur skip sameinast hinum tveimur sem eru á leiðinni. Skipin eru að taka þátt í sérrússneskri æfingu á Norður-Atlantshafi sem nefn- ist Atlantika 04. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur rússneski sjóherinn fjárveitingu til að halda æfingunni áfram til 25. október. Líklegt er hins veg- ar talið að skipin muni á næstu dögum halda norður í Barents- haf og þaðan í sína heimahöfn. Fréttstofa Bylgjunnar greindi frá því að norsk Orion-kafbáta- leitarvél hefði flogið yfir rúss- neska flotann sem og bresk Nim- rod-þota og flugvélar frá Atl- antshafsbandalaginu. Hvorki Landhelgisgæslan né Flugmála- stjórn gátu staðfest þetta. Helgi Björnsson yfirflugumferðar- stjóri segir að íslenska flugum- ferðarstjórnin verði ekki endi- lega vör við það þó herflugvélar komi nálægt landinu. Ef þær hafi verið að skoða rússneska flotann hafi þær verið fyrir neð- an stjórn loftrýmis íslensku flugumferðarstjórnarinnar. Loftrými flugumferðarstjórnar- innar taki ekki við fyrr en í 5.500 fetum. Bjarni Vestmann, sendiráðu- nautur hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að herflugvélar haldi uppi reglu- bundnu eftirliti á svæðinu milli Noregs og Íslands. Því telji hann ekki að það þurfi að hafa ein- hverja sérstaka þýðingu þó að einhverjir hafi orðið varir við kafbátaleitarvélar þar þegar rússneski herinn var þar. trausti@frettabladid.is Botnvarpa: Viðkvæm svæði ber að vernda UMHVERFISMÁL Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir löngu vitað að b o t n v a r p a breyti sjáv- arbotninum og hann telur hafa skort á s k i p u l e g a r rannsóknir á þessu. „Menn eru að stunda r a n n s ó k n i r löngu eftir að búið er að slétta út kór- a l r i f i n . “ Hann segir kóralinn svo hægvaxta að það muni taka hann mörg hundruð ár að vaxa þar sem hann hefur verið brotinn niður á tíu til tuttugu árum. Guðjón segist samt ekki styðja hugmyndir um allsherjarbann eins og er til umfjöllunar hjá Sam- einuðu þjóðunum. „Það er hins vegar mikilvægt að rannsaka þetta svo við vitum hvaða svæði ber að friða.“ -ghg SVONA ERUM VIÐ – hefur þú séð DV í dag? Eiga flesta titrara – gera það oft – en fá það sjaldan Íslendingar byrja yngstir í heimi að stunda kynlíf UMHVERFISMÁL Vernda þarf við- kvæm svæði á hafsbotni til að koma í veg fyrir tjón á lífríki nytjafiska í kringum landið. Þetta kemur fram í þingsályktunartil- lögu Vinstri grænna, sem lögð er fram í þriðja sinn á þingi nú í haust. Í tillögunni segir að stöðugt fjölgi vísbendingum um tjón á líf- ríki hafsbotnsins við hömlulitla notkun botnveiðarfæra. Tillaga um allsherjarbann við veiðum með botnvörpu er nú til umfjöllunar hjá Sameinuðu þjóð- unum og hópur erlendra sjávarlíf- fræðinga og umhverfisverndar- samtaka hefur krafist þess að samtökin samþykki hana. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, segir að það kunni vel að vera að sum líf- ríki þoli botnvörpuveiðar en hún segist sannfærð um að þær verði að banna mjög víða. Hún segir handfæraveiðar mun umhverfis- vænni og því eigi að auka vægi þeirra um öll heimshöfin. Hún vill þó ekki taka undir tillögur um allsherjarbotnvörpubann. -ghg Hálfur milljarður hvarf: Starfsmenn rændu banka GRIKKLAND, AP Tveir starfsmenn grísks banka hafa verið handtekn- ir sakaðir um að hafa stolið and- virði um hálfs milljarðs króna úr bankanum. Annar starfsmaðurinn komst yfir lykla og lykilorð að fjárhirsl- um bankans og hinn, sem var ör- yggisvörður í bankanum, slökkti á þjófavarnakerfinu eina nóttina svo þeir gætu rænt öllu því fé sem þeir gátu borið í fjárhirslunum. Yfirvöldum hefur tekist að endurheimta rúmlega hundrað milljón krónur en ekkert er vitað hvað varð af stærstum hluta pen- inganna sem mennirnir eru sakað- ir um að hafa rænt. ■ Fyrrum námamaður: Þjálfaði tilræðismenn SPÁNN, AP Spænska lögreglan telur að Spánverji að nafni Emilio Suarez Trashorras, sem er fyrrum náma- verkamaður, hafi þjálfað hryðju- verkamenn í notkun sprengiefna áður en þeir gerðu árásir í Madríd sem kostuðu 191 mann lífið. Tras- horras er þegar í fangelsi. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa séð hryðjuverkamönnunum fyrir sprengiefni. Hann hefur áður komist í kast við lögregluna vegna fíkniefna og ólöglegrar vopnaeign- ar. ■ VÍGAMENN FELLDIR Sádi-arabísk- ar öryggissveitir skutu þrjá víga- menn til bana í skotbardaga í húsi í Riyad. Sjö lögreglumenn særðust í skotbardaganum þar sem byssum og handsprengjum var beitt. Vígamennirnir eru tald- ir tengjast al Kaída. HRÆKT Á KRISTNA Ungur ísra- elskur maður, nemi í skóla strangtrúaðra gyðinga, var hand- tekinn fyrir að hrækja á arm- enskan biskup sem gekk með kross í göngu manna á Musteris- hæð í Jerúsalem. Slagsmál brut- ust út í kjölfarið og skemmdist kross biskupsins. Talsvert er um að strangtrúaðir gyðingar hræki á kristna klerka á þessum helga stað. Bann við botnvörpuveiði: Vinstri grænir vilja takmarkað bann KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Vill auka vægi handfæraveiða, sem hún telur umhverfisvænni en togveiðar. Bush og Kerry á fullu fyrir síðustu kappræðurnar: Skiptast á þungum höggum ■ MIÐ-AUSTURLÖND GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Tekur ekki undir kröfu um allsherjarbann á botnvörpuveiðar. BUSH VEL TEKIÐ Í NÝJU-MEXÍKÓ Bush sagði markmið keppinautarins í bar- áttunni gegn hryðjuverkum vera lítilfjörleg. Bush Kerry 0 10 20 30 40 50 60 *Fyrsta könnunin er könnun Newsweek sem birtist þremur dögum eftir fyrstu kappræðurnar. Sú síðasta er könnun CBS sem birtist í gær. Kannanir frá: ABC, CBS, CNN, George Washington háskóla, Ipsos, Newsweek, New York Times, Pew og Washington Post. BARÁTTAN UM FORSETAEMBÆTTIÐ Fylgi Bush og Kerry í könnunum í október ÞORSKAFLI FRÁ ÁRINU 1980: Ár Tonn 1980 428.344 1985 322.810 1990 333.652 1995 202.900 2000 238.324 2002 213.417 2003 206.405 Heimild: Sjávarútvegsráðuneytið. BEITISKIPIÐ PÉTUR MIKLI Pétur mikli var á meðal þeirra skipa sem voru einna fyrst á vettvang þegar kjarnorkukaf- báturinn Kursk fórst með allri áhöfn í Barentshafi í ágúst árið 2000. M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN %

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.