Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 10
KANNANIR Meirihluti landsmanna
telur stöðu Þjóðkirkjunnar sterka
enda þótt stór hluti segi að greina
eigi á milli ríkis og kirkju. Fleiri
telja sig eiga mikla samleið með
kirkjunni en áður, en þátttaka
hennar í þjóðfélagsumræðum er
hins vegar umdeild.
Niðurstöður úr könnun Gallups
um trúarlíf Íslendinga sem gerð
var í febrúar og mars voru kynnt-
ar í gær. Úrtakið var 1.500 manns
og var svarhlutfall 60 prósent.
56 prósent landsmanna telja að
staða kirkjunnar sé sterk en þriðj-
ungur er á öndverðri skoðun.
71 prósent þjóðkirkjufólks seg-
ist eiga mikla eða nokkra samleið
með kirkjunni á meðan 29 prósent
sögðust eiga litla eða enga sam-
leið með henni. Samanburður við
fyrri kannanir leiðir í ljós að mun
fleiri telja sig nú eiga mikla sam-
leið með kirkjunni á meðan fjöldi
óánægðra stendur nánast í stað.
Helmingur úrtaksins var
spurður um afstöðu til aðgrein-
ingar ríkis og kirkju og sögðust 57
prósent kjósa aðgreiningu. Fjórð-
ungur telur að kirkja og ríki eigi
einfaldlega ekki samleið og
fimmtungur lagði áherslu á að öll
trúfélög ættu að vera jafn rétthá.
Tæpur helmingur er því fylgj-
andi að kirkjan taki meiri beinan
þátt í þjóðfélagsumræðunni. - shg
10 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
GEIMSKOT UNDIRBÚIÐ
Rússnesku geimfararnir Salizhan Sharipov
og Júrí Shargin og bandaríski geimfarinn
Leroy Chiao verða um borð í Sojúz-geim-
flauginni sem skotið verður á morgun.
Viðhorfskönnun:
Kirkjan styrkir stöðu sína
DÓMMÁL 37 ára kona er ákærð af
Ríkissaksóknara fyrir innflutning
á tæplega fjórtán kílóum af hassi.
25 ára gamall maður er ákærður
fyrir að hafa ásamt konunni stað-
ið að innflutningi á tæpum níu
kílóum af hassinu. Hassið var
flutt til landsins með tveimur
fraktsendingum, bæði með skipi
og flugi, í febrúar síðastliðnum.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Saman eru maðurinn og konan
ákærð fyrir innflutning á rúmlega
8,6 kílóum af hassi. Þau eru sökuð
um að hafa komið fíkniefnunum
fyrir í viðarfjölum sem sendar
voru ásamt húsgögnum, með Arn-
arfelli, skipi Samskipa, til Íslands.
Maðurinn er síðan sagður hafa
tekið á móti efnunum á heimili
konunnar og á dvalarstað sínum í
Grafarvogi. Lögreglan lagði hald
á efnin síðar sama dag. Konan
neitar að hafa átt nokkurn þátt í
innflutningnum. Þó hafði hún ját-
að þátttöku í innflutningnum hjá
lögreglu en segir nú að það hafi
hún gert vegna þess hversu stres-
suð hún hafi verið og hversu
minnið var lélegt. Maðurinn játar
aðeins að hafa komið hassinu fyr-
ir í fjölunum. Hassið sagðist hann
hafa fengið hjá manni sem hann
vill ekki nefna. Þrátt fyrir að hafa
tekið við efninu af dulbúnum lög-
reglumanni neitaði hann að hafa
haft með það að gera. Eins var
hann í sama húsi og efnin þegar
lögreglan náði honum og hassinu.
Konan er ein ákærð fyrir inn-
flutning á fimm kílóum af hassi.
Hún er sögð hafa falið hassið aft-
ur í viðarfjölum og sent það
ásamt húsgögnum í frakt, nú
með flugi frá Danmörku. Hún
tók á móti hassinu á heimili sínu
í Grafarvogi. Lögreglan lagði
síðar hald á 3,6 kíló af því. Hún
er grunuð um að hafa selt það
sem vantaði upp á. Sjálf játar
hún aðeins innflutning á 3,6 kíló-
um af því sem lögreglan náði.
Hún sagðist ekki hafa önnur
áform en að neyta efnanna sjálf.
Hún vildi hins vegar ekki svara
dómaranum þegar hún var spurð
hversu mikil hassneysla hennar
væri.
hrs@frettabladid.is
FOSFÓRBLYS
Fosfórblysið sem kom upp með veiðar-
færum Draupnis á Selvogsbanka.
Fiskveiðar:
Fengu blys
í veiðarfæri
LANDHELGISGÆSLAN Sprengjusér-
fræðingar Landhelgisgæslunnar
fjarlægðu og eyddu fosfórblysi
sem kom upp með veiðarfærum
fiskiskipsins Draupnis á Selvogs-
banka suður af landinu. Skipverjar
höfðu samband við Landhelgis-
gæsluna og sögðust hafa fengið
upp „torkennilegan og illa lyktandi
hlut“.
Skipið kom til hafnar í Þorláks-
höfn aðfaranótt þriðjudags og kom
þá í ljós að hluturinn var fosfór-
blys af gerðinni Mark 58, en það
inniheldur bæði sprengiefni og
fosfór.ÝLandhelgisgæslan ítrekar
þau tilmæli að fólk snerti ekki slík
blys finnist þau á ströndum lands-
ins, heldur láti vita af þeim. ■
Á VERKFALLSVAKT
Verkfallið hefur lítil eða engin áhrif haft á
olíuvinnslu og útflutning olíu.
Verkalýðsfélög:
Hóta lengra
verkfalli
NÍGERÍA, AP Allsherjarverkfallið í
Nígeríu sem hófst á mánudag og á
að standa í fjóra daga verður hugs-
anlega framlengt ef stjórnvöld
neita að íhuga kröfur verkalýðs-
félaga eða ofbeldi brýst út, sagði
helsti forystumaður verkfalls-
manna. Fyrirhugað var að endur-
taka verkfallið eftir þrjár vikur ef
ekki verður gengið að kröfum verk-
fallsmanna um lægra bensínverð.
Verkfallið hefur að mestu farið
friðsamlega fram en tveir menn
hafa þó látist í átökum lögreglu og
verkfallsmanna. ■
Skagafjörður:
Ráðuneyti
úrskurði
SVEITARSTJÓRNARMÁL Vinstri grænir
í sveitarstjórn Skagafjarðar telja
að Bjarni Maronsson, sveitar-
stjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, sem lagði fram tillögu um að
fara með Villinganesvirkjun í
kynningu, sé vanhæfur í málinu.
Tillagan var samþykkt og í kjöl-
farið hangir meirihlutasamstarf
Vinstri grænna og Sjálfstæðis-
flokksins á bláþræði. Vinstri
grænir telja að sjálfstæðismenn
hafi brotið samstarfssamning
flokkanna.
Fyrirtækið Héraðsvötn ehf.
hefur uppi virkjunaráform við
Villinganes. Fyrirtækið er að hluta
í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en
þar situr Bjarni í stjórn og er vara-
formaður. Vinstri grænir hafa far-
ið fram á það við félagsmálaráðu-
neytið að það úrskurði um hæfi
Bjarna í málinu. - th
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
/A
D
R
IA
N
K
IN
G
Skóladrengur í
Bandaríkjunum:
Fyrir dóm
vegna blóts
BANDARÍKIN AP Sautján ára banda-
rískur skóladrengur sér fram á það
að verða hugsanlega útilokaður frá
skóla í mánuð fyrir að hafa viðhaft
ljótt orðbragð við kennara sinn.
Nemandinn segist hafa haft uppi
ljót orð þegar hann lenti í vandræð-
um hjá kennara sínum eftir að hafa
mætt of seint í kennslustund. Að-
stoðarstarfsfólk í skólanum skarst
undir eins í leikinn og kærði dreng-
inn í kjölfarið fyrir að hafa haft
uppi ljótt orðbragð og að ætlunin
með því hafi verið að vekja upp of-
beldi. Drengurinn mætir fyrir rétt í
næstu viku. ■
Október 1986
til janúar 1987
Febrúar til
mars 2004
Mikla
Litla
Nokkra
Enga
Átt þú mikla, nokkra, litla eða enga sam-
leið með þjóðkirkjunni?
VIÐHORF TIL KIRKJUNNAR
52,9%
23,8%
15,7%
7,6%
44,3%
27,0%
22,1%
6,6%
GENGIÐ Í DÓMSAL
Dómari spurði konuna hversu
mikil hassneysla hennar væri
þegar hún sagðist ekki hafa
önnur áform um tæp fjögur
kíló af hassi en einkaneyslu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Sögð hafa flutt inn
14 kíló af hassi
37 ára kona er ákærð fyrir að flytja inn tæp fjórtán kíló af hassi.
25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið með konunni
að innflutningi á meirihluta efnanna.
PRESTASTEFNA
Í könnun Gallups kemur fram að tæplega
60 prósent landsmanna vilja að skilið
verði á milli ríkis og kirkju.