Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 12
12 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR BANNAÐ AÐ KJÓSA Þessar sádi-arabísku konur fá ekki að kjósa í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári frekar en kynsystur þeirra. Stjórnvöld segja þetta vegna þess að ekki sé hægt að undirbúa kosningarnar nógu vel ef konur eiga að fá að kjósa samtímis körlum og því sé best að þær kjósi ekki. Ein helsta herfræðistofnun Ísraels segir innrásina í Írak hafa verið mistök: Írak gróf undan baráttu gegn hryðjuverkum ÍSRAEL, AP Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverk- um og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niður- staða Jaffee-herfræðistofnunar- innar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hug- myndaveita Ísraela í varnarmál- um. Shai Feldman, forstöðumaður Jaffee-herfræðistofnunarinnar, sagði áhersluna á stríðið í Írak hafa orðið til þess að minna fé og herafli en ella færi í að berjast gegn hryðjuverkum annars stað- ar, svo sem í Afganistan. Þá sagði hann að bandarískar leyniþjón- ustustofnanir legðu svo mikla áherslu á að afla upplýsinga í Írak að það hlyti að verða á kostnað eftirlits með hættu í öðrum heimshlutum. Shlomo Brom, fyrrum hers- höfðingi í Ísraelsher, sagði innrás- ina í Írak hafa verið herfræðileg mistök ef markmið Bandaríkja- manna í baráttunni gegn hryðju- verkum hafi „ekki bara verið að drepa moskítófluguna heldur þurrka upp mýrina“. Írak er ekki mýrin, gróðrarstía hryðjuverka- manna, sagði Brom. ■ Sammælast um fjöldasjálfsmorð Níu ungir Japanar frömdu sjálfsmorð eftir að hafa kynnst á sjálfsmorðssíðu á netinu. Þrýst er á yfirvöld að loka slíkum síðum. Ríflega 34 þúsund Japanar frömdu sjálfsmorð í fyrra. JAPAN, AP Lögreglan fann í gær lík níu ungra Japana sem talið er að hafi framið sjálfsmorð saman. Unga fólkið hafði komið litlum kolaofni fyrir í bíl og lést af koltvísýringsmengun. Lík fjögurra ungra manna og þriggja kvenna fundust í bíl í vesturhluta Tókýó og lík tveggja ungra kvenna fundust á sama tíma í bíl í suðurhluta borgarinn- ar. Ekki er enn vitað hvort málin tvö tengist en hins vegar er talið víst að fólkið hafi kynnst á net- síðu um sjálfsmorð. Nokkur aukning hefur verið í sjálfsmorð- um sem rekja mátt hefur til slíkra síðna á netinu. Samkvæmt lögreglunni leitar fólk á þessar síður til að þess að finna ein- hvern sem er tilbúin að deyja með því. Á síðunum eru einnig leiðbeiningar um það hvernig eigi að fremja sjálfsmorð og hvar sé hentugast að gera það. Málið hefur vakið gríðarmikla athygli í Japan. Þarlend yfirvöld eru nú að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að loka þessum netsíðum en þrýst er á það víða úr samfélaginu. Forsvarsmenn síðnanna telja þær hins vegar eiga fullan rétt á sér. Segja þeir að á síðunum sé ekki verið að hvetja til sjálfsmorða heldur sé síðunum haldið úti af samúð við fólk sem sé búið að gefast upp á lífinu. Í fyrra frömdu ríflega 34 þús- und Japanar sjálfsvíg, sem er um sjö prósent aukning frá árinu 2002. Sérfræðingar segja að efna- hagserfiðleikar og aukin einungr- unarkennd ungra Japana séu helstu skýringar á þessari aukn- ingu milli ára. Í Japan er til hug- tak sem nær yfir einangrað ungt fólk. Er það kallað „hikikomori“ en það orð á við um einstaklinga sem aldrei yfirgefa herbergi sín og leita sér einungis að félagsskap og skemmtun á netinu. ■ Brennuvargurinn sem kveikti í Votmúla á Blönduósi enn ófundinn: Rannsókn hefur enn engu skilað LÖGREGLA Ríflega tvær vikur eru nú liðnar síðan Votmúli, atvinnu- húsnæði á Blönduósi, brann nán- ast til kaldra kola. Enn er talið að kveikt hafi verið í húsinu en Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, segir að rannsókn hafi engu skilað. „Það er búið að rekja allt sem hægt er að rekja og það hefur ekkert verið upp úr því að hafa,“ segir Kristján. „Það er búið að tala við fjölda manna og við bíðum eftir að þær eftirgrennslanir beri einhvern árangur.“ Kristján segist ekki úrkula vonar um að rannsóknin skili ein- hverju. „Við höfum upplifað það hér að mál upplýsist jafnvel eftir tvö til þrjú ár þannig að það er alls ekki útilokað að þetta skýrist með tíð og tíma.“ Þrjú fyrirtæki voru með starf- semi í þeim hluta hússins sem brann: matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bíla- þjónustan. Eldurinn átti upptök sín í skilrúmi milli matvælaverksmiðj- unnar Vilkó og pakkhússins. ■ ÞRÍR TEKNIR FYRIR ÖLVUN- ARAKSTUR Þrír ökumenn voru teknir í Reykjavík fyrir hádegi í gær grunaðir um ölvun við akst- ur. Að sögn varðstjóra hjá lög- reglunni í Reykjavík gerist allt of oft að fólk sem drukkið hefur fram á nótt fari af stað morgun- inn eftir án þess að átta sig á því að það er ekki í ástandi til að keyra. BÍLVELTA Í VESTMANNAEYJUM Bílvelta varð á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar í Vestmannaeyjum rétt fyrir há- degi í gær. Engin slys urðu á fólki og skemmdist bíllinn lítið. ■ ASÍA ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÁNÆGÐUR HÓPUR Börnin í Ísaksskóla sögðust helst skoða teiknimyndasögurnar í Fréttablaðinu. Börn í Ísaksskóla: Heimsóttu Fréttablaðið VERKFALL Hópur sjö ára barna úr Ísaksskóla heimsótti Fréttablaðið í gær. Líkt og börn í öðrum einkaskól- um verða börnin í Ísaksskóla ekki fyrir barðinu á verkfalli kennara að öðru leyti en því að þau fá ekki leikfimikennslu. Þegar leikfimi- tímar eiga að vera skiptast for- eldrar barnanna á að gæta þeirra. Börnin sem heimsóttu Fréttablað- ið í gær voru hæstánægð með að vera í skólanum en sum þeirra voru þó frekar svekkt yfir því að fá ekki að fara í leikfimi. ■ fiau ykkar sem greinst hafa me› krabbamein, taki› frá laugardaginn 16. október. GÓ‹IR ÍSLENDINGAR! Nefndin BANDARÍSKIR HERMENN Í ÍRAK Ísraelsk herfræðistofnun segir baráttuna gegn hryðjuverkum hafa misst máttinn við innrásina í Írak. BREITT YFIR BÍL Búið að breiða yfir bíl þar sem sjö ungmenni frömdu sjálfsmorð í vesturhluta Tókýó. SLÖKKVISTARF Á BLÖNDUÓSI Kveikt var í Votmúla aðfaranótt þriðjudagsins 28. september. HELFARARINNAR MINNST Rúm- enar minntust í gær helfarar gyðinga og sígauna á tímum síð- ari heimsstyrjaldar með form- legum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert en 63 ár eru liðin síðan rúmenska ríkis- stjórnin fyrirskipaði að allir gyðingar og sígaunar í landinu skyldu fluttir í útrýmingarbúðir nasista. HVATTIR TIL AÐ KJÓSA Innlend samtök og erlendar stofnanir hófu í gær herferð í Kosovo til að fá serbneska kjósendur til að taka þátt í þingkosningum sem fram fara 23. október. Skipu- leggjendur herferðarinnar ótt- ast að serbneski minnihlutinn hunsi kosningarnar. Á ANNAÐ HUNDRAÐ LÉTUST Ind- verskir hermenn sem vinna að björgunarstörfum á flóðasvæðum í norðausturhluta Indlands fundu sautján lík í gær. Þar með er ljóst að 171 einstaklingur hið minnsta lést í flóðunum í Indlandi. Tugir til viðbótar létust í Nepal og Bangladess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.