Fréttablaðið - 13.10.2004, Page 13

Fréttablaðið - 13.10.2004, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 13. október 2004 ■ AFRÍKA Mikhaíl Gorbatsjov: Sérstaða Tsjetsjeníu BANDARÍKIN Rússar verða að veita Tsjetsjenum sérstaka stöðu innan ríkjasambandsins ef þeir vilja binda enda á áratugs langa upp- reisnina í Tsjetsjeníu, sagði Mik- haíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. „Við ættum að leita lausna á stjórnmálasviðinu,“ sagði Gorbat- sjov í ræðu í New York. „Mín upp- skrift að lausn er þessi: Tsjetsjen- ía er hluti Rússlands. Allt Rúss- land ætti að hjálpa til við upp- byggingu Tsjetsjeníu og Tsjetsjenía ætti að hafa sérstaka stöðu innan Rússlands.“ ■ KREFJAST BÓTA Í LÍBÍU Moamm- ar Gaddafi Líbíuleiðtogi tók í gær á móti sendinefnd líbískra gyðinga sem voru reknir úr landi eftir Sex daga stríðið í Mið-Austurlöndum árið 1967. Eigur fólksins voru gerðar upp- tækar en nú hefur Gaddafi opn- að fyrir að greiða bætur fyrir þær. Bæjarstjórn Seltjarnarness: Vill ljósleiðara- væða bæinn SKIPULAGSMÁL Níu hafa þegar sótt gögn til Seltjarnarnesbæjar eftir að bærinn auglýsti eftir sam- starfsaðilum til að ljósleiðara- væða bæinn. Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, segir að 22. október verði innsendar hugmyndir opnaðar og skoðaðar. Miðað er við að ljósleið- arakerfið verði komið upp í bæn- um fyrir lok næsta árs, en koma á leiðara upp að hverju húsi í bæn- um. „Það er ljóst að talsverður áhugi er á málinu enda myndi Sel- tjarnarnesbær þá verða braut- ryðjandi í leiðaravæðingu bæjar- félaga,“ segir Jónmundur og bæt- ir við að sveitarfélög vítt og breitt um Norðurlönd hafi fetað svipaða slóð. „Menn eru ekki að fara að bjóða þjónustuna heldur er verið að leggja vegakerfið þannig að mismunandi fyrirtæki séu ekki öll að því. Þannig verður til einn leið- ari sem bæjarbúar geta keypt í gegnum þjónustu af hverjum sem er.“ Jónmundur segir endanlega útfærslu verkefnisins ekki liggja fyrir og alls ekki víst að bærinn komi til með að eiga ljósleiðarann sem lagður verður. „Við erum í rauninni að bjóða bæinn undir svona verkefni.“ óká SELTJARNARNES Fyrir lok næsta árs stefnir Seltjarnarnesbær að því að búið verði að koma upp ljósleiðara- neti sem nær til allra húsa bæjarins. Nýverið auglýsti bærinn eftir samstarfsaðilum til verksins. TÓK DEBETKORT Í HEIMILDAR- LEYSI Í Héraðsdómi Reykjaness var refsingu yfir tvítugum manni frestað og fellur hún niður ef hann heldur skilorð í tvö ár. Mað- urinn sló eign sinni á síma og debetkort sem hann fann á kló- setti á skemmtistað. Hann reyndi að greiða eldsneyti með debet- kortinu en án árangurs. Nærri tvö og hálft ár eru liðin frá brot- inu. SKILORÐ FYRIR LÍKAMSÁRÁS Refsingu yfir sautján ára pilti var frestað í Héraðsdómi Reykja- ness og verður hún felld niður haldi hann skilorð í tvö ár. Hann játaði að hafa lamið sextán ára pilt nokkur högg í andlitið. Sá hlaut mar eftir árásina. NEMENDUR Í KÓPAVOGI Segja að þau hafi ákveðið fyrir nokkru síð- an að mótmæla verkfallinu og ætla ekki að láta vont veður stoppa sig né ferðalag úr Fífulind niður í Fannborg. Áhyggufull systkin: Krefjast loka verkfallsins VERKFALL Systkin í grunnskólum í Kópavogi kröfðust þess í gær að bæjarfulltrúar í Kópavogi leystu verkfall kennara. Ævar Daníel, nemandi í 4. bekk í Salaskóla, og systir hans Andrea, í 6. bekk Snælandsskóla, undirbjuggu kröfuspjöld og gengu á fund bæjarstjórnarinn- ar. Ævar segir gaman í skólanum, hann vilji stunda nám sitt og búa sig undir samræmd próf 4. bekkjar. Hann bindi vonir við bæjarstjórann, Sigurð Geirdal: „Ef bæjarstjórinn í Kópavogi fær hjálp frá starfsfólkinu á skrifstofunni getur hann leyst verkfallið.“ ■ FJÁRSÖFNUNIN BUGL og Geðhjálp njóta góðs af lands- söfnun Kiwanisfélaga. Myndin er frá BUGL. Landssöfnun Kiwanismanna: Þjóðin brást vel við FJÁRSÖFNUN Þjóðin brást afar vel við landssöfnun Kiwanismanna sem lauk síðastliðin sunnudag, að sögn Kristins Richardssonar, formanns K-dagsnefndar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mik- ið safnaðist, en öll kurl verða væntanlega komin til grafar eft- ir um það bil viku, að sögn Kristins. Kristinn sagði, að allir rólfær- ir Kiwanisfélagar hefðu tekið þátt í söfnuninni, svo og aðstoð- arfólk, til að mynda íþróttafélög og aðilar úr björgunarsveitum. Söfnunarfénu verður skipt á milli Barna- og unglingageð- deildarinnar og Geðhjálpar. ■ ■ DÓMSMÁL ■ MIÐ-AUSTURLÖND SKOTIN Á SKÓLALÓÐ Tíu ára palestínsk stúlka er í lífshættu eft- ir að hún var skotin í brjóstkassann á skólalóð í palestínskum flótta- mannabúðum á Gaza-svæðinu. Hún er fórnarlamb skothríðar Ísraela. Í síðasta mánuði lést tíu ára stúlka þegar skot úr byssu ísraelsks her- manns fór inn um glugga í skóla- stofu og í höfuð stúlkunnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.