Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 26
Bólueinkenni Í byrjun ágúst velti höfundur Staksteina Morgun- blaðsins fyrir sér hvernig stæði á miklum hækkun- um hlutabréfa á íslenskum markaði og því haldið fram að hér væru mikil bólueinkenni. Rifjaði höf- undur upp þá lækkun sem varð á mörkuðum árið 2001 og sagði að margir hefðu talið að eftir það myndi markaðurinn hegða sér með svipuðum hætti og slíkir markaðir gera í öðrum löndum. Í lokin var þeirri spurn- ingu beint til Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, af hverju það hefði ekki gerst. Ekki Þórði að kenna Þeir sem til þekkja á mörkuðum vita að bólueinkenni eru langt frá því að vera séríslenskt fyrirbrigði heldur hafa þau komið upp með reglulegum hætti á nánast öllum hlutabréfamörkuðum heims. Það sem vakti hins vegar athygli var að höf- undur Staksteina teldi að Þórður Friðjónsson ætti að hafa einhver sérstök svör við því af hverju verð- bréf á Íslandi hefðu hækkað svo mjög á síðustu misserum líkt og höfundur teldi að það væri Þórð- ur Friðjónsson sem tæki ákvörðun um það hvað hlutabréfin í Kauphöllinni ættu að kosta. Þetta er misskilningur. Verð á íslenskum hlutabréfum eru ekki háð geðþótta Þórðar Friðjónssonar. Olían hækkar enn Hagfræðingar í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvort hátt olíuverð kunni að valda efnahagskreppu. Bent er á að þótt verð á tunnu sé nú að nálgast 55 Bandaríkjadali sé enn nokk- uð í að verðið nái hámarki sé tekið tillit til verðbólgu. Olíuverð fór hæst í 38 dali árið 1980. Það jafngildir 79 dölum á föstu verðlagi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.871 KAUPHÖLL ÍSLANDS [HLUTABRÉF] Fjöldi viðskipta: 636 Velta: 2.345 milljónir -1,70% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 18 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR KB banki hyggst sækja sér allt að 50 milljarða í nýtt hlutafé. Hagnaður bankans síðustu þrjá mánuði nam 5,5 milljörðum króna. KB banki hagnaðist um tæpa tólf milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður þriðja ársfjórð- ungs samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var 5,5 milljarðar króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segist sáttur við þessa niðurstöðu. „Það hefur gengið vel á flestum vígstöðvum.“ Eignir bank- ans samkvæmt uppgjörinu nema 1.500 milljörðum króna og hafa nær þrefaldast frá áramótum. Arðsemi eiginfjár bankans nam 32,5 pró- sentum, sem er meira en helmingi hærra en langtímamarkmið bank- ans um arðsemi eiginfjár. Danski bankinn FIH er með í reikningum bankans frá 1. júlí og lagði til tæpa 1,5 milljarða í hagnað þriðja ársfjórðungs, auk þess að skýra bróðurpartinn af eignaaukn- ingu bankans. KB banki hyggst sækja sér nýtt hlutafé fyrir allt að 50 milljarða á markað til að efla eiginfjárstöðu bankans og til frek- ari útrásar. Núverandi hluthafar munu ekki eiga forkaupsrétt líkt og í útboði bankans fyrr á árinu, en þá aflaði bankinn 40 milljarða í nýju hlutafé. Sú hlutafjáraukning var nýtt til kaupa á FIH bankanum sem keyptur var á 84 milljarða króna. Hreiðar Már segir menn renna nokkuð blint í sjóinn með hver skiptingin verði á milli innlendra og erlendra fjárfesta í bankanum. „Við höfum verið að kynna bankann er- lendum fjárfestum og Deutsche Bank hefur verið að vinna að söl- unni með okkur. Það mun koma í ljós.“ Tilkynnning KB banka um út- boðið er meðal annars talin hafa leitt til lækkunar á markaði í gær. Sérfræðingar á markaði telja að fjárfestar hafi selt bréf til að kaupa í útboði bankans. Augu markaðarins beinast nú að breska bankanum Singer and Friedlander sem KB banki á fimmt- ungs hlut í. Gengi bankans hækkaði í gær í kjölfar frétta á alþjóðamörk- uðum um hlutafjáraukningu KB banka. Spákaupmenn gera ráð fyrir að það styttist í yfirtöku KB banka á breska bankanum. Lágmarksupp- hæð sem KB banki hyggst sækja í útboðinu er 37 milljarðar króna. Ekki er talið að svo mikið þurfi til þess að yfirtaka Singer and Fried- lander. Þeirri staðreynd fylgja á markaði vangaveltur um að önnur útrásarverkefni kunni að vera í sjónmáli hjá bankanum. haflidi@frettabladid.is Verðbólgan fer vaxandi á Íslandi og nálgast nú þolmörk Seðlabankans. Ný vísitala neysluverðs sýnir að verðbólga á ársgrundvelli er nú 3,7 prósent en á sama tíma í fyrra var hún 2,2 prósent á ársgrundvelli. Að sögn Tryggva Eiríkssonar hjá Hagstofu Íslands vegur þyngst í hækkuninni að verð á fötum og skóbúnaði hækkaði um 6,2 prósent milli mánaða. „Það má segja að út- sölulokin hafi ekki verið komin alla leið til baka í síðasta mánuði,“ segir Tryggvi. Verð á matvælum er nánast óbreytt á milli mánaða en rekja má um níutíu prósent hækkunarinnar nú til hækkunar á fötum, húsnæði og kostnaði við rekstur bíls. Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni í gær að vísi- töluhækkunin sé nokkuð meiri en spáð var. Það skýrist að stærstum hluta með hækkunum á húsnæðis- verði að mati Íslandsbanka. Íslandsbanki telur að Seðla- bankinn muni hækka stýrivexti um 0,5 til 0,7 prósentustig á næst- unni og að um miðbik næsta árs verði stýrivextir komnir í átta pró- sent. Þeir eru nú 6,75 prósent. - þk vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 52,50 -2,05% ... Bakkavör 28,90 -2,03% ... Burðarás 15,40 -3,14% ... Atorka 5,85 -3,31% ... HB Grandi 7,60 - ... Íslandsbanki 11,60 -2,52% ... KB banki 497,00 -0,80% ... Landsbankinn 15,20 -1,94% ... Marel 55,50 -0,89% ... Medcare 6,35 - 2,31% ... Og fjarskipti 3,80 +4,28% ... Opin kerfi 25,00 -2,34% ... Sam- herji 13,10 -0,38% ... Straumur 10,10 -0,49% ... Össur 95,00 -2,56% Flugleiðir 1,06% SÍF 0,83% Nýherji 0,58% Og fjarskipti -4,28% Atorka -3,31% Burðarás -3,14% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 67,1 stig. Það er næstmesta lækkun vísitölunnar á einum degi í stigum talið. Hún hefur heldur ekki lækkað meira hlutfallslega síðan 9. mars þegar hún lækkaði um 2,4 prósent. Atvinnuleysi í september var 2,6 prósent samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Í ágúst var atvinnuleysið 2,9 prósent en í september í fyrra var það 2,7. Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkaði um 124,9 milljarða í september. KB banki segir frá þessu í Hálf fimm fréttum í gær. KB banki sendi í gær tilkynn- ingu um að eignarhlutur bankans í hugbúnaðarfyrirtækinu Kögun væri kominn í 7,8 prósent en var 4,28 prósent fyrir. SEÐLABANKI ÍSLANDS Í Seðlabankum er fylgst grannt með þróun verðbólgu. Því er spáð að stýrivextir muni hækka á næstunni enda er verðbólgan hærri en Seðlabankinn stefnir að. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Verðbólgan hækkar Frá árinu 1998 hafa útgjöld ríkis- sjóðs að meðaltali verið 23 milljörð- um króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum, mælt á föstu verði 2004. Í nýjum Ríkisreikningi má sjá að út- gjöld ríkissjóðs á árinu 2003 voru 20 milljörðum hærri en upphæðin sem stóð í fjárlögum ársins 2003. Í ár er gert ráð fyrir að munurinn verði 7,1 milljarður króna, en svo lítill munur á fjárlögum og niðurstöðu ársins hefur ekki sést síðan framsetningu fjárlaga var breytt með fjárlögum 1998. Eins og ég ræddi í síðustu viku tel ég litlar líkur á að útgjaldaspá fjár- málaráðuneytis fyrir þetta ár stand- ist. Miðað við þróun síðustu ára er líklegra að útgjöld þessa árs verði 298 milljarðar, eða 15 milljörðum hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Ef áætlun um tekjur ríkissjóðs fyrir þetta ár standast, þá þýðir þetta að halli verður á árinu 2004 að upp- hæð 8 milljarðar króna, en ekki af- gangur að upphæð 7,8 milljarðar króna eins og áætlun fjármálaráðu- neytis gerir ráð fyrir. Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyr- ir að útgjöld ríkissjóðs verði 295 milljarðar á næsta ári. Þetta er um 5% hækkun frá árinu 2003. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 6,5%. Þetta þýðir að búist er við að útgjöld ríkissjóðs lækki um nálægt 1,5% að raungildi á þessum tveimur árum, sem jafngildir lækkun um ríflega hálft prósent hvort ár. Síð- ustu ár hafa útgjöldin á hinn bóginn aukist um 7,5% að meðaltali á ári að raungildi. Ég fæ ekki séð hvers vegna næsta ár ætti að vera frábrugðið. Það er að vísu ekki einsdæmi að út- gjöldin lækki að raungildi á milli ára, þau lækkuðu um 1,5% á milli ár- anna 2000 og 2001. En hver eru líkleg útgjöld á næsta ári? Samkvæmt reynslu eru útgjöld ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum að jafnaði 4 milljörðum króna hærri en frumvarp til fjárlaga. Því má búast við því að útgjaldatalan í fjárlögun- um verði um 299 milljarðar króna og ef við miðum við sama mun á fjárlögum og niðurstöðu ársins og reynslan sýnir, þá getum við gert ráð fyrir að útgjöld komandi árs verði 322 milljarðar króna, en ekki 295 eins og frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir. Hvað verður þá um 11,2 milljarða afganginn sem frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir? Gerum aftur ráð fyrir að tekjuáætlun haldi. Miðað við áætlunina að ofan verður halli á rík- issjóði á komandi ári en ekki af- gangur og gæti hallinn orðið einir 15 milljarðar króna. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR FRÁ KYNNINGU FJÁRLAGAFRUM- VARPSINS „Hvað verður þá um 11,2 milljarða afganginn sem frumvarp til fjár- laga gerir ráð fyrir? Gerum aftur ráð fyrir að tekjuáætlun haldi. Miðað við áætlun- ina að ofan verður halli á ríkissjóði á komandi ári en ekki afgangur og gæti hallinn orðið einir 15 milljarðar króna,“ segir í grein Katrínar Ólafsdóttur. VILJA MEIRA AFL KB banki vill sækja sér meira eldsneyti til frekari útrásar og fyrirtækja- kaupa. Hlutafjárútboð bankans sem ætlað er fagfjárfestum hófst í gær og lýkur í dag. For- stjóri bankans er ánægður með reksturinn það sem af er ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hagnaður tæpir tólf milljarðar Aðhald eða vanáætlun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.