Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 27
Út er komin bókin Á leið til upp-lýsingar. Saga Bókavarðafélags Ísands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga. Höfundur er Frið- rik G. Olgeirsson sagnfræðingur og segir hann í bókinni sögu þessara fé- laga. Einnig er sagt frá ýmsum hópum 19 Sloggi tilboð Hagkaup: Smáralind - Skeifunni Kringlunni - Spönginni - Garðabæ - Eiðistorgi Nóatún: Selfossi og Kirkjub.klaustri Nettó: Akureyri og Mjódd Fjarðarkaup: Hafnarfirði Samkaup: Keflavík - Hafnarfirði - Egilsstöðum Úrval: Hrísalundi Akureyri - Húsavík Perla: Akranesi KB: Borganesi KVH: Hvammstanga KH: Blönduósi Skagfirðingabúð: Sauðárkróki Lækurinn: Neskaupsstað Kaupfélag Steingrímsfjarðar: Hólmavík Efnalaug Dóru: Höfn Heimahornið: Stykkishólmi Verslunin 66: Vestmannaeyjum Apótek Siglufjarðar: Siglufirði Paloma: Grindavík Fatabúðin: Ísafirði Sloggi maxi 3 stk. í pakka á aðeins 1.699 kr. ÚTSÖLUSTAÐIR: menning@frettabladid.is Tjargað og fiðrað úrkast Innan úr portgalleríi Banananas við Barónsstíg við ljósaskiptin á laugar- daginn var barst létt reykjarlykt - alls ekki slæm, frekar ilmur sem reyndist vera frá glóð í tómri olíutunnu sem húskarlar kynntu. Þegar inn var kom- ið ýtti lyktin undir déjà-vu stemm- ingu eitthvað miðaldalegt eða botn- inn í Blade Runner. Á hvítmáluðum vegg portsins blasti við stór grafísk mynd sem gat bæði verið (ættar)tré og æðakerfi. Við vegginn hallast tveir saltstólpar, fyrir framan lá líkneski, einskonar minnisvarði, „jargað“ og fiðrað dádýr. Í göngum forhliðsins hanga teikningar titlaðar; sjálfsmynd sem loðdýr, jarðsunginn (með tví- ræðri enskri þýðingu „the grave chick“), flækja, tré og svört óveðurs- ský. Hér er greinilega einhver Sódóma, Gómorra/eldur og brenni- steinn-tilfinning í gangi. Sigrún, eins og er kunnugt, er einn þriðji Gjörningaklúbbsins. Á þessari einkasýningu skýtur hún á loft tákn- myndum sem hafa þyngri undirtón en finnst hjá klúbbnum þótt hann vaði í skyldu myndmáli. Myndlist síð- ari tíma snýst lítið um náttúrurann- sóknir eða rannsóknir á ljósi ytra heimsins, það er svo mikið búið og gert. Frekar um könnunarleiðangra á svæði hins innra heims og þá í formi táknmálslykla. Um það snerist ekki bara miðaldalistin heldur rómantíkin líka, dada, súrrealisminn o.fl. Með POP-listinni og konseptinu var verið að taka upp tilbúin tákn, byggja upp grunninn að táknmálskerfi samtím- ans þar sem stoðkerfi módernism- ans og klassísk hlutfallafræði er not- uð sem undirstaða en táknbrunnur alls heimsins sem smjör og álegg til merkjagjafar og viðsnúnings þeirra sem vilja og þurfa að tjá sig með myndmáli. Þeirra sem liggur eitthvað á hjarta og hafa eitthvað að segja eins og Sigrún. Á miðöldum yfirfærðu menn þekkingu sína á dýrum á mannlega eiginleika. Yfir dádýrinu hvílir kon- ungleg tign, það er gætt miklu inn- sæi, er með ofurnæm skynfæri, bregst hratt við, virðist skynja og taka eftir á und- an öllum öðrum - er á stöðugu varð- bergi, er aldrei lengi á sama stað. Þetta er auðvitað rómantísk sýn á al- vöru skapandi listamann. Tjörgun og fiðrunvar hins vegar refsing við hin- um mestu svikum - höfnun samfé- lagsins. Samsetning á þessu með ættargreinum og saltstólpum vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar. Teikningarnar virðast heldur ekki fjarskyldar. Það er hins vegar ljóður á verkinu að ekki skuli vera notuð raunveruleg tjara - gerir það gervi- legt - allt í plati tilfinning. Sama um saltstólpana - þeir eru ekki heilir í gegn. Efnisnotkun skiptir máli! Sag- an úr fyrstu Mósebók um konu Lots er um hættuna við að horfa í hið liðna, að festast í þráhyggju/nostalg- íu sjálfsásökunar, eða lenda í „ef og þá“ þankagangi sjálfsvorkunn- arpyttsins. Ef skíma dögunar á innri himni hreinsar ekki steinrennum við, verðum að minnisvörðum, hreyfing- arlausum tröllum. Lömun þunglynd- isins! Kannski er þetta rót melankól- íunnar. Við erum afurð fortíðar okkar jú, en það er fáránlegt að verða fangi hennar - tjargað og fiðrað úrkast. Hef á tilfinningunni að Sigrún vilji losna. MYNDLIST GODDUR Sigrún Hrólfsdóttir Banananas Laugavegi 80 - Barónstígsmegin DÉJÀ-VU STEMMING Þetta er auðvitað rómantísk sýn á alvöru skapandi lista- mann. Tjörgun og fiðrun var hins vegar refsing við hinum mestu svikum – höfnun samfélagsins. NÝJAR BÆKUR bókavarða og bóka- safnsfræðinga sem starfað hafa um lengri eða skemmri tíma án þess að hafa átt aðild að áðurnefndum samtökum. Meðal annars er greint frá upphafi kennslu og bókasafnsfræði við HÍ og þróun fræði- greinarinnar síðustu áratugina. Hjá Sölku er komin út bókin 101hollráð - Andleg uppbygging til að grennast í eitt skipti fyrir öll eft- ir Victoriu Moran. Bent er á skynsamlegar leiðir til að komast í gott og varanlegt form með innri styrk. Lykill- inn er að rækta með sér sjálfsvirðingu og hlúa að líkama og sál. Sýning á grafískri hönnun á Íslandi í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi Félag íslenskra teiknara fagnaði 50 ára afmæli sínu á síðasta ári en af því tilefni er efnt til fyrstu yf- irlitssýningar félagsins í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er opnuð á föstudag. Samtíminn horfir gjarnan sljóum augum á umhverfi sitt og nytjalist hversdagsins er oft ekki veitt mikil athygli. Þó er nytjalistin verðmætt verksummerki liðins tíma sem endurspeglar tíðaranda, þankagang og þjóðfélag af næmni og innsæi sem hvorki rúmast inn- an sagnfræðinnar né félagsfræð- innar. Á sýningu Listasafns Reykjavíkur verður grafísk hönn- unarsaga á Íslandi rakin í gegnum hina ýmsu miðla og birtingar- myndir fram til dagsins í dag. Efnisflokkar á sýningunni spanna vítt svið allt frá spegilmynd liðins tíma í formi auglýsinga, áróðurs, peningaseðla, umbúða og mynd- skreytinga, frá fyrstu sjónvarps- grafíkinni, sjónvarpsauglýsingun- um, bókunum og prentefninu til þess ferskasta sem á sér stað í grafískri hönnun í dag. Kl. 17.03 Alla virka daga fer Víðsjá í loftið á Rás 1 kl. 17.03. Þetta er sjóð- heitur þáttur þar sem pistla- höfundar taka á málefnum líð- andi stundar og fjallað er á ábyrgan og óábyrgan hátt um menningarástandið og pólitísk- an kúltúr í samtímanum; um allt það sem er yfirborðskennt og brilljant. Umsjónarmaður í dag er Eiríkur Guðmundsson. Nytjalist hversdagsins ! MIÐVIKUDAGUR 13. október 2004

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.