Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 28
„Ég byrja daginn á því að hlaupa út á Gróttu, svo fer ég í kaffi til ömmu og síðan beint í vinnuna,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, mark- aðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins iPlús og útvarpskona á Mix 91,1 sem er svo önnum kafin að hún hefur lítinn tíma til þess að halda upp á 30 ára afmælið sitt í dag. Fyrri hluta dags liggur hún yfir markaðssetningarmálum á netinu og segir aðspurð að það sé af og frá að einhver drungi sé yfir netinu. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar fólk er með efasemdir um virkni netsins og mikilvægi þess í samskiptum. Það liggur við að ég sofi með tölvuna uppi í rúmi og ég fer nánast í fráhvörf ef ég kemst ekki á netið. Hjá iPlús nálg- umst við fólk í gegnum netið og erum með klúbbana fimman.is og plúsinn.is, markaðssetjum vörur, þjónustu og viðburði, sendum pósta til skilgreindra markhópa og vinn- um markaðs- og skoðanakannanir á netinu fyrir ýmis fyrirtæki, stofn- anir og einstaklinga og við birtum til dæmis niðurstöður einnar slíkr- ar í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Við störfum mikið með stórfyrir- tækjum, bönkum, símafyrirtækj- um, fjölmiðlum og tryggingafélög- um. Þannig að við komum víða við og svo vinnum við auðvitað líka fyrir smærri fyrirtæki.“ Ragnhildur hefur verið rödd út- varpsstöðvarinnar Kiss FM 89,5 og þegar fer að skyggja snýr hún sér að hljóðnemanum og dælir tónlist út á öldur ljósvakans á útvarpsstöð- inni Mix en þar er hún með þátt frá klukkan 19-21 öll virk kvöld og af- mælisdagurinn er engin undan- tekning. Ragnhildur tók forskot á sæluna og hélt smá veislu um helgina. „Það komu flestir nánustu vinir og ætt- ingjar og það var alveg yndislegt. Ég er afskaplega þakklát fyrir að allt þetta fólk skuli vera til staðar og hafi látið sjá sig. Þetta var svo- lítið súrsætt þar sem foreldrar mínir og bræður búa í Ameríku og ég hitti þau því ekki oft.“ Sjálf ólst Ragnhildur upp í Bandaríkjunum en settist að á Ís- landi fyrir fjórum árum. Ragnhild- ur segir að barnaafmælin sín í Bandaríkjunum hafi oftast verið náttfataparí. „Þá hittumst við stelp- urnar, fórum í náttföt, átum yfir okkur af nammi og dönsuðum í nátt- fötunum við Prince og Pat Benatar. Þetta var allt voða amerískt.“ Ragnhildur segist vera sátt við þessi tímamót þó að æskuminning- arnar séu góðar. „Það er bara spennandi að verða 30 ára og mér finnst lífið alltaf verða skemmti- legra eftir því sem ég þroskast og eldist. Það er skemmtilegra að vera til og tilveran er einfaldari. Það verður alltaf minna drama eftir því sem maður eldist.“ ■ 20 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR MARGARET THATCHER Þessi skeleggi fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands sem alla jafna gekk undir nafninu Járn- frúin er 79 ára í dag. RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR: ER 30 ÁRA Í DAG OG ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ ELDAST „Það yrði minna jafnvægi í kjarnorku- vopnalausum heimi og hann yrði hættulegri okkur öllum.“ - Orðið ógnarjafnvægi var feitletrað í orðabók Thatcher. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Snæbjörg Ólafsdóttir, frá Vindheimi í Tálknafirði, er 90 ára í dag. Snæbjörg er enn útivinnandi og er án efa elsti starfsmaður Reykjavíkurborgar en hún vinnur í Árbæjar- safni. Hún ætlar að halda upp á stórafmæl- ið með kaffiboði í Safn- aðarheimili Árbæjar- kirkju laugardaginn 16. október frá klukk- an 16. Snæbjörg vonast til að sjá sem flesta vini, vandamenn og vinnufélaga en afþakkar blóm og afmælisgjafir enda tel- ur hún sig ekki vanhaga um neitt. ANDLÁT Sigurður Jónsson, bóndi, Reynisstað, Skagafirði, lést 8. október. Bjarni Árnason, klæðskeri, Einarsnesi 50, lést 2. október. Útförin hefur farið fram. Bjarni Pálsson, Ólafshúsi, Blönduósi, lést 11. október. Þórarinn Björn Magnússon lést 10. október. Guðný Svandís Guðjónsdóttir, áður Ara- hólum 4, Reykjavík, lést 9. október. Signe Ehrngren, áður til heimilis að Há- teigi og Flókagötu 51, lést 11. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður S. Jakobsdóttir, hjúkrunarheim- ilinu Eir, áður Álftahólum 8, lést 7. októ- ber. Björgólfur Stefánsson, Háholti 13, Kefla- vík, lést 8. október. Jóhann Ottó Guðbjörnsson, Skessugili 14, Akureyri, lést 10. október. Árni Sveinsson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbanka Íslands, Starengi 10, lést 9. október. JARÐARFARIR 10.30 Örn Friðfinnsson, Dalalandi 1, verð- ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Kristín S. Steinsdóttir, Kleppsvegi 120, verður jarðsungin frá Áskirkju. 13.30 Jóna Guðlaug Þorgeirsdóttir, frá Arnarnúpi í Dýrafirði, Stífluseli 4, verður jarðsungin frá Seljakirkju. 15.00 Ólöf Kristín Þorgeirsdóttir, Hverfis- götu 59, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Helgi Guðbjörnsson, Kárastöðum, Þingvallasveit, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. október. RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Settist óvænt að á Íslandi fyrir fjórum árum: „Ég kom hingað í heimsókn en ég á ótrúlega stóra fjöl- skyldu hérna og fannst mál til komið að kynnast Íslandi betur. Þótt ég hefði alltaf komið hingað á sumrin fannst mér ég þurfa að tengj- ast íslenskri menningu betur.“ Fjórir Palestínumenn rændu á þessum degi árið 1977 Lufthansa-flug- vél í Þýskalandi og kröfðust þess að 11 meðlimir þýska hryðjuverka- hópsins Baader-Meinhof, sem einnig gekk undir heitinu Rauða her- deildin, yrðu látnir lausir. Rauða herdeildin var hópur öfga-vinstri byltingarsinna sem unnu hryðjuverk í Þýskalandi í um þrjá áratugi og tóku af lífi rúmlega 30 háttsetta aðila úr viðskiptalífinu, hernum og stjórnkerfinu í tilraun sinni til að velta kapítalisma úr sessi í heima- landi sínu. Flugræningjarnir létu vélina fljúga til sex landa, en 17. október, fjór- um dögum eftir að þeir rændu vélinni, lentu þeir í Mógadisjú í Sómalíu eftir að hafa skotið einn flugmann vélarinnar. Snemma næsta morgun réðst þýsk sérdeild að vélinni og náði að bjarga 86 gíslum og fella þrjá af fjórum flugræningjunum. Aðeins einn úr þýsku sérdeildinni særðist. Seinna um daginn, eftir að fregnir af atburðin- um bárust, frömdu leiðtogar Rauðu herdeildarinnar sjálfsmorð í klef- um sínum í Stammheim-fangelsinu í Þýskalandi. MERKISATBURÐIR 54 f.Kr. Rómverski keisarinn Kládíus fyrsti deyr eftir að Agrippína, eiginkona hans, eitrar fyrir honum. 1775 Löggjafarsamkunda Banda- ríkjanna fyrirskipar stofnun flota. 1957 Bing Crosby og Frank Sinatra kynna bifreiðina Ford Edsel í klukkustundar- löngum skemmtiþætti. 1962 Leikritið Who’s Afraid of Virginia Woolf? er frumsýnt. 1981 Egypskir kjósendur velja Hosni Mubarak varaforseta arftaka forsetans Anwars Sadat, sem var myrtur. 1984 Jesse Jackson kemur fram í sjónvarpsþættinum Satur- day Night Live. 1989 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir því yfir að hann vilji sjá Manuel Noriega, leiðtoga Panama, steypt af stóli. Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Friðrik Stefánsson Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði sunnudaginn 10. okt. sl. verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. okt. kl. 14. Hrefna Einarsdóttir, Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Sigrún Friðriksdóttir, Jens G. Mikaelsson, Kolbrún Friðriksdóttir, Hjálmar Jóhannesson, Sigurður Friðriksson, Jónína Kr. Jónsdóttir, Stefán Einar Friðriksson, Jónbjörg K. Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Liggur á dýnu og étur grasköggla Einn nafntogaðasti íbúi Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, naut- ið Guttormur, varð 12 ára í gær. Hann tók tímamótunum með stóískri ró og lífið gekk sinn vana- gang enda líður dýrunum í Hús- dýragarðinum best þegar röð og regla er á hlutunum. Dagurinn hófst því eins og allir aðrir dagar í lífi Guttorms á þessum árstíma á því að dýrahirðar mættu í fjósið til hans á slaginu sjö og gáfu hon- um tæpt kíló af graskögglum en tarfurinn lætur jafnan vita ef hon- um finnst fóðurgjöfin ganga of hægt fyrir sig. Guttormur deilir fjósi með kúnum Búkollu og Slaufu og tveimur nautkálfum sem enn hafa ekki fengið nafn og á meðan kýrn- ar eru mjólkaðar gæðir Guttorm- ur sér á heytuggu. Að mjöltum loknum fara Guttormur og kýrnar út rétt á meðan verið er að þrífa, en yfir sumartímann eru þau úti nær allan daginn. Þegar þau koma aftur inn er hey í jötunum hjá þeim sem þau gæða sér á allan daginn og taka á móti gestum í fjósið. Guttormur fékk dýnu í 10 ára afmælisgjöf og á henni liggur hann meira og minna allan dag- inn. Seinni mjaltir hefjast klukk- an 16.30 og þá fær Guttormur seinni skammtinn af graskögglun- um, tæplega eitt kíló og nægju sína af heyi fyrir nóttina. Þannig að það er ekki hægt að segja ann- að en að lífið sé ljúft hjá þessu nafntogaða nauti sem er ein helsta stjarna Húsdýragarðsins. ■ GUTTORMUR Þetta sögufræga naut fagnaði 12 ára afmæli sínu í gær en tók lífinu með ró. Át grasköggla og hey og flatmagaði á dýnunni sem hann fékk í afmælisgjöf fyrir tveim- ur árum. Meiri þroski og minna drama 13. október 1977ÞETTA GERÐIST HRYÐJUVERKAMENN RÆNDU ÞÝSKRI FARÞEGAFLUGVÉL Palestínumenn ræna þýskri flugvél

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.