Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 13.10.2004, Síða 30
22 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Miðvikudagur OKTÓBER Næsti þjálfari Grindavíkur? ... samkvæmt heimildum íþróttadeildar bendir allt til þess að Guðjón Þórðarson taki við liði Grindavíkur í fótboltanum áður en vikan er liðin. Þessi mynd af Guðjóni var tekin á Grindavíkurvelli í gær þar sem hann horfði á leik ungmennaliða Íslands og Svíþjóðar. Guðjón ku hafa notað tækifærið til þess að ræða við Grindvíkinga, sem eru samkvæmt heimildum blaðsins bjartsýnir á að ná samningum við Guðjón. Milan Stefán Jankovic er þegar genginn til liðs við Grindavík og hefur staðfest að hann muni aðstoða Guðjón taki hann við liðinu. FÓTBOLTI Þetta er önnur þrenna Hannesar í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni HM. Hann skoraði líka þrennu gegn Búlgör- um á dögunum. Hann var í leik- banni á Möltu síðastliðinn föstu- dag og sást þá berlega hversu mikilvægur hann er þessu U-21 árs liði. „Hannesar var sárt saknað á Möltu og hann er endapunkturinn í liðinu, maðurinn sem klárar dæmið fyrir okkur,“ sagði kátur þjálfari U-21 árs liðins, Eyjólfur Gjafar Sverrisson. Hann segir að þótt Hannes hafi verið heitur megi ekki gleyma að hrósa hinum strákunum. „Hinir strákarnir búa til fyrir Hannes og fá að sjálf- sögðu hrós fyrir það. Það var frá- bær liðsheild á vellinum í dag og ég er virkilega stoltur af strákun- um.“ Það er óhætt að taka undir þessi orð Eyjólfs því það var frá- bært að fylgjast með strákunum hans í gær. Þeir börðust hver fyrir annan allan leikinn. Veitti ekki af þar sem þeir hafa tapað síðustu tveim leikjum á lokamín- útu leiksins. Það var fyrst og fremst þessi stórkostlega liðs- heild sem skóp sigurinn. Allir leikmenn liðsins áttu góðan leik og hvergi var veikan hlekk að finna. Þeir sem stóðu þó upp úr í góðu liði Íslands fyrir utan Hann- es voru miðjumennirnir Davíð Þór Viðarsson og Ólafur Ingi Skúlason sem áttu báðir stórleik. Emil Hallfreðsson sýndi lipra takta og Sverrir Garðarsson og Jónas Guðni Sævarsson stigu vart feilspor í vörninni. Frammistaða Hennings Eyþórs Jónassonar vakti einnig athygli en allt annað var að sjá til hans núna en á Möltu þar sem taugaspennan virtist bera hann ofurliði. Það var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálfleik enda bauð veðrið fyrstu 20 mínútur leiksins, úrhellisrigning og sterk- ur vindur, ekki upp á mikla knatt- spyrnu. Eftir að óveðrinu slotaði fóru liðin að sýna fín tilþrif. Sókn- araðgerðir íslenska liðsins voru mun markvissari og Svíarnir voru í verulegum vandræðum með að brjóta niður sterka vörn Íslands. Hannes kom Íslandi yfir á 24. mínútu með öruggri vítaspyrnu. Spyrnuna fiskaði hann sjálfur en varnarmaður Svía braut klaufa- lega á honum – ýtti á bak Hannes- ar án nokkurrar ástæðu. Svíar byrjuðu aftur á móti síðari hálf- leik með miklum látum og upp- skáru sanngjarnt jöfnunarmark á 54. mínútu er Alexander Farne- rud skaut glæsilegu skoti fyrir utan teig sem Bjarni Þórður markvörður átti aldrei möguleika á að verja. Íslensku strákarnir létu mark- ið ekki slá sig út af laginu og Hannes kom Íslandi yfir aftur fjórum mínútum síðar er hann sýndi af sér mikið harðfylgi í teignum, kastaði sér á boltann og kom honum í netið. Hann full- komnaði þrennuna þrem mínút- um síðar er sænski markvörður- inn skaut boltanum í Hannes og þaðan fór hann í netið. Vafalítið ekki fallegasta markið sem Hann- es hefur skorað á ferlinum en það telur jafn mikið og öll hin. Það sem eftir lifði leiks hafði íslenska liðið öll völd á vellinum og var líklegra til að bæta við. Í raun voru Íslendingar klaufar að skora ekki fleiri mörk því þeir fengu svo sannarlega fín færi til þess. Niðurstaðan frábær sigur sem var fullkomlega sanngjarn. „Ég er ánægður með uppsker- una í fyrstu fjórum leikjunum. Þetta hafa verið mjög skemmti- legir leikir og það hefur verið fínn stígandi í okkar leik. Þessir strákar eru tilbúnir að taka fram- förum, ætla sér stóra hluti í fram- tíðinni og það leynir sér ekki,“ sagði Eyjólfur að lokum. henry@frettabladid.is HREINLEGA ÓSTÖÐVANDI Hannes Sigurðsson fór hamförum á Grindavíkurvelli í gær og skoraði þrjú mörk gegn Svíum í 3-1 sigri Íslands. Hannes sökkti Svíum Hannes Sigurðsson stal senunni í ungmennalandsleik Íslendinga og Svía í Grindavík í gær. Hann skoraði þrjú mörk, sem var meira en Svíarnir réðu við. ■ ■ LEIKIR  18.10 Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli í 8. riðli undankeppni HM 2006 í fótbolta.  19.15 Keflavík og Haukar mætast í Keflavík í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  19.15 Njarðvík og Grindavík mætast í Njarðvík í 1. deild kven- na í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Olíssport á Sýn.  16.20 Landsleikur í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Aserbaídsjans og Englands í 6. riðli undankeppni HM 2006 í fót- bolta.  17.55 Landsleikur í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslands og Svíþjóðar í 8. riðli undankeppni HM 2006 í fótbolta.  18.30 Gullleikir meistaradeildar Evrópu á Sýn. Útsending frá leik Deportivo La Coruna og AC Milan í átta liða úrslitum meista- radeildarinnar í fótbolta í fyrra.  20.20 Landsleikur í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Aserbaídsjans og Englands í 6. riðli undankeppni HM 2006 í fótbolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Handboltakvöld á RÚV.  23.15 X-Games (Ofurhugaleikar) á Sýn. FÓTBOLTI „Það verður að líta til þess styrkleika- munar sem er á liðunum tveimur en við erum á heimavelli og þar höfum við oft náð góðum úrslit- um gegn sterkari lið- um,“ segir Ásgeir Sigur- vinsson, þjálfari ís- lenska landsliðsins sem mætir því sænska á Laugardalsvellinum í dag klukkan 18.10. Meiri áhersla verður lögð á varnarleik ís- lenska liðsins en verið hefur. Lið Svíþjóðar er auk Króatíu það sterkasta í riðli Íslands og leikmenn og þjálf- arar gera sér fulla grein fyrir að ekkert verður tekið af Svíum nema með baráttu. Ásgeir viður- kennir að sigur og þrjú stig sé ekki ýkja raunsætt markmið en bendir á að íslenska liðinu hafi áður tekist að koma á óvart svo um munar. „Úrslitin úr þessum leik velta á því hvort íslenska lið- ið á góðan dag eða ekki. Svo lengi sem allir leikmenn spila vel og eins og fyrir þá er lagt get ég ekki farið fram á meira.“ Ásgeir og Logi hafa skoðað sænska liðið vel og farið yfir eina tapleik liðsins í riðlinum en Króat- ar tóku öll þrjú stigin þegar þeir sóttu Svía heim í byrjun septem- ber. Þar fengu Svíar jafnframt á sig eina markið hingað til í keppn- inni en Möltumenn unnu þeir 0-7 og Ungverja 3-0. „Svíarnir voru óheppnir gegn Króötum enda voru þeir betri aðilinn í leiknum. Króatar fengu fá tækifæri og skoruðu mark sitt úr aukaspyrnu. Af þeim leik má læra en stað- reyndin er sú að hér erum við á heimavelli og öðruvísi horfir við. Við munum taka sérstaklega á varnarleiknum og leggja áherslu á hann og vonandi fáum við mögu- leika fram á við líka.“ Jafnteflið gegn Möltu varð þess valdandi að þjálfarar landsliðsins breyttu áætlunum sín- um fram að leiknum í dag. Logi Ólafsson segir það hafa verið hluta af því að bæta siðferðis- þrekið hjá hópnum enda komu úrslit leiksins mikið á óvart. „Við byrj- uðum á því strax eftir leikinn á Möltu að setj- ast niður og fara yfir þann leik. Flestir innan liðsins hafa lært það hjá sínum liðum að taka bæði sigrum og ósigrum og þeir kunna að taka á svona lög- uðu. Þess utan ákváðum við að fækka æfingum þegar heim kom aftur og gefa leikmönnum stutt frí til að heimsækja vini og ætt- ingja og komast aðeins frá um tíma. Einnig notuðum við tímann til að reifa þau mál sem brann á en upp úr stendur að við tókum því rólegar en fyrir fram var ætl- unin.“ Leikur Íslands og Svíþjóðar í dag mun verða í ellefta sinn sem A-landslið þjóðanna mætast. Af þeim tíu skiptum sem löndunum hefur lent saman áður hafa Svíar haft betur sex sinnum en Íslend- ingar tvisvar. Fjögur ár eru liðin frá síðasta leik en þá höfðu Íslend- ingar nauman sigur 2-1 í spenn- andi leik á Norðurlandamótinu sem þá var og hét. albert@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÁTTUNDI RIÐILL: 1. Króatía 3 2 1 0 6:2 7 2. Svíþjóð 3 2 0 1 10:1 6 3. Búlgaría 2 1 1 0 5:3 4 4. Ungverjaland 3 1 0 2 3:8 3 5. Ísland 3 0 1 2 3:6 1 6. Malta 2 0 1 1 0:7 1 SÍÐUSTU VIÐUREIGNIR: 2000 Ísland – Svíþjóð 2 – 1 1995 Svíþjóð – Ísland 1 – 1 1994 Ísland – Svíþjóð 0 – 1 Áhersla á varnarleik gegn Svíum Íslenska landsliðið mætir sínum erfiðustu andstæðingum í áttunda riðli í kvöld þegar liðið etur kappi við Svía. Galdurinn gegn þeim bláu og gulu telur Ásgeir vera að draga liðið aftar á völlinn og beita skyndisóknum. FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI KSÍ Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvins- son og Logi Ólafsson voru íbyggnir á svip á fundinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.