Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 13.10.2004, Qupperneq 38
30 13. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Hópur af krökkum úr Seljaskóla myndaði hina sívinsælu Rokklinga fyrir um fimmtán árum. Þeir hafa nú fyrir löngu hætt öllum tónlist- arflutningi og sinna ýmsum hugð- arefnum hver í sínu lagi. Gamli Rokklingurinn Júlíus Daníelsson reynir nú fyrir sér í hinu íslenska Idoli og því er upplagt að heyra hljóðið í fleirum fyrrverandi Rokklingum og hvort þeir hyggi einnig á frægð og frama í tónlist- arheiminum. Sara Hrund Gunnlaugsdóttir var ein af hinum ungu Rokklingum sem öll börn dáðu fyrir um fimmt- án árum. Hún hefur ekki kvatt tón- listarheiminn enn þann dag í dag og lærir nú músíkþerapíu við Há- skólann í Álaborg í Danmörku. Að- spurð um árin í Rokklingunum segir hún: „Þetta var skemmtileg- ur tími og góð reynsla sem við hlutum af. Manni var nú stundum strítt á þessu og stundum beðin um að syngja en það var mjög sakleys- islegt. Þetta var lærdómsríkur tími og við lærðum að vera sjálfsörugg og taka hlutina ekki of alvarlega.“ Rokklingarnir tóku bæði íslensk klassísk lög ásamt því að þýða útlensk lög og má þar helst nefna hin vinsælu Grease-lög. Þeg- ar hún er spurð hvort hún myndi taka þátt í endurkomutónleikum Rokklinganna segir hún: „Ég veit ekki hvort ég væri til í að koma fram aftur með Rokklingunum en það væri rosalega gaman ef við gætum öll hist aftur,“ segir Sara, sem á að baki smelli eins og Segðu ekki nei og Fjör í Eyjum. Bragi Þór Valsson er eftir- minnilegur sem hinn ungi Danny Zuco þegar Rokklingarnir þýddu lagið Summer Lovin’ yfir á ís- lensku og sungu þá um Sumarást- ir. Hann hefur aldeilis ekki slitið sig frá tónlistarheiminum og syngur nú í óperunni Sweeney Todd. Hann lærði kórstjórn í Flór- ída og hefur hvort tveggja verið að stjórna kórum og kenna tón- mennt. Þegar hann minnist Rokklingaáranna segir hann: „Við vorum öll lögð í einelti, held ég. Fyrst vorum við saman í Selja- skóla og þá var þetta allt í lagi. En þegar hópurinn klofnaði varð þetta erfiðara. Þetta var samt mjög gaman og ég væri alveg til í að koma fram á tónleikum með krökkunum aftur ef einhver myndi fjármagna þá,“ segir Bragi. Dröfn Ösp Snorradóttir, sem var einn af fyrstu meðlimum grúppunnar, sagði hins vegar skil- ið við tónlistarheiminn um leið og hún kvaddi Rokklingana. Hún vinnur nú að BA-ritgerð sinni í stjórnmálafræði. „Mér fannst mjög gaman í Rokklingunum en gamanið varði stutt því ég var rek- in vegna listræns ágreinings. Við vorum samt furðulega vinsæl á þessum tíma. Krakkar hringdu oft heim til manns og vildu fá að koma í heimsókn og láta taka mynd af sér með manni,“ segir Dröfn og hlær. Aðspurð hvort hún myndi taka aftur þátt í tónleikum með Rokklingunum ef til þess kæmi svarar hún: „Nei, ég held ekki. Ein- faldlega vegna þess að ég tel mig ekki hafa mikla burði til þess leng- ur og hef öðru að sinna.“ ■ ROKKLINGARNIR Seldu grimmt af plötum sínum á árum áður og sjást hér taka við gullplötu árið 1991. Deiluaðilar verða að slá af kröfum „Ríkið þarf að koma þarna að, meðal annars vegna fyrri aðgerða. Má þar nefna breytinga ríkisins á skattalöggjöfinni og samn- inga ríkisins við framhalds- skólakennara. Síðan þurfa báðir samn- ingsaðilar, kennarar og sveitarfélög, augljóslega að slá af kröfum sínum. Þetta hefur verið hatrömm deila sem kemur niður á mjög mörgum, því ábyrgð deiluaðila mjög mikil og nauðsynlegt að leysa málið sem allra fyrst. Það virð- ist vera mjög langt á milli deiluaðila en báðir verða að nálgast hinn. Svona gengur þetta ekki til lengdar. Það er of mikið í húfi.“ Samningsvilji þarf að ríkja „Báðir aðilar verða að horfa raunsætt á málið. Það sem skiptir mestu máli er að deiluaðilar sýni vilja til að semja og setji sig í spor hins. Það er ekki hægt að ná samkomulagi nema aðilar komi að þeim með því hugarfari að slá af kröfum, með einum eða öðrum hætti. Traust þarf að ríkja milli aðila en ég veit ekki hvort það traust er til staðar. Það þarf einnig að ríkja samningsvilji. Svo skiptir máli að deiluaðilar hafi stuðning úti í samfélaginu. Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttuna. Ég hef fullan skilning á stöðu þeirra en þeim hefur ekki tekist að kynna málstað sinn nægilega vel.“ Ríkið verður að taka ábyrgð „Þessi deila verður ekki leyst nema ríkið komi að henni. Við stöndum fram- mi fyrir því að sveitafélögin geta alls ekki staðið undir þessum fyrirsjáanlegu launahækkunum. Þegar neyðin er stærst verður hjálpin að vera næst og þá verður ríkið að koma til sögunnar. Það er ríkisvald- ið sem hefur í mörgum til- fellum svipt sveitafélögin helstu tekjustofnum sínum með öðrum aðgerðum, þannig að við hljótum að mega kalla þau til ábyrgðar. Þá er ég til dæmis að vísa til þess að sum sveitafélög sem eru verst stödd eru það vegna þess að atvinnu- rétturinn hefur verið fluttur burtu.“ HVERNIG Á AÐ LEYSA KENNARADEILUNA? 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fær nautið Guttormur sem átti tólf ára afmæli í gær. Guttormur hefur skemmt ungum sem öldnum í Húsdýragarðinum um langt skeið og megi hann gera það áfram um ókomna tíð. Hann lengi lifi! HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Hjónin í vopnabúrinu á Hellissandi Segja lögguna vernda stóru dópsalana ROKKLINGARNIR: EINN ÞEIRRA ER NÚ AÐ KEPPA Í IDOL, EN AÐRIR VIRÐAST HÆTTIR AÐ ELTAST VIÐ FRÆGÐINA Rokklingarnir í nýjum hlutverkum SARA HRUND GUNNLAUGSDÓTTIR Dvelur nú í Danmörku þar sem hún lærir músíkþerapíu. BRAGI ÞÓR VALSSON Hefur dvalið mikið í Suður-Afríku og er nú giftur konu þaðan. DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR Vinnur nú að BA-ritgerð sinni í stjórnmálafræði. ■ IMBAKASSINN Eftir Frode Överli Lárétt: 1 fuglar, 6 svikara, 7 eldivið, 8 hljóm, 9 ven, 10 stúlka, 12 auðug, 14 skar, 15 íþróttafélag, 16 keyr, 17 lín, 18 svalt. Lóðrétt: 1 innyfli úr fiski, 2 auð, 3 gremja - i, 4 heimsálfa, 5 raust, 9 gegnsær, 11 skunda, 13 sár, 14 agnúi, 17 tveir eins. Lausn: Lárétt: 1starar, 6lóm,7mó,8óm,9 tem,10mær, 12rík,14hró,15ka, 16ak,17tau,18kalt. Lóðrétt: 1slóg,2tóm,3am,4amer- íka,5róm,9tær, 11arka,13kaun, 14hak,17tt. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Íslendingar sigruðu 3-1. Jón Þ. Þór. Ísraels. Heldurðu að það sé eitthvað til í því sem sagt er að hún haldi framhjá honum? Tjaa, þú segir það... ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Þingmaður Samfylkingarinnar ÁSTA MÖLLER Varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins MARGRÉT SVERRIS- DÓTTIR framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.