Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 2
2 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu: Tveir fyrir dóm vegna bankaráns DÓMSMÁL Tuttugu og eins árs mað- ur hefur játað fyrir dómi að hafa framið vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vestur- götu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra. Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í ákæru ríkissaksóknara segir, að sá eldri, sem er 25 ára, hafi lát- ið yngri manninum í té hníf og lambhúshettu, sem hann hafi hul- ið andlit sitt með er hann fór inn í bankann, og ógnaði tveimur gjald- kerum með hnífum. Neyddi hann annan gjaldkerann til að láta af hendi 430 þúsund krónur í pen- ingaseðlum, sem maðurinn hafði síðan á brott með. Hlutdeild eldra mannsins er einnig sú, að hann ók hinum yngri að Búnaðarbankanum þann sama dag, beið hans í bifreiðinni skammt frá meðan hann fór inn í bankann. Eldri maðurinn ók hin- um síðan af vettvangi með ráns- fenginn. Hann játaði aksturinn fyrir dómi en neitaði sök að öðru leyti. Krefst ákæruvaldið þess að mennirnir verði dæmdir til refs- ingar samkvæmt 252. grein al- mennra hegningarlaga, sem kveð- ur á um allt að 10 ára fangelsi og 16 ára hafi mjög mikil hætta ver- ið samfara ráninu. - hrs Þremenningarnir á leiðinni heim Íslensku friðargæsluliðarnir sem slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl koma heim á föstu- dag. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér og segja hana þá fyrstu í röð margra. Þrír friðar- gæsluliðar hafa verið myrtir í Afganistan á árinu. SPRENGJUÁRÁS Íslensku friðar- gæsluliðarnir sem særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl í Afganistan á laugardag koma heim í sjúkraleyfi á föstudag. Tveir þeirra, Sverrir Haukur Grönli og Steinar Örn Magnússon, fara aftur til Kabúl eftir viku til tíu daga en óvíst er hvort Stefán Gunnarsson fari aftur út. Hann slasaðist mest af Íslendingunum í árásinni, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létust í árásinni. Stefán liggur enn á spítala í Kabúl en Sverrir og Steinar eru komnir á flugvöll- inn sem er undir stjórn íslenska friðargæsluliðs- ins. Búist er við Stefáni þangað í síðasta lagi á mið- vikudag. Hall- grímur Sigurðs- son, yfirmaður f l u g v a l l a r i n s , segir að Stefán sé við góða heilsu. Hann segir að mönnum sé brugðið og málin hafi verið rædd af mikilli alvöru í þeirra hópi í gær. Reglur hafi ekki verið brotnar með því að ferðast inn í borgina og engar b r e y t i n g a r verði gerðar á starfseminni. Hins vegar kunni að verða breytingar á reglum um ferðir inn í Kabúl. Þýskur hershöfðingi, sem er hæstráðandi setuliðsins í Afganistan, sagði við Hallgrím í gær að hugsanlega verði her- mönnum og friðargæsluliðum bannað að ferðast um borgarhlut- ann þar sem árásin var gerð. Talíbanar hafa lýst sprengju- árásinni á hendur sér og fullyrða að hún sé upphafið að frekari árásum á vestræna hermenn og friðargæsluliða. Hallgrímur segir að vígamenn í landinu geri lítinn greinarmun á friðargæsluliðum og hermönnum. Þrír friðargæslu- liðar hafa verið myrtir í Afganist- an á þessu ári. Í maí féll Norðmað- ur þegar skotið var úr sprengju- vörpum á hóp friðargæsluliða og tveir féllu í sjálfsvígssprengju- árásum í janúar. Það hefur enginn í íslenska friðargæsluliðinu óskað eftir því að hætta störfum í Kabúl eftir árásina að sögn Hallgríms. Dvöl hópsins fer senn að ljúka því að nýr sextán manna hópur tekur við stjórn flugvallarins í desember. Utanríkisráðuneytið neitar að veita upplýsingar um hverjir skipa hópinn. ghg@frettabladid.is Ástfangnir munkar: Hættu við munkslífið KAMBÓDÍA, AP Tveir búddamunkar sneru baki við skírlífsheiti sínu eft- ir að þeir urðu ástfangnir af ung- lingsstúlkum sem hafa þann starfa að selja bjór nærri musteri munkanna. Nang Pong og Vom Vong, sem báðir eru nítján ára, yfirgáfu must- erið og gáfu munkslífernið upp á bátinn eftir að æðsti munkurinn í musteri þeirra sakaði þá um að eiga í ástarsambandi við stúlkurnar. Áður hafði stúlkunum verið fyrir- skipað að láta munkana tvo í friði svo þeir stæðu við heit sín. Í Kambódíu eru 60 þúsund munkar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, þetta snýst líka um innihaldið.“ Þráinn Pétursson er sölufulltrúi Mjólkursamsöl- unnar. Nýr drykkur að nafni Skyr.is rokselst í versl- unum þessa dagana. Í byrjun vikunnar stefndi í að umbúðir utan um drykkinn kláruðust en bilið var brúað með því að fljúga með umbúðirnar til landsins frá Hollandi þar sem þær eru framleiddar. SPURNING DAGSINS Þráinn, snýst þetta bara um umbúð- irnar? EFTIR SJÁLFSVÍGSÁRÁSINA Talíbanar hafa fullyrt að árásin sé aðeins upphafið að frekari herferð. ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLULIÐIÐ Ekki fást upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu um hvaða Íslendingar skipa sextán manna hóp sem tekur við stjórn flugvallarins í Kabúl í desember. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R TVEIR Á SLYSADEILD Harður árekstur jepplings og fólksbíls var á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar á tíunda tímanum í gærmorgun. Ökumennirnir voru einir í bílunum og voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl en voru ekki taldir alvarlega slasaðir. BÍLVELTA Á MÖÐRUDALSÖRÆFUM Tveir sluppu með minniháttar meiðsl eftir bílveltu á Möðru- dalsöræfum í gær. Ökumaður bílsins misst stjórn á honum í hálku og er talið að bíllinn hafi farið tvær veltur. Bíllinn skemmdist talsvert og var fluttur af vettvangi með kranabíl. FIMM BÍLUM STOLIÐ Tilkynnt var um fimm stolna bíla í Kópavogi í fyrrinótt. Stolið var tveimur Subaru, Nissan, Toyota og Dai- hatsu. Tveir bílanna fundust í gær skammt frá þeim stað þar sem þeim var stolið. BÚNAÐARBANKINN VESTURGÖTU Eldri maðurinn játar að hafa ekið flótta- bílnum en neitar sök að öðru leyti. Út af Sandgerði: Eldur í Ósk KE LÖGREGLA „Við vorum nýhættir að draga og vorum á heimleið þegar við sáum þá veifa til okkar,“ sagði Sverrir Þór Jónsson, á Brynhildi HF-83, þegar hann var á leið í land með Ósk KE-5 í togi eftir að kviknaði í bátnum um ellefu sjó- mílur norðvestur af Sandgerði. Sverrir segir eldinn hafa kom- ið upp fram í bátnum. Skipverjar á Ósk, sem er tíu tonna bátur, tæmdu úr heilu slökkvitæki á eld- inn og höfðu ráðið niðurlögum hans þegar Brynhildur kom að. Ósk var tekin í tog og var ferðinni rétt að ljúka þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld en hún tók rúmlega fjóra klukkutíma. Slökkviliðið á Suðurnesjum var í viðbragðsstöðu á höfninni. -hrs ÍRAK, AP Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefn- unum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstak- lega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið not- aður í árásum vígamanna í Írak. Alls stálu þjófarnir um 380 tonnum af sprengiefnum. Sprengiefnið má nota til að útbúa hefðbundnar sprengjur sem eru nógu öflugar til að eyða stórum byggingum en einnig má nota hluta sprengiefnanna sem kveiki- búnað í kjarnorkusprengju. Talsmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar staðfesti í gær að stofnuninni hefði verið til- kynnt um hvarf sprengiefnanna fyrir hálfum mánuði. Þá hefði Mo- hamed ElBaradei, yfirmaður stofnunarinnar, ákveðið að gefa Bandaríkjastjórn nokkurn frest til að bregðast við tíðindunum og reyna að endurheimta sprengiefn- in áður en hann greindi öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna frá þeim. ■ AL QAQAA Undir stjórn Saddams Hussein var unnið að gerð kjarnorkuvopna í Al Qaqaa. Mikið magn sprengiefna hefur horfið þaðan eftir innrásina í Írak. Hundruð tonna horfin úr vopnabúri í Írak: Miklu magni sprengiefnis stolið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.