Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Í Jógasetrinu Brautarholti 20 er Sahaja-jóga kennt í sjálfboða- vinnu. Kennarinn Rita Defruyt frá Belgíu segir það vera í sam- ræmi við fordæmi frumkvöðuls Sahaja, hinnar indversku Shri Mataji Nirmala Devi. Kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar og er mælt með því við iðkendur að þeir hugleiði við mynd af Shri til að auka hughrifin. Markmiðið með Sahaja að vekja upp svokallað Kundalini, afl sem tengist alheimsorkunni, en með því megi vinna á ýmsum kvillum og öðlast andlegt og lík- amlegt jafnvægi. „Í hverjum ein- staklingi býr orkukerfi sem byggt er upp af sjö orkustöðvum, Kundalini og Andanum,“ segir Rita. „Sahaja-jóga snýst um að virkja þetta orkukerfi til að ná aftur því jafnvægi og einingu við annað fólk sem við fæddumst með en höfum glatað á leiðinni, en Sa- haja-jóga merkir einmitt með- fædd eining. Mannkynið getur vaxið sameiginlega með því að samræma öll trúarkerfi, en Kundalini-vakning á sér sam- stæðu í öllum trúarbrögðum, svo sem endurfæðingu eða heilagan anda í kristni og uppljómun í búddisma. Shri bendir okkur á að friður í heiminum verði ekki tryggður fyrr en við höfum öðlast jafnvægi og frið í okkar eigin sál- arrótum.“ Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Sahaja-jóga geta mætt í Jógasetrið, en þar er tekið við byrjendum öll mánudagskvöld klukkan 20, eða kynnt sér heima- síðuna sahajayogaisland.org. ■ Sahaja-jóga er kennt ókeypis í Brautarholti 20: Meðfædd eining vakin á ný Rita Defruyt segir að með því að vekja upp þá lífsorku sem hefur legið í dvala geti fólk hjálpað sjálfu sér og öðrum. Lífstíðarsjúkdómar: Upplýstir óhraustari Þeir sem þjást af lífstíðarsjúk- dómum bæta yfirleitt ekki heilsu sína með því að afla sér upplýs- inga og fræðslu um þá á netinu, heldur þvert á móti. Þetta sýn- ir nýleg rann- sókn sem Svenska dag- bladet tók þátt í. Blaðið ræður fólki fremur frá því að vafra um netið í leit að lýsingum á eigin sjúkdómi. Rannsóknin var gerð á 4.000 einstak- lingum sem all- ir voru með lífstíðarsjúkdóma, svo sem sykursýki og astma. Allir voru þeir vel upplýstir um heilsu sína en það sem kom á óvart var að þeir sem mest höfðu lesið um sjúkdóminn á netinu lifðu ekki heilsusamlegra lífi, heldur þvert á móti. Ein af ástæðunum er talin sú að þeir teldu sig oft vita betur en læknarnir og færu því síður að þeirra ráðum. ■ Þótt fólk viti allt um sjúkdóm sinn þá þýðir það ekki að það lifi heilsu- samlegra lífi. Herferð gegn reykingum: Hryllings- myndir á pökkunum Evrópusambandið hefur hrundið af stað herferð gegn reykingum með birtingu hryllingsmynda af rotn- andi lungum, æxlum í hálsi og hálf- ónýtum tönnum. Bandalagið vonar að stjórnvöld í Evrópubandalags- löndunum muni nota þessar myndir á sígarettu- pakka framtíð- arinnar. „Mynd- irnar verða von- andi hvatning þeim sem þegar reykja til að hætta og koma í veg fyrir að börn og ungling- ar verði tóbaks- fíkninni að bráð. Það er greini- legt að auglýs- ingar virka, annars væri fólk ekki alltaf að auglýsa, og nú ætlum við að bæt- ast í hópinn,“ segir David Byrne, talsmaður heilbrigðismála innan Evrópusambandsins. Myndirnar, sem eru 42, eru flest- ar mjög óhugnanlegar en líka er að finna í þeim ákveðinn húmor þar sem ein er af krumpuðu og skorpnu epli með vísan í húð reykinga- mannsins og ein af beyglaðri sígar- ettu með vísan í getuleysi karl- manna sem reykja. Um leið og myndirnar voru kynntar var birt skýrsla þar sem kemur fram að 650.000 Evrópubúar deyja úr reyk- ingum árlega og að reykingar kost- ar lönd Evrópusambandsins 100 miljarða á ári. ■ Tóbaksvarnamyndir Evrópubandalags- ins eru mjög óhugnanlegar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.