Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 19
3ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 Bætiefni á betra verði! Gerið verðsamanburð! 250 töflur aðeins kr.295,- Barnshafandi konur þurfa fólínsýru Aðeins 1 á dag! FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is Bætiefni á betra verði! Gerið verðsamanburð! Hugsar lítið um mataræðið í stressi dagsins: Mamma er nátt- úrugeðsjúklingur „Ég hugsa bara um kvikmynda- gerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmynda- gerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitt- hvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið,“ segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerða- maður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi. „Ég geri mér grein fyrir að ég verð að hreyfa á mér rassgatið og reyni helst að gera það á hverjum degi. Þó viðurkenni ég fúslega að þetta er það leiðinlegasta sem ég geri. Það er voðalega gaman samt að komast í fótbolta sem ég geri oft en ekki nógu mikið,“ segir Ólafur en sökum anna í vinnunni nær hann ekki oft að fá sér staðgóða máltíð. „Þegar ég gef mér tíma í almenni- legan mat þá fer ég stundum á Asíu að borða. Þegar maður festist í þessu stressi dagsins þá hugsar maður ekkert um sjálfan sig. Ég hef samt þurft að breyta um mataræði en það kallast að eldast. Þá þarf maður sjálfkrafa að breyta því sem maður borðar. Annars er móðir mín algjör náttúrugeðsjúklingur. Hún lætur mig éta alls kyns hreinsidót fyrir æðarnar og bla, bla, bla.“ „Á endanum þegar maður tekur saman það mikilvægasta í lífinu þá er það ekki að gifta sig eða vinna eitthvað. Það eru hversdagslegu stundirnar sem skipta mestu máli þegar maður hugsar um sjálfan sig,“ segir Ólafur en hann hefur ný- verið lokið gerð á heimildarmynd um Bubba sem er í kvikmyndahús- um um þessar mundir. lilja@frettabladid.is Ólafur Jóhannesson reynir að skokka eitthvað á hverjum degi til að halda sér við. Mjólkurdrykkja stuðlar ekki að offitu: Kalk kemur í veg fyrir ofþyngd Vísindamenn við Boston Uni- versity School of Medicine hafa uppgötvað að börn sem neyta mjólkurafurða í hóflegu magni á degi hverjum eiga síður á hættu að verða ofþyngd að bráð en önnur börn. Þau börn sem borðuðu að auki ríflega af ávöxtum og græn- meti voru enn ólíklegri til að vera of feit. Rannsóknin sýndi að börn sem borða minna en tvo skammta af mjólkurafurðum daglega hafa næstum tveggja sentimetra auka- lag af fitu undir húðinni. Ein af ástæðunum er talin vera sú að kalk gegnir þýðingarmiklu hlutverki við meltingu á fitu. Vísindamenn- irnir telja einnig að börn sem borða mjólkurafurðir daglega séu líklegri til að fá heita og heimalag- aða máltíð á kvöldin í staðinn fyrir skyndibita eða frosna hraðfæðu. Hver svo sem ástæðan er er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að mjólkurafurðir eru mikilvægar í mataræði barna. Ekki er þar með sagt að börn ættu að borða ótak- markað magn mjólkurafurða því það getur líka leitt til þyngdar- aukningar. ■ Rannsóknir á Parkinson: Líkamsrækt hjálpar Nýjar rannsóknir sem voru gerðar á rottum í háskólanum í Pittsburgh sýna að líkamsæfingar geta haft áhrif á heilafrumurnar sem eyði- leggjast þegar fólk fær Parkinson. Í framhaldi af þessum rann- sóknum hefur verið hrundið af stað annarri rannsókn til að athuga hvort æfingarnar hafi áhrif til hins betra meðal þeirra sem þjást af sjúkdómnum. Parkinson herjar á heilann og ræðst á frumur sem framleiða dópamín, en dópamín er nauðsyn- legt til að hafa stjórn á vöðvum lík- amans. Í rannsókninni voru til- raunarottur látnar hreyfa sig rösk- lega í sjö daga áður en þær voru sprautaðar með eitri sem veldur Parkinson. Annar hópur rotta sem ekki var látinn hreyfa sig, fékk líka efnið. Rannsóknin sýndi með óyggjandi hætti að í rottunum sem hreyfðu sig voru færri dópamín- frumur skaddaðar en í hinum sem hreyfði sig ekkert. ■ Mjólkurafurðir geta komið í veg fyrir ofþyngd hjá börnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.