Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 16
Á þessu ári er hálf öld liðin frá því að bandaríski rithöf- undurinn Ernest Hemingway fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. Mál og menn- ing gaf af þessu til- efni út smásagna- safnið Snjórinn á Kilimanjaro á dögun- um en þar er að finna 24 smásögur Hem- ingways í þ ý ð i n g u Sigurðar A. Magn- ússonar r i t h ö f - undar. „Hemingway er að mínu mati, ásamt Anton Tsjekhov og James Joyce, einn af risunum í bókmenntum 20. aldarinnar. Þrátt fyrir að öll hans stærri verk hafi verið þýdd á íslensku hefur smásög- um hans verið gefinn minni gaumur og þessi bók er ákveðið viðbragð við því,“ segir Sig- urður sem er sannfærður um að Hemingway sé enn betri smá- sagnahöfundur en skáldsagna- höfundur þó lengri verk hans hafi haldið nafni hans á lofti. Hugmynd- in að smásagnasafn- inu kviknaði árið 1999 á aldaraf- mæli rithöfundarins. „Þá ýttu þeir Ólafur Gunnarsson og Bubbi, sem báðir eru miklir Hemingway-aðdáendur, við þeirri hugmynd að því sem þýtt hefði verið af smásögum hans yrði safnað saman. Það reynd- ust þó ekki vera til nema sex eða sjö þýðingar þannig að ég tók mig til og þýddi fjórar sögur fyrir Tímarit Máls og menning- ar. Þegar ég var byrjaður fannst mér ég verða að halda þessu áfram svo Íslendingar fengju meira af þessum bókmennt- um.Halldór Laxness þýddi eina í gamla daga og einhverjar fleiri höfðu birst í tímaritum þannig að ég verð nú að segja það að mér finnst þessi útgáfa vera sögulegur viðburður.“ Hemingway er þekktur fyrir knappan stíl sinn sem Sigurður segir að hafi verið m a r g - stældur af rithöfundum út um allan heim, meira að segja í gömlu Sovétríkjunum á árabil- inu 1930 til 1940. „Það hefur verið mikið spekúlerað í þess- um stíl Hemingways og ýmsir telja að hann hafi lært þetta af Íslendingasögunum. Hann greinir aðeins frá því sem er sagt og sést en fer aldrei inni í persónurnar. Þá hafði hann sér- stakt lag á því að hafa aldrei óþarft orð í setningu enda sagði hann að eitt óþarft orð eyðilegði setningu.“ Fólk þarf ekki að hafa lesið Hemingway til þess að kannast við persónu hans en eins og flestir vita var hann mikill æv- intýramaður og töffari sem stytti sér aldur. „Hann var auð- vitað forfallinn drykkjumaður og fór alveg með sig á því þó hann hefði ótrúlegt þol. Ég sá nú aldrei fyrir mér að þetta mikla karlmenni væri mikið í bókum en komst að því að hann var óseðjandi lestrarhestur og eiginkona hans færði honum bækur í sekkjum í Kenía svo hann hefði eitthvað að gera. Það er því alls ekki útilokað að hann hafi komist í Íslendingasög- urnar enda ólst hann upp í m i ð a u s t u r r í k j u m Bandaríkjanna á skandinavískum slóðum.“ thorar- inn@frettabla- did.is 16 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR HILLARY RODHAM CLINTON Þessi vaska fyrrverandi forsetafrú Bandaríkj- anna er 57 ára í dag. Engin óþörf orð SIGURÐUR A. MAGNÚSSON MINNIST HEMINGWAY MEÐ SMÁSAGNASAFNI „Bandaríkjamenn eru orðnir þreyttir á lyg- urum og fólki sem þykist vera eitthvað sem það er ekki.“ - Hillary Clinton þekkir sitt heimafólk. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur, er 57 ára. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON „Snilld hans lá ekki síst í mælskum undirtextanum en margt sem hann lætur ósagt skilur maður samt. Þeir náðu þessu fáir sem voru að stæla hann,“ segir Sigurður um bók- menntarisann Hemingway. Tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri á þessum degi fyrir níu árum síðan en þetta ár var Vestfirðingum sem og lands- mönnum öllum þungbært en fjórtán manns fórust í öðru snjó- flóði sem féll á Súðavík þann 16. janúar. Gífurlegt fannfergi sem hafði hlaðist upp í Skollahvilft og klukkan rétt rúmlega fjögur að nóttu tók snjórinn að bifast und- an vindi og ruddist niður hlíðina úr Skollahvilft og langar leiðir niður á eyrina þar sem þorpið stóð. Nítján íbúðarhús urðu fyrir snjó- flóðinu en aðeins það efsta var talið á hættusvæði. Atburðinum er lýst á þessa leið í bókinni Ís- land í aldanna rás: „Í þessum húsum voru 45 manneskjur. All- nokkrir björguðust sjálfir úr rúst- um húsanna eða var bjargað þaðan mjög fljótlega af þeim sem fyrstir komu á staðinn en síðan varð ljóst að milli tuttugu og þrjátíu væru enn týndir.“ Hundruð björgunarmanna komu til Flateyrar á hádegi. Afleitt veð- ur var á slysstað en það fór að ganga niður upp úr hádeginu. Fjórir fundust á lífi í rústunum en ljóst var að tuttugu voru ann- aðhvort látnir eða týndir. 26. OKTÓBER 1995 Vestfirðingar urðu fyrir öðru reið- arslagi á árinu þegar mikið snjóflóð féll á Flateyri. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1881 Wyatt Earp lögreglustjóri tveir bræður hans og Doc Holliday mættu Clanton genginu í sögufrægum skotbardaga við O.K. rétt- ina í Tombstone. 1951 Winston Churchill verður forsætisráðherra Bretlands. 1962 Sovétmenn buðust til að leysa Kúbudeiluna með því að fjarlægja eldflaugaskot- palla sína af eyjunni. 1972 Henry Kissinger lýsir því yfir að friður sé í sjónmáli í Víetnam. 1975 Anwar Sadat verður fyrsti Egyptalandsforsetinn til að heimsækja Bandaríkin. 2002 Rússneskar lögreglusveitir dæla gasi inn í leikhús þar sem rúmlega 800 gestum var haldið í gíslingu. Gasið varð 116 gíslum að bana og allir 50 gíslatökumenn- irnir féllu. Snjóflóð á Flateyri Græðissmyrsl mannkærleikans Kærleikssjóður Stefaníu Guðrún- ar Pétursdóttur er minningarsjóð- ur sem stofnaður var í hennar nafni eftir að hún lést af slysför- um þann 27.ágúst 2003, en sjóður- inn hefur þann tilgang að vinna að kærleika og styrkja þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ungmenna af slysförum eða sjálfsvíga. Stefanía hefði orðið tvítug þann 23. október síðastlið- inn og var sá dagur valinn til að stofna sjóðinn formlega og opna heimasíðuna kaerleikur.is og má þar meðal annars finna grein eftir Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. „Hjarta, sem elskar, gefur ást sína áfram, þó að slög þess heyrist ekki lengur hér á jörð. Þetta hvort tveggja reyndu þau, sem Stefanía Guðrún Pétursdóttir unni og vakti elsku hjá. Sú elska, sem hún kveikti og gaf, er sterk í lífi þeir- ra og virk: Þau ætla að láta hana verka til góðs, bera græðissmyrsl mannkærleikans á einhver þau sár, sem dauðinn veldur,“ segir í grein Hr. Sigurbjörns en á síðunni er einnig að finna grein eftir Sr. Vigfús Þór Árnason sem jafn- framt situr í stjórn sjóðsins. Um sjötíu manns hafa lagt sjóðnum lið með frjálsum framlögum en á vefsíðunni eru upplýsingar um hvernig hægt er að styðja kær- leikssjóðinn. Fólki er gefinn kostur á að setja inn reynslusögur og ábend- ingar á vefinn eða taka þátt í spjalli, þar er einnig að finna ljóð og annan texta. Í fréttatilkynningu frá sjóðn- um segir að það sé von og trú að- standenda kærleikssjóðsins að hann verði þeim sem eiga um sárt að binda til huggunar og uppörv- unar í framtíðinni í samræmi við tilgang hans. ■ RÓNINN Fer mikinn á Hótel Sögu í vetur. Róninn á Sögu Nýr íslenskur kabarett, Róninn, Ró- bert Nói og hyski hans, var forsýnd- ur á Hótel Sögu nýlega en verkið verður sýnt á Hótel Sögu á laugar- dögum í vetur. Sýningin er samblanda af þekkt- ustu dægurlagaperlum íslendinga í söngsyrpum, uppistandi, fjöldasöng og dansatriðum. Róninn tekur um eina klukkustund í flutningi og er sérsniðið fyrir árshátíðir, jólahlað- borð og annan mannfagnað og hefst þegar borðhaldi er rétt að ljúka. Fyrir utan Rónann sjálfan ber mikið á veislustjóra kvöldsins Ró- berti Nóa. Hann er sjálfstæður ein- staklingur með magnaða söngrödd, munninn fyrir neðan nefið og sér um að keyra kvöldið áfram af tær- um jarðneskum krafti. Með honum í för eru þrjár skrautlegar dömur. Kántrístjarna, lagahöfundur og ein- lægur aðdáandi Dolly Parton. Dramadrottningin, ein magnaðasta leikkona okkar landsmanna er kom- in heim aftur eftir langa dvöl sína í L.A. til að úthella list sinni á alla sem á staðnum verða. Skoppara- kringlan og eróbikk dansari sem fær hjörtun til að slá hraðar og svit- ann til að spítast með frábærri rödd sinni og listrænum hreyfingum. Leikarar í sýningunni eru Bryn- dís Ásmundsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, Margrét Kaaber og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Stef- án Örn Gunnlaugsson annast píanó- leik. Leikstjórn og handritsvinna var í höndum Heru Ólafsdóttur, Er- lends Eirikssonar, Vigdísar Gunn- arsdóttur og Leikhópsins. ■ STEFANÍA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR lést af slysförum í ágúst 2003 og nú hefur verið stofnaður í minningu hennar kærleikssjóður sem hefur þann tilgang að vinna að kærleika og að styrkja þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ungmenna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.