Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 8
8 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Reynt til þrautar að ná samkomulagi: Frestur sorpstöðvar framlengdur UMHVERFISMÁL Sveitarstjórn Ölf- uss hefur veitt stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frest fram á miðviku- dag í næstu viku til að ná sam- komulagi um fyrirkomulag urð- unar sorps, að sögn Einars Njáls- sonar, sveitarstjóra Árborgar. Einar sagði að fulltrúar stjórn- ar og sveitarfélagsins Ölfuss hefðu átt viðræður en ekkert fast samkomulag lægi fyrir enn sem komið væri. Hann sagði enn frem- ur að stjórn sorpstöðvarinnar myndi hitta fulltrúa aðildarsveit- arfélaga hennar næstkomandi föstudag til að ræða málið. Sveitarstjórn Ölfuss hafði til- kynnt að sorpstöðinni yrði lokað þann 25. október, það er í gær, og hafin innheimta dagsekta. En nú ætla menn að gefa sér heldur lengri tíma, að sögn Einars. Þá hefur stjórn sorpstöðvar- innar ákveðið að hætta samstarfi við Samband sunnlenskra sveitar- félaga um sameiginlegan fram- kvæmdastjóra. Þorvarður Hjalta- son sem gegnt hefur báðum störf- um til þessa mun því láta af starfi framkvæmdastjóra Sorpstöðvar- innar um næstu áramót. Einar sagði að annar maður yrði fenginn í það starf, þar sem það væri orð- ið æði viðamikið og Þorvarður væri í fullu starfi hjá SASS. -jss ELDSVOÐI Á ELLIHEIMILI Einn lést og sjö slösuðust þegar eldur braust út á dvalarheimili aldr- aðra í borginni Linz í Austurríki. Flestir íbúanna sluppu þó ómeiddir með því að fara út á svalir þaðan sem slökkviliðs- menn björguðu þeim. Sjötugur karlmaður sem lést kafnaði af völdum reyks og eiturgufa. BÆNDUR SETTU UPP VEGA- TÁLMA Hundruð bænda settu upp vegatálma víða í Frakklandi til að tefja eldsneytisflutninga. Með þessu vildu þeir leggja áherslu á kröfur sínar um að stjórnvöld kæmu þeim til aðstoð- ar vegna þess hversu illa hækkun á eldsneytisverði hefur komið við bændurna og starf- semi þeirra. ■ EVRÓPA ■ VÍSINDI SVONA ERUM VIÐ HEILBRIGÐISMÁL Framlag hins opin- bera til tannlæknaþjónustu eldri borgara þarf að hækka, sagði Heimir Sindrason formaður Tann- læknafélags Íslands á málþingi sem félagið hélt um helgina. Þá kom fram á málþinginu, að breyta þyrfti áherslum í útgjöldum til tannheilbrigðismála þannig að veita megi eldri borgurum boðlega þjónustu á kostnað sjúkratrygg- inga. Lag sé til að auka útgjöld til tannlækninga eldri borgara vegna vannýttra fjárheimilda síðustu ára. Um eitt hundrað manns sóttu málþingið, þar af fjöldi eldri borg- ara. Í setningarræðu sinni vakti Heimir athygli á að eldri borgurum ætti eftir að fjölga um helming á næstu 30 árum. „Á þessu tímabili kemur inn ný kynslóð eldri borgara sem, eins og tölur sýna, eru að miklum hluta með eigin tennur. Þessi hópur mun kalla á kostnaðar- samt viðhald og umfang þess verð- ur meira en þekkst hefur fram að þessu,“ sagði Heimir. Hann benti einnig á að þar sem fjárheimildir áranna 2001-2003 hefðu verið van- nýttar um 262 milljónir króna væri lag að veita meira fé til tannlækn- inga eldri borgara en gert er. - jss Tannlæknar vilja að framlag ríkisins verði hækkað: Aldraðir fái boðlega þjónustu HEIMIR SINDRASON Formaður Tannlæknafélagsins segir að eldri borgurum eigi eftir að fjölga um helming á næstu 30 árum. EINAR NJÁLSSON Sveitarstjórinn ræðir við aðildarsveitarfélög sorpstöðvarinnar á föstudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Loftmengun: Milljónir bíða skaða INDLAND, AP Tveir af hverjum fimm íbúum Nýju Delí eiga við lungnasjúkdóma að stríða af völd- um loftmengunar í þessari fjórtán milljón manna höfuðborg Ind- lands. Ný rannsókn á skaðsemi loft- mengunar leiðir í ljós hversu al- varlegt ástandið er, auk lungna- sjúkdóma hefur mengunin skaðað lifur, blóð og ónæmiskerfi íbú- anna. Forystumenn Mengunarráðs segja að brugðist verði við þessu með því að lækka leyfileg mörk útblásturs frá verksmiðjum. ■ RÁÐSTEFNA UM ÓLÍFUOLÍU Vís- indamenn víðs vegar að úr heim- inum eru nú staddir á Spáni þar sem ráðstefna fer fram um ólífu- olíu og heilsufarsmál. Ólífuolía hefur löngum verið talin holl og ætla vísindamennirnir að sanna það enn frekar á ráðstefnunni. OF FÁIR ÞELDÖKKIR VÍSINDA- MENN Allt of fáir þeldökkir vís- indamenn, verkfræðingar og tæknifræðingar eru ráðnir í störf við sitt hæfi í Bretlandi, að sögn dr. Elizabeth Rasekoala, sem starfar við ACNST-stofnunina í Bretlandi. Hefur hún hvatt stjórnvöld til að takast á við þetta vandamál sem allra fyrst. GREIÐSLUKORTANOTKUN Í MARSMÁNUÐI Samanburður 5 ára.* Ár Milljónir króna 2000 7.970 2001 8.802 2002 9.403 2003 9.989 2004 10.709 *Heimild: Hagstofa Íslands. Sýndar eru heildargreiðslur heimila með greiðslukortum (kredit og debit), en úttektir úr hraðbönkum og greiðslur í bönkum eru ekki taldar með. Brotthvarf rætt í skugga ofbeldis Þúsundir lögreglumanna gættu öryggis nærri þinghúsinu þegar Ariel Sharon hvatti ísraelska þingmenn til að samþykkja brotthvarf frá Gaza. Nokkrum klukkustundum áður létust fjórtán Palestínumenn í árás Ísraelshers á Gaza. MIÐ-AUSTURLÖND Blóðsúthellingar í flóttamannabúðum á Gaza og mesta öryggisgæsla í sögu Ísra- elsþings voru í al- gleymingi þegar Ariel Sharon for- sætisráðherra tók til máls í ísraelska þinginu og hvatti þingmenn til að styðja áætlun sína um brotthvarf ísraelskra her- manna og land- tökumanna frá Gaza. Fjórtán Palest- ínumenn lágu í valnum eftir að ísraelskar her- sveitir ruddu sér leið inn í flótta- mannabúðirnar Khan Younis á Gaza til að binda enda á skothríð úr sprengjuvörpum Palestínu- manna. 72 til viðbótar særðust í árás Ísraelshers sem hófst í fyrr- inótt og stóð fram á dag í gær. Ísraelar notuðu skriðdreka og herflugvélar í árásinni. Meðal þeirra Palestínumanna sem létust voru þrír meðlimir palestínskra öryggissveita, tveir vígamenn og ellefu ára piltur. Sautján þeirra sem særðust voru undir átján ára aldri. Tveir ísra- elskir hermenn særðust þegar eldflaug var skotið á farartæki þeirra. Mörg þúsund lögreglumenn voru á vakt í Jerúsalem til að tryggja að allt færi vel fram þeg- ar ísraelska þingið kom saman til að ræða áætlun Sharons um brott- hvarf frá Gaza. Hart var deilt um áætlunina í gær en stefnt er að því að greiða atkvæði um hana í kvöld. Sharon fékk lítinn frið til að flytja ræðu sína. Þingmenn sem eru andvígir ályktuninni voru með frammíköll og leiddi það meðal annars til þess að Effi Eitam, formaður Trúarlega þjóð- arflokksins, var rekinn úr þingsalnum eftir innan við stund- arfjórðung fyrir stöðug fram- míköll. „Þið eruð dásamlegt fólk en þið hafið einn veikleika – Messíasar- duld hefur þróast með ykkur,“ sagði Sharon og gerði orð Menachem Begin, forvera síns, að sínum eigin þegar hann fjallaði um landtökumenn í Gaza sem hafa barist af krafti gegn áætlun hans. Hann rifjaði upp baráttu sína fyrir eflingu landnema- byggða en sagði nauðsynlegt að hverfa frá Gaza til að tryggja bet- ur öryggi Ísraels. Shimon Peres, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, sagði að með því að hverfa frá Gaza væru Ísraelar að losa sig við ýms- ar hættur sem að þeim steðjuðu. brynjolfur@frettabladid.is Kylfuárás Annþórs Leigusalinn greiddi hundrað þúsund fyrir bar- smíðarnar – hefur þú séð DV í dag? Sagður hafa óttast leigjandann DRENGUR FÆR AÐHLYNNINGU Sautján ungmenni voru meðal þeirra 72 Palestínumanna sem særðust í árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar Khan Younis. Árásin var gerð skömmu áður en umræða um brotthvarf frá Gaza hófst á Ísraelsþingi. ,,Effi Eitam, for- maður Trú- arlega þjóðar- flokksins, var rekinn úr þing- salnum eft- ir innan við stundar- fjórðung fyrir stöðug frammíköll.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.